Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þórarinn Kópsson, löggiltur fasteignasali
Skipholt 15, 105 Reykjavík
thingholt@thingholt.is
Sími 590 9500
www.thingholt . is
Íbúðin er 3-4 herb. 111,4 fm., sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu, allt að-
gengi til fyrirmyndar. Á jarðhæð er stór salur með eldhúsaðstöðu, tómstundarher-
bergi og setustofur. LÝSING: Anddyri með fataskáp, Sjónvarpsherbergi og innaf
því gott Svefnherbergi með stórum fataskáp. Baðherbergið er rúmgott, flísalagt í
hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa, innréttingu með góðu skápaplássi. Herbergi
með fataskáp, Eldhús með viðarinnréttingu, innaf eldhúsi er Þvottahús / Geymsla.
Borðstofa / Stofa, útgengi á stórar yfirbyggðar suður svalir, þaðan er útgengi á
opnar svalir. Gólfefni á íbúð er parket nema á baðherbergi og geymslu eru flísar.
Verð 50,7 mkr.
VERIÐ VELKOMIN Í OPIÐ HÚS
Íbúð fyrir 55 ára og eldri
OPIÐ HÚS SUNNUD. 1. JÚNÍ KL.16-17
MIÐLEITI 7, REYKJAVÍK,
ÍBÚÐ 202
Skrifstofu-/ verslunar-/ lagerhúsnæði við Skipholt 15. Um er að ræða 301,3 m2
verslunar- / skrifstofuhúsnæði á 1. hæð með góðum gluggum,ásamt 160 m2
lager í kjallara. Húsið var endurbyggt fyrir nokkrum árum og er því í mjög góðu
ástandi. Skiptist eignar: Versluninin, 86.7 m2. með góðum gluggum og parket
á gólfi, Skrifstofurými, 214,6 m2. með sér inngangi. (ekki fullinnréttað). Lager-
rými í kjallara með innkeyrsluhurð, 160 m2.
Frekari upplýsingar á skrifstofu Þingholts.
ATVINNUHÚSNÆÐI
SKRIFSTOFUR - VERSLUN - LAGER
SKIPHOLT 15, REYKJAVÍK
Ingvi Rúnar,
sölufulltrúi
896 0421
ingvi@thingholt.is
Þórarinn
Kópsson,
lögg.
fasteinarsali
Svanur Jónsson,
sölufulltrúi
692 2507
svanur@thingholt.is
FASTEIGNAMI‹STÖ‹IN
Stofnsett 1958
jardir.is 550 3000
Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali
Skrifstofur okkar í
Reykjavík og Hafnarfirði
eru opnar alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali, Ásmundur Skeggjason, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Glæsilegt einbýli á einni hæð á einstakri sjávarlóð í Kópavogi. Húsið er alls 216,7 fm m/innb. bíl-
skúr og skiptist m.a. í 4 svefnherb. auk fataherb., rúmgott eldhús með fallegri, upprunalegri inn-
réttingu, borðstofu með rennihurð út í vel gróinn suður garð og stóra og mjög bjarta stofu með
glæsilegu sjávarútsýni. Innb. bílskúr með gryfju. Í kjallara er óskráð rými sem býður upp á ýmsa
mögueika, auk bátaskýlis. Vel frágengin lóð, hellulögð bílastæði og verandir með hitalögn.
Möguleiki á yfirtöku á hagstæðu lífeyrissj.láni. Makaskipti koma til greina. Verð 89 millj.
Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 14 og 15.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Pétursdóttir á Höfða í síma 824-1965.
Sunnubraut 43 - Sjávarlóð
Opið hús í dag frá kl. 14 - 15
Til leigu - Nýlendugata
Til leigu spennandi húsnæði sem
hentar undir margskonar starfsemi.
Húsnæðið skiptist í um 300 fm á 1.
og 2. hæð, um 160 fm á 3. hæð og
um 150 á 4. hæð.
Mikil lofthæð. Leigist í einu lagi eða
hlutum. Langtímaleiga.
Laust til afhendingar strax.
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17
Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
Hljóðalind 2 – Kópavogi
Opið hús frá kl. 14-15
Glæsilegt 144 fm endaraðhús með 23,6 fm innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað. Eignin
er innréttuð á vandaðan og smekklegan hátt og eru allar innréttingar sérsmíðaðar úr kir-
suberjaviði. Þrjú rúmgóð herbergi, útgangur á afgirta og skjólgóða verönd úr stofum og
stórt flísalagt baðherbergi, bæði með baðkari og sturtuklefa. Innkeyrsla og stéttar framan
við hús úr Bomanite. Stutt í skóla, sundlaug og þjónustu. Verð 50,0 millj.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-15.
VERIÐ VELKOMIN.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17
Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
SENNILEGA er Menntaskólinn
á Akureyri sá skóli sem nýtur mestr-
ar tryggðar fyrrverandi nemenda
sinna. Ekki bara vegna
þess að hann var helsti
skólinn utan Reykjavík-
ur á árunum 1940-1980
og jafnvel lengur, held-
ur vegna þess að hann
hefur síðan verið allra
skóla duglegastur við
að rækta stúdentaarf-
inn, í formi Æviskráa
MA-stúdenta og ann-
arra bókaraða er tengj-
ast kennurum og sögu
skólans; og með árlegu
samkomuhaldi fyrir
gamla stúdenta.
Því þykir mér vel við hæfi ef hann
gerir sérstaklega í því að slá skjald-
borg um skáldin sem hafa komið af
þeim bæ. Ætti það að vera því
brýnna verk og ljúfara vegna þess
hvað þau virðast í raun vera fá.
Af ljóðskáldum kann ég einkum
að nefna Einar Braga, Þóru Jóns-
dóttur, undirritaðan, og Jónas Þor-
bjarnarson. Einnig Jón frá Ljár-
skógum, Hjört Pálsson og Hrafn A.
Harðarson.
Af öðrum skáldritahöfundum veit
ég um Helga Hálfdanarson, Valgarð
Egilsson, Steinunni Jóhannesdóttur,
Kristján Jóhann Jónsson, Önnu
Dóru Antonsdóttur og Kristján R.
Ólafsson.
Nefna má einnig marga greina-
höfunda, fræðiritahöfunda; og raun-
vísindamenn og stjórnmálamenn er
hafa skrifað mikið; og einnig fleiri
skáld; en um það vísa
ég lesendum beint til
hinna frábærlega
vönduðu Æviskráa
MA-stúdenta.
En hvernig er ann-
ars að vera MA-
stúdent? Ég get svar-
að þessu persónulega
með því að rekja að
hvaða leyti ég virðist
nú sjálfur dæmigerð-
ur; eftir á að hyggja;
er nýjasta bindi Ævi-
skránna er skoðað; en
þar er að finna minn
útskriftarárgang, 1974.
Ég fór þangað af því faðir minn,
Baldur Líndal, efnaverkfræðingur,
hafði verið þar (stúd. 1938), enda var
hann frá Norðurlandi. Ég kom hins-
vegar frá höfuðborgarsvæðinu. Að
auki skar ég mig úr fyrir að hafa
báða foreldra háskólamenntaða; sem
var enn óalgengara þá en það er nú;
og þar að auki fyrir móður sem var
frá útlöndum. Einnig höfðu fáir jafn
frægt ættarnafn; þótt ættarnöfn séu
mörg meðal MA-stúdenta.
Ég gerðist brátt virkur greinahöf-
undur í skólablöðunum; enda móðir
mín, Amalía Líndal, blaðamaður.
Þegar ég útskrifaðist var stúd-
entspróf fjórum sinnum óalgengara
en nú er, eða um tíu prósent af fæð-
ingarárgangi. Maður var því dálítið
upp með sér af áfanganum. Að loknu
stúdentsprófi fór ég til útlanda í há-
skólanám. Það var ekki óalgengt, en
þó óalgengara að menn næmu þar
óhagnýt fræði á borð við mannfræði.
Að loknu sex ára námi í því fagi, sem
þá taldist lengra nám að loknu stúd-
entsprófi en í meðallagi, kom ég
heim og fór að kenna. Brátt tók ég
þó að velja mér störf eftir því sem
hentaði lífsstíl einhleyps rithöf-
undar, og hef ég framfleytt mér
lengst af síðan með slíkum fé-
lagslegum störfum í skólum og
sjúkrastofnunum. Einnig bætti ég
við mig uppeldis- og kennslufræði til
kennsluréttinda, frá Háskóla Ís-
lands, til að auka jarðsamband mitt
við innlenda háskólastigið og við at-
vinnulífið.
Fyrir þetta sker ég mig mjög úr í
Æviskrám MA-stúdenta; ég hef
einkum verið í því sem kallað er
dæmigerð kvennastörf.
Eftir að eiga að baki tíu ljóðabæk-
ur og á þriðja hundrað ritsmíða í dag-
blöðum, virðist ég einnig vera einn af
fáum MA-stúdentum míns tíma sem
eru þekktir út fyrir kunningjahópinn.
Að auki hef ég verið leiðandi í ýmiss
konar menningarstarfsemi. Ég virð-
ist vera sérlega hreinræktað dæmi
um menningarmann.
Líkt og flestir kunningjar mínir
úr menningarlífinu sem ég þekki frá
MA, bý ég og starfa í Reykjavík. Ég
telst og til þess stóra minnihluta
sem er „ógiftur og barnlaus“.
Ég hrökk við þegar ég sá af ljós-
myndunum hversu margir af gömlu
skólafélögum mínum voru orðnir
gráhærðir og hrukkóttir. Og gamlar
vinkonur virtust helst vera komnar
af öllum órómantískum aldurs-
skeiðum. Nú erum við enda öll kom-
in á sextugsaldurinn, og sjötugsald-
urinn blasir oss við. Okkar kynslóð
virðist vera nánast hætt að koma á
óvart, og kynslóð barna okkar gerist
líkleg til að stela senunni frá okkur.
Þó er nokkur huggun í því, þegar
Æviskrár M.A.-stúdenta 1927–1980
eru skoðaðar, að það virðist sem
frægu einstaklingunum fækki eftir
því sem nær dregur. Það gefur vonir
um að okkar eldri kynslóðir, með
sína þroskaðri einstaklingshyggju,
reynist minnisstæðari en þær hvers-
dagslegri kynslóðir sem nú eru að
koma fram.
MA-skáldin
Tryggvi V. Líndal skrifar um
sjálfan sig og útskriftarhóp
sinn frá MA
Tryggvi V. Líndal
»Eftir að eiga að baki
tíu ljóðabækur og á
þriðja hundrað ritsmíða
í dagblöðum, virðist ég
einnig vera einn af fáum
MA-stúdentum míns
tíma sem eru þekktir út
fyrir kunningjahópinn.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og
skáld.