Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 28
kvikmyndir 28 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Vinir Pollacks furðuðu sig áþví hvað þessi margreyndileikstjóri og leikari varjafnan tvístígandi þegar kom að frumsýningum. Pollack hafði sannað sig með tugum úrvalsmynda, það leyndist engum að þar fór eng- inn aukvisi heldur gagnrýninn og þróttmikill listamaður sem hafði óblandna ánægju af því að taka áhættu og flakka á milli ólíkustu við- fangsefna kvikmyndagreina. Litrík- ur ferillinn einkenndist e.t.v. af einkar vönduðum afþreying- armyndum, en inn á milli komu verk með alvarlegri undirtóni, líkt og minnisstæðar þjóðfélagsádeilur, mannlífskröm kreppuáranna, svip- miklir vestrar, hápólitískir samsær- istryllar og ekki má gleyma því að fyrsta mynd Pollacks fjallaði um dauðans alvöru: Hálmstráið sem stundum er eina haldreipi fólks sem komið er út á hengiflugið. Á stjórn- málasviðinu lék enginn vafi á hvern- ig Pollack hagaði seglunum því hann var alla tíð frjálslyndur fram í fing- urgóma og ófeiminn við að setja fram skoðanir sínar í einkalífinu sem í verkum sínum. Pollack tók list sína alvarlega og uppskar eftir því, að loknum vinnu- degi blasir við langur listi sígildra verka. Hann naut ómældrar virð- ingar meðal starfsbræðra sem al- mennings og er tvímælalaust einn víðsýnasti leikstjóri sinnar samtíðar. Pollack vann til fjölmargra verð- launa og vegtyllna víða um heim, var m.a. tilnefndur til Óskarsverð- launanna í nokkur skipti og vann þau sem leikstjóri Out of Africa. Byrjaði á leiklistinni Pollack fæddist í smábæ í Indiana- ríki árið 1934 og var fátt í spilunum sem benti til þess að hann ætti eftir að verða stórt nafn í kvikmynda- heiminum. Hann var elstur í sysk- inahópnum, faðir hans var lyfjafræð- ingur en móðir hans átti við geðræn vandamál að stríða og féll frá, södd lífdaga, þegar drengurinn var aðeins 16 ára. Að skyldunámi loknu tók Pol- lack beinu stefnuna á New York, hann velktist aldrei í vafa um að hann ætlaði sér að sigra heiminn sem leikari. Hann stundaði leiklist- arnám í fimm ár, á tímabili undir handleiðslu leiklistarkennarans San- fords Meisners, sem að ári liðnu réð piltinn sem aðstoðarkennara sinn við skólann. Kennarahæfileikar Pollacks voru ótvíræðir, hann þótti bráðþroska, nærgætinn og taka starf sitt alvar- lega. Meðal nemenda hans eru stór nöfn eins og Robert Duvall, Rip Torn og Brenda Vaccaro. Eftir sex ár við skólann fékk Pollack tækifæri sem leiklistarráðgjafi hjá John Franken- heimer, sem þá stjórnaði Playhouse 90, gæðaleiksýningum í beinum sjón- varpsútsendingum, sem síðar vöktu heimsathyli og þykja eitt erfiðasta form sem þekkst hefur í leiklist- arsögunni. Hápunktur þess var 6. áratugurinn og leið ekki á löngu uns Pollack var orðinn hægri hönd Fran- kenheimers, sem þá var að sigla inn í toppinn á ferlinum. Um svipað leyti hafði Pollack gert sér grein fyrir því að sérstakt útlit kæmi ekki til með að skila honum öðru en karakter- hlutverkum í framtíðinni. Franken- heimer fékk Pollack sama starf við gerð myndarinnar The Young Sava- ges (’61), með Burt Lancaster. Það er því engin tilviljun að Pollack þótti frábær leikstjóri leikara, og fengu hvorki fleiri né færri en 15 Ósk- arsverðlaunin eða -tilnefningar undir handleiðslu hans (þ.á m. Jane Fonda, Dustin Hoffman, Holly Hunter, Jes- sica Lange, Paul Newman, Meryl Streep og Barbra Streisand). Leikstjórnin tekur yfirhöndina Það var Lancaster sem hjálpaði Pollack að fá sitt fyrsta viðfangsefni sem leikstjóri, það var að vísu ekki merkilegt, þáttur í vestraröðinni Shotgun Slade, en mjór er mikils vís- ir. Pollack „fann sig“ á bak við töku- vélarnar og stóð sig – öllum á óvart – með slíkum ágætum að nú varð ekki til baka snúið. Næstu fimm árin var hann upptekinn við að stjórna hlið- stæðu sjónvarpsefni með eftirtekt- arverðum árangri og hlaut að laun- um þrjár Emmy-verðlaunatilnefningar og að lokum þessa eftirsóttustu vegtyllu í sjónvarpsheiminum fyrir þáttinn Bob Hope Presents The Chrysler Theatre (’66). Þegar hér var komið sögu var hvíta tjaldið farið að fylgjast grannt með unga manninum, en þangað lá leið flestra þeirra kvikmyndagerð- armanna sem einhver akkur var í. Pollack hafði margsýnt ótvíræða leikstjórnarhæfileika á skjánum og þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar honum bauðst að stjórna dramanu The Slender Thread, með Sidney Poitier og Anne Bancroft. Frumraunin heppnaðist eft- irminnilega vel og ári síðar hafði Pol- lack lokið við This Property is Con- demned (’67), suðurríkjadrama byggt á leikriti eftir Tennessee Willi- ams og aðlagað kvikmyndaforminu af engum öðrum en Francis Ford Coppola. Myndin var sú fyrsta af sjö samvinnuverkefnum Roberts Red- fords og leikstjórans, en í raun var það Kate Reid sem stal senunni í mynd sem er eftirminnilegust fyrir leikinn og niðurnítt andrúmsloft. Þegar í upphafi komu í ljós veiga- mestu leikstjórnarhæfileikar Pol- lacks: Afbragðs sögumennska og óaðfinnanlegt taumhald á leikurum, þessir þættir áttu eftir að einkenna verk hans allt þar til yfir lauk. Næst í röðinni var The Scalphun- ters (’68), grínaktugur vestri með Lancaster, og Castle Keep (’69), íburðarmikil sálfræðistúdía úr síðari heimsstyrjöld, sú mynd fór framhjá flestum. Í kjölfarið kom fyrsta klass- íkin, They Shoot Horses, Don’t They?, myndin hlaut sjö óskarstiln- efningar, þ.á m. eina til leikstjórans, sem nú var snarlega kominn í hóp þeirra eftirsóttustu í Hollywood. Pol- lack lét ekki deigan síga heldur Reuters Margverðlaunaður Sydney Pollack vann til fjölda verðlauna og vegtyllna víða um heim. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í nokkur skipti og vann þau sem leikstjóri Out of Africa. Gæðaleikstjórinn, fram- leiðandinn og leikarinn Sydney Pollack lést síð- astliðinn mánudag, aðeins 73 ára að aldri Sögumað- ur hverfur af sviðinu Fráfall Sydneys Pollacks er ótímabært en kemur ekki á óvart. Leikstjórinn hafði barist við illvígt krabbamein í tæpt ár þegar það lagði hann að velli. Sæbjörn Valdimarsson rifjar upp feril far- sæls kvikmyndagerðarmanns og einstaks sögu- manns sem skilaði af sér fjölda verka sem eiga eftir að halda nafni hans hátt á loft. THEY SHOOT HORSES, DON’T THEY? Byggð á skáldsögu Horace McCoys um hörm- ungatíma kreppunnar miklu. Aðalpersón- urnar eru ungt og ástfangið en lánlítið par (Michael Sarazzin og Jane Fonda), sem reynir að verða sér úti um skotsilfur með því að sigra í ómennskri maraþondanskeppni. Pol- lack hlaut sína fyrstu óskarsverðlaunatilnefn- ingu fyrir leikstjórnina, hann höndlar óham- ingju persónanna og niðurníðslu tímanna svo trúverðuglega að maður getur þreifað á um- komuleysinu. Fonda er ljóslifandi fórnarlamb ógæfunnar og hlaut fyrir sína fyrstu ósk- arstilnefningu. Aukaleikararnir Susannah York, Red Buttons og óskarsverðlaunahafinn Gig Young setja öll mark sitt á eina bestu kreppumynd allra tíma. bbbbm THREE DAYS OF THE CONDOR (1975) Firnasterkur samsæristryllir, hrollkalt og læviblandað andrúmsloftið fær áhorfendur til að svitna í lófunum. Aðalpersónan (Redford) er starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) sem kemst að því fullkeyptu að hann veit meira en honum er hollt og leggur á flótta. Frábærir leikarar (Cliff Robertson, Fa- ye Dunaway, Max Von Sydow) samankomnir undir styrkri stjórn Pollacks, sem gerir eina af sínum bestu myndum. Spennandi, „nojuð“ og lævís afþreying í hæsta gæðaflokki. bbbbm TOOTSIE (1982) Atvinnulausum leikara (Dustin Hoffman) gengur ekkert að fá vinnu fyrr en hann klæð- ir sig upp eins og kona, fær hlutverk í sápu- óperu og slær í gegn. Tekur um leið kven- hlutverk sitt al- varlega. Frá- bærlega fyndinn farsi með einkar góðum leikurum en enginn fer á slíkum kostum sem Hoffman í sínu tvöfalda gervi; lítur nógu glæsilega út til að Charles Durning verður bálskotinn í hon- um. Pollack nær öllu því besta út úr kóm- ískum kringumstæðunum og kemur fram í þessari sígildu gamanmynd sem umboðs- maður Hoffmans. Með Jessicu Lang. bbbbm JEREMIAH JOHNSON (1972) Tvímælalaust einn tilkomumesti vestri allra tíma, sannkallað augnakonfekt. Tekinn í ægi- fögrum Klettafjöllunum, jafnt í hrikalegu vetrarríki sem litríkri sumarfegurð. Redford hefur sjaldan eða aldrei verið jafn aðsóps- mikill og fjallamaðurinn og einfarinn John- son og Will Geer er ekki síður eftirminnileg- ur sem annar harðskeyttur og mannfælinn veiðimaður. Byggð á besta handriti Johns Miliusar. Tekur afstöðu með frumbyggjunum og náttúruverndarsinnum (sem komust ekki í tísku fyrr en löngu seinna). Köld, grimm og tilfinningaþrungin í senn. bbbbm THE SLENDER THREAD(1965) Poitier fer með hlutverk manns sem vinnur hjá neyðarlínunni og berst við að halda konu á lífi sem er í alvarlegum sjálfsmorðshugs- unum (Anne Bancroft). Eftir að maður henn- ar kemst að því að hann er ekki faðir sonar þeirra gleypir konan stóran skammt af svefn- lyfjum sem er banvænn ef enginn getur kom- ið henni til hjálpar. Frumraun Pollacks er hlaðin þvílíkri sálrænni spennu að áhorfand- inn lifir sig fullkomlega inn í geigvænlegan myrkraheiminn.bbbb ABSENCE OF MALICE (1982) Newman leikur son nafntogaðs mafíósa og er grunaður um morð á verkalýðsleiðtoga af herskárri blaðakonu (Fields) sem kann illa fótum sínum forráð. Vel leikin, að Fields und- anskilinni, fagmannlega gerð og skrifuð mynd um hættulega tvöfeldni stjórnvalda og árásir fjölmiðla á friðhelgi saklausra manna öðru fremur. Newman var tilnefndur til Ósk- ars. bbbb THE WAY WE WERE Ljúfsár og rómantísk Redford-mynd sem spannar eina þrjá áratugi. Streisand leikur róttæka menntakonu af gyðingaættum og fjallar myndin um ástir hennar og fjallmynd- arlegs rithöfundar af hvítum mótmælenda- ættum. Hvað sem öðru líður, svo sem vafa- samri pólitík og söguskoðun frá tímum nornaveiðanna um miðja síðustu öld, eru að- alleikararnir stórfenglegir og ljá nostalgískri myndinni dýpt og þokka. Góð, gamaldags ástarsaga um ástir ólíkra einstaklinga er sig- ur fyrir Pollack, Redford og Streisand. bbbb THE FIRM Cruise leikur nýútskrifaðan lögfræðing með láði. Tekur tilboði sem hann getur ekki hafn- að en Adam er ekki í Paradís, frekar í brennisteinsfnyk. Spennandi og þétt af- þreying og ekki laus við ádeilubrodd. Kvik- mynduð eftir metsölubók Grishams af Pol- lack með úrvalsmannskap, þótt kúnstugt sé að horfa upp á hlaupin á Brimley gamla, komnum að fótum fram. bbbb OUT OF AFRICA (1985) Ein vinsælasta og þekktasta mynd leikstjór- ans er byggð á minningum dönsku skáldkon- unnar Karen Blixen (Meryl Streep) frá ár- unum hennar sem kaffiekrueigandi í Kenýa. Einkum stopulum fundum hennar við breska aristókratann og veiðimanninn Denys Finch Hatton (Redford), sem var stóra ástin í lífi hennar. Fókusinn er með mattri og rósrauðri áferð og Brandauer læðupokast um sviðið í hlutverki eiginmanns Blixen. Hvað sem má segja um verkið, þá færði það leikstjóra sín- um Óskarinn. bbbm Sígild verk frá Sydney
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.