Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is LANDSPÍTALINN mun setja á laggirnar sér- stakt teymi sem ætlað er að annast meðferð barna með skarð í gómi og vör. Páll Björnsson segir foreldra barna með skarð í vör og/eða gómi enn í mjög slæmri stöðu og með öllu óljóst hvort útspil Landspítala muni breyta þar nokkru um. Páll er faðir tveggja drengja með skarð í gómi og vör og þarf fjöl- skyldan að standa straum af gífurlegum kostn- aði vegna skurðaðgerða og tannréttinga á drengjunum. Meðferð sem er löng, erfið og dýr Þar munar mest um kostnaðinn vegna tann- réttinganna: „Enn virðist engin lausn í sjónmáli á viðræðum Tryggingastofnunar og tannrétt- ingamanna. Tryggingastofnun segist greiða 95% af kostnaði við tannréttingarnar, en miðar þá við upphæðir í viðmiðunartaxta stofnunarinnar. Verðskrá tannréttingamanna er svo allt önnur og nemur endurgreiðsla TR þá oft ekki meira en 45% af kostnaðinum,“ segir Páll. Aðgerðir á börnum með skarð í gómi og/eða vör hefjast skömmu eftir fæðingu. Meðferð er yfirleitt ekki lokið fyrr en um 18 ára aldur og hafa börnin þá gengist undir fjöldamargar lýta- aðgerðir, kjálkaskurðaðgerðir og tannréttingar auk þess að hafa fengið þjálfun hjá talmeina- fræðingi. „Heildarkostnaður af þessum aðgerð- um er á bilinu tvær til þrjár milljónir á barn, og þurfa foreldrar nú að greiða rösklega helming- inn úr eigin vasa,“ segir Páll og áætlar að kostn- aður vegna aðgerða á sonum hans tveimur, sem eru níu og ellefu ára, sé nú þegar kominn yfir hálfa aðra milljón. Hann segir að synir hans hafi til þessa hvor fyrir sig gengist undir hátt í 15 skurðaðgerðir með svæfingu. Skref í rétta átt en umfjöllun of óljós Páll segir myndum teymisins skref í rétta átt en umfjöllun um teymið hafa verið óljósa og erf- itt að gera sér grein fyrir hver áhrifin af starfi þess verða. „Til dæmis er óljóst hvaða áhrif þetta hefur á þá sem þegar hafa hafið meðferð. Um er að ræða aðgerðir sem eru gífurlega erf- iðar fyrir börnin og það að skipta um meðferð- araðila getur verið stórmál.“ Á að bæta þjónustuna en er á tilraunastigi Ólafur Baldursson er aðstoðarmaður fram- kvæmdastjóra lækninga við Landspítalann. Hann segir ávinninginn af stofnun teymisins einkum felast í að geta veitt heildstæða meðferð og ráðgjöf innan veggja spít- alans og að þetta verði fram- faraskref í meðferð þessa erfiða fæðingargalla. Teymið mun samanstanda af fjórum læknum; barna- lækni, lýtalækni, tannrétt- ingasérfræðingi og kjálka- skurðlækni, auk mikilvægra aðila úr öðrum starfsstéttum. Aðstaða til tannréttinga hef- ur ekki verið fyrir hendi á spítalanum áður, en að sögn Ólafs er nú verið að ganga frá slíkri að- stöðu og verður hún kláruð á næstu vikum. Ávinningur af heildstæðri meðferð og ráðgjöf Verkefnið er enn í þróun og segir Ólafur að skýrast muni betur á næstu vikum hvaða fyr- irkomulag verður á vinnu teymisins. „Við höfum getað sinnt flóknum skurðaðgerðum fyrir þenn- an hóp barna og langað að efla þessa þjónustu en vantað tannréttingatannlækni. Nú hefur tekist að fá slíkan sérfræðing til starfa sem gerir okkur kleift að ljúka allri þeirri meðferð sem barn með skarð í gómi og vör þarf á að halda,“ segir hann. „Þar munar ekki síst um að meðferðin er heild- stæð og foreldrum veitt ráðgjöf og fræðsla sam- fellt allt frá fæðingu barns.“ Vonast til að geta haft alla meðferðina ókeypis Ólafur getur ekki sagt til með vissu um þau áhrif sem starfsemi teymisins mun hafa á kostn- að fjölskyldna af aðgerðunum. „Hins vegar er rétt að benda á að gefin var út reglugerð fyrir skemmstu sem kveður á um að hið opinbera greiði allan kostnað við meðferð barna á Land- spítalanum,“ bætir Ólafur við og segist því vona að þjónusta hins nýmyndaða teymis geti verið fjölskyldum með öllu að kostnaðarlausu. Hann reiknar með að teymið muni geta sinnt a.m.k. öllum nýjum tilfellum, en árlega fæðast um tíu börn með þennan alvarlega galla. Ólafur segir að sjá verði til hvort börn sem þegar hafa hafið meðferð geti nýtt sér þjónustu teymisins. „Hluti af verkinu sem framundan er er að meta betur þörfina fyrir þjónustu teymisins. Þetta er tilraunaverkefni á þessu stigi, en hugsanlega munu börn sem þegar hafa hafið meðferð geta nýtt sér þjónustuna. Það gerist þó ekki í einum hvelli.“ Verða aðgerðirnar ódýrari og veittar öllum sem þurfa? Morgunblaðið/G. Rúnar Dýrt og erfitt Lækniskostnaður er mikill baggi á fjölskyldum barna með skarð í gómi og/eða vör. Páll, kona hans Kristbjörg Lára Kristjánsdóttir og synir þeirra Björn Ingi og Páll Ragnar. Óvíst hvernig nýtt teymi LSH bætir stöðu barna með skarð í gómi eða vör Ólafur Baldursson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MARGRÉT Guðnadóttir, fyrrver- andi prófessor í veirufræði, hvetur Alþingi til að fella frumvarp um mat- vælalöggjöf sem nú er til umræðu á þingi. Hún telur sumar breytingarn- ar beinlínis hættulegar heilbrigði manna og dýra hér á landi. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir telur hins vegar ekki miklar líkur á að lýð- heilsu sé stefnt í aukna hættu með breytingunum. Meiri líkur séu á að sjúkdómar berist til landsins með fólki en með löglega innfluttu hráu kjöti. „Að loknum lestri á frumvarpinu og samanburði á breytingatillögum, sem í því eru við gildandi lög, er mín niðurstaða sú, að þetta frumvarp eigi Alþingi að fella. Margar breytinga- tillögurnar eru bein afturför frá gild- andi lögum, fáar eru skaðlausar, en sumar beinlínis hættulegar heil- brigði manna og dýra hér á landi,“ segir í upphafi greinargerðar Mar- grétar Guðnadóttur til landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar. staklega var samið við ESB um var- anleg ákvæði til að viðhalda áratuga- löngu banni okkar á innflutningi þess,“ segir Halldór. Hann segir að ESB hafi sett um- fangsmikla löggjöf og eftirlit með dýrasjúkdómum sem allir dýralækn- ar í ESB og Noregi, Sviss og Íslandi fá jafnóðum tilkynningar um. Komi upp sjúkdómar sé strax lokað fyrir útflutning á hráu kjöti. Halldór segir að í frumvarpinu séu ákvæði sem heimili okkur að koma í veg fyrir innflutning á kjúklingakjöti sem mengað sé kamfýlóbakter. Hall- dór segir að sníkjudýrin tríkínur geti leynst í svína- og hrossakjöti. Þessi sníkjudýr hafi aldrei greinst hér á landi og sjaldgæft sé að þau finnist í eldisdýrum í ESB. Þessi sníkjudýr geti hins vegar verið banvæn berist þau í fólk og því sé lögð gífurleg áhersla á eftirlit með þessu í kjöt- skoðun flestra landa. Hann segir að leitað hafi verið að tríkínum í hrossa- kjöti ætluðu til útflutnings frá Ís- landi en nú verði leit að þessu sníkju- dýri gerð að skyldu í öllu hrossa- og svínakjöti hér á landi. og á það hafi verið fallist. Mest áhætta fylgi innflutningi á lifandi dýrum, en einhver áhætta fylgi inn- flutningi á hráu og ófrosnu kjöti. Hann segir að þrátt fyrir að bannað hafi verið að flytja inn hrátt kjöt hafi á undanförnum árum verið veittar sí- auknar undanþágur frá þessu banni. „Það eru sem betur fer tiltölulega fáir dýrasjúkdómar sem eru þekktir fyrir að berast með hráu kjöti og þá aðallega skæðir sjúkdómar sem ekki leyna sér ef þeir koma upp, svo sem gin- og klaufaveiki, fuglaflensa og svínapest. Kúariða berst til dæmis ekki með hráu kjöti, aðeins með menguðu kjöt- og beinamjöli, og sér- menguðu svínakjöti. Margrét bendir á góðan árangur sem náðst hafi í baráttu gegn salmonellu og fleiri iðrasýkingum í menguðu kjúklinga- og svínakjöti. Ómögulegt sé að forð- ast þetta ef við förum að flytja inn ófrosna kjúklinga og svínakjöt sam- kvæmt reglum ESB. „Ófrosið kjöt er ekki ferskt, ef ferðin frá slátraranum til neytand- ans tekur marga daga. Þeir dagar eru hins vegar mjög dýrmætir þeim sýklagróðri, sem kann að leynast í hrámetinu. Margir sýklar fjölga sér ört í hrámeti á nokkrum klukkutím- um og ná miklu magni, ef kæling er léleg eða varan hlýnar upp í stofu- hita einhvers staðar á langri leið til neytandans,“ segir Margrét. Fáir sjúkdómar berast með hráu kjöti Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir fjallar einnig um matvælalöggjöf- ina í Bændablaðinu sem út kom í vik- unni. Hann segir að í upphafi samningaferlisins við ESB hafi verið sett fram skýlaus krafa um að áfram yrði bannað að flytja inn lifandi dýr Hún segir að kúafaraldurinn, sem byrjaði í Bretlandi fyrir nokkrum ár- um, hafi sýnt veirufræðingum fram á hversu sóttvarnareglur Evrópusam- bandins reyndust þegar virkilega reyndi á þær. Hún hafnar algerlega þeirri kenningu að ákveðnir partar af sýktum nautgrip geti verið hæfir til manneldis. Margrét minnir á ára- langa baráttu sem Íslendingar hefðu þurft að heyja við mæðuveiki í sauðfé og sullaveiki í mönnum. Óþarfi sé að flytja þessa sjúkdóma inn í landið aftur, hvað þá aðra sem ekki hafi verið hér eins og trikinosis í svínum, sem geti orðið að alvarleg- um mannasjúkdómi við neyslu á  Helsti veirusjúkdómasérfræðingur landsins og yfirdýralæknir eru ósammála um þá áhættu sem felst í innflutningi á hráu kjöti  Yfirdýralæknir segir lýðheilsu landsmanna ekki stefnt í hættu með lögunum Vill að frumvarpið verði fellt Halldór Runólfsson Margrét Guðnadóttir Í HNOTSKURN »„Eins og málum er nú háttaðþá eru að mati yfirdýralækn- is meiri líkur á að hingað berist framandi dýrasjúkdómar með fólki heldur en með löglega inn- fluttu hráu kjöti,“ segir Halldór. »„Mín niðurstaða [er] sú, aðþetta frumvarp eigi Alþingi að fella,“ segir Margrét. BENEDIKT Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Kaupþingi, segir að innan við 50 manns hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu á þessu ári vegna stöðunnar á fjár- málamörkuðum. Til viðbótar hafi ein- hverjir sagt upp störfum. Þá hafi um nokk- urt skeið verið beitt miklu aðhaldi í nýráðningum og fólk flutt milli deilda til hagræðingar. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, sagði fyrir skömmu að unnið væri að því innan fyrirtækisins að lækka kostnað og launakostnaður væri þar stór liður. Atli Atlason, starfsmannastjóri hjá Landsbanka, segir að Landsbankinn hafi dregið verulega úr nýráðningum að und- anförnu eftir mikinn vöxt á liðnum árum. Ekki séu fyrirhugaðar neinar hópupp- sagnir hjá bankanum líkt og hjá Glitni. Fyr- irtækið lagi sig hins vegar að þeim verk- efnum sem unnið sé að en það geti þýtt fækkun í einni deild en fjölgun í annarri. Innan við 50 hef- ur verið sagt upp UNGIR bloggarar sem skrifuðu frásagnir um kynferðisofbeldi og áform um skotárás á samskiptavef ungmenna játuðu í gær fyrir lögreglu að frásagnirnar væru upp- spuni og sögðust sjá mikið eftir athæfinu. Lögregla hefur látið barnaverndaryf- irvöld vita af málavöxtum. Færslurnar birtust á www.blabla.is á miðvikudag og í gær birtust síðan nánast samhljóða færslur frá ungmennunum þar sem þau biðjast afsökunar. Þau hefðu bara viljað sjá viðbrögð fólks. Ekkert ofbeldi eða yfirvofandi árás ELLEFU flugmenn hjá Icelandair hafa fengið launalaust leyfi til að starfa fyrir Air Finland og eru þeir um þessar mundir að setjast í flugstjórasætið á Boeing 757- þotum hins finnska félags. Að sögn Hilm- ars Baldurssonar, flugrekstrarstjóra Ice- landair, kemur frumkvæðið að þessum ráðstöfunum frá Icelandair. Leyfi flug- mannanna er sex mánuðir með möguleika á framlengingu upp í ár. „Air Finland er leiguflugfélag og þegar það var stofnað á sínum tíma hjálpaði Icelandair því af stað með því að þjálfa flugmenn félagsins auk þess sem við vorum með viðhaldssamning við það.“ Hjá Icelandair starfa 305 flug- menn. Hilmar segir að Finnlandsleyfin helgist af minnkandi flugi í sumar og því hafi verið lögð áhersla á að reyna að út- vega öllum flugmönnum félagsins vinnu. Flugmenn í leyfi til Air Finland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.