Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 52
Ævintýralegur munur Heilsutvennan frá Lýsi getur áreiðanlega valdið heilsubresti sé hún ekki keypt á réttum stað. Lyfja, Lágmúla 1059 Hagkaup, Holtagörðum 889 Bónus, Holtagörðum 557 Hjón á besta aldri sem sluppu við allar flensur og umgangspestir vetrarins eru ekki í nokkrum vafa um hverju megi þakka heilbrigðið: Heilsutvennu frá Lýsi. Ekki láta ykkur þó detta í hug að kaupa Tvennuna í apóteki, alltént ekki í Lyfju, eins og hjónin ráku sig á. Í Lágmúlanum kostar Tvennu- pakkinn heilar 1.059 kr. Til samanburðar kostar Tvennan í Hagkaupum í Holtagörðum 889 kr. Í Bónus-versluninni við hliðina fæst hún á 557 krónur. Munurinn er rétt liðlega 90% milli Bónuss og Lyfju, og um 60% milli Bónuss og Hagkaupa í næsta húsi. Ævintýralegt, ekki satt? | bvs@mbl.is Auratal FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Í vinnu og á eftirlaunum  Sex fyrrverandi þingmenn og níu fyrrverandi ráðherrar þiggja eft- irlaun úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins samhliða því að vera á vinnumarkaði. »2 Engin þörf á breytingu  Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra sagði á fundi sjálfstæð- ismanna í Valhöll í gær að engin þörf væri á að breyta stjórnarskránni nema stjórnvöld hefðu áður tekið ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði jafnframt að ekkert hefði breyst varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. »2 Um 50.000 fórust  Stjórn Kína segir að líklega hafi um 50.000 manns farist í jarðskjálft- anum mikla í Sichuan-héraði á mánudag. Litlar líkur eru á að fleiri finnist á lífi í rústum húsa sem hrundu í hamförunum, að sögn sér- fræðinga. » 17 SKOÐANIR» Staksteinar: Tímaspursmál? Forystugreinar: Tilveran | Fækkun í bönkum Ljósvaki: Sérlega skemmtileg viðtöl UMRÆÐAN» Alm. lögreglan – gæslulögreglan Markaðssetning víkinga Rannsóknir á rauðum úlfum Mannréttindadagur Rvk. Í eldlínunni á Monza-brautinni Volvo með sveigjanleika Veistu hvernig fjarstýringin virkar? Mettilraunir í tveimur álfum BÍLAR» %%4'' 4' %%4 4 4 4 %'4' 4%' 4 5 # # "6( / ! #, !" 7 !# !#!$  %%4 4% %%4' 4 4 4 %'4 4%' 4 4% .# 8 2 ( %%4 %%4 4 4' 4 %'4% 4% 4 4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(88=EA< A:=(88=EA< (FA(88=EA< (3>((A$G=<A8> H<B<A(8?H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 12 °C | Kaldast 5 °C  Austlæg eða breyti- leg átt, víða 3-8 metrar á sekúndu og skýjað en dálítil væta um landið sunnanvert. » 10 Radiohead hefur lært ýmislegt af Sig- ur Rós og tónlist ís- lensku sveitarinnar er ólík öllu öðru, segir í listapistli. »48 AF LISTUM» Ævintýri Sigur Rósar BIRTA Í CANNES» Vandræðalegar spurn- ingar blaðamanna. »46 Caoz hefur samið við tvö ungversk fyrir- tæki um framleiðslu teiknimyndar um sjálfan Egil Skalla- grímsson. »47 KVIKMYNDIR» Teiknimynd um Egil TÓNLIST» Egó hitar upp fyrir endurkomutónleika. »43 ÍSLENSKUR AÐALL» Pálmi Rafn er perla norðursins. »45 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Hrópað af þingpöllum 2. Harmleikur á Bakkatjörn 3. Marisa Miller heitust allra 4. Gunnar tryggði Fjölni sigur  Íslenska krónan styrktist um 0,6% Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UM 46 milljónir lítra af bensíni, sem finnska olíufélagið Neste Oil hafði geymt í olíutönkum Olíudreifingar í Hvalfirði frá því í desember, voru í fyrradag fluttar áleiðis til Bandaríkj- anna þar sem bensínið verður vænt- anlega selt með miklum hagnaði. Þar í landi hefur meðalverð á bensíni nefnilega hækkað um 27% á þessu tímabili, úr um þremur dölum fyrir gallonið í tæplega 3,8 dali. Félagið leigði sjö af níu tönkum í Hvalfirði og í desember var bensín- inu skipað þar upp til geymslu því Finnarnir höfðu ekki pláss fyrir það annars staðar. Ávallt var ætlunin að flytja það aftur úr landi. Engu er hægt að slá föstu um raunverulegan gróða finnska fyrir- tækisins af því að bíða með að selja eldsneytið en ef miðað er við útsölu- verð á bensíni í Bandaríkjunum (sem er auðvitað ekki fyllilega sanngjarnt) er ljóst að gróðinn er mikill. Útsölu- verð á 46 milljónum lítra af bensíni hefði verið um 36,5 milljónir dala í desember en í gær hefðu fengist um 46,5 milljónir fyrir sama magn. Reynir Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Lomacon, sem hafði milligöngu um leiguna, segir ekki ólíklegt að erlend olíufélög noti tank- ana aftur til að geyma eldsneyti í. 46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi Fór til Bandaríkjanna þar sem bensínið er nú 27% dýrara Í HNOTSKURN » Meðalverð á bensíni í Banda-ríkjunum var um þrír dalir fyrir gallon í byrjun desember 2007 en er nú 3,8 dalir. Hækk- unin nemur um 27%. » Neste Oil á m.a. tvær olíu-hreinsistöðvar og er með um 900 bensínstöðvar, sjálfsala og aðra sölustaði í Finnlandi en er auk þess umsvifamikið í Eystra- saltsríkjunum og í Rússlandi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gróði Hér er gott að geyma bensín. HLJÓMSVEITIN Amiina hélt tónleika ásamt Kippa Kanínus og vinum í Undralandi í Hafnarhúsi í gærkvöldi eftir setningu Listahátíðar í Reykjavík. Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti hátíðina sem leggur aðaláherslu á myndlist í ár. Umfangsmesta verkefni hátíðarinnar er sk. Tilrauna-maraþon sem myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson og sýningarstjór- inn Hans Ulrich Obrist hafa umsjón með og var það einnig sett í gær. Það var mikið fjör í Hafnarhúsinu og margt forvitnilegt að sjá í og við safnið. | 44 Listahátíð í Reykjavík var sett í gærkvöldi MorgunblaðiðG. Rúnar Hátíðarstund í Hafnarhúsi EINN virtasti háskóli Evrópu á sviði byggingarlistar, arkitektúrdeild TU-Delft-skólans í Hollandi, brann til kaldra kola 12. maí. Sigrún Sumarliðadóttir er annar tveggja Íslend- inga sem sækja skólann og segir hún tjónið gríð- arlegt: „Bygg- ingin er vinnu- staður hátt í 4.000 nemenda og fer þar fram mikil tilrauna- starfsemi. Fjöldi manns missti í brunanum mikilvæg rannsókn- argögn og módel. Mikil vinna og verðmæti fóru í súginn, margt af því gögn sem nemendur á lokaári voru að undirbúa fyrir væntanlega út- skrift,“ segir Sigrún sem sjálf segist hafa sloppið nokkuð vel, aðeins misst gamalt líkan í eldinn en eiga afrit af þeim gögnum sem brunnu með byggingunni. Arkitektúrdeildin hefur útskrifað fjölda nafntogaðra arkitekta og hýs- ir eitt besta bókasafn Hollands á sviði byggingarlistar, en óttast er að bókasafnið sé nú allt ónýtt. Að sögn Sigrúnar er unnið að end- urskipulagningu skólastarfsins. Standa vonir til að hægt verði að sinna kennslu í öðrum byggingum TU-Delft en vænta má mikillar rösk- unar. Skóli brann ofan af Íslendingum Sigrún Sumarliðadóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.