Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Lystisemdir Pétur Kristjánsson sýnir við Skaftfell. MENNINGARLEG stórvirki hrökkva í gang á Aust- urlandi sem aldrei fyrr á morgun, þegar Listahátíð í Reykjavík kemur fljúgandi til Egilsstaða og stingur niður fæti þar, á Eiðum og Seyðisfirði. Ferðalagið er verkefni þriggja listastofnana á Aust- urlandi í samstarfi við og sem hluti af Listahátíð í Reykjavík 2008. Stofnanirnar eru Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, menningarsetrið Sláturhús á Egilsstöðum og listasetrið að Eiðum. Segja skipu- leggjendur að Ferðalagi sé ætlað að vera ferð um sali hins óvænta, ferðalag með listamönnunum um hug- myndabanka þeirra, með viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Með Ferðalagi eigi áhorfendum að gefast kostur á eftirminnilegri hátíð upplifana á björtu vori á Austurlandi, með innsetningum og uppákomum sem hreyfi við áhorfendum. Ferð með umtalsverðum fyrirheitum Dagskrá Ferðalags hefst kl. 16 á morgun, þegar ferðalangar Listahátíðar lenda á Egilsstaðaflugvelli. Farið verður þaðan út í Eiða, þar sem sýning hins sænska Lennarts Alves og Hrafnkels Sigurðssonar verður opnuð. Næst er viðkoma í Sláturhúsinu á Eg- ilsstöðum laust fyrir kl. 17. Þar bjóða Paul Harfleet, Sara Björnsdóttir, Matti Saarinen og Charles Ross upp á skynhrif sjónrænna, hljóðrænna og tilfinninga- legra gjörða. Síðasti áfangi Ferðalags á Austurlandi er svo Skaftfell um kl. 19. Þar tekur hin óræða skepna SkyrLeeBob (Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere frá Belgíu) á móti gestum, heimamaðurinn Pétur Kristjánsson tekur vinnuvélar til handargagns utan dyra og Christoph Büchel frá Sviss teygir gjörning út eftir firðinum. Stjórnandi sýn- inganna þriggja er Björn Roth og hverfast þær um innsetningar, gjörninga, uppákomur, dans og tónlist- arflutning. Listahátíð flýgur svo til síns heima kl. 21 annað kvöld. Listahátíðin Á Seyði hefst formlega á morgun Listahátíðin Á Seyði opnar formlega á morgun í Skaftfelli, með fyrrnefndri sýningu SkyrLeeBob, Pét- urs Kristjánssonar og Christofs Büchels. Listahátíðin stendur fram á haustið og er að vanda fjölbreytt og á sér stað víða um bæinn. Í sumar sjá þau Ingólfur Arn- arson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir um sýning- arhald á Vesturveggnum í Skaftfelli. Þar verða fimm sýningar tíu listamanna og kanna Ingólfur og Elísabet Indra snertifleti tónlistar og myndlistar í verkum ungra íslenskra listamanna með sýningarröðinni. Sum- arsýning Skaftfells er valin af Guðmundi Oddi Magn- ússyni. Fyrir valinu varð listamaðurinn og Austfirð- ingurinn Kristleifur Björnsson sem vinna mun ný verk fyrir sýninguna. Tónleikaröð Bláu kirkjunnar er órjúf- anlegur hluti af Á Seyði og verður í ár fagnað tíu ára afmæli tónleikahalds í kirkjunni. Listahátíð unga fólksins, LungA, verður á sínum stað 14.–20. júlí. Listin í björtu vori Fljúgandi Listahátíð í Ferðalag um sali hins óvænta á Austurlandi Borgarfjörður eystri | Mikil æv- intýr gerast nú í gamla pósthúsinu á Borgarfirði eystri. Þar er í smíð- um ævintýraskógur með meiru, sem börn eiga brátt kost á að heim- sækja og hlýða á norskættaðar þjóðsögur. Unnur Sveinsdóttir, sem er ekki hvað síst þekkt fyrir leikmynda- gerð, segir um að ræða vinabæja- verkefni milli Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar og bæjarins Bø í Vesterålen í Norður-Noregi. Hún vinnur að því ásamt tveimur Norð- mönnum og heimafólki á Borg- arfirði, m.a. Bryndísi Snjólfsdóttur, Helga Arngrímssyni og Arngrími Viðari Ásgeirssyni. Verkefnið er að sögn Unnar miðað að börnum og upplifun þeirra á þjóðsögum og æv- intýrum. Í pósthúsinu eru að rísa gömul bæjargöng og baðstofa, það- an er gengt um lágar dyr inn í mik- inn ævintýraskóg og út úr honum liggja leiðir m.a. í sjóinn og í kast- ala sem hefur að geyma fjársjóð. Meginrýmin eru þrjú og verður í hverju þeirra hægt að heyra þrjár norður-norskar þjóðsögur fluttar á íslensku. Ævintýraskógurinn í pósthúsinu verður opnaður um Jónsmessuna og væntir Unnur þess að hann fái að standa sem lengst og verði ekki tekinn niður í fyr- irsjáanlegri framtíð. Í Noregi segir hún verið að vinna sambærilega innsetningu fyrir börn og að þar muni unnt að hlýða á nokkrar þjóð- sögur Sigfúsar Sigfússonar frá og með júlí í ár. Ljósmynd/Bryndís Snjólfsdóttir Landslag Gamla pósthúsið á Borgarfirði eystra er smám saman að um- myndast í ævintýraveröld og þjóðsagnaheim fyrir forvitin börn. Gamalt pósthús utan um ævintýr SUÐURNES Garður | Umferðarmessa verður haldin í Útskálakirkju næstkom- andi sunnudag, kl. 11. Sóknarprest- urinn vill með messunni ná til öku- manna, ekki síst þeirra sem eru að hefja akstur. Séra Björn Sveinn Björnsson á Útskálum boðar til umferðarmess- unnar. „Mér finnst nauðsynlegt að horfa til ábyrgðar okkar í lífinu, sérstaklega til ábyrgðar okkar í umferðinni. Í víðara samhengi má líta á lífið sem vegferð og þar eru vissulega umferðarreglur sem við þurfum að hafa að leiðarljósi,“ segir Björn. Hann vekur athygli á því að mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á svæðinu á undanförnum ár- um, ekki síst á vorin og sumrin. Hann segir að ökutækin séu orðin öflug og hraðinn oft meiri en veg- irnir þoli. „Mér fannst rétt að gera umferð- inni sérstök skil í messu til þess að minna okkur á hversu mikil alvara er fólgin í því að setjast undir stýri. Þessu er beint sérstaklega að ungu fólki sem kannski hefur ekki fullan þroska til að taka þetta ábyrgð- armikla hlutverk að sér þótt vissu- lega séum við öll undir þá sök seld að fara stundum ógætilega,“ segir Björn. Messan verður með gospel-sniði. Stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Margrétar J. Pálma- dóttur. Þá mun Jóhann Rúnar Kristjánsson segja frá lífsreynslu sinni en hann slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Sandgerði og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Efnt til umferðar- messu Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SAMVINNA – starfsendurhæfing á Suðurnesjum er heiti á samstarfs- verkefni sem sett var á fót í gær. Samvinna mun bjóða upp á heild- stæða lausn á vanda hvers þátttak- anda, eins og kostur er á, í samvinnu við aðrar stofnanir og hagsmuna- aðila á svæðinu. Ætlunin er að þátt- takandinn verði sjálfur virkur í end- urhæfingu sinni frá upphafi með því að koma að gerð eigin endurhæfing- aráætlunar. Starfsendurhæfing hefur ekki verið veitt á Suðurnesjum með form- legum hætti. Fyrirmyndin er sótt norður í land þar sem Byr – starfs- endurhæfing hefur starfað með góð- um árangri. Undirbúningur hefur staðið yfir í ár og hefur Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum, haft forystu um hann. Hún segir að umræðan sem kom upp um að sérstaklega margar konur væru öryrkjar á Suðurnesjum hefði ýtt við fólki að hefja undirbúning að starfs- endurhæfingu en sá góði árangur sem náðst hefði á Norðurlandi hefði ekki síður verið hvatning. Stofnanir vinna saman Starfsendurhæfingin gengur út á það að vinna á heildrænan hátt með einstaklinginn, út frá félagslegri, lík- amlegri og sálrænni stöðu hans, auk þess sem viðkomandi getur nýtt sér námstilboð. Þær stofnanir sem ein- staklingurinn þarf að leita til vinna saman að því að styðja hann í því að ná settu marki. Meðal annars er boð- ið upp á einingabært nám á fram- haldsskólastigi. Nafn stofnunarinnar, Samvinna – starfsendurhæfing á Suðurnesjum, vísar til samvinnu allra þeirra aðila sem koma að stofnun hennar. Einnig til þeirrar samvinnu sem þarf að vera í starfsendurhæfingunni, milli fagaðila, menntastofnana, fyrir- tækja og einstaklingsins sjálfs. Síð- ast en ekki síst vísar nafnið í upp- byggingu einstaklingsins til að hann geti starfað í samvinnu við samfélag- ið í heild. Að sögn Guðjónínu er reiknað með að starfsemin hefjist í haust. Að Samvinnu standa öll sveitar- félögin á Suðurnesjum, verkalýðs- félögin, mennta- og heilbrigðisstofn- anir á svæðinu, lífeyrissjóður og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. Vinna saman að starfsendurhæfingu Samvinna Öll sveitarfélögin og margar stofnanir og félög standa að starfsendurhæfingu. Hér sjást nokkrir fulltrúar við undirritunina. Í HNOTSKURN »Markmið Samvinnu er aðendurhæfa þátttakendur til vinnu. »Að stuðla að auknum lífs-gæðum þátttakanda og fjöl- skyldu hans. »Að þátttakandi fari í vinnu aðendurhæfingu lokinni eða í áframhaldandi nám. Reykjanesbær | Íbúar Reykjanes- bæjar vöknuðu upp af værum svefni óvenju snemma morgun einn í vikunni. Þá voru tvær af frönsku Mirage-herþotunum að taka flugið með tilheyrandi drunum frá Kefla- víkurflugvelli, á frönskum morg- untíma sem þýðir að íbúar Reykja- nesbæjar voru vaktir upp um kl. 6.30. Íbúar lýstu yfir áhyggjum af þessu á íbúafundi sem Árni Sigfús- son bæjarstjóri hélt í Njarðvík. Árni sagðist hafa farið fram á það að flugmennirnir æfðu framvegis á ís- lenskum tíma. Fólki líkaði betur að vakna við vekjaraklukkuna þótt drunurnur væru augljóslega vernd- arhljóð sem íbúarnir könnuðust við. Fram kemur á vef Reykjanesbæjar að varnarmálaskrifstofan hefði brugðist vel við óskum bæjaryfir- valda. Vilja frekar vekjarann Reykjanesbær | Léttsveit Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar heldur 20 ára afmælistónleika í kvöld, kl. 19.30, í Frumleikhúsinu við Vest- urbraut. Léttsveitin hefur verið eitt af flaggskipum menningarlífs Reykja- nesbæjar í tuttugu ár. Sveitin var stofnuð af Tónlistarskólanum í Keflavík og færðist yfir í Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar við stofnun hans árið 1999. Allan tímann hefur Karen J. Sturlaugsson byggt upp og stjórnað sveitinni, fyrir utan síð- asta skólaár þegar Eyþór Ingi Kol- beins hélt um stjórnvölinn. Léttsveitin fagnar afmæli Ljósmynd/Chris Lund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.