Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 24
veigar
24 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Íbænum Tequila í vesturhlutaMexíkó gengur lífið út á eitt:Tekíla. Grænbláir akrarteygja úr sér í hæðunum í
kringum bæinn – þetta er agave-
plantan sem tekíla er unnið úr. Það
stirnir á þúsundir grænblárra
plantna í sólinni.
Meðfram veginum eru sölubásar í
röðum með tekílaflöskum af öllum
stærðum og gerðum. Það er hér sem
drykkurinn frægi er upprunninn og
raunar einnig hér sem mest af því
tekíla sem er á markaðnum í dag er
búið til. Hér reiða þúsundir fjöl-
skyldna sig á framleiðslu þjóðar-
drykkjar Mexíkó.
Sull og sítróna
Hafi einhver haldið að fræðin á
bak við tekíla séu einföld er sá hinn
sami á villigötum. Raunar einnig ef
hann telur að í Mexíkó sé drykknum
almennt sullað í sig með sítrónu í
hönd og salt á handarbakinu. Og tíu
æsta vini í kringum sig að gera ná-
kvæmlega það sama.
„Við súpum nú bara á þessu í ró-
legheitunum. Enda er fínasta tekílað
meira eins og koníak,“ segir stúlka í
Tequila. Hún heitir Cecile og er
starfsmaður í eimingarhúsi eins
elsta tekílaframleiðandans: Jose
Cuervo. Hér hefur tekíla verið fram-
leitt í yfir 200 ár. „Margir súpa líka á
sangritu með drykknum,“ bætir
Cecile við. Sangrita er blanda af
appelsínusafa, grenadine og chilli,
stundum með smávegis tómatasafa
út í.
Ég gjóa augunum á eikartunnur
og flöskur með dökkbrúnu, sjö ára
gömlu tekíla. Tekílapartí fortíðar
minnar verða hálfruddaleg í þessu
samhengi. Í höfði mér hljómar rödd
mexíkósks vinar míns frá Bretlandi
sem þreyttist ekki á að benda okkur
skólafélögunum á að við hefðum ekki
hundsvit á tekíla.
„Sko, það sem þið drekkið er ekki
það sama og við í Mexíkó. Tekílað
verður að vera 100% úr agave, ann-
ars er það ekkert gott!“
Ég kinkaði bara kolli, hafði aldrei
heyrt talað um agave.
Gráða í tekílafræðum
Í Tequila opnast veröld agave fyr-
ir mér. Það er úr agave-plöntunni
sem tekíla er búið til. Plantan er
lengi að vaxa – eftir að henni hefur
verið sáð þarf raunar að bíða í 8-10
ár. Einhver orðinn óþolinmóður?
Mér er ítrekað bent á að gott tekíla
sé síður en svo hrist fram úr erm-
inni.
Þegar rétti tíminn er runninn upp
hefst langt og flókið ferli: Plantan er
tekin af akrinum og hvöss laufblöðin
fjarlægð. Eftir stendur aldin sem
minnir helst á risavaxinn ananas og
getur vegið yfir 200 kíló. Aldinkjötið
er bakað í þar til gerðum gufuofnum
í nákvæmlega 38 tíma – við hárná-
kvæmt hitastig – þangað til liturinn
verður gulbrúnn og bragðið sætt.
Eftir kælingu er safinn kreistur
úr plöntunni. Heppnir tekílabændur
ná fimm tekílaflöskum úr einni
plöntu, en trefjarnar sem eftir verða
eru notaðar sem áburður, jafnvel
Grænblá veröld
í bænum Tequila
Morgunblaðið/Sigríður Víðis
Agave Tekíla er framleitt úr agave-plöntunni sem vaxa þarf í átta ár og
nær heppinn tekílabóndi fimm flöskum úr plöntunni.
Veigarnar Sangrita og vinsælasta
tekílað: Jose Cuervo Tradicionale. Í
minni flöskunum eru tekíla blanco,
tekíla reposado og tekíla anjo – lit-
urinn ræðst af því hversu lengi tek-
ílað hefur verið geymt á tunnum.
Hvaða drykkur er búinn til úr grænblárri plöntu
sem líkist risavöxnum ananas? Plöntu sem tekur
átta ár að rækta og þarf eftir tínslu að baka í ná-
kvæmlega 38 klukkustundir? Sigríður Víðis Jóns-
dóttir komst að því að tekíla er ekki bara tekíla.
Vinnslan Tekílað er látið gerjast í
18 tíma áður en það er eimað.
RANNSÓKN sem gerð var í The
Harvard School of Public Health og
náði til 2.000 manns leiddi í ljós að
mengun eykur líkur á blóðtappa í
fæti. Frá þessu er sagt á vefmiðli
BBC, en rannsakendur komust að
þeirri niðurstöðu að útblást-
ursmengun frá bifreiðum þykkir
blóðið og eykur þar af leiðandi lík-
ur á myndun blóðtappa.
Blóðtappar sem myndast í fæti
geta ferðast upp í lungu, tekið sér
þar bólfestu og komið í kjölfarið af
stað mögulega banvænum lungna-
blóðtappa eða æðastíflum.
Lengi hefur verið vitað að meng-
un eykur líkur á hjartaáfalli og
sýna niðurstöður þessarar rann-
sóknar enn á ný mikilvægi hreins
andrúmslofts.
Reuters
Mengun Útblástur frá bílum er hættulegur heilsu manna.
Mengun eykur líkur
á blóðtappa
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 15. maí 2008, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2008 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí
2008, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í
tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á
skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi,
kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi
vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu,
vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir,
fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum
skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur
tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og
iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar
eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi
þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt
mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og
þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út
sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi
innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar
gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. maí 2008.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli