Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg HEIMILI og skóli – landssamtök foreldra veittu í gær Foreldraverð- laun 2008 við athöfn í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Verðlaunin hlaut að þessu sinni starfsfólk leikskólans Tjarnarsels fyrir verkefni sem mið- ar að því að skapa lestrar- og skrift- arhvetjandi umhverfi. Þá hlaut Grunnskóli Siglufjarðar hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Átak gegn einelti og foreldrafélag Svalbarðsskóla hlaut sömuleiðis hvatningarverðlaun fyrir starfsemi sína. Ingibjörg Baldursdóttir og Svanhvít Guðbjartsdóttir hlutu sér- staka viðurkenningu sem dugn- aðarforkar fyrir verkefnið Þjóð- ardagur – Börnin okkar í Flataskóla. Foreldra- verðlaun 2008 veitt 2 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is „ÞAÐ er engin þörf á því að breyta stjórnar- skránni nema áður hafi verið tekin ákvörðun um það af stjórnvöldum að sótt skuli um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík í Valhöll í gær. „Þegar við gerðum EES-samninginn og urðum aðilar að Schengen- samstarfinu var það ákvörðun stjórnvalda sem byggðist á mati á hagsmunum þjóðarinnar að það væri skynsamlegt að gera þessa samninga. Þá var leitað til stjórnlagafræðinga og þeir spurðir: sam- rýmist það stjórnarskránni að við göngum inn í þetta samstarf? Í báðum tilvikum var niðurstaðan sú að það þyrfti ekki að breyta stjórnarskránni og það hefur ekki verið gert. En í þeim umræðum var jafnframt alltaf sagt að ef við ætluðum að stíga stærra skref, fara inn í Evrópusambandið, að þá yrðum við að breyta stjórnarskránni. En áður en það er gert verða menn auðvitað að komast að niðurstöðu um það á Alþingi að það sé vilji fyrir því hjá stjórnmálaflokkunum að gengið sé í sambandið, að þeir hafi tekið ákvörðun um að stíga þetta skref og láta síðan í krafti þeirrar ákvörðunar ganga fram breytingar á stjórnar- skrá. Það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla nema menn hafi tekið ákvörðun sem krefst þess að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Björn sagði að í reynd hefði ekki neitt breyst varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar, hún hefði markað þá stefnu frá upphafi að halda áfram að rækta tengsl við ESB án þess að ganga til við- ræðna um aðild á þessu kjörtímabili. Hann sagði hagsmuni Íslendinga vel tryggða með aðildinni að EES og Schengen. „Ég skil ekki þá íslensku stjórnmálamenn sem telja sér sæma að tala niður EES-samninginn og láta eins og ein- hver vafi leiki á um gildi hans. Þetta er einstakur samningur, lifandi samningur sem breytist eftir því sem löggjöf breytist innan Evrópusambands- ins og við höfum möguleika á að hafa þar áhrif.“ Átök um gjaldmiðil misnotuð? Björn ræddi um krónuna. „Ég er þeirrar skoð- unar að umræðurnar um gjaldmiðilinn hafi skapað of mikla spennu. Það hefði verið betra í öllu tilliti ef hægt hefði verið að finna mildari leiðir til að koma á móts við sjónarmið þeirra sem telja að þeir reki svo stór fyrirtæki á Íslandi að krónan henti þeim ekki. Ég hef enga lausn í því efni en tel að líta þurfi til þess sérstaklega og tel að þessi átök út af gjaldmiðlinum hafi verið notuð, eða jafnvel mis- notuð, til að tala um að allt myndi breytast ef við færum inn í Evrópusambandið. Vissulega gætum við þá tekið upp evruna eftir nokkur ár en það myndi ekki breyta þeirri stöðu sem við erum í núna. Og stundum hefur maður á tilfinningunni að þeir sem eru að reka fyrirtæki kenni því um að þeim hafi fatast flugið að séum ekki í Evrópusambandinu. En auðvitað þurfa menn í Evrópusambandinu líka að reka fyrirtæki sín vel. Það er engin breyting á rekstrarumhverfi fyrirtækja eftir því hvort þau starfa á grundvelli EES-samningsins eða í Evrópusambandinu.“ Stjórnarskrárbreyting óþörf nema sótt sé um Björn Bjarnason vill úr- lausn handa fyrirtækjum sem telja krónuna dragbít Morgunblaðið/Frikki Rökræður Björn Bjarnason á fundi sjálfstæðis- manna um Evrópumálin í Valhöll í gær. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SEX fyrrverandi ráðherrar og níu fyrrverandi þingmenn þiggja eftir- laun frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins samhliða því að vera að greiða iðgjöld í sjóðinn. Það felur í sér að þeir fá eftirlaun en eru jafn- framt á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í svari LSR við fyrirspurn Morgunblaðsins. Fyrrverandi þingmenn og ráð- herrar hafa frá árinu 1965 haft heim- ild til að þiggja eftirlaun samhliða því að vera á vinnumarkaði. Þessi réttindi voru þó rýmkuð með nýjum lögum árið 2003 því þá var eftir- launaaldurinn lækkaður. Tekið skal fram að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar geta ekki fengið þessi eft- irlaun nema að sækja sérstaklega um þau. Það hafa hins vegar ekki all- ir sem látið hafa af þingmennsku eða ráðherradómi og eru á vinnumarkaði gert. Lífeyrir ráðherra og þingmanna, sem hefja töku lífeyris fyrir 65 ára aldur og eru jafnframt í starfi, skerð- ist um 6% á ári. Ráðherra sem fer í nýtt starf 60 ára og þiggur jafnframt lífeyri fær því 60% af þeim lífeyri sem hann hefði annars fengið ef hann væri ekki í starfi. Þegar hann hættir á vinnumarkaði hækkar líf- eyrir hans í 100%. Þeir sem eru á al- menna markaðnum og fara á lífeyri 60 ára skerða hins vegar lífeyri sinn til æviloka ef þeir kjósa að hefja töku lífeyris þetta snemma. 129 þingmenn og 35 ráðherrar á eftirlaunum Á síðasta ári fengu 129 fyrrver- andi þingmenn eftirlaun, samtals 200,4 milljónir króna. Árið áður var fjöldinn 115 og heildargreiðslan 186 milljónir. Í fyrra fengu 35 fyrrverandi ráð- herrar greidd eftirlaun samtals 49,5 milljónir. Árið áður fengu 30 fyrrver- andi ráðherrar eftirlaun, samtals 40,1 milljón. Sex ráðherrar fengu eftirlaun samhliða vinnu Í HNOTSKURN »Með eftirlaunalögunum árið2003 var makalífeyrir þing- manna skertur og þeim gert að greiða hærra iðgjald í lífeyris- sjóð. »Breytingarnar fólu einnig ísér að lífeyrisréttindi ráð- herra og þingmanna með langan þingferil voru bætt. Eftir breyt- ingarnar geta fyrrverandi ráð- herrar farið á eftirlaun við 55 ára aldur. TILKYNNING um að notaðar sprautunálar væru við garðbekk á Miklatúni hlaut fremur dræmar undirtektir hjá Reykjavíkurborg í gær, eins og fram kemur í bloggi Friðriks Friðrikssonar leikara. Í blogginu segir Friðrik að hann hafi verið að rölta með barnavagn um Miklatún og fundist tilvalið að tylla sér á garðbekk til að hvíla lúin bein. Þegar hann nálgaðist bekkinn sá hann pakkningar utan af sprautu- nálum og hann fann síðan notaða plastsprautu og tvær sprautunálar. Friðrik hringdi í þjónustunúmer Reykjavíkurborgar og var gefið samband við hverfisstöð þar sem ung stúlka svaraði og Friðrik til- kynnti erindið. „Hún spurði þá hvar nákvæmlega þetta væri og ég sagði henni við Rauðarárstíg. Hún svaraði mér þá því að þetta væri ekki hennar hverfi og ég ætti að hafa samband við aðra stöð. Ég brást hvass við og sagði það ekki vera í mínum verka- hring að hendast á milli aðila sem vörpuðu ábyrgðinni á einhverja aðra og bað hana að taka málið að sér. Á bakaleið rúmum klukkutíma síðar gekk ég fram á unga konu með lítinn dreng sem spásseraði í kringum bekkinn. Ég sá að sprautunálarnar voru ennþá til staðar og varaði kon- una við. Mér blöskraði skeytingar- leysi borgarstarfsmannsins sem greinilega hafði látið það vera að bregðast við nálunum og hringdi því aftur í þjónustuverið. Þjónustu- fulltrúinn sagðist ætla að ganga í málið. Ég vona allra vegna að nál- arnar séu horfnar,“ segir í blogginu, www.frikki.blog.is. Nálarnar voru farnar í gærkvöldi þegar ljósmyndari blaðsins litaðist þar um. Nálarnar fengu að liggja Ljósmynd/Friðrik Hætta Á bloggi sínu birtir Friðrik nokkrar myndir af ófögnuðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.