Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 58
58 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
48 ára farsæl sigling
ÞAÐ var glöð og stolt áhöfn sem
kom með varðskipið Óðin til Íslands
í janúar 1960. Skipherra var Eiríkur
Kristófersson og undirritaður var þá
þriðji stýrimaður. Síðar gegndi ég
starfi annars og fyrsta stýrimanns,
auk þess margoft skipherra á Óðni.
Skipið var smíðað í Álaborg í Dan-
mörku og var þá best búna björg-
unar- og varðskip á norðurslóðum.
Aðalvélar skipsins voru tvær og
ganghraði var 18 mílur. Skipið var
sérstaklega styrkt til siglinga í ís.
Þegar skipið kom til Íslands stóð
deilan við Breta vegna útfærslunnar
í 12 mílur sem hæst. Óðinn var öfl-
ugt varðskip Íslendinga í þorska-
stríðunum við Breta vegna útfærsl-
unnar í 50 og síðar 200 mílur og átti
verulegan þátt í sigrum Íslendinga.
Mikil farsæld hefur fylgt Óðni alla
tíð. Áhöfn hans tókst að bjarga fjöl-
mörgum mannslífum úr sjávarháska
og einnig að flytja sjúka og slasaða
og koma þeim undir læknishendur.
Þau skip sem Óðinn aðstoðaði í
háska eða vandræðum voru um tvö
hundruð. Óðinn aðstoðaði oft íbúa
afskekktra byggðarlaga og ruddi
flutningaskipum braut í hafísaárum.
Meginverkefni skipsins var þó alla
tíð að verja landhelgi Íslands, eins
og hún var á hverjum tíma, fyrir
veiðiþjófum, innlendum og erlend-
um. Bretar sýndu af sér stórhættu-
lega framgöngu í þorskastríðunum
og var mikil mildi að þeir ollu ekki
manntjóni. Löskuðu þeir meðal ann-
ars Óðin með ásiglingum.
Árið 1999 kom fram tillaga í Öld-
ungaráðinu, sem er félag fyrrver-
andi starfsmanna Landhelgisgæsl-
unnar, þess efnis að Óðinn yrði
varðveittur þegar hann lyki hlut-
verki sínu sem varðskip og gerður
að safni. Hefur Öldungaráðið unnið
ötullega að framgangi málsins síðan
og meðal annars átt marga fundi
með ráðamönnum hjá ríki og borg
um varðveislu Óðins. Landhelgis-
gæslan studdi hugmyndina af alefli
og það er Gæslunni til mikils sóma
hve skipinu hefur verið vel við hald-
ið.
Velunnarar skipsins stofnuðu
Hollvinasamtök Óðins í Víkinni –
Sjóminjasafninu á Grandagarði
haustið 2006 og þann 30. maí rennur
stóra stundin upp: Dómsmálaráð-
herra afhendir Hollvinasamtökum
Óðins skipið til eignar.
Formaður Hollvinasamtakanna
færir Sjóminjasafninu skipið til
varðveislu á Hátíð hafsins og verður
það hluti af safninu og aðgengilegt
almenningi. Faxaflóahafnir hafa bú-
ið skipinu stað hjá Sjóminjasafninu
og þar liggur einnig dráttarbáturinn
Magni, en hann er fyrsta stálskip
sem smíðað var á Íslandi.
Varðskipið Óðinn á sér stór-
merkilega sögu sem vert er að sýna
sóma og varðveita til framtíðar.
Ólafur Valur Sigurðsson,
skipherra og
formaður Öldungaráðsins.
ÓÐINN aðstoðaði oft íbúa afskekktra byggðarlaga og ruddi flutninga-
skipum braut í hafísárum.
Morgunblaðið/Sverrir
Sögulegt varðskip
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
HELDUR ÞÚ AÐ
ÉG EIGI EFTIR
AÐ KOMAST
ÚT HÉÐAN?
ÉG MUNDI
BIÐJA TIL SANKTI
JÚDASAR SANKTI JÚDAS?
DÝRLINGUR
GLATAÐRA
MÁLSTAÐA Ó...
NÝTT ÖRYGGISKERFI
TAKK FYRIR AÐ HRINGJA.
EF ÞÚ VILT KAUPA
EITTHVAÐ, ÝTTU Á EINN...
EF ÞÚ VILT VITA STÖÐUNA
Á REIKNINGNUM ÞÍNUM,
ÝTTU Á TVO...
ÉG ÞÚ HEFUR EKKERT AÐ
GERA NÆSTU TVO
KLUKKUTÍMANA, ÝTTU Á ÞRJÁ
Æ, NEI...
OF MIKILL
SYKUR
HRANNAR, ÉG ER
ORÐIN LEIÐ Á ÞVÍ AÐ
LEITA AÐ HÖFÐINU
Á ÞÉR FYRIR ÞIG. EF
ÞÚ LÆTUR EKKI
FESTA ÞAÐ BETUR Á,
ÞÁ FER ÉG FRÁ ÞÉR...
OG ÞÁ BYRJA
VANDRÆÐIN FYRIR
ALVÖRU
FYRIRGEFÐU,
ELSKAN
dagbók|velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
FRÉTTIR
LAGADEILD Háskólans í Reykjavík
og Fjármálaeftirlitið hafa skrifað
undir starfsnámssamning fyrir nem-
endur lagadeildar. Þetta er 16.
samningur lagadeildar við stofnanir
og fyrirtæki um starfsnám fyrir
nemendur sem þeir fá metið til ein-
inga.
Hluti af meistaranámi við laga-
deild Háskólans í Reykjavík getur
farið fram í viðurkenndu starfsnámi
og getur nemandi fengið allt að 6
einingar metnar í meistaranámi á
grundvelli starfsnámssamninga
lagadeildarinnar og einstakra stofn-
ana og fyrirtækja. Það skilyrði er
sett í reglum um starfsnám að nem-
andi vinni undir eftirliti umsjón-
araðila að lögfræðilegu verkefni eða
verkefnum sem séu sannarlega til
þess fallin að auka þekkingu hans í
lögfræði og hæfni til að vinna að úr-
lausn lögfræðilegra verkefna, segir í
fréttatilkynningu.
Starfsnám Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur í lagadeild HR, og
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, undirrita samninginn.
HR og FME
semja um samstarf