Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 16
F A B R I K A N | L jó sm : L ár us K ar l I ng as on Glæsileg dagskrá! Dagskrá sjómannadags og afmælisdags Hafnarfjarðar hefst með formlegum hætti þegar fánar verða dregnir að húni árla morguns. Í framhaldi af því verður blómsveigur lagður að minnisvarða um horfna sjómenn og fram eftir degi er spennandi dagskrá við allra hæfi. 11:00 SJÓMANNAMESSA Í VÍÐISTAÐAKIRKJU 11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Í FRÍKIRKJUNNI Í HAFNARFIRÐI 11:00 FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA Í HAFNARFJARÐARKIRKJU Í tilefni sjómannadagsins verður þema guðsþjónustunnar „sjór og saga.“ Mikið verður gert úr söng og hljóðfæraleik og eftir guðsþjónustuna verður útihátíð og grill á kirkjuplaninu. Æskulýðsfélagið verður með leiktæki og trébátar verða á kirkjutjörninni, sem börn fá að sigla. 11:00 ÓLA RUN TÚN NEÐAN VIÐ LINDARHVAMM Verðlaunaafhending vegna hugmyndasamkeppni um Óla Run túnið, veitt eru verðlaun fyrir 1. til 3. sæti auk þess sem skemmtilegasta tillagan fær verðalaun. Hrúturinn Lúlli Geirs verður á svæðinu ásamt nokkrum kindum. Um að gera að taka með sér nesti og njóta útiverunnar á túninu. Hugmyndir sem tóku þátt eru til sýnis í Bókasafni Hafnarfjarðar til klukkan 17:00. 12:00-18:00 ÁSVALLALAUG Gestum og gangandi býðst að skoða húsið og þær framkvæmdir sem eru í gangi 13:00 HÁTÍÐARFUNDUR BÆJARSTJÓRNAR Í GÚTTÓ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kemur saman og heldur fund í þessu sögufræga húsi. 14:00 HÁTÍÐARSAMKOMA Í HAFNARBORG Útnefning bæjarlistamanns og hvatningarstyrkir veittir og Eyjólfur Eyjólfsson syngur. Samkoman er ætluð boðsgestum. HAFNARSVÆÐIÐ – VEGLEG FISKIVEISLA Hafnarsvæði iðar af lífi á Sjómannadaginn og margt og mikið að gerast frameftir degi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 11:30 Kænumót á vegum Siglingaklúbbsins Þyts. 12:00 Boðið til glæsilegrar fiskiveislu við höfnina við harmonikkuundirleik. 12:15 Elding heldur í fyrstu siglingu. 12:30 Sjóræningjar ganga um svæðið, skemmta börnunum og gefa blöðrur. 12:45 Fagriklettur heldur í fyrstu siglingu – sjóræningjasigling með öllu tilheyrandi. 13:00 Lúdó og Stefán leika fyrir dansi á bryggjuballi. Þessir landsþekktu listamenn taka öll sín vinsælustulög í gegnum tíðina í 90 mínútna dagskrá. 13:00 Félagar úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans á bryggju. 13:15 Elding heldur í aðra siglingu. 13:45 Fagriklettur – 2. sjóræningjasigling 13:30 Sýning björgunarsveitar – listflug – heimsókn frá þyrlu. Landhelgisgæslunnar. Gera má ráð fyrir 30-45 mínútna dagskrá. 14:00 Sjómenn heiðraðir og ávörp. 14:15 Elding – 3. sigling 14:40 Bryggjuballið heldur áfram þar sem Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. 14:45 Fagriklettur – 3. sjóræningjasigling 15:00 Fyrirtækjaáskorun á sjó. Spennandi fjölþraut í glænýjum búningi með Jónsa í Svörtum Fötum. AFMÆLISHÁTÍÐ Á HJÚKRUNAR- OG SJÚKRASTOFNUNUM 14:00 Hin árlega kaffisala og handverkssýning verður frá kl. 14-16 að Hrafnistu. 14:30 Caprí Tríó skemmtir á Hrafnistu. 15:10 Capri Tríó á Sólvangi og boðið upp á afmælistertu. 15:45 Caprí Tríó á St. Jósefs og boðið upp á afmælistertu. 15:00 ÚTIKAFFIBOÐ Afmælisgestum er boðið í kaffi og afmælistertu í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið á Strandgötunni. Í boði verður glæsileg 100m löng súkkulaðiterta merkt bæjarfélaginu. Með þessu verður boðið upp á Merrild kaffi og ískalda mjólk. Kökuboðið hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 16:00 eða svo lengi sem birgðir endast. Glæsileg skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á Thorsplani á meðan gestir gæða sér á góðgætinu: Nemendur frá Lækjarskóla sýna atriði úr Jesus Christ Superstar Hara systur taka lagið af sinni alkunnu snilld Jónsi tekur nokkur lög og syngur afmælissönginn Brúðuleikhús: Pétur og Úlfurinn Plötusnúður – DJ Daddi Diskó spilar til klukkan 17:00 16:30 HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Á ÁSVÖLLUM Stórglæsilegir hátíðartónleikar með Kammersveit Hafnarfjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk 700 manna afmæliskórs Hafnarfjarðar. Einsöngvarar eru Elín Ósk Óskarsdóttir, Ágúst Ólafsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Einleikari er Ármann Helgason. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Íþróttahúsið á Ásvöllum verður fært í hátíðarbúning í tilefni dagsins. Skutlur standa gestum til boða frá Firðinum frá klukkan 16:00 og flytja gesti að Ásvöllum. Tónleikunum verður útvarpað beint á Rás 1. Tónleikar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. AÐGANGUR ÓKEYPIS. SU N N U D A G U R 1 . J Ú N Í 2 00 8 Góða skemmtun!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.