Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 4

Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 4
4 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 16. Þ ú ert andlit fyrir þeim, sem þú horfist í augu við, hlustar á, skil- ur, opnar hug þinn fyrir. Við erum andlit hvert fyrir öðru, þegar einn andsvarar öðr- um með lifandi viðbrögðum, þegar við rým- um til inni í okkur fyrir hugsun og tilfinn- ingum annars manns. Og þegar við skilum einhverju af sjálfum okkur inn til annarra, um það anddyri sálar eða hjarta, sem er hulið á bak við andlit hvers og eins. Hér er um að ræða grundvallaratriði í kristnum mannskilningi. Maðurinn er skapaður til samfélags. Hann er ekki maður fyrr en hann verður andlit, lifir sjálfan sig ekki aðeins í sjálfum sér, í eigin huga, heldur sem veruleik í öðr- um, í augum og barmi annars. Adam og Eva verða menn um leið og þau skynja tillit og ávarp Guðs og horfast jafn- framt í augu hvort við annað. Þá vaknar maðurinn til sjálfs sín, þegar hann mætir andliti Guðs síns og skapara, þegar hann sér veru sína endurspeglast í leyndardómi hans og finnur veru hans end- urvarpa leyndardómi sínum inn í leynda grunninn í sjálfum sér. Þetta er upphaf þitt, segir Biblían við manninn. Það er heilagt bros yfir vöggunni þinni, ekkert annað en birta. Þú byrjar í Paradís með Guði Og þar áttu heima, hvernig sem þú ert orðinn núna og heimurinn þinn. Gleymdu ekki, hvar þú átt heima. Snúðu þér þangað í átt, beindu andliti heim, snúðu huga, hjarta, vilja þangað. Þú ert andlit fyrir Guði. Og andlit hans mætir þér, ef þú snýrð þér að honum, leitar til móts við hann inni í því leyni í sjálfum þér, sem enginn kemst inn í nema þú og hann. Þetta segir Jesús Kristur í Fjallræðu sinni (Matt. 6,6). Hann sem er auglit Guðs í mennskri mynd og sýnir um leið andlitssvip þinn óskemmdan. Það er oft talað um augu, tillit, andlit Guðs í Biblíunni. Að vera hjá honum er að vera fyrir aug- um hans, finna að hann sér og heyrir og tal- ar. Þegar helgir höfundar komast þannig að orði eru þeir ekki að gefa í skyn, að Guð sé líkamlegur að gerð og útliti. En hann er raunverulegur. Þeir horfast í augu við hann. Og tillit hans segir: Ég vil sjá þig, ég sé þig í réttu ljósi, ég vil að þú sért minn. Hann er sá Drottinn, sem horfir á móti, þegar horft er til hans. Hann lætur ásjónu sína lýsa yfir mann, upplyftir augliti sínu yfir mann. Og þá kemur sú blessun frá honum, sem gefur öryggi, lífstraust, náð og frið. Ég er hér með orð í huga, sem þú kannast við, blessunarorðin (4. Mós. 6, 24-26), ein- hver elstu orð, sem varðveitt eru í bók, og oftar flutt í heiminum í dag en flest önnur. Þau helga kristnar athafnir, bænalíf ein- staklinga og safnaða hvarvetna. Þau orð er gott að hafa í huga og gera þau að bæn sinni fyrir sjálfum sér og öðrum. Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Sigurbjörn Einarsson Leit og svör Maðurinn er skapaður til sam- félags. Hann er ekki maður fyrr en hann verður andlit, lifir sjálfan sig ekki aðeins í sjálfum sér, í eigin huga, heldur sem veruleik í öðrum, í augum og barmi annars. »                                                                                                                                                                                                                                                                                            Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Neskaupstaður | Forstjóri og sér- fræðingar frá Matís heimsóttu Aust- urland á dögunum til að leggja grunn að sameiginlegum þróunarverkefnum í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu. Meðal stórra verkefna eru vöruþró- unarhótel á Höfn, próteinmælingar í Neskaupstað, forvitnilegar hugmynd- ir um manneldisafurðir úr fiskimjöli og laxarannsóknir. Matís er hlutafélag í ríkiseigu og samsteypa fyrrverandi Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins, Matvæla- rannsókna Keldnaholti og Rannsókn- arstofu Umhverfisstofnunar. Hjá Matís starfa um 100 manns um land allt að eflingu alþjóðlegrar sam- keppnishæfni íslenskrar matvæla- framleiðslu. Hlutverk Matís er einnig að stuðla að hollustu og öryggi mat- væla, stuðningur við vísindastarfsemi háskólastofnana o.fl. Matís kemur að tveimur stórum verkefnum sem falla undir Vaxtar- samning Austurlands; matvælaþróun gegnum verkefnið Beint frá býli og þróun afurða úr fiskimjöli. Vöruþróunarhótel á Höfn Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, segir nú í skoðun hvort fýsilegt sé að setja upp vöruþróunarhótel á Höfn í Hornafirði í tengslum við verk- efnið Beint frá býli, sem lýtur m.a. að matarferðamennsku. Talsvert sé um einstaklinga og smærri fyrirtæki í landinu sem vilji þróa matvæli fyrir markað en hafi enga burði til þess ein og sér. Á vöruþróunarhóteli gætu þau þróað og framleitt sína afurð með hjálp Matís og því losnað við að setja upp framleiðslueiningu meðan kann- að er hvort og hvernig vara seljist. Sjöfn segir Matís m.a. með nýútskrif- aðan hönnuð á sínum snærum, sem vinni að því að koma vörum í nýjan og áhugaverðan búning. Verkefnið beint frá býli gæti t.d. virkað fyrir hrein- dýraafurðir á Austurlandi, enda æ meir horft til hins staðbundna í mat- vælum. Nú sé t.a.m. í skoðun hvaða staðbundnar vörur gætu verið heppi- legar til þróunar og framleiðslu í sam- hengi við nýjan Vatnajökulsþjóðgarð. 70% uppsjávarafla Íslendinga eru unnin á Austfjörðum og er Matís að efla tækjabúnað og þjónustumæling- ar fyrir sjávarútveginn í landinu á starfsstöð sinni í Neskaupstað. Ný- lega var keypt nýtt tæki þangað til mælinga á próteinum. Heilbrigðiseft- irlit Austurlands hefur jafnframt nýtt þjónustu Matís í Neskaupstað við greiningu sýna og unnið er að því að efla greiningaraðstöðuna frekar. Dr. Hörður Kristinsson er einn sérfræðinga Matís. Hann segir mikil tækifæri liggja í uppsjávaraflanum, en mest af honum fer í fiskimjöl. Hann segir að kanna þurfi betri og arðbærari leiðir til nýtingar fiski- mjöls til manneldis. „Fiskimjölið verður alltaf mikil- vægt, en unnt er að taka hluta fram- leiðslunnar og beina í miklu dýrari af- urðir,“ segir Hörður. „Við skoðum nú lífvirkar afurðir úr sjávarfangi. Þá eru próteinin tekin úr mjölinu og ein- angruð og unnin áfram þannig að þau beri með sér ákveðna lífvirkni. M.a. geta þau lækkað blóðþrýsting og minnkað stress í líkamanum, jafnvel verið krabbameinsvarnandi og styrkt ónæmiskerfið. Þetta gæti nýst vel í fæðubótarframleiðslu og sem íblönd- unarefni fyrir ýmis matvæli.“ Hörður segir að sé borið saman fiskimjöl og fiskpróteinafurðir sem framleiddar eru í Bandaríkjunum og seldar í pilluformi, megi sjá þrjú- hundruð og sjötíufaldan verðmun á þessum vörum. Hann segir Íslend- inga geta unnið enn betri vöru en þá sem framleidd er erlendis, með af- burða hráefni og þeirri tækniþekk- ingu og mannskap sem er hjá Matís. Tvær íslenskar vinnslur geti nú fram- leitt fiskimjölsprótein, en enn þurfi nokkra rannsóknarvinnu til að unnt verði að taka heila loðnu og búa til úr henni mjög hreint prótein. „Við þurfum fyrirtækin til að starfa með okkur og viljum efla þau í þessari vinnu. Þegar eru í gangi nokkur verk- efni við að framleiða lífvirk prótein úr sjávarfangi og í raun aðeins spursmál um örfá ár til að fá fleiri í lið með okk- ur. Þetta er mjög áhugavert fyrir all- ar byggðir og fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu.“ Hörður bætir við að mælingar Mat- ís á lífvirkni megi einnig tengja við sértækar matvælaafurðir og mark- aðssetja þær sem hollustubætandi á einhvern sérstakan máta. Útgerðirnar í laxarannsóknir Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir segir Matís standa að mjög umfangs- miklum erfðarannsóknum á dýrum og örverum og séu þær notaðar til stofn- og tegundagreininga og til að þróa ný erfðamörk fyrir nýjar teg- undir. „Við erum m.a. tilbúin með erfðagreiningarsett fyrir þorsk, sem verið er að sækja um einkaleyfi á“ segir Anna Kristín. „Þá er nú til kynningar verkefni í samvinnu við Veiðimálastofnun, sem gengur út á að skoða íslenska laxastofna, skyldleika þeirra úr um 30 ám á Íslandi og síðan að rekja lax í sjó til uppruna, þ.e. að finna mismunandi stofna eftir mis- munandi ám í kringum landið. Okkur vantar hjálp útgerðarinnar til að safna laxasýnum í sjó og kynntum í Neskaupstað sýnatökusett, sem við viljum dreifa í skip og fá útgerðirnar til að safna sýnum fyrir okkur. Við vonumst eftir góðri hjálp þar.“ Ómældir möguleikar liggja í þróun íslenskra matvæla Unnt að auka verð- mæti íslensks fiski- mjöls þrjúhundruð og sjötíufalt Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Afurðaþróun Anna Kristín Daníelsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir og Hörður Kristinsson hjá Matís kynntu umfangsmikil verkefni á Austurlandi. CONDOLEEZZA Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ritar nafn sitt í gestabók móttökuhúss Reykjavíkurborgar í Höfða við skrifborð sem Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov notuðu á leið- togafundinum árið 1986. Rice er hér með Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur utanríkisráðherra og Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra Reykjavíkur, sem tók á móti Rice og rifjaði upp leiðtogafundinn. Ljósmynd/Gunnar Geir Rice við sögufrægt borð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.