Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978
www.damask.is
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
MÁNUDAG TIL LAUGARDAGS
Sumartilboð
20% afsláttur af öllum vörum
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Úrslit réðust aðfaranótt laug-
ardags í viðureign Boston Celtics
og Detroit Pistons í bandaríska
körfuboltanum. Boston hafði betur
og mætir nú Los Angeles Lakers í
úrslitaviðureign, sem hefst á
fimmtudag. Í hugum margra er
þetta draumaviðureign, sem kallar
fram minningar um fyrri tíð, ekki
síst viðureignir Larrys Birds og
Magics Johnsons.
Ekkert lið hefur verið jafn sig-
ursælt í bandaríska körfuboltanum
og Boston Celtics. Liðið hefur unn-
ið 16 meistaratitla, þar af átta í röð
á árunum 1959 til 1966 þegar það
var undir stjórn hins óviðjafn-
anlega þjálfara Reds Auerbachs,
sem lést í fyrra. Hins vegar er liðið
21 ár síðan liðið komst síðast í úr-
slit, þá gegn Los Angeles, og 22 ár
síðan það varð síðast meistari. Þá
var þríeykið Larry Bird, Kevin
McHale og Robert Parish upp á
sitt besta. Nú er nýtt þríeyki kom-
ið til skjalanna hjá Boston, Kevin
Garnett, Paul Pierce og Ray Allen.
Aldrei í sögu NBA hefur annar
eins viðsnúningur orðið hjá liði
milli ára og hjá Boston Celtics milli
síðasta keppnistímabils og þess
sem nú stendur yfir. Liðið sigraði í
66 leikjum og tapaði 14 á venjulega
leiktímabilinu í vetur, en í fyrra
vann liðið 24 leiki og tapaði 58.
Liðið var með besta vinningshlut-
fallið í allri deildinni núna, sem
tryggir því heimaleikjaréttinn, í
fyrra var það ömurlegt.
Garnett og Allen bætast við
Segja má að vendipunkturinn í
uppbyggingu liðsins hafi verið
óheppni í nýliðavalinu. Liðið komst
svo seint að þegar dregið var um
það hverjir skyldu velja fyrstir að
bestu bitarnir voru farnir. Ef það
átti að ná liðinu á strik þurfti því
að grípa til aðgerða. Tveir lyk-
ilmenn bættust í leikmannahópinn
og skiptu kaupin á Kevin Garnett
þar mestu. Garnett hafði um árabil
verið einn af bestu leikmönnum
deildarinnar og hvað eftir annað
verið valinn til að leika í hinum ár-
lega stjörnuleik, en lið hans,
Minnesota Timberwolves, hafði
litlum árangri náð. Garnett vildi
fara frá Timberwolves, samningur
hans hefði brátt runnið út og því
var tímabært fyrir liðið að grípa til
aðgerða ætlaði það að fá eitthvað
fyrir hann. Margir settu þó spurn-
ingarmerki við söluna á Garnett,
ekki síst vegna þess að Kevin
McHale, sem spilaði fyrir Boston í
13 ár, er við stjórnvölinn hjá
Minnesota og framkvæmdastjóri
Boston er Danny Ainge, liðsfélagi
hans frá gullaldarárum Celtics.
Celtics létu af hendi fimm leik-
menn fyrir Garnett.
Garnett er gríðarlega öflugur
leikmaður og var valinn varnar-
maður ársins þetta leiktímabil.
Hann er ekki einn af þeim leik-
mönnum, sem virðast svífa um
völlinn fyrirhafnarlaust. Á andliti
hans er nánast þjáningarsvipur
þegar hann er inni á leikvellinum.
Áður en leikurinn hefst gengur
hann að körfunni og stangar
svampklædda stoðina, sem ber
hana uppi, og á meðan á leik
stendur tautar hann stöðugt fyrir
munni sér.
Skömmu áður en Garnett var
keyptur höfðu Celtics náð sér í
Ray Allen frá Seattle Supersonics.
Allen er menningarvitinn í liðinu,
safnar listaverkum og leikur af
mikilli yfirvegun. Allen er ein
besta skytta deildarinnar og því
ekki amaleg viðbót. Fyrir var í lið-
inu Paul Pierce, sem hafði verið
burðarás liðsins í þrautagöngu
þess undanfarin misseri. Pierce er
gríðarlega öflugur í sókninni. Það
var kannski ekki að furða að strax
var farið að líkja þeim við Bird,
McHale og Parish, þótt sú samlík-
ing sé ótímabær, í það minnsta
þangað til í ljós kemur hvort þeir
geta unnið titil.
Þrífast þrjár stjörnur
saman í liði?
Sú spurning vaknaði hvort hægt
yrði að hemja egó þriggja leik-
manna, sem voru vanir að bera leik
liða sinna. Sérstaklega óttuðust
menn að Pierce, sem hafði þraukað
eyðimerkurgöngu liðsins, yrði út-
undan. Doc Rivers, þjálfari Celtics,
hefur hins vegar sagt að hann hafi
áttað sig á því á fyrstu æfingunni,
sem þeir léku saman, að það yrði
ekki vandamál. Þar skiptir örugg-
lega máli að allir þrír vilja þeir
vinna titil og eru reiðubúnir að
deila sviðsljósinu til að ná því
markmiði.
Vélin hikstar
Yfirburðir Celtics á venjulega
leiktímabilinu voru augljósir og
voru flestir þeirrar hyggju að
fyrstu umferðirnar í úrslitakeppn-
inni yrðu auðveldar. Það var öðru
nær. Til þess að komast áfram
þurfa lið að vinna fjóra leiki og
getur því hver viðureign orðið sjö
leikir. Í fyrstu umferðinni lentu
Celtics á móti Atlanta Hawks, sem
átti að verða auðveld bráð. Það
var öðru nær. Boston þurfti sjö
leiki til að afgreiða Atlanta og
sigraði reyndar í sjöunda leiknum
með miklum yfirburðum.
Næsta hindrun var Cleveland
Cavaliers með ofurmennið LeBron
James innan borðs. Aftur þurfti
sjö leiki. Allt í einu virtist Boston,
sem hafði verið sterkasta lið deild-
arinnar á útivelli, fyrirmunað að
vinna útileik. Bjarghringur liðsins
var heimarétturinn.
Í úrslitum austurdeildar mætti
Boston Detroit Pistons. Detroit
hefur verið fastagestur í úrslitum
austurdeildarinnar undanfarin ár
og er skipað mjög hæfileikaríkum
leikmönnum. Fyrstu tveir leikirnir
voru leiknir í Boston. Celtics unnu
þann fyrri, en töpuðu þeim síðari.
Þeir höfðu sýnt veikleika á útivelli
og nú voru þeir ekki lengur ósigr-
andi á heimavelli. Liðið sýndi hins
vegar hvað í því bjó, vann næsta
leik í Detroit, tapaði reyndar
fjórða leiknum, en sigraði svo í
Boston þannig að staðan var 3-2.
Þegar liðin mættust í fyrrinótt var
Detroit því komið í þá stöðu að
verða slegið út ef það tapaði. Leik-
urinn var æsispennandi og Boston
leiddi lengst af, en í þriðja leik-
hluta tókst Detroit að ná forust-
unni og byggja upp tíu stiga for-
skot. Fjórði leikhlutinn var
sennilega sá besti, sem Boston
hefur leikið á leiktímabilinu. Liðið
skoraði 29 stig, en fékk aðeins á
sig 13, og sló út hið leikreynda lið
Detroit á heimavelli þess.
Í fyrsta skipti í úrslitakeppninni
þurfti liðið ekki á oddaleik að
halda til að komast áfram og nú er
að sjá hvernig það spjarar sig á
móti Los Angeles, sem komst í úr-
slitin með mun minni fyrirhöfn.
Körfuboltaaðdáendur geta spennt
beltin. Það er æsileg reið fram-
undan.
Þríeykið bindur enda á langa
þrautagöngu Boston Celtics
Boston Celtics og Los Angeles Lakers mætast í úrslitum
NBA Viðureign sem lengi hefur verið beðið eftir
Reuters
Á sigurbraut Kevin Garnett, leikmaður Boston Celtics, kreppir hnefana í
seinni hálfleik sigurleiksins í fyrri nótt. Boston sló út Detroit Pistons og
mætir nú Los Angeles Lakers í úrslitum NBA.
Í HNOTSKURN
»Boston Celtics hafa orðiðmeistarar 16 sinnum og 11
sinnum mætt Los Angeles í úr-
slitum.
»Red Auerbach vann níu titlaá meðan hann þjálfaði Boston
Celtics.
»Bill Russel lék þrettán leik-tímabil með Boston og vann
11 titla. Hann var fyrsti svarti
þjálfarinn í deildinni og vann tvo
titla þar sem hann bæði lék og
þjálfaði liðið.
KÖRFUBOLTI»