Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SÓTT hefur verið um einkaleyfi á
nýrri tækni til að smala fiski á sjó.
Tilgangurinn er að minnka orku-
notkun við togveiðar og draga úr
losun koltvísýrings.
Nýsköpun í veiðarfærum var
meðal verkefna sem sagt var frá á
ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands í gær. Halla Jónsdóttir,
verkefnisstjóri í efnis-, líftækni og
orkudeild á Nýsköpunarmiðstöð,
kynnti þá vinnu sem fram hefur
farið á vegum nokkurra stofnana
og fyrirtækja.
Verkefnið spratt upp úr vinnu á
vegum Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins og Iðntæknistofnunar
við að meta umhverfisáhrif fisk-
afurða. Skoðað var ferlið frá því
frystitogari lætur úr höfn og þar
til afurðin er komin á disk neyt-
anda í Bretlandi. Í ljós kom að
orkunotkunin við veiðarnar hefur
afgerandi mest áhrif á umhverfið.
Sótt um einkaleyfi
„Þau veiðarfæri sem við þekkj-
um hafa lengi verið notuð og langt
er síðan gerðar hafa verið breyt-
ingar á grunnbyggingu þeirra.
Okkur langaði til að athuga hvort
hægt væri að hugsa veiðarnar upp
á nýtt í ljósi umhverfisvænnar
hönnunar,“ segir Halla. Tilgang-
urinn er að draga úr orkunotkun.
Þá er talið æskilegt að auka val-
virkni veiðarfæranna og draga úr
snertingu þeirra við botn. Fjórir
aðilar tóku höndum saman um að
vinna að þessu, Hafrannsókna-
stofnunin á Ísafirði, Hraðfrysti-
húsið Gunnvör, Fjarðanet og Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands sem leiðir
verkefnið. Fengist hafa styrkir úr
Tækniþróunarsjóði, AVS – rann-
sóknarsjóði í sjávarútvegi og Átaki
til atvinnusköpunar.
Tilraunaveiðar hafa farið fram á
sjó og sótt hefur verið um einka-
leyfi á nýrri tækni til að smala
fiski. Halla segir að þar sem verk-
efnið sé í einkaleyfisferli sé ekki
hægt að upplýsa út á hvað þessar
nýju aðferðir gangi.
Dregur úr umhverfisáhrifum
Fram kom í kynningu Höllu á
ársfundinum í gær að ef verkefnið
heppnaðist að öllu leyti gæti það
leitt til 35-40% orkusparnaðar sem
svarar til 30 milljóna kr. á hvern
togara á ári. Viðhaldsþörf botn-
vörpu gæti minnkað sem og botn-
ryk. Þetta gæti leitt til þess að los-
un koltvísýrings á Íslandi
minnkaði um 4-5%. Þá yrði til
þekking og nýtt fyrirtæki í fram-
leiðslu og sölu sem gæti skapað at-
vinnutækifæri.
„Við erum enn að prófa okkur
áfram, erum komin fyrstu skrefin
af mörgum á þessari leið,“ segir
Halla þegar hún er spurð um ár-
angurinn. Hún segir þetta mjög
áhugavert verkefni og sjóðir séu
tilbúnir að styrkja áframhaldandi
vinnu við það.
Verkefni um nýsköpun í veiðarfærum
Fiskinum smalað
áður en veiðar-
færi er beitt
Morgunblaðið/Golli
Nýsköpun Svafa Grönfelt, rektor Háskólans í Reykjavík, var fundarstjóri á
fyrsta ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
ERLENT
AP
ÞESSAR konur, önnur burka-klædd, eru að kynna sér
nýjustu tískuna í fataverslun í Kandahar í Afganistan
og ekki vantar, að falleg er hún, litskrúðug og vafa-
laust hin mesta listasmíð. Það fylgir ekki fréttinni hvað
svona klæðnaður kostar en víst er, að gínurnar, sem
bera hann, eru ekki af innlendu bergi brotnar.
Nýjasta tískan í Kandahar
NORSKA ríkisstjórnin hefur sam-
þykkt að auka álögur á bensín og
dísilolíu. Í endurskoðaðri fjárhags-
áætlun er gert ráð fyrir, að 1. júlí
næstkomandi hækki skattur á hvern
bensínlítra um fimm aura norska, 78
aura ísl., og um eina nkr. á hvern
dísillítra, 1,57 ísl. kr.
Þessar auknu álögur eru í sam-
ræmi við samkomulag á milli stjórn-
arflokkanna og þriggja stjórnarand-
stöðuflokka um aðgerðir í loftslags-
málum.
Verði af fyrirhugaðri skattahækk-
un munu álögur á hvern lítra af blý-
lausu bensíni verða 4,33 nkr. eða 68
kr. ísl. Á dísilolíu verða þær 53,40 ísl.
kr. Þetta þýðir, að verð á hverjum
dísilolíulítra mun fara í 214,60 ísl. kr.
miðað við heimsmarkaðsverðið eins
og það var í fyrradag. Verð á hverj-
um bensínlítra fer úr 205 kr. nú í
rúmlega 206 ísl. kr. á sömu for-
sendum.
47% til íslenska ríkisins
Til samanburðar má geta þess, að
hér á landi felast opinberar álögur á
bensín í bensíngjaldi, sem er 32,85
kr.; í vörugjaldi, sem er 9,28 kr. og í
flutningsjöfnunargjaldi, 0,36 kr.
Samtals 42,49 kr., sem er föst krónu-
tala, en síðan kemur til virðisauka-
skattur, sem breytist með olíuverð-
inu. Samkvæmt upplýsingum frá
FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeig-
enda, var hlutur ríkisins í bensín-
verðinu 47% til jafnaðar í maí.
Á dísilolíu er lagt olíugjald, 41 kr.,
og flutningsjöfnunargjald, 0,72 kr.,
fastar krónutölur, og síðan virðis-
aukaskattur.
Norðmenn ætla að auka
skatta á bensíni og olíu
Reuters
Dýr dropi Verð á bensíni er líklega
hvergi hærra en í olíuríkinu Noregi.
Bensínið fer í 206
ísl. kr. að óbreyttu
markaðsverði
STJÓRNVÖLD í Búrma hafa rekið
þúsundir fórnarlamba náttúruham-
faranna burt úr skólum og klaustr-
um, þar sem fólkið hafði leitað hælis,
og komið þeim fyrir í sérstökum búð-
um. Er það haft eftir búddamunkum,
sem segja, að herforingjarnir óttist,
að munkarnir hafi óæskileg áhrif á
fólkið en þeir hafa lengi verið í far-
arbroddi fyrir andófi gegn einræðis-
stjórninni. Háttsettur, breskur
embættismaður sagði í gær, að fram-
koma herforingjaklíkunnar í Búrma
væri hneyksli og mesta skömm, sem
sögur færu af.
„Hvar vilja þeir hola okkur niður?“
sagði einn þeirra, sem reknir voru úr
klaustrunum, og annar sagði, að
margt af fólkinu væri sjúkt. „Við höf-
um litla sem enga aðstoð fengið,
tvisvar sinnum dálítið af skemmdum
hrísgrjónum og fúlu kexi. Við átum
það og urðum öll veik.“
Mark Malloch Brown, háttsettur
starfsmaður bresku utanríkisþjón-
ustunnar, sagði í Bangkok í Taílandi í
gær, að framkoma herforingjaklík-
unnar við fórnarlömb náttúruham-
faranna, sína eigin þegna, væri mesta
skömm, sem sögur færu af. Herfor-
ingjarnir segja, að nærri 40.000
manns hafa týnt lífi en alþjóðlegar
hjálparstofnanir telja, að jafnvel allt
að 130.000 manns hafi farist. Talið er,
að allt að 2,5 millj. manna þurfi á taf-
arlausri aðstoð að halda en hingað til
hefur hún aðeins náð til 270.000
manna.
Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, tilkynnti í gær, að Sam-
einuðu þjóðirnar ætluðu að efna til
neyðarfundar um Búrma með
fulltrúum nágrannaríkja þess í Suð-
ur- og Suðaustur-Asíu.
Allslaust og sjúkt fólk
rekið úr klaustrunum
Framkoma herforingjanna „mesta skömm sem sögur fara af“
AP
Skjólshús Fólk, sem leitað hafði ásjár munka í búddaklaustri í Yangon. Nú
hefur það verið rekið burt og komið fyrir í sérstökum búðum.
SKIP HB Granda hafa veitt um 25
þúsund tonn af kolmunna á þessu
ári. Svarar það til liðlega helmings
af kolmunnakvóta fyrirtækisins.
HB Grandi hefur yfir að ráða um
48 þúsund tonnum af kolmunna á
þessu ári.
Tvö skip HB Granda, Faxi RE
og Lundey NS, eru á kolmunna-
veiðum um þessar mundir, að því
er fram kemur á vef fyrirtækisins.
Þriðja skipið, Ingunn AK, er úr
leik vegna þess að togvíratromla
gaf sig. Skipið er á Vopnafirði.
Verið er að smíða nýja tromlu í
Noregi og verður hún tilbúin síðar
í mánuðinum. Þegar tromlan verð-
ur komin á sinn stað fer Ingunn til
kolmunnaveiða á nýjan leik. Haft
er eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni,
deildarstjóra uppsjávarsviðs HB
Granda, að slæmt sé að missa Ing-
unni úr veiðunum nú þar sem veið-
in hafi verið góð.
Faxi RE og Lundey NS lönduðu
hjá verksmiðju fyrirtækisins á
Vopnafirði í vikunni. Bæði skipin
voru með fullfermi af kolmunna,
samtals rúmlega þrjú þúsund tonn.
Að undanförnu hefur kolmunna-
veiðisvæðið verið á svokölluðu
gráu svæði á milli Færeyja og
Skotlands. Þegar dró úr aflanum
flutti flotinn sig um set og var
vestur af Suðurey í Færeyjum. Þar
eru mörg skip á veiðum, flest rúss-
nesk og færeysk, auk þeirra ís-
lensku.
Á síld í lok júní
Fréttir hafa borist af göngum
norsk-íslensku síldarinnar inn í ís-
lensku landhelgina, eins og síðustu
ár. HB Grandi reiknar með að
sinna ýmsu viðhaldi á uppsjávar-
veiðiskipunum í júnímánuði og
stefnt er að því að senda þau til
síldveiða í lok júní.
HB Grandi á enn
eftir helming
kolmunnakvótans