Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 20
Tekist á við steypuna
Morgunblaðið/G. Rúnar
Aldrei aftur Verkið Never Again eftir Monicu Bonvicini í Listasafni Íslands.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
LISTASAFN Íslands opnar í
fyrramálið sýningu á verkum fimm
listamanna af ólíkum kynslóðum –
þeirra Monicu Bonvicini, Elínu
Hansdóttur, Finnboga Péturs-
sonar, Steinu Vasulka og Franz
West – undir yfirskriftinni List mót
byggingarlist. Á sýningunni takast
listamennirnir á við rými safnsins
með ólíkum hætti en þau átök eru
um í raun innihald sýningarinnar.
Safnstjóri Listasafns Íslands,
Halldór Björn Runólfsson, á hug-
myndina að sýningunni. „Mér
fannst þetta fólk vera svona jaðar-
fólk, það er nú það sem mér fannst
spennandi. Ég ætlaði ekki beinlínis
að gera þetta að gagnrýni á arki-
tektúr heldur fyrst og fremst að
sýna fram á að þetta er alls staðar
mjög viðkvæmt mál, arkitektúr og
list. Maður finnur alltaf að lista-
mennirnir eru nauðbeygðir til að
vinna út frá arkitektúrnum og mér
fannst það mjög spennandi kostur
að tefla saman fólki með ólíkan
bakgrunn og af ólíkum kynslóðum,“
segir Halldór.
Ítalska listakonan Monica Bon-
vicini er fædd 1965 og gefur sig út
fyrir að vera andstæðingur þeirrar
tegundar arkitektúrs sem hún seg-
ir alltof karllægan, að sögn Hall-
dórs. Þó sé ekki hægt að kalla verk
hennar feminísk. „Henni finnst að
arkitektúr ætti að vera miklu
mýkri og lífrænni. Svo kemur Elín
sem notar arkitektúrinn með sínum
hætti, býr til völundarhús, um-
breytir umhverfinu. Auðvitað teng-
ist þetta að mörgu leyti því sem
hefur verið að gerast á undanförn-
um árum, að hönnun, arkitektúr og
listin sjálf talast með einhverjum
hætti miklu meira við en áður hefur
þekkst.
Hið óefniskennda mætir
hinu efniskennda
Það má segja að Ólafur Elíasson
sé dæmi um listamann sem að er að
vinna á mótum þessara greina.
Þetta er merkilegt vegna þess að
fyrir svona 15-20 árum mátti ekki
nefna arkitektúr eða hönnun í
sömu andrá og listir. Við erum að
stíga inn í algjörlega nýtt svipmót
sem byggist á því að verið er að
skoða þetta í miklu nánara sam-
hengi,“ segir Halldór.
Halldór segir Finnboga hafi orð-
ið fyrir valinu því hann ráðist í raun
gegn byggingarlist með því að
vinna með svo óefniskenndum
hætti, með hljóði og nú kertaloga,
fáist við hluti sem eru eins óefnis-
kenndir og byggingarlist er efnis-
kennd. ,,Finnbogi sver sig þarna
sem módel 1959 inn í þennan hóp af
listamönnum þar sem ég reyni að
sýna fram á að kynslóðabilið er
brúað innan listarinnar,“ segir
Halldór og bendir á að 40 ára
aldursmunur sé milli elsta og
yngsta sýnanda.
Listahátíð í Reykjavík | Sýningin List mót byggingarlist er framlag Listasafns Íslands
Vefsíða safnsins
www.listasafn.is
STEINA og eiginmaður hennar Woody Vasulka eru
frumkvöðlar í myndbandslist, stofnuðu árið árið 1971
tilraunastöð í myndbands- og hljóðlist, The Kitchen, en
sökktu sér síðar í tæknilegan kjarna miðilsins. Steina
sýnir margskipt myndbandsverk á sýningunni í Lista-
safni Íslands sem reyndar var ekki búið að setja upp
þegar þetta er skrifað. Þó var kominn glansandi svart-
ur dúkur á sýningarsalinn sem varpa á hringlaga verk-
unum á.
Steina segist hafa fundið forrit sem framkallar þrí-
víddarblekkingu í vídeóverkum fyrir nokkrum árum
síðan. Hún hafi heillast af þessari aðferð, verið búin að
sanka að sér heilmiklu myndefni, um þremur klukku-
stundum, sem hún hafi ekki vitað hvað ætti að gera við
eða hvernig hún ætti að sýna. Því hafi hún skipt því nið-
ur og sýnt hringlaga á nokkrum skermum. Þetta tölvu-
stýrða myndbandsverk, „Of the North“ frá árinu 2001,
hefur örsjaldan verið sýnt.
„Myndefnið er að miklu leyti íslenskt,“ segir Steina,
það sem hún hafi átt á myndböndum til að vinna úr á
þessum tíma, myndefni frá ýmsum tíma. „Það er mynd
af kríum sem eru að koma með gogginn niður í mynda-
vélina hjá mér, þær eru komnir í hnattlíkingu líka.“ Þá
séu einnig myndir af eldi sem hún tók hjá járnsmiði,
ýmislegt tínt til. Myndböndin fara í hringi, látin
„lúppa“ tæknimáli.
Steina er sem fyrr að gera tilraunir með möguleika
miðilsins og nú á síðustu árum stafrænnar vinnslu og
tækni. Spurð að því hvort umgjörð verkanna skipti
hana jafnmiklu og myndefnið svarar Steina að það eina
sem skipti hana máli sé myndefnið. „Ólíkt mörgu fólki í
dag sem er með allt annað viðhorf til verka sinna er
myndin langsamlega mikilvægust fyrir mér. Ég er að
verða í einhverjum minnihluta með það meðal mynd-
listarmanna, finnst mér.“
Myndefnið skiptir öllu
Morgunblaðið/Golli
Frumkvöðullinn Steina Vasulka á dúkklæddu gólfi
salarins sem hún sýnir á í Listasafni Íslands.
20 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Notalegur
staður
FRANZ West er líklega þekktastur
núlifandi austurrískra myndlistar-
manna. West varð þekktur á 8. ára-
tugnum fyrir sérstæðar höggmyndir
sínar úr gifsi, sem hann lét vini og
vandamenn bera utan á sér og kallaði
viðbætur. Fljótlega þróaði hann þessi
verk yfir í húsgagnasamstæður og
breytti með þeim sýningarsölum,
söfnum og samkomustöðum í „nota-
lega samverustaði fyrir fólk“, eins og
Halldór Björn orðar það.
„Hann er með þrjú verk, högg-
mynd eða skúlptúr sem er lillableik-
ur. Hann er mjög sérkennilegur,
svona aflangur drjóli búinn til úr
mjög ómerkilegum efnum, eins og
West er von og vísa, en svo steyptur í
brons,“ segir Halldór. Drjóli þessi
muni liggja á safngólfinu. Annað verk
á sýningunni er skúlptúr sem hægt er
að sitja í, eins konar bekkur,og þriðja
verkið er svo röð af veggspjöldum.
„Hann vill gera list í almannarými,
tekst á við rýmið með því að draga
það niður á almennt plan. Hann er í
rauninni maður sem reynir að búa til
einhver skemmtilegheit úr því sem
þegar er fyrir. Hann vinnur mjög
nærri hönnun, er nánast á mótum
myndlistar og hönnunar og þá gjarn-
an í formi húsgagna og myndir hans
eru yfirleitt útúrsnúningar úr þegar
tilbúinni myndlist,“ segir Halldór.
Hægt og hljótt
FINNBOGI Pétursson segist vinna
undir þeim formerkjum á sýningunni
að vera innsetningarlistamaður þó
svo að hann skilgreini sig ekki endi-
lega þannig sem listamaður. Verk
hans á sýningunni, „Logi“, er dimm-
ur gangur sem tekur tvær beygjur,
en fyrir enda hans logar kertaljós í
hvítu rými og fjögur stækkunargler
varpa loganum öfugum á veggina.
Finnbogi segir það eðli innsetninga
að vinna með ólík rými, þó að hann
geri það ekki beinlínis að þessu sinni
því smíðað sé utan um verk hans.
„Maður fer af stað með ákveðna
hugmynd og svo fer nánast allur tím-
inn í að skræla utan af henni þar til
maður stendur uppi með kjarnann,“
segir Finnbogi. Hann fari af stað með
ákveðna hugmynd sem sé einn metri
á stærð og endi sem sentimetri.
Tilgangurinn með göngunni að
kertaljósinu er að venja fólk við daufa
birtuna og útiloka utanaðkomandi
ljós, að sögn Finnboga. Safnið er ein-
staklega bjart, dagsbirtan skín inn
um stóra glugga á þaki hússins og
marmari kastar birtunni á hvíta
veggina. Finnbogi segir safnið ekki
henta neitt sérstaklega vel til listsýn-
inga en það sé út af fyrir sig skemmti-
leg glíma. Finnbogi er einna þekkt-
astur fyrir að vinna með hljóðbylgjur,
vatn og ljós í verkum sínum. „Árið
2005 sýndi ég tvær innsetningar, aðra
með vatni og jörð og hina með eldi og
lofti, þetta er eiginlega grunnurinn að
því verki. Þarna raunverulega byrjaði
það verk,“ segir Finnbogi um „Loga“.
Verkið sé „hægt og hljótt“.
Um sýninguna í heild segir Finn-
bogi ákveðna undiröldu sameina
listamennina og verkin. Undiraldan
sé sú að fá áhorfendur til að hugsa að-
eins út fyrir verkin í stað þess að ein-
blína á þau og ekkert annað.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Logi Verk Finnboga Péturssonar á sýningunni List mót byggingarlist.
Tvöfaldar kynlífsrólur
ÍTALSKA myndlistarkonan Monica Bonvicini var ekki komin til landsins
þegar þetta var skrifað en aðstoðarmaður hennar, myndlistarmaðurinn
Raaf, var staddur í listasafninu og stjórnaði þar uppsetningu innsetningar
hennar „Never Again“, eða Aldrei aftur. Innsetningin er fest veggja á
milli, vinnupallarör skrúfuð saman í grindur og fest við veggi salarins. Nið-
ur úr þeim hanga keðjur og leðurrólur af ýmsum gerðum.
Innsetningin virðist hafa kynferðislegar vísanir, mikil spenna í því og
leður og keðjur sem minna á ákveðinn kynlífsklæðnað. „Þetta eru reyndar
tvöfaldar kynlífsrólur,“ segir Raaf og staðfestir grun blaðamanns um kyn-
ferðislega tengingu í verkinu. Raaf bendir á að hefðbundin kynlífsróla sé
gerð fyrir eina manneskju að sitja eða liggja í, en þær tvöföldu séu gerðar
til þess að tveir geti hangið í þeim. Gestum er heimilt að prófa rólurnar en
þó líklega farið fram á að þeir séu fullklæddir og gæti velsæmis.
Raaf segir karlmenn ráða ríkjum í arkitektúr og það sé Bonvicini hug-
leikið. Rými séu gerð til að henta ákveðnu fólki og auðvitað arkitektunum
sjálfum sem séu flestir karlmenn. Raaf segir verk Bonvicini oft magna upp
rýmið en um leið skilja sig frá því. Kynlíf komi við sögu enda tengist ákveð-
ið blæti byggingarvinnumönnum og þá sérstaklega hjá samkynhneigðum.
ELÍN Hansdóttir var þakin dufti úr
gifsplötum þegar blaðamaður hitti
hana fyrir utan efsta sal Listasafns
Íslands í vikunni. Verk hennar,
„Path“ (braut, leið eða slóði), er enda
smíðað úr gríðarlegum fjölda gifs-
platna og mikil völundarsmíð. Verkið
minnir reyndar á völundarhús sem
það er þó ekki. „Verkið gengur út á
það að búa til leið í gegnum sýning-
arsalinn – einskonar ranghala – sem
fyllir sem mest upp í salinn. Þar með
ræður sýningarsalurinn svolítið
forminu. Þetta er í annað sinn sem ég
vinn með þessa hugmynd, fyrra verk-
ið var sýnt í Berlín síðast í mars en
þar var um að ræða þrjá minni sali
sem þýddi að verkið var allt öðruvísi í
laginu en hér í Listasafni Íslands.
Auk þess er verkið hér á Íslandi
meira en helmingi lengra,“ segir Elín
en gönguleiðina hér segir hún um 100
metra.
„Hugmyndin er sú að reyna að
skapa einhvers konar óvissu með það
sem maður sér og upplifir. Afhjúpa
misræmi á milli þess sem maður
heldur að sé og þess sem er í raun-
veruleikanum. Mig langaði að gera
það á mjög einfaldan hátt, verkið
saman- stendur í rauninni af gifs-
plötum, málningu og álrömmum. Það
eina sem við gerum, þegar við erum
að smíða þetta, er að skilja eftir rifur
hér og þar til þess að birta sýningar-
salarins blæði inn í verkið. Sú birta er
í rauninni eini ljósgjafinn í öllu verk-
inu, ljósgjafi sem reynist okkur sjón-
rænt séð mjög óáreiðanlegur á göng-
unni í gegnum salinn.“
– Birtan afhjúpar tálsýn á gólfinu
um að veggirnir nái lengra en þeir
gera, eða hvað?
„Já, einmitt. Það eru fjórir þættir í
verkinu, þ.e. veggur, skuggi, rými og
ljós, mjög einfalt sem sagt en það sem
gerist er það að maður ruglast á því
hvað er hvað. Það sem þér sýnist vera
veggur er rými, það sem þér sýnist
vera birta er skuggi.“ Elín segist með
þessu leika á skynfæri sýningargesta.
Mönnum sé eðlilegt að ganga í átt að
ljósinu en í verki hennar sé sú eðlis-
ávísun ekki endilega marktæk. Mað-
urinn gangi oft á e.k. sjálfstýringu, en
slíkt sé ekki hægt að reiða sig á til að
komast í gegnum innsetninguna
hennar. Bróðir Elínar, Úlfur, semur
raftónlist við verkið sem magnast eft-
ir því hvar maður er staddur í því.
Gengið í átt
að myrkrinu
Ljósmynd/ Ken Schluchtmann /Dirk Daehmlow
Path Hluti af verki Elínar.