Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 31
Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum:
1. Austurkór 107 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Heimilaður hámarksgrunnflötur
húss er 400 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.609.317. Lóðargjöld eru annarsvegar yfirtökugjöld
og hinsvegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef
byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
2. Þorrasalir 21 - Einbýlishús á tveimur hæðum.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er
300 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.490.316. Lóðargjöld eru annarsvegar yfirtökugjöld og
hinsvegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef
byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
3. Ástún 6 - Fjölbýlishús.
Um er að ræða 12 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum auk bílageymslukjallara. Gert er ráð
fyrir 28 bílastæðum á lóðinni, þar af 16 í bílageymslu. Upplýsingar um heildarbyggingarmagn
er að finna á deiliskipulagsuppdrætti. Lóðargjöld eru kr. 102.881.800. Lóðargjöld eru
annarsvegar yfirtökugjöld og hinsvegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld
og miðast við 1400 m². Ef byggt er umfram 1400 m² greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
Ofangreindar lóðir eru byggingarhæfar. Nánar verður kveðið á um afhendingu í úthlutunarbréfi.
Lóðargjöld eru bundin byggingarvísitölu og breytast með henni.
Úthlutunargögn ásamt umsóknareyðublöðum og úthlutunarreglum, fást afhent frá
miðvikudeginum 4. júní hjá þjónustuborði Kópavogs, Fannborg 2, 1. hæð, alla virka daga
frá kl. 8-16. Úthlutunargögn fást afhent fyrir kr. 1.000 en einnig er hægt að nálgast gögnin
á vefsíðu Kópavogs www.kopavogur.is.
Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 16 þriðjudaginn 18. júní nk. Vakin er athygli á reglum
Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðarhúsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök
athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarétt þarf að fylgja staðfesting banka eða
lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir umsækjendur einbýlishúsalóða kr. 35 milljónir. Fyrirtækjum ber
að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2007. Yfirlýsing frá banka og lánastofnunar um greiðsluhæfi
og lánamöguleika umsækjenda skal vera án fyrirvara. Æskilegt er að umsækjendur leggi inn
skattframtal.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
Kópavogsbær
Úthlutun á byggingarétti
Einn af þeim Íslendingum semfengið hafa bráðakr-ansæðastíflu er Rúnar Guð-
bjartsson fyrrum flugstjóri og sál-
fræðingur.
„Ég datt fyrirvaralaust niður fyr-
ir 18 árum og rankaði svo strax við
mér. Þetta var um helgi og ég
hringdi í lækni en hann sagði mér
að taka það rólega. Ég kom til hans
eftir helgina. Þá kom í ljós við
hjartaþræðingu að 90% stífla var í
einni aðalkransæðinni,“ segir Rún-
ar.
Þetta breytti miklu í lífi hans.
„Þetta kippti manni heldur betur
niður á jörðina og fyrir mér var
þetta spurning um hvort ég gæti
haldið áfram að starfa sem
flugmaður, – en fyrst og fremst var
maður dauðhræddur um að enda-
lokin væru næsta leiti,“ heldur
hann áfram.
„Flugstjórar þurfa að ná góðum
bata til að mega halda áfram að
fljúga eftir svona áfall. Ég náði
þeim bata með hjáveituaðgerð hér
heima á Íslandi. Hún tókst mjög
vel. Ég var um þetta leyti að byrja
að læra sálfræði við Háskóla Ís-
lands. Mér var kippt úr starfi í tvö
ár. Nokkru eftir aðgerðina fór ég á
Reykjalund og fékk þar gott „yf-
irhal“. Ég tók þetta allt saman
mjög alvarlega og fór að huga að
vandaðra mataræði m.a. Konan
mína var mjög hjálpleg að þessu
leyti, við breyttum saman mataræð-
inu og fórum að borða meira af
ferskri matvöru, svo sem fiski, kjöti
og grænmeti. En við urðum þó ekki
öfgafull um of. Svo fór ég að hreyfa
mig meira og það held ég að sé
mikið atriði. Nú, 18 árum síðar,
syndi ég annað hvort 1000 metra,
geng eða hjóla í klukkutíma dag-
lega.“
– Ertu þá ekki í góðu formi?
„Jú, ég er mjög lánsamur, hef náð
ótrúlega góðum bata og hef getað
lifað eðlilegu lífi eftir þau tvö ár sem
það tók mig að endurhæfa mig.
Eftir endurhæfinguna flaug ég í
tvö ár.
Sumir höfðu áhyggjur af mér og
farþegunum vegna fyrri veikinda
minna. En þá sagði ég eftirfarandi
dæmisögu:
„Ef þér stæði boða að fara með
tveimur ekki nýjum bílum niður
Kamba, öðrum venjulegum sem
skoðaður væri árlega – en hinum,
sem farið hefði í viðgerð og gagn-
gert yfirhal á bremsukerfi og svo
skoðaður á fjögra mánaða fresti, –
með hvorum myndir þú vilja fara?
Eftir þessa dæmisögu sá fólk
hlutina í öðru ljósi.
En hitt er annað að eftir tveggja
ára starf sem flugmaður hætti ég að
fljúga en hélt áfram námi í sálfræði.
Ég fór í strangt sálfræðinám við HÍ
og svo í framhaldsnám í Danmörku
í sama fagi. Að því loknu hef ég
starfað sem sálfræðingur hér á
landi, en er nú farinn að minnka við
mig.“
– Hefur þú starfað að málefnum
hjartasjúklinga?
„Ég er í Hjartaheillum og mæti
þar stundum á fundi en ég ætla
sannarlega að vera með í söfnunar-
átakinu til að kaupa nýtt og full-
komið hjartaþræðingartæki á Land-
spítalann.“
Bráðveiktist –
en batnaði alveg
Í HNOTSKURN
»Rúnar Guðbjartsson er fædd-ur í Reykjavík 1934. Hann
var flugmaður og flugstjóri hjá
Flugfélagi Íslands og Flugleiðum
í 38 ár.
»Hann lauk BA-prófi í sál-fræði frá Háskóla Íslands
1997 og cand. psych.-námi frá
Háskólanum í Árósum árið 2001
og var í níu mánuði í starfsnámi
við Meðferðarstofnun Alberts
Ellis, sálfræðings á Manhattan.
»Rúnar fékk bráðakr-ansæðastíflu fyrir 18 árum
en fékk góðan bata við hjáveitu-
aðgerð og endurhæfingu í 2 ár.
»Hann er hættur að vinna enhreyfir sig mikið og vandar
mataræði sitt.
Hraustur Rúnar Guðbjartsson hefur
náð ótrúlega góðum bata.
gudrung@mbl.is
Landspítalinn á tvö hjarta-þræðingartæki eins og er,þau einu á landinu. Að sögn
Guðmundar Þorgeirssonar hjarta-
sérfræðings og sviðsstjóra lyf-
lækningasviðs I á Landspítala er
annað þessara tækja mjög komið
til ára sinna.
„Það er þó enn nothæft en ekki
alveg á það að treysta, það gæti
bilað alvarlega hvenær sem er,“
segir Guðmundur.
„Við viljum ekki kasta því held-
ur eiga það til vara þegar það
þriðja kemur, sem verið er að
safna fyrir nú.“
– En hvernig er nýja tækið sem
á að kaupa fyrir söfnunarféð?
„Það verður sérhæft til hjarta-
þræðinga og kransæðamyndatöku.
Þess má geta að annað af þeim
tveimur tækjum sem til eru nú er
heilmikið notað til raflífeðl-
isfræðilegra rannsókna og með-
ferðar. Mikið er nú beitt brennslu-
aðferðum til að meðhöndla
hjartsláttaróreglu, það felst m.a. í
að brenna aukabrautir í hjarta.“
– Er nýja tækið ætlað til slíkra
nota líka?
„Það verður hægt að nota það
en tækið verður ekki valið sér-
staklega með það í huga.“
– Er mikil þörf á hinu nýja
tæki?
„Já gríðarlega mikil. Í fyrsta
lagi eru tækin tvö sem nú eru í
notkun nánast fullnýtt, í öðru lagi
er annað þeirra komið á tíma, sem
fyrr sagði og ekki hægt að treysta
á það. Í þriðja lagi þarf að auka
umsvifin vegna biðlista og vaxandi
þarfa fyrir þessa þjónustu.“
– Eru biðlistar langir núna?
„Þeir eru að styttast, nú bíða
um 150 til 160 sjúklingar, fyrir
nokkru voru þeir 250. En betur
má ef duga skal. Nýja tækið er
hluti af þeirri hernaðaráætlun.“
– Eru breytingar á hjartalækn-
ingum í nánd?
„Já. Það er vissulega margt að
gerst, ekki síst á sviði lyfja-
meðferðar og í dýpri skilningi á
eðli og meingerð hjartasjúkdóma.
En það er ekki fyrirsjáanleg stór-
kostleg breyting á þeim aðgerðum
sem nú er boðið upp á í náinni
framtíð. En við sjóndeildarhring-
inn má þó sjá mjög spennandi nýj-
ungar, til dæmis er farið að skipta
um hjartalokur án skurðaðgerðar
og síðan er heilmikil þróun í
brennsluaðgerðum sem laga gátta-
tif og gáttaflökt.“
– Er hægt að hjálpa mörgum
með svona brennsluaðferðum?
„Þessu er ekki beitt ef auðveld-
lega tekst að halda takttruflun í
skefjum með lyfjum. Hins vegar er
árangur að batna af þessum
brennsluaðferðum og það má vel
vera að þær ryðji sér enn frekar
til rúms innan ekki langs tíma.“
– Hvað getur þú sagt um árang-
ur þess starfs sem nú fer fram í
hjartalækningum á Landspít-
alanum?
„Hann er mjög góður og sér-
staklega höfum við upplýsingar
um góðan árangur af bráðakr-
ansæðavíkkun sem hafa gerbreytt
horfum sjúklinga sem fá krans-
æðastíflu. Þessi bráðakransæða-
víkkun minnkar afleiðingar af
stíflunni, drep í hjartavöðva verð-
ur miklu minna en ella.“
– Gerið þið ykkur góðar vonir
um að fá nýja tækið í haust?
„Já, við gerum okkur miklar
vonir um það. Styrktarsjóður Jón-
ínu Gísladóttur hefur þegar lagt
stórfé til þessara kaupa og Hjarta-
heill gengur nú fram fyrir skjöldu
til að klára dæmið. Við gerum
okkur vonir um að almenningur
bregðist vel við þegar leitað verð-
ur stuðnings fólks svo hægt verði
að kaupa þetta tæki, sem svo
mörgum getur hjálpað.“
Morgunblaðið/Eggert
Hjartasérfræðingur Guðmundur Þorgeirsson segir nýja tækið hluta af
þeirri hernaðaráætlun að stytta biðlista svo um munar.
Nýtt tæki bætir
þjónustu við
hjartasjúklinga
Morgunblaðið/Eggert
Tækjabúnaður Á skjá er fylgst með hjartslætti, blóðþrýstingi og fleiri þátt-
um í ástandi sjúklings.