Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 45 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Melhagi 13 - miðhæð Birkigrund - Kópavogi Gott og vel stað- sett, 2ja hæða hús, samtals 250 fm sam- kvæmt skráningu FMR. Húsið er með 60 fm, 2ja herbergja íbúð og 35 fm bílskúr. Eignin skiptist í sameiginlega forstofu, 2ja herbergja íbúð sem skiptist í eldhús, bað- herbergi, stofu og svefnherbergi, síðan skiptist aðalíbúðin í hol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpsstofu, stofu/borð- stofu eldhús og þvottahús/vinnuherbergi. Garðurinn í kringum húsið er gróinn. V. 63,0 m. 7583 Álfaskeið - veðursæld og útsýni Ein- staklega vel staðsett, 2ja íbúða hús sem er staðsett innst í lokuðum botnlanga. Húsið er samtals 239,3 fm að stærð og er aðal- íbúðin sem er á tveimur hæðum með 5 svefnherb., 2 baðherb., 2 stofum og rúm- góðu eldhúsi. Mjög stórar útsýnissvalir. Á jarðhæð er sérinngangur inn í 3ja her- bergja íbúð. 7589 Laugarnesvegur Mjög falleg 88,1 fm, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Rúmgóð stofa með suðursvölum. Parket og flísar á gólfum. Nýlega standsett baðherbergi. Uppgert eldhús. Íbúðinni tilheyrir auk þess herbergi í kjallara með möguleika á útleigu. 7590 Víðimelur - nálægt Háskólanum Falleg ca 50 fm, 2ja herberja íbúð í þríbýli. Íbúðin er í kjallara og hefur verið mikið endurnýjuð og skiptist í anddyri, stofu, eldhús, bað- herbergi og svefnherbergi. V. 17,5 m. 7238 Falleg og mikið endurnýjuð um 100 fm efri hæð á besta stað í Vesturbænum. Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi. Íbúðin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum síðan, þar með talið eldhús, baðherbergi, gólfefni, rafmagn, fataskápar o.fl. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00-13.30. V. 34,0 m. 7587 Perlukór - Glæsilegt útsýni Glæsileg og einstaklega vel staðsett, 3ja herbergja, 108,1 fm, efri sérhæð í nýlegu fjórbýli byggðu af ÍAV ásamt sérmerktu stæði í bílageymslu. Glæsilegt útsýni yfir Elliðavatnið og fjallagarðinn. Há lofthæð. Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, þvottaherbergi, bað- herbergi stofu og eldhús. V. 35,9 m. 7564 Stórikriki - endaraðhús Fallegt og vel skipulagt, 219,5 fm endaraðhús á tveimur hæðum og með innbyggðum bíl- skúr. Húsið er nánast fullbúið að innan en að utan á eftir að helluleggja og tyrfa lóð. Hús- ið skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, snyrtingu og innbyggðan bílskúr. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpsherbergi (sem mætti auðveldlega brey- ta í svefnherbergi) V. 55,9 m. 7573 Hátún 8 - Sigvaldablokk Mjög glæsileg og vel skipulögð, 75,4 fm íbúð á 6. hæð í húsi sem teiknað er af Sigvalda Thordasyni. Íbúðin er öll uppgerð, nýleg gólfefni, innréttingar og tæki. Glæsilegt útsýni af vestursvölum. Aðeins fjórar íbúðir á hæð. Íbúðin er með gluggum á þrjá vegu og gott út- sýni til norðurs og vesturs. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00-14.00. V. 22,9 m. 7441 Hagamelur - sérhæð 5 herbergja vel skipulögð, 117,2 fm neðri sérhæð í fallegu húsi sem nýlega er búið að standsetja. Hæðin skiptist í forstofu, for- stofuherbergi, hol, tvær samliggjandi stofur, eldhús, barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. Tvennar svalir. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861-8511. V. 37,5 m. 7241 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS SL. HAUST var sett á laggirnar ný námsbraut í þjónustugreinum með tíu vikna starfsnámi. Þrír framhaldsskólar, Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskóli Suð- urnesja og Verk- menntaskóli Austur- lands hafa þegar tekið inn nemendur á námsbrautina og fleiri skólar eru að skoða það að taka inn nem- endur í haust. Miklir framamögu- leikar eru fyrir fólk sem aflar sér mennt- unar sem sérstaklega er sniðin að þörfum verslunar og þjón- ustu. Nútímafyrirtæki krefjast sérhæfðs starfsfólks á fjölmörgum sviðum, hvort sem er við sérhæfða vöru- sölu, þjónustustjórnun, stjórnun sérvörudeilda, innkaupastjórnun, upplýsingatækni , skrifstofustörf eða önnur svið. Fleiri ný störf verða til í þjón- ustu en í öðrum atvinnugreinum og möguleiki á góðum tekjum og skjótum frama er þar vissulega til staðar. Fyrirtæki í þjónustugeir- anum líta á heiminn sem athafna- svæði sitt og því eru þeir sem afla sér menntunar í greininni ekki bara gjaldgengir hér heima heldur um allan heim. Starfsnám þjónustugreina er tveggja ára framhaldsskólanám og á námstímanum velja nemendur að sérhæfa sig í annaðhvort skrif- stofu- eða verslunargreinum. Hluti námsins er tíu vikna starfsþjálfun sem fer fram á völdum vinnustað. Markmið námsbrautanna er meðal annars að efla fagmennsku og þjónustu og stefnt er að því að nemendur sem ljúka námi hafi öðlast menntun og raunhæfa starfsþjálfun til að takast á við fjölbreytt verkefni hjá versl- unar- og/eða skrif- stofufyrirtækjum. Þessa dagana er undirbúningur starfs- námsins í fullum gangi og ánægjulegt að segja frá því að verslunar- og þjón- ustufyrirtæki hafa brugðist vel við um- leitan Starfsgrein- aráðs skrifstofu- og versl- unargreina að taka nema í starfsnám. Ávinningur fyrirtækj- anna er líka töluverður þar sem starfsnám kemur fyrirtækjum í kynni við mögulegt framtíðarstarf- ólk og gefur tækifæri til að móta og þjálfa nýja starfsmenn. Fyr- irtækin tilnefna starfsþjálfa sem hefur umsjón með nemanum og ber ábyrgð á framgangi og skipu- lagi starfsnámsins. Meðal fyr- irtækja sem ákveðið hafa að taka við nemendum eru stór versl- unarfyrirtæki, lögfræðistofa, olíu- félög, stéttarfélag, fjölmiðlafyr- irtæki o.fl. Námið tekur tvö ár og skiptist þannig að fyrst kemur þriggja anna grunnnám þar sem starfs- námið hefst. Á fjórðu önninni velja nemendur annaðhvort versl- unarbraut eða skrifstofubraut og ljúka um leið starfsnáminu. Nem- endur tengjast einu fyrirtæki og fara í gegnum skipulagt nám á staðnum. Þeir sem velja skrif- stofubrautina munu kynnast verk- efnum og áherslum fyrirtækisins eins og innri starfsemi þess og verklagsreglum, reglum um trún- aðarskyldu starfsmanna og með- ferð persónulegra upplýsinga og læra almenn skrifstofustörf. Þeir sem velja verslunarbrautina munu kynnast starfsemi verslana s.s. þekkja sjóðvélar, verklag á kassa, vöruskilareglur, neytendareglur, verklag við kassauppgjör, upplýs- ingakerfi, móttöku á vörum og ein- kenni rýrnunar. Þeir nemendur sem ljúka annarri hvorri brautinni geti haldið áfram námi til stúd- entsprófs innan sama skóla. Sjá má allt um námið á www.na- mogstarf.is. Spennandi nám – ávinningur fyrir fyrirtækin Sigríður Anna Guðjónsdóttir skrifar um starfsnám í þjónustugreinum »Undirbúningur starfsnámsins er í fullum gangi og versl- unar- og þjónustufyr- irtæki hafa brugðist vel við að taka nema í starfsnám. Sigríður Anna Guðjónsdóttir Höfundur er verkefnastjóri hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.