Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 32
ferðalög 32 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ann situr og talar í sím- ann þegar mig ber að garði. Ég hinkra í dyragætt- inni á 2. hæð í Gimli, nýju húsi viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands, og verður starsýnt á skútu með þöndum seglum í glugganum á móti mér. Eft- ir að samtalinu lýkur býður Ingjaldur Hannibalsson prófessor mér inn á skrifstofu sína og við tökum tal sam- an um feril hans og ferðalög, sem raunar eru einstaklega mörg, en hann hefur komið til 150 landa. „Sumir kalla mig Fargjald, ég vann sem ungur maður hjá far- gjaldadeild Loftleiða,“ segir Ingjald- ur kíminn þegar ég spyr hann hvort hann hafi nokkuð fengið viðurnefnið víðförli í kunningjahópnum. En hvers vegna skyldi hann hafa þennan óvenjulega mikla ferða- áhuga? „Það er kannski ekki auðvelt að finna einhverja eina ástæðu en ég man þó eftir því að frá því að ég var barn hafði ég alltaf mjög gaman af að skoða landakort,“ svarar Ingjaldur. En úr því áhugi hans beindist svona snemma að landafræði því skyldi hann þá ekki hafa lært það fag? Var dúx í menntaskóla „Ég hafði áhuga á ýmsu öðru,“ segir hann og brosir. Það er ekki nema von að Ingjaldur hafi átt margra kosta völ hvað nám snertir því hann var dúx í MR þegar hann útskrifaðist. Hann telur þó ekki að hvatning móður hans hafi hjálpað honum að ná þessum frábæra ár- angri. „Ég hafði brennandi námsáhuga strax sem barn og gekk þessa venju- legu skólaleið Vesturbæinga, var í Melaskóla, Hagaskóla og svo MR. Þeim síðastnefnda þótt mér skemmtilegast að vera í. Þar fékk ég ágætis menntun hjá góðum kenn- urum og kynntist auk þess mörgu góðu fólki í hópi samnemenda minna,“ segir Ingjaldur. Hann gegnir nú stöðu prófessors í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, en þar hóf hann sitt háskólanám í verkfræði- og raun- vísindadeild. „Það endaði með því að ég útskrif- aðist með BS-próf í eðlisfræði og stærðfræði og fór þá sem fyrr sagði til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, til Ohio, þaðan sem ég lauk meist- araprófi og síðan doktorsnámi í iðn- aðarverkfræði og skrifaði mína dokt- orsritgerð um skipulagningu á loðnulöndun við Ísland.“ Eftir þetta fór Ingjaldur heim til Íslands. „Mitt aðalstarf eftir heimkomuna var hjá Félagi íslenskra iðnrekenda en jafnframt fór ég að kenna sem stundakennari við Háskóla Íslands, fyrst í verkfræði- og raunvísindadeild og ári síðar var ég beðinn að koma að kennslu í viðskipta- og hagfræðideild, það var haustið 1979. Ég hef verið hér viðloðandi síðan,“ segir hann. Hjá Félagi íslenskra iðnrekenda starfaði Ingjaldur í fimm ár. „Síðan var ég forstjóri Iðn- tæknistofnunar í þrjú og hálft ár, því næst var ég forstjóri Álafoss í eitt og hálft ár og svo framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs Íslands. Í því starfi var ég til ársins 1993, þá fór ég í fullt starf hér hjá Háskóla Íslands, ég hefði átt erfitt með að hætta að kenna,“ segir Ingjaldur og bætir við að fátt fari eins í taugarnar á honum og þegar fólk spyrji hvort hann kenni af því að hann fái svo mikið frí á sumrin – en þetta varð blaðamanni einmitt á. „Háskólakennarar fá bara venju- legt sumarfrí, á þeim hvílir rannsókn- arskylda og fjölmörg önnur störf á sumrin, hér er fullt að gera frameftir sumri, þá hægist aðeins um stuttan tíma,“ segir hann nokkuð fastmæltur. New York er uppáhaldsborgin Í hluta af hinum umfangsmiklu ferðalögum fór Ingjaldur í við- skiptaerindum og einnig hefur hann ferðast talsvert í tengslum við starf sitt við Háskóla Íslands. „Merkilegustu staðirnir sem ég hef komið á eru pýramídarnir fyrir utan Kaíró, Kínamúrinn, Taj Mahal í Ind- landi og Inkaborgin Machu Picchu í Perú,“ segir Ingjaldur. Það að kynnast því hvað fólk gat gert fyrir árþúsundum er meðal þess sem gerir þessa staði svo merkilega að mati hans. „Hvernig fólk fór að því að flytja þunga steina á milli á þessum tíma er ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem það gerðu hafi unnið tæknileg afrek,“ segir hann. „Einnig hef ég gaman af að skoða fossa, fegurð þeirra og afl. Þrír fossar standa upp úr; Niagara-fossarnir á landamærum Bandaríkjanna og Kan- ada, Iguazu-fossarnir á landamærum Brasilíu, Argentínu og Paragvæ og að lokum Viktoríufossarnir á landa- mærum Sambíu og Simbabve,“ bætir hann við. Af íslensku fossunum nefnir hann Gullfoss – vegna sögulegrar þýðingar og fegurðar. En skyldi hann ekki hafa áhuga á mannlífinu á hinum erlendu stöðum? „Jú, uppáhaldsborgin mín er New York – vegna mannlífsins og listalífs- ins þar og alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Almennt hef ég meiri áhuga á borgum heldur en lands- byggðinni.“ Talið berst að tækniupp- finningum sem til að sjá hafa valdið ýmsum af þeim vandræðum sem mannkynið stríðir nú við, svo sem út- blæstrinum mikla frá flugvélum og öðrum vélum. „Ég er sannfærður um að tækniþróunin hefur orðið til góðs en það er þó mikilvægt að verða ekki þræll tækninnar,“ segir Ingjaldur. En skyldum við geta reiknað okkur út úr þeim vandræðum sem við erum komin í, m.a. af völdum tækninnar? „Stærðfræðin er grundvöllur að þró- un tæknigreina, mín skoðun er að þetta hafi almennt orðið til góðs. Ég held að framhaldið geti orðið ágætt ef leiðtogar þjóðanna komast að sann- gjarnri niðurstöðu og ríku þjóðirnar taka tillit til þeirra fátæku. Þá held ég að við getum átt ágæta framtíð á þessari plánetu,“ svarar Ingjaldur. Þarf að þróa nýjar orkulindir Blaðamaðaur gýtur augunum á seglskútuna í gluggakistunni og spyr hvort mannkynið sé hugsanlega á leið aftur til seglskipa? „Við þurfum að þróa nýjar orkulindir og eftir því sem verð olíu hækkar þá verður fjárhags- legt bolmagn til þess. Við Íslendingar erum sérstaklega heppin þar sem við búum að margvíslegum orkulindum sem við getum nýtt án þess að hafa slæm áhrif á umhverfi, þar á ég við jarðvarma og vatnsafl. Einnig eigum við vindorku sem við gætum nýtt okkur. Ég trúi því að nýir orkugjafar komi í stað þeirra sem ganga til þurrðar.“ Ingjaldur getur þess að þekking hans sé ekki næg til að meta hvað komið geti í stað flugvéla en við- urkennir að hann muni líklega velta þessu fyrir sér í næstu flugferð í ljósi umræðunnar um þessi efni. „Líklega verður lögð áhersla á að auka ferðalög á landi, nýta lestir bet- ur – þær geta gengið fyrir rafmagni – og nota almenningssamgöngur í auknum mæli. Hætta að fljúga styttri leiðir en taka lestir eða áætlunarbíla. Það er verið að þróa nýja orkugjafa fyrir skip, t.d. hefur verið talað um mögulega vetnisvæðingu íslenska fiskiskipaflotans. Líka er verið að vinna að rannsóknum á metanóli og fleiru,“ segir Ingjaldur. Hvar er hamingjan mest? Ferðalögin eru í brennidepli um- ræðu okkar. Skyldi hann hafa séð meiri hamingju í iðnvæddum sam- félögum en þeim frumstæðu? „Ég held að hamingja fólks ráðist ekki af því í hvaða landi það býr. Mín upp- lifun í öllum þessum ferðum hefur verið jákvæð og það er ekki oft sem ég hef orðið var við annað en vin- gjarnlegt viðmót þeirra sem ég hef haft samskipti við,“ segir Ingjaldur. En skyldi það kannski segja meira um hann sjálfan en fólkið sem hann hefur hitt á ferðum sínum? „Ég held að fólk sé í grundvallaratriðum eins hvar sem er í heiminum, hvort sem það er ríkt eða fáækt. Oft er maður að leita að upplýsingum á framandi slóðum en sjaldan hefur ég orðið fyrir neinu slæmu.“ Hefur hann þá aldrei verið barinn eða rændur á ferðum sínum? „Jú, ég hef verið rændur. Það gerðist t.d. í Rio de Janeiró. Ég var óttalega vitlaus þá. Þetta var í ljósa- skiptum, ég gekk meðfram strönd- inni og þaðan á ská yfir bílastæði. Það kom unglingur hlaupandi og bendir á skóinn minn. Ég sá að það var komin hvít klessa á skóinn minn. En það vildi svo vel til að unglingurinn var með skóbursta og hann spurði mig hvort hann ætti að bursta klessuna af skónum. Fullur þakklætis játti ég því. Svo tók ég veskið upp úr vasanum til að láta hann fá pening en þá sló hann veskið úr höndum mér. Þegar ég leit upp sá ég að hópur unglinga var bú- inn að umkringja mig. En í sama bili komu nokkrir menn hlaupandi og æpandi. Þeir björguðu mér og ég hélt veskinu. Síðan hef ég látið það eiga sig þótt eitthvað klessist á skóna mína.“ Íslenskur þorramatur verstur Hvað um mat á hinum framandi slóðum? „Ég reyni að borða matinn í því landi sem ég er í hverju sinni til að kynnast matarhefðinni þar. Ég verð að viðurkenna að ég hef hvergi fengið mat sem mér finnst eins vondur og ís- lenskur þorramatur,“ segir Ingjald- ur. „Maturinn í Afríkuríkjunum er Skemmtilegast í Ve Morgunblaðið/Golli Ferðagarpur Ingjaldur Hannibalsson, í baksýn kort alsett rauðum doppum, það eru allt staðir sem Ingjaldur hefur heimsótt á ferðum sínum. Upplifun hans í öllum þessum ferðum hefur verið jákvæð. Fargjaldur er nafn sem kunningjar Ingjalds Hannibalssonar pró- fessors hafa gefið hon- um í gríni. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ingjald sem hefur komið til 150 landa og hyggur á enn frekari ferðalög. »Kínverjar segja: „Engin þjóð er lítil, allar þjóðir eru stórar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.