Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi. Þó að það væri erf- itt að heyra að þú hefðir skilið við þá var það á sama tíma léttir að þraut- um þínum og erfiðleikum væri lok- ið. Eftir sitja minningarnar um þann frábæra afa sem þú varst. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í seilingarfjarlægð frá ykkur ömmu. Við sóttum mikið í að koma til ykkar og alltaf var okkur tekið opnum örmum. Ég á margar skemmtilegar og ljúfar minningar frá Árbrautinni en ein sú skýrasta er af afa liggjandi á eldhúsgólfinu með hrúgu af börnum að hnoðast á sér. Næst kemur í hugann mynd af skítugu tásunum á Halla í fanginu á afa sem átti skilyrðislaust að pilka þær (burtséð frá ástandinu á þeim) og af afa að dúa bakið á hverju því barni sem vildi. Afi var einstaklega ljúfur og eftirlátur við okkur krakkana og gaukaði að okk- ur stórum og klístruðum brjóstsyk- urmolum eða lakkrís þegar amma sá ekki til, sem var reyndar nokkuð oft. Þá voru ófá fjölskylduboðin þar sem afi laumaðist inn til okkar krakkanna meðan fullorðna fólkið spjallaði saman inni í stofu. Afi var einstaklega fróður um fólk og foldu. Það var alveg sama hvert var farið í ferðalög, alltaf þekkti afi þar hverja þúfu og sagði skemmtilegar sögur sem tengdust stöðunum. Skemmtilegastar voru þó drauga- og útilegumannasög- urnar af hálendinu. Hann var einn- ig mjög mannglöggur og varla sá Einar Adolf Evensen ✝ Einar AdolfEvensen fæddist á Blönduósi 13. des- ember 1926. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 18. apríl síðastliðinn. Útför Einars var gerð frá Blönduós- kirkju 26. apríl sl. staður sem komið var til þar sem hann þekkti ekki annan hvern mann. Mamma sagði mér fyrir stuttu sögu af honum þar sem hann var á ein- hverjum þvælingi í Reykjavík. Þar sem hann ók inn á ónefnt hringtorg sá hann mann ganga eftir gangstétt þar hjá. Hann þóttist þekkja svipinn á karli og snarstoppaði bílinn til að heilsa upp á hann. Þar var þá kominn skólabróðir hans af Reykjaskóla sem hann hafði ekki séð í tugi ára. Þessi saga er svo lýs- andi fyrir afa. Hann þekkti alla og spjallaði við alla. Enginn maður var honum ósamboðinn og enginn of tiginn. Í hans huga var maður manns gaman og þá skiptu aldur eða aðstæður ekki máli. Elsku afi, mér þykir sárast að stelpurnar mínar skyldu ekki hafa náð að kynnast þér eins og ég gerði en sögurnar þínar lifa áfram og á ferðalögum okkar reyni ég eftir bestu getu að segja þeim sögurnar þínar ásamt því að segja þeim nokkrar bullusögur og bulluvísur í afastíl í bland við fróðleikinn. Að afloknum erfiðum vetri gengur verkamaðurinn út með verkfærin undir hendinni. Það er kominn tími til að taka grunn að nýju húsi, á nýjum stað, í nýju landi, í öðrum heimi. Heima opnar húsfreyjan gluggana til að hleypa hlýju vorloftinu inn ilmandi af frjóangan. (jhg.) Takk fyrir samfylgdina, takk fyrir að auðga líf mitt, takk fyrir að vera frábær afi. Elsku amma, þú ert hetjan mín. Guð gefi þér gleði að loknum þess- um erfiða tíma. Júlía Hrönn. Elsku afi, nú hefur þú farið í þína síðustu og lengstu ferð. Ég vil þakka fyrir allt sem þú gafst mér, þú varst frábær afi, áhugasamur, skemmtilegur og hlýr. Halldóra Björg (litla Björg) hélt hún sæi þig á flugi þegar við vorum á leiðinni heim til að kveðja þig í síðasta skipti, hún vissi að þú værir komin til himna, til englanna. Þú áttir gott og heilbrigt líf mestan part ævi þinnar, skildir mikið eftir þig, byggingar, börn og afkomendur og margar skemmti- legar sögur. Þú hafðir það fyrir mér hvort sem var í húsbíla, skíða- eða gönguferðum að enginn maður sem maður hittir er of stór eða lítill til að tala við hann. Þú kenndir mér að fjarlægðin milli óþekktra ein- staklinga er ekki meiri en sem nemur fjarlægðinni í sentimetrum hvert sinn, það hef ég haft að leið- arljósi þar sem ég er núna og það hefur hjálpað okkur mikið. Þú og amma fylgdust vel með mér þegar ég var að byrja í hljóm- sveitunum, full áhuga. Þið hlust- uðuð á mig spila, lánuðuð mér lyk- ilinn að Árbrautinni til að horfa á tónlistarþætti í sjónvarpinu og seinna þegar þú hafðir fundið gamla gítarinn á háloftinu þá renndum við í nokkra gamla slag- ara í stofunni. Það er mér ógleym- anlegt. Ég man það þegar þú spil- aðir fyrir mig Shadows og við töluðum um böllin í gamla daga, það fannst mér æðislegt, flottasti afinn og það finnst mér enn. Þú kunnir að segja skemmtilega frá, velja réttu lýsingarorðin og velja réttu sögurnar fyrir áheyrandann. Þú vissir alltaf hvað ég vildi heyra. Þú varst eins og barn að gera eitt- hvað af þér þegar ömmu fannst nóg komið, bað þig að hætta og þú hélst áfram þar til við krakkarnir piss- uðum næstum undir. Þú hlóst samt alltaf jafn mikið og við. Þú ýttir heldur aldrei frá þér rennblautum tánum á mér þegar ég reif mig úr sokkunum og lagði þær í kjöltuna á þér til að „pilka tána“. Það varð bara að þroskast af mér. Nú er ég hættur að fá tærnar mínar pilkaðar en búinn að koma Halldóru Björgu á siðinn, þökk sé þér. Nú bý ég í öðru landi þar sem enginn talar íslensku en samt tala ég við alla, eins og þú og yfirleitt segi ég eitthvað fyndið, eins og þú. Góða ferð og guð blessi þig. Haraldur Ægir Guðmundsson. Mig langar að minnast tengda- föður míns og þakka honum fyrir samfylgdina í rúm þrjátíu ár. Frá fyrstu kynnum mínum af Einari komu stríðnin og glettnin strax í ljós, en hann var einstaklega stríð- inn. Aldrei stríddi hann þó þannig að það kæmi illa við aðra, þetta var allt í gríni, enda fannst honum gaman að hlæja. Hann gat hlegið sig máttlausan yfir skemmtilegum grínmyndum – nokkuð sem við átt- um sameiginlegt – þegar aðrir skildu ekkert í hamaganginum í okkur. Annað sem kom einnig strax í ljós frá byrjun var að þar færi handlaginn og vandvirkur maður. Hann var smiður af Guðs náð, það lék allt í höndunum á hon- um þegar átti að fara að smíða eitt- hvað, enda bar heimili þeirra hjóna því glöggt vitni. Hann hafði smíðað marga hluti og það var ekki að sjá annað en það hefði verið keypt í fínustu húsgagnaverslunum. Ham- arinn var framlenging af honum sjálfum, og truflaði Parkinsons- veikin ekki við smíðar – um leið og hamarinn var kominn í hönd hætti hún að skjálfa. Einar var mikill grúskari. Ef hann var ekki úti á verkstæðinu eitthvað að smíða sat hann oftast við eldhúsborðið og var að grúska í ættfræðibókum eða ferðabókum, en hann hafði unun af hvoru tveggja. Hann gat rakið móðurættina sína langt aftur í ald- ir, mundi nöfn flestra og á hvaða bæjum fólkið bjó. Þetta tengdi hann ferðaáhuganum, en alla bæi þekkti hann í Húnavatnssýslunum og flesta bæi í öðrum sýslum. Þess vegna var svo gaman að fara í úti- legu með þeim hjónunum; Einar gat sagt skemmtilegar sögur af fólkinu á bæjunum og hvað hafði gerst hvenær og á hvaða stöðum. Staðirnir og fólkið lifnaði við og þannig varð hver ferð sérstök og ógleymanleg. Ferðaáhuginn náði líka til Evrópu og voru þau hjónin dugleg að fara með Norrænu utan á húsbílnum sem þau áttu, en að sjálfsögðu hafði hann innréttað hann sjálfur. Það var einstaklega gott að eiga Einar að. Hann var boðinn og búinn að hjálpa hvenær sem var, aðstæður skiptu engu máli. Eitt sinn sem oftar vorum við að koma flugleiðina frá Færeyjum með ungbarn. Vélin var miklu minni en okkur var sagt að hún yrði þannig að hún gat flogið mun hærra en Fokkervélarnar gerðu yf- irleitt. Það varð til þess að barnið fékk heiftarlega í eyrun í miðju flugi og þrátt fyrir millilendingu á Egilsstöðum hætti það ekki að gráta. Læknir var kallaður til og sagði að það þyrfti að fara með barnið strax á spítalann á Akur- eyri. Nú voru góð ráð dýr; bíllinn í Reykjavík og pabbinn þurfti að mæta í vinnu morguninn eftir, helst á bílnum. Hringt var í Einar til að spyrja ráða; ekkert mál, hann skyldi koma til Akureyrar strax og sækja okkur og fara svo suður að sækja bílinn. Mikið vorum við ánægð að sjá hann á tröppunum á FSA á Akureyri seinna um kvöldið. Svona var hann, bjargvættur og hetja. Þetta, og margt fleira sem ég gæti talið upp, vil ég þakka hon- um. Fyrir að hafa alltaf verið til staðar og fyrir að hafa verið sá sem hann var. Ég tel mig mjög lánsama að hafa fengið að kynnast Einari. Blessuð sé minning hans. Charlotta. Elsku besti afi minn. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Ég minnist þín á fallegan hátt, þú ert alltaf hetjan mín. Ég ber ættarnafnið þitt með stolti og mun alltaf gera. Þeg- ar ég kynni mig þá vita allir hver Tobba lill! Hvers vegna hafði hún þetta gælulnafn. Það hefur aldrei hvarflað að mér fyrr en nú að velta því fyrir mér. Kannski af því að hún var yngst í systkinahópnum, kannski af því að hún var smávaxin? Alltaf snör í snúningum hvort sem var í hreyfingu eða í hand- bragði. Á augabragði var nýbökuð kaka, pönnukökur, smurbrauð eða gerbollur komnar á borðið. Þetta gerðist allt á augabragði, jafnvel þó að maður kæmi alveg óvænt í heim- sókn svo ekki yrði haft fyrir manni. Jæja, hvað ert þú nú búin að gera í dag, Tobba mín? Nú ég skrapp auðvitað í sund í morgun, bauð nokkrum vinkonum í mat um kl. 11 og svo var hann Þorvaldur minn með sýningu í dag sem var svo skemmtileg. Ef Þorvaldur var ekki með sýningu voru gjarnan einhverj- ir aðrir að opna listasýningar sem hún skrapp á, drakk kaffi með nokkrum vinkonum á kaffihúsi, kíkti í búðir til að fylgjast með tísk- unni og sló garðinn. Svona var hún Tobba, ótrúlegt hvað hún komst yfir að gera á ein- um degi. Við gáfum hvor annarri gjarnan í Þorbjörg Finnbogadóttir ✝ Þorbjörg Finn-bogadóttir var fædd 15. apríl árið 1921 á Harðbak á Melrakkasléttu. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. apríl síðast liðinn. Minn- ingarathöfn var í Fossvogskapellu, 7. maí sl. jólagjöf að fara í leik- hús saman, miklu oft- ar var það hún sem bauð, þar vorum við alveg sammála um skemmtanagildið. Ég er líka þakklát fyrir margar ferðir á lista- söfn sem ég fór á af því ég var með henni en hefði sennilega misst af annars. Hún gerði mér grein fyrir því að ég gæti notið eða horft fram hjá öllu sem í boði var, ég var ekki þarna til að kaupa allt sem var til sölu heldur til að öðlast víð- sýni! Hefðir eru sá hluti lífsins sem eru okkur hvað mikilvægastar í minn- ingunni. Jólin og Tobba lill eru það í mínum huga. Jólin komu þegar Tobba kom til okkar í Hrísey þegar ég var barn. Og jólin komu til mín og barnanna minna þegar Tobba kom til okkar á Tunguveginn eftir að ég var orðin fullorðin. Við áttum erfið jól þegar Tobba okkar lá á Borgarspítalanum eftir heilablóðfall jólin 2004. En Tobbu var rétt lýst, hún var aftur til staðar jólin 2005. Hefðirnar óbreyttar nema að nú varð hún að þiggja að Siggi viki úr rúmi fyrir henni þar sem enginn vildi vita af henni einni í gistingu á Sóleyjargötunni, en eins og hún sagði. „Það er gjörsamlega ómögu- legt að reka hann úr herberginu.“ Hún trúði því tæplega að hann væri svo ósköp glaður að eftirláta henni herbergið þó að hann margsegði henni það sjálfur. Við erum innilega þakklát fyrir tímann sem við fengum að njóta ná- vistar Tobbu okkar og horfa á vilja- þrekið og eljuna sem aldrei sveik. Ég veit að við eigum eftir að finna enn meir fyrir söknuði þegar jólin nálgast. Til að heiðra minningu hennar vona ég þó að við frænd- systkinin, Valli, Gummi, Bogi og ég, sem höfum hist til að drekka saman heitt súkkulaði að morgni annars dags jóla, höldum í þær hefðir. Virðing og reisn mun ávallt fylgja minningunni um Tobbu lill sem við komum til með að sakna í eigingirni okkar en getum þrátt fyrir það ver- ið þakklát fyrir að hún þurfti ekki að þjást lengur en hún gerði. Við þökkum innilega samfylgdina Borghildur Sigurðardóttir, Vera og Sigurður. Nú er hún Tobba mín búin að kveðja hið jarðneska líf. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir mér í kaffi með mömmu á Byggðaveginum hjá Tobbu. Þar var að sjálfsögðu alltaf vel lagt á borð og yfirleitt fékk ég kleinur eða boll- ur með mér heim í nesti. Tobba átti tuskutígrisdýr og fór ævinlega með mér í feluleik með dýrið í hvert skipti sem við komum í heimsókn sem var nú yfirleitt nokkrum sinn- um í viku fyrstu æviárin mín á Ak- ureyri. Hún var alltaf viljug að taka þátt í hinum ýmsu uppátækjum mínum eins og að fara í leikfimi á stofugólfinu eftir kaffið og skipti þá ekki máli hvort vinkonur hennar væru í heimsókn því ef barnið vildi þá tóku vinkonurnar bara líka þátt. Alla mína æsku á Akureyri var Tobba hjá okkur mömmu á að- fangadagskvöld og var það siður á mínu heimili að borða möndlugraut eftir hangikjötið. Þar sem ég var eina barnið vildi það nú þannig til að ég fékk undartekningarlaust möndluna en Tobba bar inn skál- arnar, spurning hvort eitthvað ann- að en tilviljun hafi ráðið. Á jóladag var síðan hefð að við borðuðum hjá Tobbu. Fyrstu árin voru alltaf rjúp- ur en eftir að ég kynntist mann- Elsku frænka. Um leið og ég kveð þig verð ég játa að ég var slegin þegar mamma sagði að þú lægir veik á spítala og væri ekki hugað líf. Þetta gerðist svo snöggt að ég trúði því ekki og sagði við mömmu að ég væri viss um að Helga frænka myndi vinna þetta, hún væri svo sterk. En það er víst bara einn sem ræður og nú var kallið eftir frænku komið. Ég man þegar við systkinin vorum lítil og fórum í bílrúnt inn á Ísafjörð í Helga María Kristjánsdóttir ✝ Helga MaríaKristjánsdóttir fæddist í Bolungarvík 6. september 1939. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði 23. apríl sl. Helga María var jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju 3. maí sl. heimsókn til þín. Og alltaf átti Helga frænka kökur og fí- nerí. Seinna þegar ég var eldri flutti ég suð- ur til Reykjavíkur og þegar ég keypti mér mína fyrstu íbúð komst þú í heimsókn og gafst mér pönnu- kökupönnu. Þegar ég átti börnin mín send- irðu þeim prjónaðar peysur og húfur. Aldr- ei var þinn hlýi hugur langt undan. Elsku frænka, ég veit að þú ert búin að gera svo mikið gott hér á jörðu og nú bíður þín annað verk hin- um megin. Eiginmanni þínum, börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um vil ég votta mína dýpstu samúð. Kveðja, Kristín Þóra (Stína litla.) ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN P. MICHELSEN, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á deild K1, Landakotsspítala fimmtudaginn 29. maí. Margrét Þorgeirsdóttir, Karl G. Kristinsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Kristín B.K. Michelsen, Magnús Sigurðsson, Sólveig H. Kristinsdóttir, Björn St. Bergmann, Anna Karen Kristinsdóttir, Gestur Helgason, afa og langafabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.