Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 25 pappír. Safinn er látinn gerjast í 18 klukkustundir, þegar hann er loks eimaður. Tvisvar sinnum. Og síðan ýmist settur á tunnur eða beint í flöskur. Það er ef til vill engin furða að í háskóla á svæðinu er boðið upp á gráðu í tekílafræðum. En hvað með margaritu? Ef engu nema örlitlu af vatni er blandað út í eimaðan safa agave- plöntunnar verður til tekíla sem fær stimpilinn „100% agave“. Það er fín- asta tekílað og af mörgum er allt annað álitið hálfgert sull. Sé öðrum innihaldsefnum bland- að út í, svo sem reyrsykri eða kara- mellu, fær blandan nafnið mixto. Það er sú blanda sem oftast finnst í áfengisverslunum utan Mexíkó, meðal annars á Íslandi. Þetta er „gullið“ tekíla, sem farið var að framleiða á fimmta áratugnum og varð strax vinsæl útflutningsvara. „Ég mæli nú venjulega ekki með svona tekíla sem er ekki 100% agave. Það er kannski ekkert skrýt- ið að fólk þurfi að skella því í sig til koma því yfirhöfuð niður …“ segir Cecile í Jose Cuervo-verksmiðjunni og skellihlær. „Svo mælum við líka aldrei með því að tekíla sé blandað með öðrum drykkjum.“ Ég ranghvolfi í mér augunum – hvað með margaritu? Kokkteillinn var fundin upp á fimmta áratugnum og náði strax miklum vinsældum í Bandaríkjunum og víðar. Cecile er með þetta alveg á hreinu: „100% agave er best og þá gerð á alltaf að drekka óblandaða …“ Annað vinsælt tekíla utan Mexíkó, til dæmis á Íslandi, er „hvítt“ tekíla sem sett er beint á flöskur eftir eim- ingu. Þetta er tekíla blanco. Vinsæl- asta tekílað í Mexíkó er hins vegar hvorugt þessa. Þar ræður tekíla reposado ríkjum – tekíla sem geymt hefur verið á eikartunnum allt upp í heilt ár. Tunnurnar gefa drykknum bragðið og gylltan litinn. Hafi eimaður agave-safinn verið geymdur enn lengur á eikartunnunum er talað um það sem anjo. Það er dýrasta tekílað. Ilmur og eftirbragð Nærri 2000 ár eru síðan menn hófu að drekka áfenga drykki úr agave-plöntunni. Glöggt fólk hafði tekið eftir því að þegar loft komst að safanum gerjaðist hann og varð að áfengum vökva. Þegar Spánverjar gerðu Mexíkó að nýlendu sinni á 16. öld komust þeir í kynni við umrædd- an drykk, kallaðan pulque – en þótti hann ekki nógu áfengur og tóku til við að eima hann. Drykkurinn er í dag þjóðar- drykkur Mexíkó. Eins og bent er á í kynningarmyndbandi í Jose Cuervo- verksmiðjunni er tekíla „stolt lands- ins“ og „tákn fyrir það sem er mexí- kóskt“. Vegna þess hve drykkurinn skipar stóran sess í Mexíkó er kannski engin furða að um hann hafi verið settar strangar reglur. Sam- kvæmt mexíkóskum lögum verða agave-plönturnar sem dæmi að hafa verið ræktaðar á ákveðnum svæðum í landinu, sem flest eru í kringum bæinn Tequila – annars er bannað að kalla drykkinn tekíla. Í eimingarhúsi Jose Cuervo í Tequila eru framleiddir 30.000 lítrar af tekíla á dag. Skoðunarferð um verksmiðjuna endar á vínsmökkun. Þar er harðbannað að sulla veig- unum grettandi í sig. Gæta skal vel að vínilminum og eikarbragðinu og gestum er uppálagt að veita mýkt og sætu drykkjarins eftirtekt. Að ekki sé minnst á að leggja sér- staka áherslu á hið einstaka eft- irbragð. sigridurv@mbl.is Tekíla í Tequila Í bænum Tequila er lífið ekki saltfiskur heldur tekíla. Látið eldast Tekílað er geymt í eikartunnum. Í HNOTSKURN »Tekíla-drykkurinnkemur frá Tequila í Mexíkó. »Nafnið á bænum árætur sínar að rekja til Ticuila-fólksins sem þar bjó fyrir margt löngu. »Á svæðinu vaxa aðminnsta kosti 300 milljónir agave-plantna sem tekíla er búið til úr.                                                              !  "   #    "     # $  "   " $     % & "    '  & "  (     (  &   &   " (   )"   "   # *  "   #   " * " # + #  "    #       "      +"   )+  ,        *  "    "  *   - .  ( " #   /01234'03 45 678 9:;; 4   "   </, 0    #  =8 == 7>  - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu í dag Aðferðin við að búa til milljarða Hætta við hótelrekst- ur í sönnum ungmen- nafélagsanda Fangar á kvíabryggju hyggja á tískuútrás Fengu straum úr kvi- kindi í fjörunni Þakið rokkað af Smáralindinni Hvað ætlar þú að lesa í dag? hefur ekki betri að- stöðu til að þrífa búnað sinn eftir olíuhreinsun en það að þróin á hreinsunarsvæðinu yf- irfylltist í rigningu og olía og hreinsiefni fór aftur út í sjó? Fréttir í vikunni sýndu að þetta er nátt- úrlega bara aðstöðu- leysi og brýnt að bætt verði úr. Slökkviliðið verður að fá sína eigin aðstöðu til að þrífa búnað sinn eftir olíu- hreinsun. Þetta kostar ekkert minna en það. x x x Fréttir af hrikalegum nátt-úruhamförum erlendis ganga nærri Víkverja sem öðrum. En frétt- irnar frá Búrma eru sér á báti fyrir andstöðu herforingjastjórnarinnar við að opna landið fyrir erlendri að- stoð. Það hjarta er kalt sem neitar þjáð- um þegnum um hjálp af ótta við að upp komizt um ógnarstjórn. Er neit- unin ein ekki bezta sönnunin fyrir ógnarstjórn? Víkverji er hjartanlega sammála leiðarahöfundi Morgunblaðsins í gær um það, að alþjóðasamfélagið á ekki annan kost en að grípa í taum- ana í Búrma. Víkverji, sem er svogamall sem á grönum má sjá, lítur nú bjartari augum fram á veginn eftir að hafa les- ið í 24 stundum að heil- brigðisyfirvöld eru hætt við að henda íbú- um öldrunarheimilisins á Þingeyri yfir til Ísa- fjarðar vegna sum- arlokunar. Þessi með- ferð (og reyndar fleiri dæmi) vakti hjá Vík- verja kvíða um hlut- skipti hans á efri árum. Kollegi Víkverja taldi ástæðulaust að viðra þennan kvíða með þessum hætti og átaldi hann fyrir að „tala“ gamla fólkið „niður.“ Ekki var það nú meiningin heldur hitt að benda á tillitslausan yfirgang í garð fullorðinna fyrir vestan, sem nú hef- ur vegna mótmæla, þ. á m. skrifa Víkverja auðvitað (!), verið fallið frá. En kolleginn hefur rétt fyrir sér varðandi „niðurtalið“ og talar þar eins og eldri, reyndari og þroskaðri einstaklingur en Víkverji. Víkverji vill samt ekki láta sitt eft- ir liggja: Aldraðir! Það er ljós í myrkrinu – fyrir vestan! x x x Skýtur það ekki skökku við aðslökkvilið höfuðborgarsvæðisins   víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd las um Hrafn Gunnlaugsson í Morgunblaðinu að hann hengdi heiðursskjölin sín upp á klóinu: Á klóinu hanga heiðursskjöl huffleg á alla kanta. Sýnilegt að við setudvöl síst mun þar pappír vanta. Forsjáll er Hrafn – það finnst mér nú, fróðlegt á það að líta, ef gesti hann fær – í góðri trú – sem girnast það eitt að sk... Og Rúnar las eftirmæli Ingibjargar Pálmadóttur um Alla ríka : Nú er Alli nár og farinn, naut hann sín við lotur harðar. Sótti djúpt í myrkan marinn mannlífs-velsæld Eskifjarðar. Snar hann var og snemma á kreiki, snerpufullum vilja hlýddi. Þeir sem hafa „vonda veiki“ vantar það sem manninn prýddi. VÍSNAHORN Af velsæld og klóinu pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.