Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 33
betri,“ bætir hann við og hlær.
„Þar er borðað talsvert af þurrk-
uðu kjöti. Ég ákvað að kaupa bita af
slíku kjöti og bað fólk á hótelinu þar
sem ég bjó að sjóða það fyrir mig í tvo
tíma og koma með það. En þá var það
enn ekki ætt og það endaði með því að
sjóða varð kjötið í nærri sex tíma til
að það væri orðið sæmilega meyrt.
Í Ástralíu smakkaði ég lirfur og
orma, það var ekki svo ógeðslegt,
sætt á bragðið. Á flestum stöðum er
hægt að fá fisk sem bragðast vel.“ En
hvað með rúmin í hinum ýmsu gisti-
stöðum? „Þau eru sannarlega mis-
munandi. Ódýrasta hótelið sem ég hef
búið á kostaði 50 sent. Það var inni í
miðju landi í Búrma. Ég kom með bíl
að stað þar sem járnbrautarlest átti
að fara morguninn eftir. Mér var ekið
að hóteli og fékk þar herbergi sem
var um 2,5 x 1,5 metrar að stærð. Þar
var rúm með neti, ábreiða og flugna-
net. Þvottaaðstaða var í kofa við hlið-
ina og skaftpottur sem maður notaði
til að hella yfir sig vatni í stað sturtu.
En síðan þetta var hefur munurinn
á milli staða orðið minni og minni,
þróunin í ferðaþjónustu hefur orsak-
að það.“
Torg hins himneska friðar
Skyldi Ingjaldur ferðast einn eða
með ferðafélögum? „Ég hef farið í
viðskiptaferðir og með marga hópa
námsmanna út um allan heim og svo
stundum farið einn. Sl. þrjú ár höfum
við skipulagt ferð fyrir MBA-
nemendur sem útskrifast það árið og
farið til Kína.
Hópurinn sem útskrifast 2009 er að
velta fyrir sér hvort leiðin liggi til
Kína, Indlands eða til Kaliforníu.
Staðirnir eru margir sem gaman er
að koma á en það er tvímælalaust
mjög spennandi að fylgjast með því
sem er að gerast í Kína. Ég sé þar
breytingu ár frá ári. Ég kom fyrst til
Kína 1986, þá fór Steingrímur Her-
mannsson í opinbera heimsókn til
Kína og með honum fór íslensk við-
skiptasendinefnd og ferðaðist með
honum um Kína. Við byrjuðum í
Shenzhen sem þá var 50 þúsund
manna þorp í Suður-Kína en er núna
tíu milljón manna borg. Einnig fórum
við til Kanton og svo til Peking, þar
sem tekið var á móti okkur með
ógleymanlegum hætti. Íslenski fáninn
hékk við hún á annarri hverri flagg-
stöng allt í kringum Torg hins him-
neska friðar. Það var tekið á móti
okkur á tröppum þjóðarhallarinnar á
vesturhlið torgsins. Við frá Íslandi
fengum samskonar móttökur og for-
seti Bandaríkjanna hafði fengið er
hann heimsótti Kína nokkru áður.
Kínverjar segja: „Engin þjóð er lítil,
allar þjóðir eru stórar.“ Það er spenn-
andi að sjá þróun viðskiptalífs og há-
skóla í Kína. Í menningarbyltingunni
voru háskólar óstarfhæfir í nokkur ár,
kennarar voru reknir út á lands-
byggðina til að sinna störfum í land-
búnaði meðan sveitir ungs fólks tóku
skólana yfir. Það eru um 35 ár síðan
ástandið í skólamálum fór að batna
aftur og nú eru sumir háskólar Kín-
verja í hópi bestu háskóla heims.“
Eitt af því sem Ingjaldur skoðar á
ferðum sínum eru háskólar.
„Árið 2004 fékk ég rannsókn-
armisseri allt árið og dvaldi það ár við
níu mismunandi háskóla í jafn-
mörgum löndum. Dvöl mín í hverjum
skóla var allt frá því að vera vika upp
í fjóra mánuði. Lengst var ég við
Stanfordháskóla í Kaliforníu en síðan
fór ég til Afríku, Egyptalands og
Kenía. Svo fór ég til Ástralíu, Japans,
Kína, Taílands og Danmerkur.“
Lestir og skip þægilegri en flug
Eru aldrei flughræddur? „Ég hef
orðið hræddur nokkrum sinnum við
flugtak og lendingu á Akureyr-
arflugvelli. Þar hef ég ítrekað lent í
að flugvél missi hæð töluvert mikið,
það er það versta sem ég hef lent í af
því tagi.“ En hvað um sjóferðir? „Sú
síðasta var um jólin 2006, þá sigldi ég
frá suðurodda Argentínu til Suð-
urskautslandsins. Ég hef líka farið í
siglingu í Karabíska hafinu og frá
Alaska til Vancouver. Þegar ég var
við nám í Bandaríkjunum fór ég
þrisvar með skipum Eimskipafélags-
ins á milli.“ Getur verið að það sé
betra fyrir sálina að sigla og fara
hægar? „Já, það er að mínu mati
miklu þægilegra að ferðast með lest
eða skipi en með flugvél,“ svarar
Ingjaldur.
„Ég hefði mjög gjarnan viljað vera
upp á mitt besta þegar flugferðir
tóku langan tíma. Þegar það tók viku
að fara frá Evrópu til Ástralíu. Um
1950 þurfti að gista fjórum til fimm
sinnum á leiðinni frá Bretlandi til
Ástralíu. Það hefði mér þótt gaman.“
Ingjaldur kveður það kosta mikla
skipulagningu að komast milli staða
svo vandræðalaust sé.
„Ég hef ekki lent í neinum vand-
ræðum vegna skipulagningar, stund-
um að vísu orðið fyrir seinkun en allt-
af komist klakklaust á áfangastað.“
Á sína barnatrú
Aldrei segist hann aðspurður vera
kvíðinn fyrir ferðalög – en skyldi
hann þá vera trúaður? „Á Íslend-
ingavísu, á mína barnatrú og bið mín-
ar bænir á hverju kvöldi,“ segir hann
alvarlegur.
Hann kveðst hafa skoðað kirkjur
víða og reynt að setja sig aðeins inn í
helstu trúarbrögð heimsins.
„Ég hef gaman af að heimsækja
kirkjur og aðrar trúarlegar bygg-
ingar. Mér finnst trúarbrögð yfirleitt
mjög aðgengileg. Erfiðast hefur mér
þótt að skilja íslam. Þó verð ég að
segja að í fáum löndum hef ég orðið
var við eins mikil vingjarnlegheit og í
mörgum löndum þar sem íslam er að-
altrúarbrögðin.
Fyrir mörgum árum fór ég til Írans
og ferðaðist nokkuð um landið. Ég
hafði lesið um að íbúum þar væri frek-
ar illa við vestrænar þjóðir, en upplif-
unin var allt önnur. Ég hafði aldrei á
ævinni mætt annarri eins kurteisi.
Þegar ég var á gangi kom fólk til mín
og spurði hvort það gæti hjálpað mér.
Það bauð mér að setjast niður hjá sér
og gaf mér að borða og drekka te. Það
má ganga lengi um Hljómskálagarð-
inn þar til einhver býður manni upp á
tesopa.“
Óð vatnið í hné
Greinilega hafa ferðalög Ingjalds
skilað honum afskaplega mörgu.
„Þetta er heildarupplifun,“ segir
hann.
Í ljós kemur að hann hefur einnig
mikinn áhuga á listum.
„Ef ég get fer ég á tónleika, í leik-
hús, óperu eða skoða söfn,“ segir
hann.
En skyldi hann kynna sér vel þá
staði sem hann heimsækir hverju
sinni.
„Já, ég er búinn að lesa mér til og
ákveða nokkurn veginn hvað ég ætla
að gera á hverjum degi ferðalagsins,“
svarar hann. Greinilega er hann ekki
maður uppákomunnar.
„Nei, ég er yfirleitt vel undirbúinn
og reyni að fá eins mikið út úr hverri
ferð og ég get.“ Hann er þó á því að
aðlögunarhæfni sé þýðingarmikill
eiginleiki ferðamannsins. Óþægileg-
asta upplifun hans á ferðalagi gerðist
í Bangladess.
„Ég var að koma þangað með flug
vél frá Nepal að kvöldi. Það var myrk-
ur og ég tók leigubíl og var ekið á hót-
el. Þegar ég kom inn í bæinn sá ég að
bíllinn ók í gegnum vatn sem seytlaði
inn í hann. Fyrir utan hótelið var allt
á floti og það kom dyravörður og tók
mig á bakið og bar mig inn í hótelið.
Ég fór að sofa en þegar ég vaknaði
daginn eftir sá ég að allt var umflotið
vatni. Það var flóð en ég fór út til að fá
mér göngutúr. Ég óð upp í hné og sá
veikt fólk liggjandi í vatninu. Ég
komst að þeirri niðurstöðu að best
væri að koma sér sem fyrst á næsta
áfangastað, mér var hreinlega ofboð-
ið.“
Aldrei kveðst Ingjaldur hafa komið
á svæði þar sem ríkti hungursneyð
eða alvarlega sóttir. En skyldi hann
ekki hafa langað að starfa á þróun-
arsvæðum? „Ég hef oft hugsað um að
það gæti verið spennandi. Hugs-
anlega geri ég það að veruleika. En
eins og ég hef áður sagt er fólkið svip-
að alls staðar, í eðli mannsins er að
mínu viti að taka þeim vel sem hann
þekkir ekki, fólk byrjar ekki á að vera
neikvætt, hvorki afgreiðslufólk né
starfsfólk veitingastaða. Það er mín
niðurstaða. En reyndar eru Íslend-
ingar fremur tortryggnir í garð út-
lendinga.“
Hvaða tungumál hefur reynst best
á ferðalögunum? „Ég nota ensku
langmest, oft er hægt að finna ein-
hvern sem talar ensku. En ég hef
stundum orðið að bjarga mér með
teikningum. Þetta hefur þó skánað
mjög mikið. Í opinberu heimsókninni
með Steingrími Hermannssyni til
Kína hittum við fólk á Torgi hins
himneska friðar sem var grátandi af
því að það skildi það enginn og það
var farið að óttast að það yrði á þessu
torgi þar til yfir lyki, fyndi aldrei hót-
elið sitt. En þetta bjargaðist nú allt
saman. Á þessum tíma var erfitt að
finna Kínverja sem talaði ensku.“ En
hvað teiknar Ingjaldur helst í ferðum
sínum? „Þetta eru ekki flóknar teikn-
ingar, ég teikna kannski fugl á veit-
ingahúsi ef mig langar í kjúkling en
ég veit ekki hvort ég myndi þora að
borða fisk á veitingahúsi þar sem ég
yrði að teikna hann upp,“ segir hann
og brosir.
Hann kveðst alltaf ferðast „létt“.
„Ég reyni að fara með fatnað sem
ég get raðað saman með mismunandi
hætti. Ég fer alltaf með almenni-
legan jakka, þokkalegar buxur, bindi
og skyrtu – ef ég skyldi fara í óperu
eða á fínan veitingastað. Svo er ég
með ilskó, stuttbuxur og annað það
sem hentar á hverjum stað. Annars
er vöruframboð orðið slíkt í heim-
inum að maður getur keypt sér það
sem á skortir.“
Um sjö ferðir á ári í 45 ár
Ingjaldur kveðst hafa nýtt sér
reynslu sína mikið í háskólakennsl-
unni.
„Ég hef í mörg ár kennt utanrík-
isverslun og alþjóðaviðskipti, í
grunn-, meistara- og MBA-námi í
viðskipta- og hagfræðideild. Þá er
rætt um menningu, trúarbrögð og
viðskiptahefðir. Ég hef haft persónu-
lega reynslu af flestum þeim löndum
sem eru til umræðu á þessum nám-
skeiðum og það kemur sér vel í
kennslunni.“ Ingjaldur er ógiftur og
barnlaus.
„Það skiptir máli að vera óbundinn
auðvitað, en þess má geta að ferðalög
mín spanna áratugi, 45 ára tímabil,“
segir hann. Ekki kveðst hann hafa
talið flugferðir sínar eða aðrar ferðir.
„Ég gæti tekið þetta saman þótt
ég hafi ekki haldið dagbækur, líklega
eru þetta 300 til 400 ferðir eða svona
sjö ferðir á ári. Ég hef tekið mikið af
myndum og það hafa margir rætt
það við mig að ég skrifaði ferðabæk-
ur og vonandi geri ég það einhvern
tímann. Ég er frekar minnisgóður,
það kemur sér vel, en kannski er
skynsamlegt að taka til við þetta
verkefni áður en minnið fer að
svíkja,“ segir hann og hlær.
Safnar fílum
En hvar skyldi honum nú finnast
skemmtilegast að vera að öllu sam-
anlögðu? „Mér finnst skemmtilegast
að vera í Vesturbæ Reykjavíkur,“
svarar hann að bragði.
„Ég þekki gangstéttarhellurnar á
þessu svæði og hef langmestan hluta
ævinnar búið vestan læksins.
Lengra austur en ég bý núna get
ég ekki farið, en ég bý í Lækjargötu.
Og það er frábært. Ég get notað al-
menningssamgöngur. Ég á ekki bíl,
henti honum fyrir fjórum árum, þá
var hann 18 ára og hefði ekki þolað
að standa í næstum ár ónotaður. Í
miðbænum er Þjóðleikhúsið, Ís-
lenska óperan og Tónlistarhúsið er
að rísa. Svo er stutt þaðan upp í há-
skóla.“ Að lokum spyr ég Ingjald
hvaðan skúta sú með hinum þöndu
seglum sé ættuð? „Hún er frá Mada-
gaskar og er einn af þeim fjölmörgu
minjagripum sem ég hef keypt. Helst
hef ég þó keypt hluti sem ég get not-
að. – Auk þess kaupi ég fíla. Ég safna
fílum, ég kann vel við þá, þeir eru
traustir og þolinmóðir, það eru eig-
inleikar sem ég met mikils – líka í fari
fólks.“
gudrung@mbl.is
sturbænum
Peking F.v. Magnús Gunnarsson, Benedikt Hálf-
danarson og Ingjaldur Hannibalsson í Beijing í
MBA ferð í mars 2008.
Morgunblaðið/Golli
Seglskip Skútan frá Madagaskar er einn af
minjagripum Ingjalds. Hann kaupir þó helst
minjagripi sem hann getur notað.
Á norðurslóðum Að skoða ísjaka í ferð með Ant-
arctic Dream í desember 2006. Ingjaldur hefur
ferðast til 150 landa.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 33
„Ég hafði snemma áhuga á að
kynnast því sem var að gerast á
fjarlægum slóðum. Ég ferðaðist
ekki mjög mikið í æsku, ég fór í
fyrsta skipti til útlanda þegar ég
var 13 ára gamall, með Heklu til
Færeyja, Bergen, Kaup-
mannahafnar og svo með Gull-
fossi heim gegnum Leith og Ed-
inborg. Þessa ferð fór ég með
móður minni, Hólmfríði Ingjalds-
dóttur kennara,“ segir Ingjaldur
Hannibalsson.
„Eftir þetta fór ég í örfáar
ferðir þar til ég var um tvítugt og
fór að starfa í farskrárdeild Loft-
leiða, það er mikill frumskógur,
fargjaldafrumskógurinn. En þá
fékk ég tækifæri til að fljúga með
þeirra vélum og fór meðal annars
til Lúxemborgar og Parísar. Eft-
ir stúdentspróf 1971 frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og BS-próf
frá HÍ fór ég í nám til Bandaríkj-
anna og fékk þá strax fyrsta sum-
arið tækifæri til að fara til
Mexíkó, sem mér fannst mjög
skemmtilegt, einkum að kynnast
þarna nýrri menningu. Eftir það
varð það markmið mitt að skoða
sem mest Bandaríkin meðan ég
væri þar við nám, heimsækja sem
flest ríki.
Ferðabakterían ásækin
Það var svo ekki fyrr en nokkr-
um árum eftir að ég lauk námi
þar að ég fór í fyrsta ferðalagið
til framandi slóða, sem var ferð
um Suður-Ameríku. Þá má segja
að ég hafi verið búinn að fá bakt-
eríuna, sem hefur svo ásótt mig
síðan,“ segir Ingjaldur og brosir.
Það er ekki á honum að sjá að
hann sé svona mikill ferðagarp-
ur, óaðfinnanlega klæddur í
jakkaföt með bindi, hæglátur,
brosmildur og kurteis í fram-
göngu
Hann ólst upp sem einkabarn
móður sinnar í vesturbæ Reykja-
víkur en faðir hans er Hannibal
Valdimarsson, fyrrverandi al-
þingismaður og ráðherra, vest-
firskur að ætterni.
„Afi minn og nafni í móðurætt
var verkamaður og ættaður úr
Kjósinni. Móðir mín var elst sex
systkina svo ættbogi hennar var
stór,“ segir Ingjaldur.
Hann getur þess að móðir hans
hafi á sínum yngri árum haft
tækifæri til að ferðast til Norður-
landanna.
„Svo man ég eftir því sem smá-
krakki að mamma hafði áhuga á
því að móðir hennar fengi tæki-
færi til að fara einu sinni til út-
landa. Ég var fimm ára þegar
þær fóru í þessa ferð með Gull-
fossi. Eftir að móðir mín varð
eldri ferðaðist hún þó nokkuð til
ýmissa landa,“ segir hann.
Ljóst er þó af korti sem hangir
á vegg í skrifstofu Ingjalds að
hann er móðurbetrungur – held-
ur betur hvað ferðalög snertir.
Kortið er nánast alþakið rauðum
doppum, en hver þeirra segir til
um að þar hafi Ingjaldur komið á
ferðum sínum.
Blaðamaður tekur eftir að að-
eins eru þrjár doppur rauðar á Ís-
landi.
„Það eru ekki fleiri staðir
merktir á Íslandi á þessu korti en
ég hef komið til þéttbýlisstaða
landsins allra nema Vopnafjarðar
og Hólmavíkur, ég ferðaðist mik-
ið um landið meðan ég var hjá
Iðntæknistofnun og hef auk þess
ferðast inn á hálendið af öðru til-
efni, ég hef séð stóran hluta
landsins,“ segir Ingjaldur.
Landakort
rauðu doppanna