Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                                             ! "##$         !"#$ %& !"#$ '("#$ ) !"#$ *( (+ ("#$ ,#$(-(!#.*/0*  12 * ( !"#$ 3 !4( / "#$ ) + (0* "#$  *"#$ 56  - 7 89 :9#$+$"#$ ;-("#$ < "#$       =>"#$ *# 2"#$ * (2( ; * (25  * -5? ( ( */ !"#$ @ ;  12 * (2 !"#$ A" :("#$ (!("#$ ;//( /-(8&8( "#$ B( * &8( "#$      ! C  ;* -( - , ("#$ ,-!(8: "#$ "  # $ % &                                                                             B(8(!( /(  (*+ 8D*  /E 3 !* FGF$>= >$F$> HH$IH$F IG$H>F I$H$=$I= $>H$> G$G$H $GH$>I$IH $II$FG$ G=$>F$>H >$=GH$ =GH$IH$F> G$$ F$> $H GI$$ G$F$H G$=>I$>= >H$F 7 $G$>=> 7 7 $>$= 7 7 G$G$I 7 7 IJH =GJ JI >J= IJ= GJ= GJ IHGJ GJH F=J J= J= =JH FJH JGI >JI GGIJ >HJ =GIJ 7 HJ 7 7 7 7 7 >GJ 7 7 IJ =GJH J >J IJ= GJ GJ IH=J GJF F=JI J J=> =J F>JG JGF >JIF GGFJ >FJ ==J JF J 7 GJH IJ 7 HJ >GJ 7 JH :&* ( %(8(!   F    = > > > >       >  7  7 7  7 7 I 7 7 /  ( / %(8$% 8 $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH $$GH =$$GH $$GH $=$GH H$$GH F$$GH >$G$GI GG$H$GI $$GH I$$GH I$=$GH SMÁSALA dróst saman um 7,5% milli mars og aprílmánaðar á föstu verðlagi. Mestur samdráttur var í sölu dagvöru og húsgagna eða um 10% og 10,3%, samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst. Hins vegar varð 2,1% aukn- ing í fataverslun milli mánaða og 19,8% aukning í skóverslun. Smásöluvísitalan í apríl er 2,3% hærri en hún var fyrir ári m.v. fast verðlag. Skóvelta jókst um 17,1%, fatavelta um 11,8% og áfengi um 3,7%. Dagvöruverslun dróst saman um 2,3% milli ára, en á sama tíma hækkaði verð á dagvöru 13,7% skv.mælingum Hagstofunnar. Páskarnir setja strik í saman- burðinn, því í ár voru þeir í mars en í fyrra í apríl. Páskunum fylgir ávallt aukin dagvöruverslun. Þróunin gefur til kynna að hægt hafi á neyslugleði landsmanna, en mikill vöxtur hefur verið í dag- vöruverslun undanfarið. Líklegar skýringar eru hækkun vöruverðs og blikur á lofti í efnahagsmálum. Dagvöruvelta 10% minni en í mars. Samdrátt- ur í smá- sölu í apríl Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BEN Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hvetur banka til að vera virka og sýna frumkvæði í því að verða sér úti um aukið og nýtt fjármagn. „Það kemur sér ekki einungis vel fyrir efnahagslífið, heldur skapar einnig tækifæri fyrir bankana til að bæta afkomuna, nú þegar aðstæður á fjármálamörkuðum og í efnahags- lífinu hafa batnað,“ segir hann. Bernanke leggur þó áherslu á að staðan á mörkuðunum sé enn sem fyrr viðkvæm. Þetta kom fram í ræðu sem Bern- anke flutti á fjármálaráðstefnu í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Greint var frá ræðunni í frétt á fréttavef bandaríska viðskiptablaðs- ins Wall Street Journal. Tap meira en nýtt fjármagn Sagði Bernanke að bankar hefðu sýnt það upp á síðkastið að þeir hefðu getu til að verða sér úti um fjármagn eftir hinum ýmsu leiðum. Og það væri „hughreystandi“. Fram kom í máli Bernanke að þó svo að bönkum hefði tekist að verða sér úti um nýtt fjármagn að undan- förnu, þá sé það þó ekki eins mikið og þeir hefðu tapað til þessa á hinum svonefndu undirmáls-húsnæðislán- um sínum. Bernanke sagði að það væri mik- ilvægt fyrir löggjafarvaldið í Banda- ríkjunum að skoða gaumgæfilega þátt þess í aðdraganda fjármála- hremminganna, sem hófust á síðasta ári. Það eigi einnig við um seðla- bankann sjálfan sem hefði þó ekki enn lokið því verkefni. Hvað bankana sjálfa varðar sagði Barnanke mikilvægast fyrir þá að stjórnendur þeirra sjái til þess að gæði áhættustýringar bankanna verði bætt. Löggjafarvaldið muni fylgjast vel með því að breytingar þar á muni skila sér í bættum vinnu- brögðum hjá bönkunum. Vill að bankar sæki aukið fjármagn Ben Bernanke hvetur banka til að auka gæði útlána sinna Reuters Viðkvæm staða Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, leggur áherslu á að staðan á mörkuðunum sé enn sem fyrr viðkvæm. Í HNOTSKURN » Ben Bernanke hefur veriðmjög áberandi í opinberri umræðu um efnahagshremming- arnar í Bandaríkjunum að und- anförnu og lagt sitt að mörkum til að slá á óróa á mörkuðum. » Hann segir mikilvægast fyr-ir bankana að gæði áhættu- stýringar þeirra verði bætt frá því sem verið hefur til að fyrir- byggja að hremmingar endur- taki sig. Fylgst verði með því að slíkt skili árangri. ÉG veit ekki hvaðan blaðamaður FT hefur þessar upplýsingar. Ég hef alltaf sagt að það sé mikilvægt fyrir okkur eins og aðra íslenska banka að erlendir fjárfestar bætist í hluthafa- hópinn,“ segir Lárus Welding, for- stjóri Glitnis, um frétt breska við- skiptablaðsins Financial Times þess efnis að Glitnir hefði átt í óformleg- um viðræðum við erlenda fjárfesta um aðkomu þeirra að bankanum. „Glitnir á biðilsbuxunum við alþjóð- lega fjárfesta,“ segir í fyrirsögn FT en Lárus þvertekur fyrir að ein- hverjar viðræður hafi átt sér stað. „Ég hef fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi í heild sinni en veit þó ekki hvort sá áhugi er bundinn við Glitni eða aðra,“ segir Lárus og bætir við að eðlilegt sé að erlendir fjárfestar líti hingað enda hafi markaðurinn lækk- að mikið að undanförnu og því ættu að vera kauptækifæri fyrir hendi. „Ljóst er að margir fjárfestar hafa verið að skoða þessi tækifæri og ósk- að eftir upplýsingum en Glitnir hefur ekki átt í neinum viðræðum.“ Í frétt Financial Times er vitnað til innherja og kemur þar jafnframt fram að meðal kaupenda gætu verið fjárfestar sem leita eftir kjölfestu- hlut í bankanum, vogunarsjóðir eða framtaksfjárfestar sem hafa hug á að hagnast á lágu gengi hlutabréfa bankans og veikri krónu. Glitnir neitar viðræðum Forstjóri Glitnis segir þó mikilvægt að fá erlenda fjárfesta Morgunblaðið/Golli Kauptækifæri Lárus Welding ICELANDIC Group tapaði um 7,3 milljónum evra á fyrsta fjórðungi þessa árs eftir skatta. Það svarar til um 880 milljóna króna taps á núver- andi gengi krónunnar. Á sama tíma- bili í fyrra var hagnaður félagsins hins vegar um 2,3 milljónir evra. Meginskýringin á verri afkomu Icelandic í ár en í fyrra stafar af fjár- magnsliðum, sem voru neikvæðir um 15,8 milljónir evra á fyrsta ársfjórð- ungi í ár en neikvæðir um 9,5 millj- ónir evra á sama tímabili í fyrra. Sterk evra hefur þar mikil áhrif en styrking hennar er helsta ástæðan fyrir samdrætti í sölu Icelandic milli ára. Gengistap á fyrsta ársfjórðungi í ár var um 7,5 milljónir evra, en ein- ungis um 55 þúsund evrur á sama tímabili í fyrra. Á móti lækka hins vegar vaxtaberandi skuldir Icelandic um 37 milljónir evra, sem er að hluta til vegna styrkingar evrunnar. EBITDA-framlegð Icelandic var 3,7% á fyrsta fjórðungi ársins 2008 og er hún óbreytt á milli ára. Var framlegðin í takt við markmið stjórnenda á fjórðungnum. Rekstr- arkostnaður samsteypunnar lækk- aði umtalsvert milli ára eða um 17%. Finnbogi A. Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningu að rekstur félagsins á fyrsta fjórð- ungi þessa árs sé á áætlun. Það séu jákvæð teikn á lofti, en á móti komi frávik sem séu fjármagnsliðir, því gengisþróun hafi mikil áhrif á félag- ið. Icelandic Group tapar um 7,3 milljónum evra Styrking evru leiðir til 7,5 milljóna evra gengistaps ● GLITNIR var með fund fyrir fjár- festa í Sydney í Ástralíu í byrjun þessarar viku. Tilgangurinn var að veita upplýsingar um starfsemi bank- ans en hann hefur gefið út svokölluð kengúrubréf, en svo eru gjarnan nefnd skuldabréf sem gefin eru út í Ástralíu, fyrir samtals 600 milljónir dollara. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef Reuters-fréttastofunnar. Skuldabréfin eru á gjalddaga í ár og á árinu 2010 og þar af helming- urinn í þessum mánuði samkvæmt frétt Reuters. Glitnir upplýsir fjárfesta í Ástralíu ● AUÐJÖFURINN Carl Icahn hefur hótað því að reyna að steypa stjórn netfyrirtækisins Yahoo! hefji stjórnin ekki á ný viðræður við tölvurisann Microsoft, en stjórn Yahoo! hafði áð- ur hafnað 47,5 milljarða dala yf- irtökutilboði Microsoft. Í frétt Bloomberg segir að Icahn eigi nú þegar 59 milljónir hluta í Yahoo! og hafi kauprétt á um 93 milljónum hluta í viðbót. Hefur hann tekið saman lista yfir tíu manns sem hann gæti hugsað sér að taki við stjórnarsetu í Yahoo! Aðalfundur félagsins verður hald- inn þann þriðja júlí næstkomandi. Icahn hótar stjórn Yahoo! ● Íbúðaverð á höfuðborg- arsvæðinu lækk- aði um 1,7% á milli mars og apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í nýjum mæl- ingum Fast- eignamats rík- isins á vísitölu íbúðaverðs. Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði íbúðaverðið um 3% og einnig síðast- liðna sex mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur íbúðaverðið hins vegar hækkað um 7%. Niðurstöður mælinga Fast- eignamatsins sýna breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs í íbúðarhúsnæði. Íbúðaverð lækkar um 1,7% milli mánaða Lækkun Íbúðaverð hefur lækkað. ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni á Íslandi hélt áfram að lækka í gær, eins og í fyrradag og á þriðjudaginn. Hún lækkaði um 0,7% í gær og er lokagildi hennar 4,798 stig. Hlutabréf Atlantic Petroleum lækkuðu mest í kauphöllinni í gær, um 3,5%, og bréf Landsbankans um 2,6%. Bréf Bakkavarar hækkuðu hins vegar mest, um 3,6%, og þá hækkuðu bréf Glitnis um 1,5%. Krónan styrktist í gær um 0,6%. Lækkun í kauphöll ÞETTA HELST … HAGVÖXTUR í Þýskalandi, stærsta og ef til vill mikilvægasta hagkerfi Evrópu, á fyrstu þremur mánuðum ársins var sá mesti í meira en áratug. Verg landsframleiðsla óx um 1,5% frá síðasta fjórðungi ársins 2007, um 6% á ársgrundvelli, sem var langt umfram væntingar bjart- sýnustu manna og töluvert umfram þann 0,3% hagvöxt sem mældist á áðurnefndum lokafjórðungi 2007. Taka ber fram að þar sem hagvöxtur er vöxtur VLF á föstu verðlagi hefur aukin verðbólga á evrusvæðinu ekki skekkjandi áhrif að öðru leyti en því að einkaneysla hefur aukist vegna væntinga um vaxandi verðbólgu. Hagvöxturinn endurspeglar að sögn FT m.a. þá staðreynd að mikil aukning hefur orðið í nýbyggingu húsnæðis í Þýskalandi í vetur vegna mildara veðurs en oft er á veturna en einnig að útflutningur frá Þýska- landi er er öflugur. Vöxtur um- fram vonir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.