Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 32
✝ Óskar Jónsson,blikksmíða-
meistari, fæddist í
Reykjavík 16. des-
ember 1959. Hann
lést á heimili sínu
hinn 5. maí sl.
Foreldrar hans
eru Jón Óskarsson,
f. 30.1. 1929, og
Katrín Marteins-
dóttir, f. 12.6. 1930.
Óskar var næst-
yngstur fjögurra
systkina. Þau eru:
1) Lilja, f. 19.6.
1953, gift Ragnari D. Stef-
ánssyni, f. 26.1. 1952. Synir
þeirra eru: Tómas Axel, Rík-
arður Örn og Ragnar Jón. 2)
Marteinn, f. 22.11. 1955, kvæntur
Þórunni Ásmundardóttur, f. 19.2.
1957. Börn þeirra eru: Ásmundur
Jón, Katrín Inga og Guðlaugur
Ingi. 3) Kristján, f. 8.6. 1964,
kvæntur Kristínu Ólöfu Jansen, f.
22.2. 1965. Börn þeirra eru: Elm-
fjögurra ára aldurs ólst Óskar
upp í Laugarnesinu eða þar til
fjölskyldan flutti á Seltjarnarnes
árið 1963. Þar gekk hann í Mýr-
arhúsaskóla og svo Valhúsaskóla.
Eftir grunnskólann lærði Óskar
blikksmíði í Iðnskólanum og í
Blikksmiðjunni hf. og tók sveins-
próf í þeirri grein árið 1982 og
hlaut meistararéttindi árið 1986.
Óskar starfaði lengst af við iðn
sína, með smáhléum þó er hann
sinnti öðrum störfum, síðast hjá
Frostverki ehf. eða þar til hann
hætti störfum vegna veikinda ár-
ið 2002. Óskar var félagi í JC Ís-
land frá 1990 og forseti JC Borg-
ar árið 1994. Óskar starfaði um
tíma með Björgunarsveitinni Al-
berti á Seltjarnarnesi. Síðastliðið
ár starfaði Óskar með Klúbbnum
Geysi. Óskar var síðast til heim-
ilis í Krummahólum 6 í Reykja-
vík.
Útför Óskars verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 16. maí,
kl. 13.
ar Ingi og Elísa Eir.
Sonur Kristjáns er
Ólafur Páll, móðir
hans er Ásta Guð-
rún Pálsdóttir.
Hinn 23. febrúar
1980 kvæntist Ósk-
ar Fríði Birnu Stef-
ánsdóttur, f. 4.10.
1960. Börn þeirra
eru: Marteinn Örn,
nemi, f. 10.12. 1979,
unnusta hans er
Guðlaug Jónsdóttir,
f. 14.11. 1989, og
Katrín Ýr, nemi, f.
30.9. 1981. Fríður Birna og Ósk-
ar skildu árið 1988. Óskar var í
sambúð með Svanfríði Önnu Lár-
usdóttur, f. 24.5. 1963. Börn
þeirra eru: Helga Lilja, f. 22.5.
1991, og Jón Bjarni, f. 4.8. 1995.
Svanfríður Anna og Óskar slitu
samvistir árið 1997. Frá árinu
2001 var Óskar í sambúð með
Ósk Dagbjörtu Guðmundsdóttur,
f. 13.1. 1951, d. 2.1. 2007. Til
Óskar Jónsson mágur minn er
fallinn frá, langt fyrir aldur fram.
Fjölskyldunni kynntist ég fyrir 34
árum þegar hann var einungis 15
ára unglingur. Hann var snyrti-
legur, rólyndur og þægilegur í alla
staði og tók mér strax býsna vel.
Ég fylgdist með honum vaxa úr
grasi og breytast úr unglingsstrák
í fjölskylduföður. Hann lærði blikk-
smíði og var afar vandvirkur og vel
liðinn í sínu fagi, um hríð starfaði
hann með JC-hreyfingunni og lét
vel af. Það lýsir í raun vel hans
innri manni að aldrei í öll þessi ár
heyrði ég hann hallmæla nokkrum.
Í raun lék allt í höndunum á hon-
um og því fékk ég að njóta góðs af
í haust sem leið þegar ég varð fyrir
óhappi og sat uppi með hálfklár-
aðan stiga. Óskar taldi það ekki
eftir sér að koma dag eftir dag,
pússa, lakka og klára verkið. Þá
gafst oft góður tími til að ræða um
lífið og tilveruna og gat ég gaukað
að honum ýmsum heilræðum um
sykursýkina sem hann hafði nýlega
greinst með en ég þekki af eigin
raun. Oft gerðum við grín að því
þegar ég bauð upp á kaffipásu með
blóðsykurmælingu.
Nú stendur fjölskyldan hnípin
eftir en sárastur er þó söknuðurinn
hjá börnunum fjórum og öldruðum
foreldrum.
Guð blessi minningu hans.
Þinn mágur,
Ragnar.
Við fjölskyldan kveðjum í dag
góðan bróður, mág og frænda,
Óskar Jónsson, en hann lést hinn
5. maí síðastliðinn langt fyrir aldur
fram. Óskar fæddist 16. desember
1959 og var þriðji í röð fjögurra
barna foreldra sinna, þeirra Katr-
ínar Marteinsdóttur og Jóns Ósk-
arssonar. Hin börnin eru Lilja,
Marteinn og Kristján. Foreldrar
okkar fluttu með okkur á Seltjarn-
arnesið þegar Óskar var fjögurra
ára. Seltjarnarnesið var á þessum
tíma hálfgerð sveit og frjálsræði
mikið. Vinahópurinn frá þessum
árum er stór og samheldinn. Það
finnum við nú. Óskar gekk í Mýr-
arhúsa- og Valhúsaskóla og lauk
þaðan grunnskólaprófi. Eftir það
hóf hann nám í blikksmíði og lauk
sveinsprófi 1982. Meistararéttindi
hlaut hann tveimur árum seinna.
Hann þótti duglegur og afburða-
góður fagmaður, var eftirsóttur til
vinnu. Við blikksmíðina starfaði
hann mestallan sinn starfsaldur,
síðast hjá Frostverki. Hann lét af
störfum árið 2002 vegna veikinda.
Óskar átti fjögur börn sem nú
sjá á bak pabba sínum. Þau eru
Marteinn Örn, fæddur 1979, Katrín
Ýr, fædd 1981, Helga Lilja, fædd
1991, og Jón Bjarni, fæddur 1995.
Börnin sín elskaði hann af öllu
hjarta og var stoltur af þeim. Vildi
þeim allt hið besta. Síðustu árin
bjuggu þau saman hann og Ósk
Dagbjört Guðmundsdóttir. Hún
lést langt um aldur fram í janúar
2007, einungis um 56 ára gömul.
Það var bróður mínum þungt högg
og hann náði sér aldrei eftir það.
Það sem einkenndi hann bróður
minn helst var einlægni og góð-
mennska. Öllum vildi hann vel og
greiddi úr vanda fólks sem til hans
leitaði af ljúfmennsku og velvild.
Hann gekk þó ekki til verka þann-
ig að allir tækju eftir því, vildi
helst vera til hlés ef þess var ein-
hver kostur. Margt var honum
einnig til lista lagt utan síns fags.
Matartilbúningur, smíðar, flísa-
lagnir, svo fátt eitt sé nefnt.
Lífshlaup hans var ekki alltaf
dans á rósum. Í mörg ár háði hann
baráttu við áfengið sem reyndist
honum harður húsbóndi. Á síðari
árum var þunglyndi einnig farið að
gera vart við sig. Margir reyndust
honum vel í baráttunni við þessa
vágesti og ber að þakka fyrir það.
Óskar átti þó góð ár inn á milli,
lifði í sátt og samlyndi við allt og
alla. Hann var alla tíð hlédrægur
og feiminn, kaus oft einveru fram
yfir félagsskap. Oft mátti hann í
þessum þrautum sínum þola gagn-
rýni fólks og það oft óvægna. Aldr-
ei heyrðist hann þó tala illa um
nokkurn mann. Sagði í mesta lagi
brosandi að þeir sem gagnrýndu
sig mest ættu að líta í eigin barm.
Oft reyndist það rétt vera. Við fjöl-
skyldan viljum að leiðarlokum
þakka þér samfylgdina, kæri bróð-
ir. Þótt stundum hafi blásið vindar
í okkar samskiptum hafðir þú alltaf
vit fyrir mér og fyrirgafst mér allt-
af. Ég veit að þér líður vel núna.
Þú átt væntumþykju mína og virð-
ingu að eilífu. Góður Guð styrki
börnin þín, mömmu, pabba og okk-
ur öll í þessari miklu sorg.
Far í friði, bróðir og mágur. Guð
blessi þig.
Þórunn og Marteinn bróðir.
Það er morgunn og síminn
hringir. Það er elsta dóttir mín
sem tilkynnir mér að hann Óskar
sé dáinn. Ungur maður, sonur,
bróðir, faðir, vinur. Mig sundlar,
hvernig má það vera, ungur mað-
urinn? spyr ég sjálfa mig. Við ráð-
um víst ekki sjálf hvað lífið ljær
okkur. Ég er amma tveggja yngri
barna hans og mig langar að
kveðja hann með nokkrum orðum.
Kynni okkar Óskars hófust þegar
hann og dóttir mín hófu sambúð
árið 1990. Óskar var þá fráskilinn
og átti fyrir tvö börn af fyrra
hjónabandi. Marteinn og Katrín Ýr
dvöldu oft hjá Svönu og Óskari og
reyndist Óskar þeim góður faðir þó
að hann hefði ekki tök á því að
hafa þau eins oft hjá sér og hann
hefði kosið. Ég var svo lánsöm að
kynnast Óskari nokkuð vel á þess-
um árum og höfðum við mikil sam-
skipti vegna yngri barnanna hans
þar sem Svana dóttir mín var mik-
ill JC-félagi á þessum tíma og þar
af leiðandi mikið að heiman á fund-
um og ráðstefnum. Þá reyndist
Óskar góður faðir og skilaði því
hlutverki með sóma, bæði í leik og
starfi. Honum reyndist lítið mál að
bregða sér í hlutverk kokksins og
skúringakonunnar og hélt heimilið
með sóma þegar Svana var fjarver-
andi.
Ég minnist líka yndislegu ferð-
anna með þeim í Skorradal þar
sem við vorum alltaf velkomin með
og þess minnast líka börnin mín
Jónas Elí og Kristín Ýr. Þau senda
þér, Óskar minn, bestu þakkir fyrir
góðar stundir. Óskar var hæglátur
maður, fastur fyrir og ekki mikið
fyrir að vera í sviðsljósinu eins og
sagt er. Hann hafði þó alltaf frá
mörgu að segja og þær voru ófáar
stundirnar sem við sátum með
kaffibollann í eldhúsinu og töluðum
um andleg málefni en þar áttum
við sameiginlegt áhugamál. Óskar
hugsaði djúpt og velti fyrir sér líf-
inu á marga vegu. Það er langt síð-
an að mig grunaði að glíma hans
við þann erfiða sjúkdóm sem þung-
lyndið er tæki mikinn toll og væri
honum þung í skauti. Fyrir fáum
árum kynntist hann svo konu sem
ég held að hann hafi fundið ham-
ingju og stuðning með en vegir
guðs eru órannsakanlegir, hún
veiktist skyndilega og var kvödd á
braut á stuttum tíma. Óskar stóð
eins og klettur við hlið hennar og
sýndi hvað hann hafði mikinn styrk
þegar til þurfti. Óskar minn, ég
þakka þér allar góðu samveru-
stundirnar og minningarnar. Megi
Guð styrkja og styðja börnin þín
Martein Örn, Katrín Ýri, Helgu
Lilju og Jón Bjarna, pabba þinn og
mömmu, systkini og ættingja.
Blessuð sé minning þín.
Og þið munuð sjá og þið munuð heyra.
Harmið þó ekki blindni ykkar.
Og æðrist ekki vegna heyrnarleysis,
því að á þeim degi skuluð þið finna
hinn leynda tilgang allra hluta.
Og þið munuð blessa myrkrið
eins og þið blessið ljósið.
(Kahlil Gibran, Spámaðurinn)
Helga M. Kristjánsdóttir.
Í dag kveðjum við elskulegan
bróður og mág, Óskar Jónsson, er
fallinn er frá langt fyrir aldur
fram.
Þar sem fimm ár eru á milli okk-
ar bræðra voru áhugamálin misjöfn
á æskuárunum. Sem ungir menn
störfuðum við saman við björgun-
arsveitarstörf á æskuslóðum á Sel-
tjarnarnesi. Við þau störf efldust
tengsl okkar bræðra og var sam-
band okkar sterkt eftir það og sér-
staklega náið síðustu árin. Hann
heimsótti okkur hjónin gjarnan við
mikla gleði barna og ferfætlinga,
símtölin voru mörg og aðstoð veitt
og þegin á báða bóga.
Í hjónabandi Óskars og Fríðar
Birnu var hann talinn einn af frum-
kvöðlum karlmanna er voru heima-
vinnandi og sáu um börn og bú.
Þótti það þá þeim tíðindum sæta að
Ríkisútvarpið sá ástæðu til að taka
við hann viðtal. Þetta hlutverk átti
vel við hann enda var hann var alla
tíð áhugasamur og natinn varðandi
heimili og matseld. Óskar var ætíð
snyrtilegur í klæðaburði og lagði
upp úr því að hafa umhverfi sitt
notalegt og snyrtilegt. Blóm döfn-
uðu vel í umsjá hans.
Þessir eiginleikar hans og verk-
lagni komu sér vel þegar hann,
ásamt þáverandi sambýliskonu
sinni Svanfríði, gegndi umsjónar-
störfum á Gistiheimili Guðmundar
Jónassonar í Borgartúni.
Árið 2001 kynntist Óskar ynd-
islegri konu, Ósk D. Guðmundsdótt-
ur. Áttu þau gott líf saman og duld-
ist engum að þau nutu samvista
hvort annars. Þá reið yfir það áfall
að Ósk féll frá eftir stutt veikindi
hinn 2. janúar 2007. Þar missti
bróðir minn sinn lífsförunaut og átti
hann erfitt með að takast á við
brotthvarf hennar og nýtt hlut-
skipti í lífinu.
Það varð honum til happs að
hann komst í samband við Klúbbinn
Geysi. Þar kynntist hann góðu fólki
sem reyndist honum ákaflega vel og
þar fékk hann ákveðna lífsfyllingu í
því að sýsla í ýmsu sem tengdist
klúbbsstarfseminni. Fyrir nokkrum
vikum hóf hann svo störf við Fé-
lagsmiðstöð aldraðra við Vitatorg
og naut sín vel þar.
Óskar var ákaflega góður verk-
maður og handlaginn og var eft-
irsóttur í vinnu sem blikksmiður er
hann starfaði við þá iðn. Hann
sýndi það og sannaði að nánast ekk-
ert stóð í vegi hans við handverk er
þau Ósk fengu afhenta íbúð í Sól-
eyjarrima og standsetja þurfti
hana. Parket- og flísalögn, palla-
smíð og fleira lék í höndunum á
honum en hann kallaði gjarnan á
undirritaðan er tengja þurfti raf-
magnsvíra og gantaðist hann gjarn-
an með að rafmagn og hann væru
ekki miklir vinir. Bílaviðgerðir fyrir
sjálfan sig framkvæmdi hann af
bestu getu en hringdi í litla bróður í
Álmholti ef hann þurfti liðsinni og
stóð honum ávallt bílskúrinn til
boða ásamt sjálfsagðri aðstoð.
Lífshlaup Óskars var ekki alltaf
auðvelt. Inn á milli hvolfdist yfir
hann svartnætti og á köflum háði
hann glímu við Bakkus sem reynd-
ist honum ekki alltaf létt. Óskar var
í eðli sínu friðsamur maður, sem
aldrei sagði styggðaryrði um nokk-
urn mann né felldi dóma um aðra í
okkar eyru. Hann mátti aftur á
móti gjarnan þola harða dóma og
ásakanir annarra. Engum manni
vildi Óskar þó illt af ásettu ráði, svo
mikið er víst.
Hjá okkur lifir minningin um
góðan mann og fjölskylduvin er
sárt verður saknað.
Við biðjum algóðan Guð að styðja
og styrkja börnin hans, foreldra og
aðra aðstandendur í þessari miklu
sorg.
Kristján bróðir og Kristín.
Alla ævina hef ég verið
að stilla hljóðfærið,
en söngurinn sem ég vildi syngja
verður aldrei sunginn.
(R. Tagore)
Enginn á sér tryggan morgun-
dag, hvorki ungur né gamall, og nú
er komið að hinstu kveðjustund. Í
dag kveðja börnin mín pabba sinn
og ég kveð barnsföður minn og góð-
an félaga þrátt fyrir að stundum
hafi borið í milli í samskiptum okk-
ar síðustu ár eins og gengur og ger-
ist hjá fólki þar sem leiðir hafa skil-
ið. Óskar var ákaflega vænn
drengur og vildi vera góður pabbi
en oft komu veikindi hans í veg fyr-
ir að honum tækist fyllilega að
höndla lífið og tilveruna. Hann var
stoltur af börnunum sínum fjórum
og síðast þegar ég talaði við hann
hringdi hann til að tilkynna mér að
hann væri formlega orðinn tengda-
faðir en Marteinn elsti sonur hans
var að trúlofa sig. Öll fjögur eiga
þau sínar minningar um pabba sinn
sem oftar en ekki tengjast ferðalög-
um eða bústaðnum uppi í Skorradal
en þar þótti öllum gaman að vera
þegar allt lék í lyndi. Öll börnin
hans hafa tónlistarhæfileika, Mar-
teinn Örn er kominn í nám til Kan-
ada, Katrín Ýr í söngskóla í London
og ljóst er að börnin mín erfa söng-
röddina frá pabba sínum, því að
sjálf er ég vitalaglaus eins og allir
sem til þekkja vita. Þú gafst þeim
alla þá ást sem þú varst megnugur
að gefa, gjafir og hæfileika sem
munu njóta sín, þau eru stolt þitt
og ást á lífinu. Þau syngja sönginn
þinn, Óskar, og bera kyndil þinn
inn í framtíðina. Farðu heill, vinur
minn.
Dadý og Jón, Lilja, Matti, Krist-
ján og fjölskyldur. Elsku Katrín og
Marteinn og elsku litlu ungarnir
mínir Helga Lilja og Jón Bjarni,
megi æðri máttur styrkja ykkur öll
í sorginni.
Svanfríður A. Lárusdóttir.
Ung og áhyggjulaus kynntumst
við Óskari og Fífu á sólarströnd
fyrir að manni finnst óendanlega
mörgum árum. Þá áttum við lítið
annað sameiginlegt en taumlausa
lífsgleði þar sem ærslagangur og
áhyggjuleysi einkenndi líf okkar.
Óskar og Fífa voru búin að eignast
börnin tvö og komin með aðrar og
meiri skuldbindingar en við hin en
voru þó hrókar alls fagnaðar – þá
var endalaust hlegið og alltaf gam-
an.
Vinátta okkar hélt áfram þegar
heim var komið og var alltaf ljúft
að koma til þeirra á Kleppsveginn
þar sem þau voru búin að búa sér
notalegt heimili. Marteinn Örn og
Katrín Ýr urðu fljótt vinir okkar og
var sérstakt að sjá hvað Óskar var
umhyggjusamur og yndislegur faðir
enda sóttu þau í að kúra í fangi
pabba síns og fylgjast með þegar
við kíktum í heimsókn til þeirra.
Eftir að leiðir þeirra Fífu skildi
þá minnkaði sambandið við Óskar
enda valdi hann sér annan lífsstíl
sem gjörbreytti persónuleika hans
og fasi. Síðast þegar við hittum
Óskar vorum við á tónleikum þar
sem Katrín Ýr söng síðastliðið
haust og fylgdist hann stoltur með
dóttur sinni. Ljóst var að heilsan
var farin að gefa sig og kom því
ótímabær dauði vinar okkar Óskars
í sjálfu sér ekki mikið á óvart.
Ljúfur drengur er fallinn en skil-
ur eftir sig Martein Örn, Katrínu
Ýri, Helgu Lilju og Jón Bjarna sem
við Arnar sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur sem og for-
eldrum hans og öðrum sem eiga um
sárt að binda. Megi Guð vera með
þeim.
Heiða og Arnar.
Fallinn er frá langt um aldur
fram Óskar Jónsson blikksmíða-
meistari. Óskar gerðist félagi í
Klúbbnum Geysi á haustdögum
2007, er hann leitaði til klúbbsins
vegna geðrænna erfiðleika sem
hann hafði strítt við í nokkur ár.
Óskar varð strax virkur og at-
kvæðamikill félagi. Hann sá ný
tækifæri opnast fyrir sig með þátt-
töku í klúbbnum og nýja von um að
brjótast út úr einsemd og einangr-
un. Hann hafði fengið húsnæði eftir
langa bið, auk þess sem hann var
byrjaður að vinna í Ráðningu til
reynslu, sem er atvinnutækifæri á
vegum klúbbsins. En þó að veg-
urinn sé varðaður góðum áformum
og fyrirheitum verður ekki á allt
kosið. Sú harmafregn barst í síð-
ustu viku að Óskar hefði látist svip-
lega. Alla sem höfðu kynnst honum
í Geysi setti hljóða og efasemdir um
gæsku heimsins leituðu á, en svo
heldur lífið áfram með ný fyrirheit
og áform um óljósa framtíð. Við
þökkum gjöfula samfylgd við Óskar
og vottum foreldrum, börnum og
öðrum aðstandendum innilega sam-
úð okkar.
Félagar og starfsfólk
Klúbbsins Geysis.
Óskar Jónsson
32 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,
né blómstígar gullskrýddir alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngu til himinsins helgu borgar.
En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk.
Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.
(Staðf. Hjálmar Jónsson)
Hvíl í friði elsku pabbi minn.
Guð geymi þig.
Katrín Ýr.
HINSTA KVEÐJA