Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Úrval af
kvartbuxum
og stuttum
vestum
Nýbýlavegi 12, Kóp. • s. 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18 • laugardaga kl. 11-16
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
SIGURJÓN er svo víðfeðmur og
margslunginn í sinni list að við
getum í okkar litla safni hvorki
gert honum né list hans nægilega
góð skil þegar komið er að svona
merkisári, aldarafmælinu,“ segir
Birgitta Spur, forstöðumaður List-
safns Sigurjóns Ólafssonar í Laug-
arnesi, ekkja listamannsins. Fyr-
irhugað er að setja upp fjórar
sýningar þar sem mismunandi
þáttum í ferli þessa mikilvirka og
mikilvæga listamanns verða gerð
skil.
Fyrsta sýningin verður opnuð í
stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar um
miðjan júnímánuð.
„Það tengist því að Lands-
virkjun styrkti safnið verulega á
síðustu tveimur árum, þannig að
við komumst vonandi klakklaust
gegnum afmælisárið og gátum far-
ið út í nauðsynlegar viðgerðir á
húsnæði safnsins.
Á móti setjum við upp sýningu í
stöðvarhúsinu. Ég frétti það í gær,
mér til mikillar ánægju, að vinnu-
módel úr gifsi sem Sigurjón vann
eftir, þegar hann var að gera
steypumótin fyrir verkin á hinum
hinum 90 metra langa vegg stöðv-
arhússins, er ennþá til. Þetta er
módel með nákvæmri mynd lág-
myndanna sem hann stækkaði síð-
an tuttugufalt. Ég hef í mörg ár
leitað að þessu. Sigurjón átti til að
gefa aðdáendum hitt og þetta og
ég hélt að módelið hefði farið út úr
húsi á þann hátt. Svo kom upp úr
dúrnum að fyrrverandi yfirvél-
stjóri hjá Landsvirkjun hefur varð-
veitt þessar myndir. Þær verða á
sýningunni því það eru engar
vinnuteikningar til af verkinu. Sig-
urjón teiknaði yfirleitt ekki. Hann
sá allt fyrir sér í þrívídd og var
ekkert að eyða tíma í að teikna
neitt nákvæmlega upp.“
Í Danmörku verður í haust opn-
uð sýning á andlistsmyndum Sig-
urjóns í fyrrum konungskastala í
Hillerød, Det Nationalhistoriske
Museum paa Frederiksborg Slot.
Þar er hýst safn portrettmynda.
„Við höfum unnið að þessari
sýningu í meira en tvö ár. Mér
þótti spennandi að sýna portrett
Sigurjóns og varpa ljósi á hann að
nýju í Danmörku, eftir öll þessi ár.
Safnið mun prjóna við umfangs-
mikla sögulega sýningu um sam-
band Danmerkur og Íslands.
Í tengslum við sýninguna gefum
við út bók þar sem danskur list-
fræðingur skrifar um portrett Sig-
urjóns og feril hans.“
Birgitta segir að því miður verði
að borga með sýningunni og það
hafi ekki gengið alveg nógu vel að
safna styrkjum. Vonast hún þó til
þess að horfi til betri vegar.
„Þetta verður vonandi ánægju-
leg endurkoma Sigurjóns til Dan-
merkur. Hann gerði mörg lyk-
ilverk þarna úti og þroskaðist á
þessum tíma sem listamaður. Hann
fór til baka til Íslands árið 1945, á
viðkvæmum tíma og Danir tóku
því mjög persónulega. Það var eins
og hjónaskilnaður. Eins og einn
listfræðingur komst að orði, þá
fannst þeim hann hafa svikið Dan-
mörku. Í dag er Sigurjóns ekki
getið í danskri listasögu. Hann er
alveg dottinn út. Ég er að reyna að
leiðrétta þetta – því hann var afar
virkur í dönsku listalífi fyrir miðja
öldina.Við eigum harma að hefna,“
segir Birgitta, hlær og bætir síðan
við að vitaskuld væri áhugavert
fyrir danska listasögu að fá þennan
týnda hlekk í heildarmyndina.
Einskonar fóstbræðralag
„Okkur fannst ennþá vanta að
setja Sigurjón í stærra samhengi
hér heima og Hafnarborg bauðst
til að leggja húsnæðið til; í byrjun
október verður opnuð þar sýningin
Sigurjón og Þorvaldur – Tveir
módernistar, þar sem einnig verða
verk Þorvaldar Skúlasonar. Það
voru tvö ár á milli þeirra, og þeir
voru nátengdir. Þeir kynntust sem
unglingar hjá Ásgrími Jónssyni og
fóru báðir utan til náms 1928. Þeir
hittust aftur í Danmörku, sýndu
saman þar, þaðan fór Þorvaldur til
Frakklands og svo til Íslands
snemma í stríðinu. Hér hittust þeir
aftur og sýndu saman á Sept-
embersýningunni. Það var alltaf
sterk taug á milli þeirra, þótt þeir
væru ólíkir. Einskonar fóst-
bræðralag.
Þetta er samvinnuverkefni
Listasafns Sigurjóns, Listasafns
Háskólans og Hafnarborgar. Glitn-
ir mun kosta sýninguna ásamt sýn-
ingarskrá og rannsóknarvinnu. Það
þarf að koma þessum köppum til
skila til þeirra kynslóða sem
þekkja ekki vel til verka þeirra.
Loks verður sérstök afmælissýn-
ing hjá okkur. Þetta verður
fræðslusýning sem mun standa í
allan vetur, þar sem reynt verður
að upplýsa yngra fólkið. Ætli hún
verði ekki opnuð á afmælisdaginn,
21. október – þá verður hátíð í
bæ.“
Aldarafmælis Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara minnst með sýningaröð
Víðfeðmur og margslunginn
Morgunblaðið/ÞÖK
Safnstjórinn „Ég er að reyna að leiðrétta þetta,“ segir Birgitta Spur, sem
hér er við verkið Móðir mín, um þögnina sem ríkir í Danmörku um framlag
Sigurjóns Ólafssonar þar í landi.
ALDARAFMÆLIS Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara í október verður
minnst á ýmsan hátt á næstu mánuðum.Í stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar
verður sett upp sumarsýning sem tengist stórum veggmyndum Sigurjóns á
stöðvarhúsinu. Á Friðriksborgarsafninu, Det Nationalhistoriske Museum
paa Frederiksborg Slot, í Hilleröd, verður haldin sérsýning á mannamynd-
um Sigurjóns. Opnar hún 18. september og stendur til ársloka. Sýningin
Sigurjón og Þorvaldur – Tveir módernistar, með verkum Sigurjóns og Þor-
valdar Skúlasonar, verður í Hafnarborg 4. október til 10. nóvember. Í
Listasafni Sigurjóns verður sett upp sýning sem opnuð verður á afmæl-
isdaginn, 21. október í haust.
Þá er stefnt á útgáfu DVD-disks með mynd- og fræðsluefni um lista-
manninn.
Sýningar heima og í Danmörku
TÓNLIST
Salurinn í Kópavogi
Tónleikafyrirlesturbbbbn
Keith Terry hélt fyrirlestur og flutti eigin
tónsmíðar. Fimmtudagur 29. maí.
FYRSTU kynni mín af því að lík-
aminn gæti verið ásláttarhljóðfæri
var kvikmynd sem ég sá þegar ég var
lítill og var um Tarzan apabróður.
Tarzan drap ljón og setti annan fótinn
á hræið af því, öskraði ógurlega og
barði sér á brjóst.
Mörgum árum síðar sá ég Ragn-
hildi Gísladóttur og fleiri berja sig á
tónleikum í London í tilefni af full-
veldisdeginum, en það var þegar Jak-
ob Magnússon var nokkurs konar
menningarsendiherra þar í borg. Ég
man ekki hvort Ragnhildur öskraði
ógurlega, en hún barði sér svo sann-
arlega á brjóst. Upp úr því var stofn-
uð hljómsveit sem nefndist Human
Body Orchestra og gaf hún út geis-
kadiskinn High North. Hljóðin á disk-
inum voru eingöngu líkamshljómar og
raddir, unnar með tölvu.
Tónleikar í Salnum á fimmtudags-
kvöldið voru sömu ættar, þótt ljón
væri ekki drepið eða hljóðin mögnuð
upp í tölvu. Reyndar voru þetta ekki
tónleikar í hefðbundnum skilningi,
heldur tónleikafyrirlestur, og var
hann haldinn af slagverksleikaranum
Keith Terry.
Fyrirlesturinn var athyglisverður.
Terry fjallaði um fjölbreyttan takt
sem einkennir ólík landsvæði og
hvernig mismunandi hrynjandi getur
skarast eftir því hvaða tækni er beitt.
Áheyrendur voru fengnir í hinar
ýmsu búksláttartilraunir og útkoman
var oft býsna framandi, enda farið um
margar lendur tónlistarinnar, allt frá
Afríku til Balí, og jafnvel lengra.
Terry kryddaði mál sitt ríkulega
með húmor og ýmislegt fyndið kom
upp, þar á meðal frá einum dreng
meðal áheyrenda, sem spurði Terry
hvort svona búksláttur gæti orsakað
innvortis blæðingar.
Nei, búkslátturinn var ekki mjög
harkalegur. Terry er líka grannvax-
inn og fínlegur og ekki að sjá að hann
myndi þola miklar barsmíðar. En þótt
hann öskraði ekki eða léti á annan
hátt vígalega voru verkin hans afar
lífleg, og oft kostuleg. Þar bar hæst
atriði þar sem hann lék á tístandi leik-
föng, en dans með drullusokk var líka
eftirminnilegur. Og hrynjandin sem
skapaðist við einfaldan boltaleik var
skemmtilega hnitmiðuð.
Best af öllu var þó fróðleikurinn.
Hrynjandin í tónlist margra framandi
þjóða er oft miklu flóknari en maður
gerir sér grein fyrir. Svona fyrirlestur
hjálpar fólki að skilja hugsunina á bak
við hana. Auk þess er stöðug hrynj-
andi alls staðar, hvort sem það er tifið
í vekjaraklukkunni eða hringur árs-
tíðanna, nú eða fæðing, dauði og
hugsanleg endurfæðing. Eins og
Terry benti á er það líka tónlist.
Þýðir það ekki að fegurðin sé allt í
kring?
Jónas Sen
Drullusokk-
ur og tíst-
andi leikföng
SÝNINGARRÝMIÐ StartArt, í
gömlu húsi við Laugaveg, er rekið
af sex listakonum sem nú sýna
saman undir titlinum Heima.
Nokkur herbergi á efri hæð,
þröngur gangur, stigi og bakgarð-
ur mynda umgjörð um verkin.
Sýningunni er fylgt eftir með upp-
lýsandi skrifum Beatrix von Wen-
del sálfræðings og Þóru Þór-
isdóttur, listfræðings og
listgagnrýnanda.
Við lifum á tímum þar sem hug-
takið „heima“ er mjög brýnt og í
sífelldri umbreytingu, greinarnar
tvær í sýningarskránni nálgast
þetta frá mörgum hliðum. Sýn-
ingin sjálf er furðu stór og fjöldi
ólíkra verka á henni. Hugtakið
birtist hér meðal annars sem
smækkuð mynd af heiminum og er
margbreytileg eftir því.
Óhugnaður ríkir í innsetningu
Önnu Eyjólfsdóttur en hér er við-
fangsefnið svo áleitið að nær
ómögulegt er að skoða verkið sem
slíkt, þær tilfinningar sem kvikna
og tengjast raunverulegum at-
burðum sem verkið byggist á,
verða alltaf yfirsterkari. Eldhús-
skápur Þórdísar Öldu Sigurð-
ardóttur sem sýnir raunveruleika
hænsnaræktunar minnir á stærra
samhengi neysluvenja heimilisins
á beittan og óvæntan máta. Verk
hennar í bakgarði birtir hugleið-
ingar um valdajafnvægi og al-
þjóðlegt samhengi, en í gangi sýn-
ir hún eiginleika borgarumhverfis,
umgjörð einstaklinga sem hver um
sig býr yfir eigin heimi, hér túlk-
aður með uppáhaldsbók. Magda-
lena Margrét Kjartansdóttir sýnir
kraftmiklar þrykkmyndir af kon-
um, í líkamsstærð, Þuríður Sig-
urðardóttir málar gamlar og nýrri
minningar í birtingarmynd hluta
sem við notum hversdags. Minn-
ingar birtast líka á áleitinn hátt í
verki hennar Tíu dropa, takk, sem
sýnir að kaffidrykkja á sér marg-
ar hliðar. Ása Ólafsdóttir sýnir
tjöld, eða líkön af tjöldum og ljós-
myndir af þeim, í verkum hennar
kemur fram hin sífellda viðleitni
mannsins til að skapa sér skjól.
Ragnhildur Stefánsdóttir sýnir
myndband sem nær tökum á
manni, hér er heimilið griðastaður
og endastöð, en í öðru verki henn-
ar birtist óvænt sjónarhorn og lýs-
ir upp tilveruna.
Sýningin Heima birtir sérlega
vel hvað konum liggur mikið á
hjarta þegar kemur að þessu hug-
taki. Ekki væri síður áhugavert að
sjá hvaða augum karlkyns lista-
menn líta fyrirbærið. Sýningin í
heild er misjöfn að styrkleika,
nálgunin ólík og heildarmyndin
sundurlaus. Engu að síður nýtur
hún sín vel í rýminu og býr yfir
vissum drifkrafti, auk þess eru
verkin óvenju tilfinningarík og allt
þetta er í góðum samhljómi við
viðfangsefnið. Hugtakið Heima er
tvímælalaust tilefni til vangaveltna
og ef til vill úrvinnslu á breiðari
vettvangi.
Heimur í hnotskurn
MYNDLIST
StartArt við Laugaveg
Til 1. ágúst. Opið þri. til lau. frá kl. 13–
17. Aðgangur ókeypis.
Heima, samsýning sex listakvenna
bbbnn
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/G.Rúnar
Drifkraftur Hugtakið Heima er tvímælalaust tilefni til vangaveltna.