Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 29 MANNRÉTTINDARÁÐ Reykja- víkurborgar leggur megináherslu á að standa vörð um grundvallarrétt- indi einstaklinga, sem eru stoðir frjáls og opins lýðræðissamfélags. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmála- manna á hverjum tíma er að verja rétt ein- staklinga til að tjá skoð- anir sínar, standa vörð um friðhelgi einkalífs, trúfrelsi og eign- arrétt einstaklinga, auk þess að fylgja reglunni um jafnrétti þ.e. að allir einstaklingar skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, lit- arháttar, kynþáttar, trúarbragða, aldurs eða stöðu að öðru leyti. Ákveðið hefur verið að gera 16. maí ár hvert að mannréttindadegi Reykjavíkurborgar en þá mun borgarstjóri veita sérstök mannrétt- indaverðlaun í tilefni dagsins. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borg- arbúa og á mannrétt- indastefnu borgarinnar. Í dag, veitum við í fyrsta skipti mannréttindaverðlaunin en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á þeim verkefnum sem ein- staklingar, stofnanir og félög hafa unnið að til að bæta mannréttindi til- tekinna hópa. Áherslur mannréttindaráðs Helstu verkefni sem mannrétt- indaráð mun beita sér fyrir er að tryggja rétt barna, aldraðra, fatlaðra, samkynhneigðra, innflytjenda, auka öryggi borgaranna og stuðla að jafn- rétti kynjanna. Málefni barna munu skipa stóran sess í störfum mannréttindaráðs. Við munum m.a. styðja og efla ung- mennaráðin í þeim tilgangi að þau verði upplýst um mannréttinda- stefnuna og framkvæmd hennar. Auk þess mun verða leitað eftir samstarfi við UNICEF, Umboðsmann barna og Barnaheill varðandi mannrétt- indafræðslu og kennslu í barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaráð mun í dag kynna fyrstu skref í verkáætlun í málefnum innflytjenda en megináhersla er lögð á aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi með markvissri fræðslu og upplýsingagjöf um réttindi þeirra og skyldur. Lykillinn að aðlögun inn- flytjenda er góð íslenskukunnátta en með færni í henni geta þeir frekar orðið fullgildir meðlimir í okkar sam- félagi. Reykjavíkurborg sem vinnu- veitandi hefur nú þegar boðið upp á starfstengt íslenskunám fyrir inn- flytjendur. Lögð verður sérstök áhersla á þjónustu við börn innflytjenda í leik- og grunnskólum. Á vordögum 2006 var samþykkt metnaðarfull stefna í málefnum er- lendra barna í grunnskólum borg- arinnar. Meginþættir stefnunnar kveða á um bætta aðlögun nemenda, aukið upplýsingaflæði til foreldra og þátt- töku þeirra í skólastarfinu, heima- nám, túlkaþjónustu og farteymi kennara. Nú þegar er farið að vinna eftir þessari stefnu og greinilegt er að vel hefur tekist til í þeim efnum. ÍTR hefur einnig gert metn- aðarfulla mannréttindastefnu sem gerir ráð fyrir að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi borgarinnar. Unnið verður markvisst að mann- réttindum aldraðra með það að mark- miði að þeim verði gert kleift að lifa með reisn og að þeir geti lifað eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er. Þá verður lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra verði virt. Auk þess verður unn- ið að því að aldraðir haldi áfram þátttöku í þjóðfélaginu og taki þátt í stefnumótun í þeim málum sem að þeim snúa. Markmiðið er að auka þátttöku þeirra í samfélaginu, atvinnulíf- inu og í störfum hjá Reykjavíkurborg. Jafn- framt verður leitast við að auka þátttöku þeirra í tómstundum á vegum borgarinnar og í fé- lagsstarfi aldraðra. Sér- staklega verður hugað að jafnréttismálum fatl- aðra og sjálfstæði þeirra. Mannréttindaráð mun beita sér fyrir bættu öryggi borg- arbúa með sérstakra áherlsu á mannlíf og veitingahús í Miðborg- inni. Það eiga að vera sjálfsögð mannréttindi fólks að geta verið ótta- laust á götum borg- arinnar hvenær sem er sólarhringsins. Öflugt mannréttinda- starf í borginni Borgaryfirvöld hafa að undanförnu látið til sín taka á sviði mannréttinda- mála . Af einstökum verkefnum má nefna þýðingu Mannréttindastefnu borgarinnar á fimm tungumál, þýð- ingu kjarnaefnis Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is á þrjú tungumál, hafið starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og unnið að verkáætlun í málefnum innflytjenda. Á vegum Mannréttindaráðs starfar m.a. hópur um bætt öryggi á og við veitingastaði borgarinnar og um atvinnuþátttöku fatlaðra. Unnið hefur verið að aukinni at- vinnuþátttöku aldraðra samkvæmt tillögu þáverandi borgarstjóra, Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar sem gerir ráð fyrir mikilli rýmkun á réttindum eldri starfsmanna sem vilja koma til starfa hjá Reykjavíkurborg. Mannréttindastefnu borgarinnar verður framfylgt og hún framkvæmd í nánu samstarfi við öll svið hennar enda starfa þar mannréttinda- fulltrúar alls níu talsins. Mannrétt- indastjóri mun leiða starf þessara fulltrúa og verður þar að auki í sam- starfi við félagasamtök, önnur sveit- arfélög, ríki og aðra þá sem vinna að mannréttindamálum í borgarsam- félaginu. Mannréttinda- dagur Reykja- víkurborgar Marta Guðjónsdóttir segir frá mannréttindastarfi í borginni Marta Guðjónsdóttir »Mannrétt- indaráð borgarinnar leggur áherslu á að standa vörð um grundvall- arréttindi ein- staklinga sem eru stoðir frjáls og opins lýðræð- issamfélags. Varaborgarfulltrúi og formaður Mannréttindaráðs Reykjavík- urborgar. Á RANNSÓKNASTOFU í gigt- sjúkdómum á LSH hefur um ára- bil verið unnið að yfirgripsmiklum rannsóknum á faraldsfræði og erfðum gigtar- og sjálfsofnæmissjúk- dómsins rauðir úlfar, Systemic lupus erythematosus (SLE), svo og annarra skyldra sjálfsofnæm- issjúkdóma. Lupus þýðir úlfur á latínu en sjúkdóm- urinn rauðir úlfar dregur nafn sitt af út- brotum í andliti, sem 14. aldar lækninum Rogerius þótti minna á úlfsbit. Þannig lýsti hann húðeinkennum sjúkdómsins, en það var ekki fyrr en á of- anverðri 19. öld að Kaposi lýsti rauðum úlfum sem fjölkerf- asjúkdómi, þ.e. sjúkdómi sem get- ur haft áhrif á mörg líffærakerfi: húð, liði, taugakerfi og innri líf- færi. Rauðir úlfar er sjúkdómur ungra kvenna og er kynjahlutfallið níu konur á móti einum karli. Hlutverk ónæmiskerfisins er að bregðast við framandi sameindum, s.s. sýklum, meðal annars með myndun mótefna gegn þeim. Í eðlilegu ástandi gerir ónæm- iskerfið greinarmun á eigin sam- eindum líkamans og framandi sameindum, sem það myndar mót- efni gegn. Hins vegar kemur það fyrir að ónæmiskerfið svarar eigin sameindum líkamans með myndun sjálfsmótefna og mótefnafléttna og er þá talað um að sjálfsþol sé brostið. Afleiðingin er bólga í vefj- um líkamans. Almennt er talið að orsakir rauðra úlfa megi rekja til samspils erfða- og umhverfisþátta og er þáttur erfða mjög sterkur og fjöl- skyldulægni áberandi. Rannsóknir mínar og samstarfs- aðila minna á íslenskum sjúkling- um með rauða úlfa og ættingjum þeirra hafa leitt til skilgreiningar á þremur erfðafræði- legum þáttum sem valda áhættu á rauð- um úlfum. Þessi efni- viður er einstakur og ber að þakka þátttak- endum fyrir samvinn- una. Allir erfðaþættirnir tengjast starfsemi ónæmiskerfisins. Um er að ræða skort á tveimur próteinþátt- um sem miðla hreinsun sjálfsmót- efna og mótefnafléttna úr líkamanum, en ef slík hreinsun bregst valda sjálfsmótefni og mót- efnafléttur bólgu og sjúkdóms- einkennum. Þá hefur verið skil- greind stökkbreyting (PD-1.3A) í geni sem skráir ónæmisviðtaka, sem bælir ræsingu ónæmisfrumna sem svara eigin sameindum lík- amans. Kenning okkar er sú að PD-1.3A-stökkbreytingin dragi úr tjáningu gensins þannig að PD-1- viðtakann skortir og bæling frumna er ekki eðlileg og sjálfs- ofnæmissvar myndast. Fyrstu nið- urstöður sýna að sjúklingar með rauða úlfa og ættingjar þeirra tjá PD-1-viðtakann í minna mæli en heilbrigður viðmiðunarhópur. Þá hafa rannsóknirnar beinst að því að skoða áhættuþættina þrjá í tengslum við aðra sjálfsofnæm- issjúkdóma. Í grein, sem á næst- unni mun birtast í helsta lækn- isfræðitímariti á sviði gigtsjúkdóma, Arthritis & Rheu- matism, er greint frá áhugaverð- um niðurstöðum okkar sem sýna marktækt hækkaða tíðni annarra sjálfsofnæmissjúkdóma í íslensk- um fjölskyldum með ættlæga rauða úlfa. Þannig má nú skil- greina fjölskyldurnar sem sjálfs- ofnæmisfjölskyldur. Áhættuþætt- irnir PD-1.3A og C4A-skortur virðast vera hluti af mjög sterkum erfðafræðilegum bakgrunni, sem eykur áhættu fyrir sjálfsofnæm- issjúkdómum almennt. Hins vegar er ljóst að fleiri erfða- og /eða um- hverfisþætti þarf til og MBL- skortur er hugsanlega einn slíkur þáttur. Skilgreiningu á þremur erfða- fræðilegum áhættuþáttum í ís- lensku fjölskyldunum má líta á sem þrjá kubba í púsluspili, sem hjálpa okkur betur að skilja heild- armyndina, en markmið allra rannsókna er að leita leiða til betri meðferðarúrræða. Við teljum ástæðu til að ætla að aukin þekk- ing á hlutverki PD-1-viðtakans geti leitt til framfara í greiningu sjálfsofnæmissjúkdóma og nýrra meðferðarmöguleika. Rannsóknir á rauðum úlfum Helga Kristjánsdóttir segir frá rannsóknum á rauðum úlfum »Rannsóknir á rauðum úlfum við LSH hafa leitt í ljós þrjá erfðaþætti sem geta leitt til betri grein- ingar sjálfsofnæm- issjúkdóma og meðferð- armöguleika. Helga Kristjánsdóttir Höfundur er líffræðingur og starfar við Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum við LSH. ALÞJÓÐASAMTÖK fótaað- gerðafræðinga, FIP, lýsa yfir að maímánuður ár hvert sé helgaður fótvernd og fóta- heilbrigði. Það er gert í þeim tilgangi að vekja athygli á því þýðing- armikla hlutverki, sem heilbrigðir fætur gegna í lífsgæðum mannsins og þeirri brýnu þörf að allir geti átt aðgang að meðferð til að bæta mein fóta sinna og með því komið í veg fyrir skerðingu lífsgæða. Mikill fjöldi fólks um víða veröld þjáist af fótameinum. Þessar þjáningar valda erfiðleikum og koma jafnvel í veg fyrir að fólk geti nálgast heilbrigðisþjónustu Að þessu sinni er gaumur gefinn að fótum fatlaðra íþróttamanna, einkum þeirra sem njóta þjálfunar og taka þátt í keppnum Special Olympics (SO). Í tengslum við íþróttamót SO starfa 7 hópar sjálf- boðaliða á heilbrigðissviði í þeim til- gangi að kanna heilsufar íþrótta- mannanna. Þessi hópur nefnist Healthy Athletes (HA) og sam- anstendur af: fótaaðgerðafræð- ingum, tannlæknum, sjúkraþjálf- urum, augnlæknum, háls-, nef- og eyrnalæknum, næringarfræðingum og íþróttalæknum auk aðstoð- arfólks. HA starfar bæði í tengslum við alþjóðleg íþróttmót SO en einnig á landsvísu. Í 90 löndum hefur grein- ingarstarfi HA verið komið á. Lönd- unum hefur fjölgað ört frá því að Healthy Atheltes hóf starfið op- inberlega með Special Olympics en það var árið 1997. Á þessu tímabili hafa verið gerðar u.þ.b. 500.000 greiningar. Enn sem komið er hefur þetta heildarstarf ekki hafist hérlendis en íslenskir fótaaðgerðafræðingar í FÍF hafa einu sinni verið með grein- ingu á fótum og fóta- búnaði íþróttamanna á fótboltamóti SO í Laugardalshöll. Í október 2006 fóru Evrópuleikar unglinga fram í Róm og var und- irrituð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera boð- in þátttaka í teym- isvinnu heilbrigð- isstéttanna. Teymisvinnan skiptist í 7 flokka eftir sér- greinum hvers aðila. Tannverndarverkefnið nefnist Happy smile, augnskoð- unarverkefnið Opening eyes, fót- verndarverkefnið Fit feet, sjúkra- þjálfunarverkefnið Fun Fitness, næringarfræðiverkefnið Health promotion og íþróttalæknaverkefnið Med Fest. Starfið hefur vaxið og sannað gildi sitt þar sem stór hópur þroskaheftra einstaklinga fær skoð- un og frumgreiningu hjá sérfræð- ingum. Markmiðið er að auka færni íþróttafólksins við þjálfun og í keppni. Það leiðir til aukinnar vellíð- unar einstaklinganna, betri heilsu og úthalds. Oft á tíðum koma í ljós mein eða vandamál, sem má lagfæra og er þá vísað áfram til viðkomandi með- ferðaraðila í samstarfi við umsjón- armenn viðkomandi. Íþróttafólkið er hvatt til að gefa gaum að heilsubætandi lífsháttum, ekki síst vegna þess að einstaklingar með heftan þroska eru í 40% meiri áhættu varðandi offitu þar sem þeir sinna síður forvörnum. Hér á landi njóta allir hópar þjóðfélagsins góðr- ar heilbrigðisþjónustu og yfirleitt eru þroskaheftir einstaklingar undir mjög góðu eftirliti í hvívetna. Þó má ávallt gera betur. Á leikunum í Róm komu þátttakendur hvaðanæva úr Evrópu og voru áberandi stórir hóp- ar frá löndum Austur-Evrópu. Aug- ljóst var að hjá þeim var í ýmsu ábótavant í heilsuvernd og fótabún- aði. Má ætla að greiningarátak HA hafi skilað bót á heilsufari margra í þeirra hópi en það er á ábyrgð um- sjónarmanna þeirra að fylgja eftir ráðleggingum og leiðbeiningum sér- fræðinganna. Nánari upplýsingar um Healthy Atheletes hópinn má finna á slóðinni; http://www.specialo- lympics.org/Special+Olympics+Pu- blic+Website/English/Initiatives/ Healthy_Athletes/About/de- fault.htm Fótaaðgerðafræðingar eru sér- fræðingar á heilbrigðissviði sem annast fótamein á húð og í nöglum og gefa ráð til forvarnar. Sumarið er tími útiveru og hreyf- ingar öðrum árstíðum fremur. Það er heillaráð að láta skoða fæturna og fá meðferð, ef þarf, áður en tekist er á við viðfangsefnin stór og smá. Höfum fæturna í fyrirrúmi. Betri fætur beint í mark. Maí – Alþjóðlegur fótverndarmánuður Margrét Jónsdóttir skrifar í til- efni af alþjóðlegum mánuði fót- verndar »Markmiðið er að auka færni íþrótta- fólksins við þjálfun og í keppni. Það leiðir til aukinnar vellíðunar ein- staklinganna, betri heilsu og úthalds. Margrét Jónsdóttir Höfundur er fótaaðgerðafræðingur í alþjóðlegri nefnd fótverndarmán- aðarins og HA/Fit Feet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.