Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 29
fylgdi sigrinum eftir með eðalvestr-
anum Jeremiah Johnson (’72).
Blómaskeið margbreytilegra
mynda
Jeremiah Johnson naut mikilla vin-
sælda og Pollack gat valið úr aragrúa
verkefna og hitti beint í mark með
The Way We Were (1973), ljúfsárri
mynd með Redford og Streisand og
naut hvað mestra vinsælda mynda
Pollacks. Hann kúventi um stíl og
stefnu í The Yakuza (’75), hrottafeng-
inni glæpamynd, þar sem Robert
Mitchum fer með hlutverk fyrrver-
andi hermanns sem reynir að bjarga
dóttur vinar síns úr höndum jap-
önsku mafíunnar. Leikstjórinn finnur
sig greinilega ekki í þeim harða heimi
sem hann reynir að skapa.
Pollack gerði þeim mun betur með
næstu mynd, Three Days of the Con-
dor (’75), pólitískum ofsóknartrylli
sem margir telja hans besta verk.
Hún fékk afburðadóma og -aðsókn.
Sama var ekki upp á teningnum hvað
snerti Bobby Deerfield (’76), né The
Electric Horseman (’79), þar sem
Willie Nelson stelur senunni af Jane
Fonda og Redford, sem leikur mið-
aldra kúreka í neonljósum Las Ve-
gas.
Þá var röðin komin að einu frjó-
samasta tímabilinu á ferlinum. Það
hefst með Absence of Malice (’81),
lævi blandaðri ástarsögu með Sally
Field og Paul Newman. Tootsie var
frumsýnd 1982, meistaraleg gam-
anmynd sem er í hópi þess besta sem
leikstjórinn gerði á lífsleiðinni. Hlaut
metaðsókn um allan heim og var til-
nefnd til 10 Óskarsverðlauna. Þá var
röðin komin að verðlaunamyndinni
Out of Africa (’85), sem er frægasta
verk leikstjórans og færði honum
hinn langþráða Óskar fyrir leikstjórn
og var myndin tilnefnd til alls 11
Óskarsverðlauna og vann í sjö grein-
um.
Í kjölfar sigra koma ósjaldan
lægðir á ferli kvikmyndaleikstjóra
sem annarra listamanna, Pollack er
engin undantekning. Havana (’90)
var slæmur skellur með Redford enn
eina ferðina í aðalhlutverkinu, að
þessu sinni í sporum Bogarts í Casa-
blanca, og er léttvægur fundinn. Tón-
listin var góð, annað er gleymt. Um
þessar mundir var lögfræðingurinn
John Grisham að slá heldur betur í
gegn sem spennusagnahöfundur með
ofur-metsölubókum á borð við The
Firm, sem Pollack filmaði árið 1993,
með Tom Cruise, og almennt ágæt-
um árangri. Myndin hlaut mikla að-
sókn, enda efnis- og leikaravalið
ákveðið með uppreisn ærunnar í
huga og The Firm skilaði metfé af
Pollack-myndum.
Afkastamikill
framleiðandi og leikari
Árið 1985 stofnaði Pollack kvik-
myndaframleiðslufyrirtækið Mirage
Enterprises, sem gengið hefur jafnt
og þétt við góðan orðstír. Þegar á
fyrstu árum þess stóð það fyrir vin-
sælum og vönduðum myndum á borð
við Bright Lights, Big City (’88), The
Fabulous Baker Boys (’89), Pres-
umed Innocent (’90), Searching for
Bobby Fischer (’93) og Sense and
Sensibility (’95), sem hlaut ósk-
arsveðlaunatilnefningu sem besta
mynd ársins. Mirage framleiddi Sa-
brina (’95), vonda endurgerð myndar
Billys Wilders, þar sem Harrison
Ford og enn frekar Julie nokkur
Ormond og Greg Kinnear áttu að
fara í fötin þeirra Audrey Hepburn
og Williams Holdens. Útkoman var
arfaslök og gerði Pollack aðeins tvær
leiknar myndir til viðbótar, Random
Hearts (’03) og lauk leikstjórnarferl-
inum með The Interpreter (’05), stíl-
hreinni spennumynd og gat borið
höfuðið hátt.
Með árunum gaf Pollack sig æ
meira að leiklistinni og var jafnan
eftirsóttur skapgerðarleikari. Hann
vakti óskipta athygli í sinni eigin To-
otsie, og lék í tæplega 20 myndum til
viðbótar síðustu 15 árin. M.a. í The
Player (’93) eftir Robert Altman;
Husband and Wifes, undir leikstjórn
Woodys Allens, og Eyes Wide Shut
(’99), sem hann gerði fyrir vin sinn
Stanley Kubrick. Hann hélt áfram að
framleiða með góðum árangri, stóð
m.a. að hluta að myndum á borð við
Iris (’01), Heaven (’02), The Quiet
American (’02) og The Talented Mr.
Ripley. Einn síðasti ávöxtur giftu-
samlegrar samvinnu Pollacks og hins
nýlátna leikstjóra Anthonys Ming-
hellas var verðlaunamyndin Cold
Mountain (’03).
Pollack var vinnuhestur og lét
sjúkdóminn hafa sem minnst áhrif á
líf sitt og störf, við getum t.d. séð
hann í myndinni Made of Honor (’08),
sem gengur um þessar mundir í
kvikmyndahúsum borgarinnar. Fyr-
ir skömmu átti hann firna kraftmikla
innkomu í Michael Clayton (’07), sem
hann framleiddi ásamt vini sínum,
George Clooney, og hlaut fyrir vikið
sína síðustu óskarsverðlaunatilnefn-
ingu. Sjúkdómurinn bar Pollack of-
urliði hinn 26. maí sl.
saebjorn@heimsnet.is
Leikarinn Sidney Pollack lék sitt síðasta hlutverk á móti Patrick Dempsey
í kvikmyndinni Made of Honor, sem gerð var árið 2008.
Leikstjórinn Sydney Pollack leikstýrði mörgum frægustu kvikmyndaleik-
urum samtímans, t.d. Harrison Ford í Random Hearts árið 1999.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 29
TÓNLISTARVIÐBURÐUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
L
C
4
23
18
0
5/
08
Víkingur Heiðar vann frækinn sigur í einleikarakeppni
Juilliard-tónlistarskólans í New York fyrr á þessu ári og hefur
vakið mikla aðdáun í tónlistarheiminum á síðustu misserum.
Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Brahms, Chopin og
Ólaf Axelsson. Tónleikarnir eru til minningar um Birgi Einarsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Miðaverð: 2.000 kr. / 1.500 kr.
Forsala í Landsbankanum Fjarðabyggð
og Egilsstöðum.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson heldur tónleika
í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð, þriðjudagskvöldið 3. júní.
e r s t y r k t a r a ð i l i K i r k j u - o g m e n n i n g a r m i ð s t ö ð v a r i n n a r
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Súpersól til
Búlgaríu
9. júní
frá kr. 39.995
Kr. 39.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól
tilboð, 9. júní. Aukavika kr. 15.000.
Kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í hótelherbergi /
íbúð í viku. Súpersól tilboð, 9. júní.
Aukavika kr. 15.000.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt
til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Aðeins örfá sæti í boði!
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.
Terra Nova býður nú síðustu sætin í júní á ótrúlegum kjörum. Gríptu
tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður
þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmögu-
leika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4
dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.