Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
Ú... RJÓMI! BÚÐU TIL
KÖKU HANDA
MÉR
SÁLFRÆÐI-
AÐSTOÐ
50 kr.
50 kr. 50 kr. 50 kr.
LÆRÐU AÐ SLAKA Á...
FIMMTÍU KRÓNUR, TAKK!
ÉG HEF VERIÐ
STRESSAÐUR
UNDANFARIÐ
ÞAÐ KEMUR MÉR
ALLT Í UPPNÁM... ÉG
RÆÐ EKKI VIÐ ÞAÐ
ÞETTA ER BARA
MISSKILNINGUR!
ÉG ER SAKLAUS!
ÉG
SKAL
ÚTSKÝRA!
FARÐU OG BIDDU
RÓSU AFSÖKUNAR
ÞAÐ AÐ LÆSA RÓSU
ÚTI VAR EKKI BARA
ILLKVITTNISLEGT, ÞAÐ VAR
LÍKA HÆTTULEGT! EF ÞÚ
HEFÐIR MEITT ÞIG EÐA
ÞAÐ HEFÐI KVIKNAÐ Í
HÚSINU ÞÁ HEFÐI HÚN
EKKI GETAÐ HJÁLPAÐ ÞÉR
ÉG LOFA ÞÉR AÐ
KALVIN VERÐUR MIKLU
ÞÆGARI NÆST
FYRIR-
GEFÐU,
RÓSA
EF ÞÚ
BORGAR
MÉR MEIRA
ÞÁ KEM ÉG
KANNSKI
NÆST
HVAÐ
ERT
ÞÚ AÐ
GERA,
HRÓLFUR?
ÉG ER AÐ FÁ
MÉR GLAS AF
KÖLDUM SAFA
HVAÐ?!? HVER SKRIFAÐI ÞETTA
FYRIR ÞIG?!?
SAFI
ÞAÐ ER
ÚTFARARSTOFA
AÐ BJÓÐA OKKUR
TIL SÍN AÐ
SKOÐA NÝJU
LÍKKISTURNAR
ÞEIRRA
ALLT ÞETTA? JÁ, ÞETTA ERU TÆKIN
SEM ÉG PANTAÐI TIL AÐ
BRUGGA JÓLAGJÖFINA
HVAÐ
KOSTAÐI
ÞETTA
MIKIÐ?
FIMMTÍU-
ÞÚSUND
ÉG HÉLT AÐ
VIÐ MUNDUM
SPARA PENING
MEÐ ÞVÍ AÐ
GERA ÞETTA
VIÐ EIGUM
EFTIR AÐ
GERA ÞAÐ
Á NÆSTA
ÁRI
ÉG VILDI AÐ DR.
OCTOPUS MUNDI
HENDA MÉR YFIR
HÆÐINA
NÚNA GET ÉG BREYTT
MÉR Í KÓNGULÓARMANN-
INN ÓSÉÐUR...
OG BJARGAÐ
M.J. EN HVAÐ EFKÓNGULÓARMAÐUR-
INN KEMUR MÉR
EKKI TIL BJARGAR?
ÞÁ VERÐUR
LEIKSTJÓRINN
AÐ FINNA SÉR
NÝJA AÐAL
LEIKKONU
dagbók|velvakandi
Hjól hvarf
SÁ leiðinlegi atburður kom fyrir að
hjólið mitt var tekið nánast fyrir
framan mig á Laufásvegi er ég
skrapp í mínútu frá því. Ég sá glitta í
polla sem fór með það. Hjólið er rautt
Mongoose með límmiðum Depeche
Mode, Judas Priest og Entombed.
Ég bið þann sem tók það að skila því
vinsamlegast aftur. Síminn minn er
699-7263.
Evran og öryrkjar
MÉR finnst persónulega að það eigi
ekki að taka upp evruna hér á landi.
Fjölmörg ríki eru að íhuga að taka
upp sinn gamla gjaldmiðil og nú síð-
ast birtust tölur um að Þjóðverjar eða
53% þeirra vilja hætta með evruna.
Ástæðan er alls staðar sú sama, vöru-
verð hækkar verulega með tilkomu
evrunar. Þeir sem helst vilja evru hér
eru þeir sem ætla sér að græða á
evruupptöku og hafa ekki hag al-
mennings í huga. Það eru veitinga-
húsaeigendur, hóteleigendur og
verslunareigendur sem hæst gala og
vilja fá evruna og ástæðan er einföld.
Þeir myndu stórgræða á henni.
Hverjir græddu mest á gjaldmið-
ilsbreytingunni í byrjun níunda ára-
tugarins? Jú, rétt til getið. Akkúrat
þessir hópar. Ég ætla að biðja alla um
að hætta að tala um að allir vilji þetta
og hitt. Það telst varla allir nema það
séu allir sem vilja hlutina. Að ör-
yrkjum. Þeir eiga að fá sömu krónu-
töluhækkanir og aðrir fengu. Jafnvel
þeir sem eru með 200-300 þúsund
krónur á mánuði samtals frá Trygg-
ingastofum og Lífeyrissjóði. 80 þús-
und launþega fengu 18 þúsund á
mánuði og upp í 350 þúsund með yf-
irvinnu og alls konar sporslum. Í
kjarasamningunum voru hagsmunir
þeirra lægst launuðu sagðir vera í
forgangi en langflestir með miklu
hærri laun fengu samt 18 þúsund í
hækkun, og þeir hópar sem eiga eftir
að semja munu væntanlega fá þrefalt
hærri kjarabætur en þeir sem fengu
18 þúsund í hækkun. Nú síðast
grunnskólakennarar og ég er mjög
ánægður með það. En af því að ég
sem lífeyrisþegi hafði samtals um 200
þúsund á mánuði þá fékk ég aðeins
1400 kr. í beinhörðum peningum.
Hugsið ykkur óréttlætið í þessu rík-
asta þjóðfélagi eins og forsætisráð-
herra ítrekaði enn eina ferðina um
daginn. Svo má nú minnka alla fjár-
málaumræðuna í fjölmiðlum. Frétta-
tímar eru daglega uppfullir af nei-
kvæðri fjármálaumræðu. Með þessu
áframhaldandi má segja: Margur
verður af aurum api.
Lífeyrisþegi.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÝMISLEGT var um að vera á Miklatúni og fólk á öllum aldri úti að leika
fram eftir kvöldi. Blak er vinsælt, en það þarf mannskap í leikinn, það virð-
ist þó ekki vanta neinn í þennan leik.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Blak í kvöldsólinni
Á MORGUN, laugardaginn 17. maí,
mun félagið Íslensk ættleiðing
standa fyrir málþingi sem fram fer í
Gerðubergi milli kl. 10 og 16. Mál-
þingið er haldið í tengslum við 30
ára afmæli félagsins.
Á málþinginu verða fjölbreytt er-
indi og fyrirlestrar sem eiga erindi
við kjörforeldra, væntanlega kjör-
foreldra og þá er láta sig ættleið-
ingar varða.
Kolbeinn Guðmundsson, læknir
og sérfræðingur í innkirtla-
sjúkdómum barna, mun fjalla um
snemmbæran kynþroska. Þórdís
Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
MSc, fjallar um nálgun og meðferð
ættleiddra barna, en sérsvið hennar
er barna- og fjölskyldugeðhjúkrun.
Að loknu hádegishléi mun Arndís
Þorsteinsdóttir barnasálfræðingur
flytja erindið „Að tala um ættleið-
ingu við barnið sitt“. Í erindi hennar
verður farið inn á mikilvægi þess að
halda umræðunni um ættleiðinguna
ávallt opinni, óháð aldri barnsins, og
hvaða áskorun felst í því fyrir kjör-
foreldra.
Gestur Pálsson barnalæknir
fjallar um „Heilsufar erlendra ætt-
leiðingarbarna“. Gestur hefur skoð-
að langflest þeirra barna sem komið
hafa til landsins frá því hann hóf
störf á Barnaspítalanum eða u.þ.b.
400-500 börn. Hann mun gera grein
fyrir þeim rannsóknum sem gerðar
eru á börnunum við komuna til
landsins og hvað þær hafa leitt í
ljós.
Nánari upplýsingar um málþingið
er finna á heimasíðu Íslenskrar ætt-
leiðingar, www.isadopt.is.
Skráning á málþingið er á isa-
dopt@isadopt.is eða í síma félags-
ins, 588-1480. Þátttökugjald er kr.
4.000 fyrir einstaklinga og 6.000 fyr-
ir hjón. Innifalið í gjaldinu er þing-
gögn, kaffi og léttur hádegisverður.
Afmælismálþing
Íslenskrar ættleiðingar
RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ um sam-
félags- og efnahagsmál (RSE) hefur
ákveðið að ráðast í gerð námsefnis í
hagfræði sem einkum geti nýst til
kennslu í framhaldsskólum en jafn-
framt gagnast almenningi. Þrjár
bestu hugmyndirnar verða verð-
launaðar sérstaklega.
Af þessu tilefni hefur verið
ákveðið að efna til hugmynda-
samkeppni, þar sem öllum gefst
kostur á að senda tillögur um
hvernig slíkt námsefni yrði best úr
garði gert. RSE hvetur sérstaklega
til þátttöku allra sem hafa reynslu í
kennslu viðskipta- og hag-
fræðigreina í framhaldsskólum.
Hugmyndum ber að skila í síð-
asta lagi föstudaginn 13. júní næst-
komandi með tölvupósti á birg-
ir@rse.is eða í pósti á skrifstofu
RSE, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vefsíðunni www.rse.is.
Hugmyndasamkeppni
um námsefni í hagfræði
FRÉTTIR