Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður og tengdaföður,
BJÖRNS BJÖRNSSONAR
prófessors,
Aragötu 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild K2
á Landspítala Landakoti og Þorraseli.
Svanhildur Ása Sigurðardóttir,
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Valgeir Bjarnason,
Kristín Margrét Bjarnadóttir.
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður og fósturföður,
ÞÓRARINS JÓNS SIGURMUNDSSONAR
vélstjóra,
áður Nýbýlavegi 40,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við lækni og hjúkrunarfólki
á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík.
Gústaf Örn Þórarinsson,
Hannes (Hannu) Ólafsson, Jónína Eyjólfsdóttir,
Steinar Orri Hannesson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður og
frænda,
HAUKS GUNNARSSONAR,
Austurbrún 2,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Oddný Gunnarsdóttir,
Jón Gunnar Ólafsson,
Erla Ólafsdóttir, Guðmundur Helgi Sævarsson,
Sara Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför míns elsku-
lega eiginmanns,
ÞÓRIS DANÍELSSONAR,
Asparfelli 8,
Reykjavík.
Fyrir hönd ættingja og vina,
María Jóhannesdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
húsasmíðameistara
frá Guðnabæ, Akranesi,
Fáfnisnesi 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild og heimahjúkrun
Landspítalans í Kópavogi.
Ingunn Ívarsdóttir,
Matthildur Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Arnar Aðalsteinsson,
Jón Guðmundsson, Ragnheiður Björk Hreinsdóttir,
Ívar Guðmundsson, Anna Lára Eðvarðsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkæru
dóttur okkar, systur og mágkonu,
FJÓLU BJARKAR SIGURÐARDÓTTUR,
Stigahlíð 71,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á
gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Sigurður Hannesson, Guðrún Böðvarsdóttir,
Böðvar Sigurðsson, Helena Guðmundsdóttir,
Lára Jóna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Haraldsson
og fjölskyldur.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝ Hannes Sig-urgeirsson
fæddist í Reykjavík
11. júlí 1937. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands að
morgni 20. maí síð-
astliðins. Foreldrar
hans voru Guðrún
Lovísa Hann-
esdóttir, f. 28. ágúst
1912, d. 24. október
1992, og Sigurgeir
Eiríksson, d. 1979.
Stjúpi Hannesar var
Þorvaldur Sæ-
mundsson, f. 6. desember 1915, d.
28. febrúar 1988.
Hannes ólst að mestu leyti upp
hjá ömmu sinni og afa, þeim Val-
gerði og Hannesi, á Bakka í Ölfusi
og flutti svo með þeim til Hvera-
gerðis þar sem hann bjó alla tíð
síðan.
Hinn 10. júlí 1958 kvæntist
Hannes Guðrúnu Magnúsdóttur, f.
16. maí 1939. Börn þeirra eru: 1)
Magnús Haukur, f. 20. janúar
1959, kvæntur Hrönn Þorsteins,
sonur þeirra er
Magnús Þór. 2) Þor-
valdur, f. 16. júlí
1960, kvæntur Ingv-
eldi Sigurðardóttur,
börn þeirra eru Emil
Fannar og Móeiður.
3) Inga Lóa, f. 15.
október 1964, sonur
hennar og Þorkels
Markússonar er
Hannes.
Hannes nam húsa-
smíði hjá Stefáni J.
Guðmundssyni og
lauk sveinsprófi í
þeirri iðn, frá Iðnskólanum á Sel-
fossi, árið 1961 og fékk meist-
araréttindi 1966. Hann starfaði við
iðn sína í Trésmiðju Hveragerðis
þar til hann fór til starfa hjá Ístaki.
Þar starfaði hann, fyrst sem smið-
ur en síðar verkstjóri, til ársins
1985. Eftir það starfaði hann sem
húsasmiður, síðustu árin á Heilsu-
stofnun NLFÍ en þar vann hann á
meðan heilsan leyfði.
Útför Hannesar fór fram 28.
maí, í kyrrþey.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku Guðrún og fjölskyldan öll.
Megi minningin um góðan mann
verða ykkur huggun í sorginni.
Skúli og Sigríður.
Mikið er erfitt að trúa því að þú
sért farinn frá okkur, afi minn. Ég á
svo margar góðar minningar um þig.
Ég veit að þú fórst að kalla mig
nafna um leið og ég fæddist og ég var
líka alltaf stoltur af því að heita sama
nafni og þú. Við vorum svo miklir
mátar og mér fannst þú langbesti af-
inn. Einu sinni áttum við að skrifa
ljóð um pabba okkar í skólanum en
ég vildi endilega skrifa ljóð um þig.
Þegar ég var lítill var ég svo oft hjá
ykkur ömmu þegar mamma var að
vinna og þá brölluðum við ýmislegt
saman. Ég fór mjög oft með ykkur í
sumarbústað, stundum einn en
stundum kom Emil og svo Móeiður
líka. Það var alltaf mikið fjör, farið í
pottinn helst oft á dag, gönguferðir,
á róló og svo bakaðar vöfflur.
Þú varst búinn að vera mikið veik-
ur og það var erfitt að sjá þig þannig.
Á spítalanum um daginn vildir þú
endilega halda í höndina á mér þó þú
værir ofsalega veikur og ég sá hvað
þú varst glaður að sjá mig. Ég trúi að
þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég
mun alltaf sakna þín.
Þinn,
Hannes.
Hannes Sigurgeirsson
✝ Sófus HenryHólm fæddist á
Flateyri 4. mars
1932. Hann lézt á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 11. maí síðast-
liðinn.
Hann var sonur
Guðmundu Pálínu
Guðmundsdóttur f.
8.7. 1908, d. 24.12.
1987 og Adolth Lau-
ritz Hólm f. 15.11.
1904, d. 28.4. 1976.
Systkini Sófusar
eru Guðmundur og
Helga Soffía.
Sófus ólst upp í
Vestmanneyjum
fyrstu árin, en síðar
fluttu þau mæðgin
upp á land og áttu
heima í Reykjavík
lengst af.
Sófus vann ýmis
störf, var mikið til
sjós en síðustu
starfsár sín vann
hann í Stáliðjunni
h/f. Var hann hag-
leiksmaður og vel
látinn.
Útför Sófusar
hefur farið fram í kyrrþey.
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
(Davíð Stefánsson.)
Vinur okkar Sófus Hólm er all-
ur.
Margar minningar eru honum
tengdar.Við kynnumst á vinnustað
og þó að leiðir skilji á þeim vett-
vangi höldum við ævinlega vin-
áttusambandi. Sófus kíkir í heim-
sókn, fær klippingu og kaffisopa
spjallar um daginn og veginn, við
skiptumst á fréttum af gömlum
vinum úr Stáliðjunni og ræðum
það sem hæst ber í þjóðlífinu, það
er fátt sem okkur er óviðkomandi
á þessum stundum. Eftir
skemmtilegt spjall heldur vinur
vor Sófus glaður og reifur út í
hversdaginn.
Smám saman birtast svipmyndir
úr lífi Sófusar. Hann elst upp í
Vestmannaeyjum sem lítill dreng-
ur. Móðir hans hefur allan veg og
vanda af uppeldinu, einnig á hann
skjól hjá afa sínum og ömmu. Á
þessum árum kynnist Arnar hon-
um. Þeir eru báðir Eyjapeyjar.
Þegar fer að togna aðeins úr pilti
flytja þau mæðgin til Reykjavíkur.
Sófus vinnur ýmis störf til sjós og
lands, síðast í Stáliðjunni þar sem
hann er til starfsloka. Hann er vel
látinn, vandvirkur og útsjónarsam-
ur, einnig mjög vel liðinn af sam-
starfsfólki. Öllum þykir vænt um
Sófus. Hann er fræðasjór, kann
ógrynni sagna og hægt að fletta
upp í honum eins og ættfræðiriti.
Sófus er vinur vina sinna.
Við erum að byggja. Sófus
mættur að hjálpa til. Röskur til
verka.
Sófus og Arnar að fara á sjóinn
á trillunni. Það á nú við hann.
Aðfangadagskvöld. Sófus kemur
í hátíðamatinn. Gleðst með okkur
og stelpunum.
Hringt af Borgarspítalanum.
Sófus lenti í slysi. Við taka erfiðu
árin.
Veikur. Einn heima. Sjúkra-
stofnun. Klippingin. færist til. Sóf-
us á sjúkrabeði. Lítið að gera ann-
að en hlynna að og vera.
Vinur okkar farinn til fegri
heima
Veri hann Guði falinn.
Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
(Davíð Stefánsson.)
Arnar og Borghildur
Sófus Henry Hólm