Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 39
UMRÆÐAN
ÞORSKSTOFNINN minnkaði um
100 þúsund tonn á síðasta ári og hef-
ur aldrei verið minni en nú. Ýsustofn-
inn hefur hinsvegar aldrei verið
stærri en á síðustu 6 ár-
um, a.m.k. ekki í 40 ár.
Árgangurinn frá 2003
sem nú er að koma inn í
veiðina er sá lang-
stærsti sem sést hefur
og fyrstu mælingar á
2007 árganginum sýna
hann sem þann næst-
stærsta sem mælst hef-
ur. Spátaflan í ástands-
skýrslunni (2.2.2) gefur
heldur ekki tilefni til
neinnar svartsýni en
samkvæmt henni mun
stofninn minnka um 5%
á árinu 2007 og um 15% á árinu 2008.
En framreikningar og spátöflur
Hafró eru alltaf of bjartsýnar. Þó að
hægt sé að gera þessa reikninga ná-
kvæmar heldur Hafró áfram að nota
sömu gömlu forritin og gera sömu
bjartsýnisspárnar. Það má skilgreina
ýsustofninn á ýmsan hátt og fá út dá-
lítið mismunandi niðurstöður en hann
minnkaði ekki um 5% í fyrra og mun
ekki minnka um 15% á þessu ári.
Minnkunin var og verður miklu
meiri.
Minnkun viðmiðunarstofnsins er
sýnd á myndinni. Viðmiðunarstofn-
inn er skilgreindur hér nákvæmlega
eins og Hafró skilgreinir hann fyrir
þorskstofninn en raunveruleg stofn-
stærð er um helmingur af stærð við-
miðunarstofnsins. Í 40 ár hefur
stækkun þess stofns ákvarðast nán-
ast eingöngu af nýliðuninni og aflan-
um. Það gerir það mjög
ólíklegt að í ár ráðist
stækkun stofnsins af
einhverju öðru eins og
stækkun eða minnkun
ofurárgangsins frá 2003
sem hefur í nokkur ár
verið stærsti hluti
stofnsins.
Viðmiðunarstofn ýs-
unnar hefur aldrei verið
eins stór og hann var í
byrjun síðasta árs eða
nærri 450 þúsund tonn
en í þrjú ár spáir mynd-
in minnkun hans um
100 þúsund tonn á ári vegna lítillar
nýliðunar og veiða sem eru langt um-
fram afrakstur. Aflinn 2009 er ekki
þekktur en annars er vart ástæða til
að efast um allgóða nákvæmni fram-
reikninganna fram til 2009. Sjálfsagt
getur flotinn veitt jafnmikið 2009 og
hann hefur gert undanfarin ár og hér
er reiknað með 110 þúsund tonnum.
Flotinn þarf auðvitað að auka sókn-
ina til að halda sama afla þegar stofn-
inn minnkar en hann getur það lík-
lega því nú minnka fyrst og fremst
yngri aldurshóparnir. Afrakstur ýsu-
stofnsins var og verður afar lítill árin
2007-2009 en það þarf ekkert að tak-
marka veiðarnar. Veiðar þurfa ekk-
ert að vera sjálfbærar og ráðlegg-
ingar Hafró þurfa ekkert að vera í
samræmi við afrakstur stofnanna
fremur en aflamarksákvörðun ráð-
herra þarf að vera í samræmi við ráð-
leggingar Hafró.
Ýsu- eða þorskveiðar sem minnka
fiskistofnana um 100 þúsund tonn á
ári eru hvorki sjálfbærar né um-
hverfisvænar. Þaðan af síður eru þær
hagkvæmar eða skynsamlegar. Af
þeim er sjálfsagt stundargróði fyrir
einstaka háværa og heimtufreka út-
gerðarmenn en af þeim er hundrað
milljarða króna árlegt tap fyrir þjóð-
ina og fyrir eigendur fiskistofnanna.
Þorsk- og ýsuveiðar við Ísland eru
semsagt víðsfjarri því að vera í þjóð-
arhag og þær ætti því að stöðva undir
eins. Skrítið að Þjóðhagsstofnun,
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og
Hafró skuli ekki leggja til stöðvun
veiðanna, a.m.k. togveiðanna. En
ráðherra er búinn að loka Þjóðhags-
stofnun og HHÍ reiknar ranglega út
(2007) að það sé þjóðhagslegur ábati
af þorskveiðum og aflareglu hvort
sem þorskstofninn minnkar eða deyr
út. Hafró hugsar ekkert um þjóð-
arhag og leggur aldrei til kjörveiðar
eða hagkvæmustu veiðar. Vandinn er
þó varla sá að Hafró standi alveg á
sama um ósjálfbærar veiðar langt
umfram afrakstur stofnanna,
kannski fremur að framreikningar
Hafró eru alltaf yfirmáta bjartsýnir
sérstaklega þegar stofnarnir eru að
minnka. Þar á bæ gera menn sér líka
erfiðara fyrir með því að miða veiði-
stofn ýsunnar við þriggja ára fremur
en a.m.k. fjögurra. Stofn fjögurra ára
fiska er hægt að reikna út einu ári
lengra fram í tímann en stofn þriggja
ára og ýsuveiðar við Ísland byggjast
sem betur fer enn ekki á veiðum á
þriggja ára fiski. Á árinu 2006, þ.e.
síðasta ári sem aldursgreindar tölur
liggja fyrir um, var innan við 4% af
stofnstærð þriggja ára ýsunnar land-
að (meðalýsan í þeim árgangi var 127
g) en 25% af fjögurra ára ýsunni og
meira en helmingi af stofni 5 ára ýs-
unnar en í þeim aldurshópi mældist
meðalýsan 736 g. Enn stærra hlut-
falli er svo landað af eldri aldurshóp-
unum. Þetta er ofveiði sem líklega
mun valda eða hefur þegar valdið
óbætanlegum erfðaskaða á stofn-
inum sérstaklega vegna þess að veið-
arnar velja stærstu fiskana fremur
en meðalýsur úr hverjum árgangi.
Þeir hæfustu lifa af þ.e. þeir sem vaxa
hægast og þeir skila sínum erfðavís-
um til næstu kynslóðar. Hvort sem
það er nú varanleg erfðabreyting eða
ekki er staðreyndin sú að fyrir alla
aldurshópa er meðalýsan í dag (2005-
2007) þriðjungi léttari en hún var í
upphafi stofnmælinganna (1985-
1987). Í óspilltri náttúrunni er þessu
öfugt farið, þar þróast stofnarnir
fremur en úrkynjast, því þar lifa þeir
sterkustu af en ekki þeir veikustu.
Ýsustofninn er kannski ekki að
hrynja en ofveiðin er líklega að erfða-
breyta honum og minnka niður í einn
þriðja á þremur árum.
Er ýsustofninn að
hrynja líka?
Einar Júlíusson skrifar um
stofnstærð ýsu » Þetta er ofveiði sem
líklega mun valda
eða hefur þegar valdið
óbætalegum erfðaskaða
á stofninum …
Einar Júlíusson
Höfundur er dósent við auðlindadeild
Háskólans á Akureyri.
NEÐAN náttúrulegra skógar-
marka íslenska birkisins eru 1,8
milljón hektarar af skóglausu mó-
lendi og 1,3 milljónir hektara af
gróðursnauðum auðnum og það að
frátöldum hraunum. Mest af þessu
landi var vaxið birkiskógi og
kjarri við landnám. Reynslan sýn-
ir að það er tiltölulega auðvelt og
ódýrt að klæða bæði mólendið og
auðnirnar á ný gróskulegum
skógi. Skóggræðslan eykur virði
landsins bæði í peningum og í
yndisstundum þeirra sem njóta
útivistar á svæðinu, en um leið
svelgir landið í sig og bindur var-
anlega koltvísýring (CO2) úr and-
rúmsloftinu.
Meðalbinding koltvísýrings
(CO2) í skógrækt á Íslandi er 4–5
tonn CO2 á hektara lands árlega.
Þegar örfoka land er klætt gróðri
binst koltvísýringur hratt í jarð-
veg og gróðurþekju. Hér á landi
er meðalbindingarhraðinn fyrstu
20 árin 2 til 3 tonn CO2 á hektara
á ári. Eftir um 20 ár hægir á kol-
efnisnáminu, en engu að síður var-
ir uppsöfnun umfram losun í þú-
saldir. Með landgræðsluskógrækt
þegar plantað er til skógar sam-
hliða landgræðslunni tekur hröð
binding í trjám við þegar hægir á
jarðvegsbindingunni. Land-
græðsluskógurinn er afkastaleið
til að nema koltvísýring úr and-
rúmslofti.
Fyrsta viðmiðunartímabil
Kýotó-bókunarinnar (árin 2008-
2012) er hafið. Samkvæmt bók-
uninni má hámarks árleg losun
gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi
verða tæp 5,3 milljón tonn CO2
ígilda, þ.e. 1,6 milljón tonn á ári
vegna nýrrar stóriðju (Íslenska
ákvæðið) og tæp 3,7 milljón tonn á
ári vegna annarrar starfsemi á Ís-
landi. Miðað við meðal-binding-
arhraða þarf um 1,2 milljónir
hektara af auðnum eða mólendi til
að kolefnisjafna alla losunarheim-
ild Íslands. Skógurinn bindur af
fullum þrótti í um mannsævi og
ræktun rúmlega milljón hektara
dygði til að kolefn-
isjafna Ísland vel
fram á seinni hluta
þessarar aldar. Til
þess þyrftum við að-
eins um þriðjung
auðna og mólendis
neðan náttúrulegra
skógarmarka birk-
isins.
Mannkynið hefur
aðeins 30–50 ár til að
ná tökum á styrk
gróðurhúsaloftteg-
unda í andrúmsloft-
inu. Lausnir sem
komast ekki í gagnið
fyrr eftir aldarfjórð-
ung eða síðar skipta
því miður afar litlu
máli. Þá er skaðinn
skeður og við verðum
að lifa við breytta
veröld hvernig sem
hún verður. Það er
nauðsynlegt að draga
strax úr losun gróð-
urhúsalofttegunda
með öllum ráðum, en staðreyndin
er sú að það vantar raunhæfa val-
kosti sem munar um. Valkosti sem
kollvarpa ekki velmegun og vel-
ferðarsamfélagi okkar. Erum við
reiðubúin að hætta að nota einka-
bílinn, hætta að fara í utanlands-
ferðir og hætta að borða mat sem
fluttur er til okkar frá fjarlægum
löndum, loka álverunum og járn-
blendiverksmiðjunni? Eru útgerð-
armenn reiðubúnir að hætta tog-
veiðum á Íslandsmiðum og fara
þess í stað á línu- og netaveiðar á
seglskipum? Við þurfum að kaupa
okkur tíma til að finna og hrinda í
framkvæmd raunhæfum val-
kostum við hagkerfi byggt á
brennslu innflutts jarðefnaelds-
neytis.
Binding koltvísýrings úr and-
rúmslofti með landgræðslu og
skógrækt er nánast eina raunhæfa
leiðin sem munar um og við getum
gripið til strax. Hér skiptir einnig
máli að binding með
landgræðslu og skóg-
rækt er viðurkennd
leið skv. Kyoto-
bókuninni (grein 3.3
og 3.4).
Landgræðsla og
skógrækt eykur pen-
ingalegt verðmæti
landsins. Þessi virð-
isauki verður til á
tveimur til þremur
áratugum og land-
virðisaukinn einn sér
getur greitt fjárfest-
inguna til baka með
góðri raunávöxtun.
Að teknu tilliti til
landvirðisaukans er
kostnaður við koltví-
sýringsbindingu í
landgræðsluskógi afar
lítill. Losun og bind-
ing koltvísýrings er
markaðsvara skv.
Kyoto-bókuninni.
Vegna landvirðisauk-
ans er sala koltvísýr-
ingsbindingar (losunarheimilda)
raunhæfur og sennilega arðsamur
möguleiki hér á landi. Skógg-
ræðsla til að nema koltvísýring úr
andrúmslofti er tækifæri fyrir
dreifbýlið og skapar valkosti fyrir
komandi kynslóðir. Skógurinn get-
ur orðið hráefnislind fyrir iðnað
eða lífeldsneyti eða einfaldlega
yndisland til útiveru. Þessi nýja
staða gerir okkur fært að „greiða
skuldina við landið“ með hagnaði,
skapa nýja arðsama atvinnugrein í
dreifbýli og kaupa þann tíma sem
við þurfum til að ná tökum á losun
gróðurhúsalofttegunda.
Nýr arðsamur
atvinnuvegur í dreifbýli?
Þorbergur Hjalti Jónsson
fjallar um skógrækt og
bindingu koltvísýrings
Þorbergur Hjalti
Jónsson
» Land-
græðslu-
skógur er arð-
söm afkastaleið
til að nema
koltvísýring úr
andrúmslofti.
Höfundur er skógfræðingur og
skógarvörður Skógræktar ríkisins
á Suðurlandi.