Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 21
beitt. Hvernig verða þessar setn- ingar til? „Hver maður verður fyrir áhrif- um af öðru fólki, umhverfi og bíó- myndum. Ég hef alltaf verið hrifinn af gömlu bíómyndunum, þar sem ein setning er sögð sem skýrir allt þannig að ekki þarf að segja alla söguna. Svokallaðir „einlínungar“ eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég hef dálæti á góðum tilsvörum. Mín tilsvör eru mörg stolin, stílfærð og alla vega og sum algjörlega heimasmíðuð. Svo þegar aðstæður skapast eða eitthvað kemur upp á þá lætur maður vaða. Maður reynir að setja aðstæður í eina setningu og málið er dautt. Flott!“ Þú hlýtur að hafa séð eftir ein- hverju sem þú hefur sagt? „Já, auðvitað en með þessum til- svörum geri ég allt eins grín að sjálfum mér og öðrum. Þessi tilsvör eru kaldhæðni og grín, sögð til að brjóta upp tilbreytingarleysið. Hugsanlega móðgast fólk stundum og heldur að ég sé hrokafullur, sjálfhverfur og frekur. Ég er reyndar nokkuð ákveðinn að eðl- isfari en ég reyni að vera sann- gjarn. Það er mikilvægt að húm- orinn sé í lagi. Annars er ég er algjör kettlingur inn við beinið“ Ertu lífsglaður maður að eðlis- fari, verðurðu aldrei dapur eða leið- ur? „Ég myndi segja að ég sé nokkuð lífsglaður þótt ég sé ekki stöðugt eins og hlæjandi potthlemmur. Ég fæ mín litlu kvíðaköst og finn fyrir svartsýni endrum og sinnum. En ég reyni að hrista það af mér og taka lífið ekki of alvarlega. Ég er skap- maður, get verið fljótur upp og enn fljótari niður. Ég get æst mig yfir smáræðum og það hefur reyndar aukist aðeins með aldrinum, sem er dálítið skrýtið því það ætti að vera á hinn veginn. Skapferli mitt er eins og hjá Suður-Evrópubúa. Ég á til að tala hátt, vera ákafur og nota handahreyfingar og virðist þá vera mikið niðri fyrir en er þá um leið býsna rólegur innra með mér.“ Finnst ég alltaf vera að byrja Þú hefur verið í hjónabandi í ára- tugi. Hver er lykillinn að góðu hjónabandi? „Gott hjónaband er list. Hjón sem eru búin að vera lengi saman og sjá börnin sín vaxa úr grasi eru í þroskandi sambandi sem ekkert fær haggað. Lykillinn að góðu hjónabandi er gagnkvæm ást, tillit- semi og virðing.“ Ertu rómantískur? „Já, í mínu lífi svífur rómantíkin mjög oft yfir vötnum. Tónlistin inni- heldur mikla rómantík sem og mikla dramatík. Ég er rómantískur og þori að viðurkenna það. Það eru ekki allir sem þora að viðurkenna það því sumum þykir það veikleiki að vera rómantískur, sem er algjör misskilningur.“ Ertu pólitískur? „Lífið er pólítík sagði einhver og það eru orð að sönnu. Það er ekki flóknara en það. Ég er pólitískur. Ég kaupi Mogg- ann. En þótt ég kaupi Moggann þá þarf ég ekki alltaf að vera sammála hægri mönnum. Íslendingar eru sjálfstætt fólk og hafa verið frá upphafi. Margir gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er sósíal- demókratískur flokkur og Samfylk- ingin líka. Fólk kýs menn og mál- efni frekar en flokka og stefnur. Lífið má ekki vera flokkspólitík.“ Er mikill rígur í tónlistarbrans- anum milli þeirra sem keppa um að vera bestir? „Við erum allir þannig kolleg- arnir. Það er samkeppni og það er gott. Það vilja allir að allt takist sem best hjá sér. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja að ég vil að sem flestir kaupi plöturnar mínar og sem flestir njóti þeirra. Vilja rit- höfundar til dæmis ekki að sem flestir kaupi bækurnar þeirra og lesi þær og njóti? Eða vilja þeir vera berfættir og svangir uppi á há- lofti og pára á pappír með fjöð- urstafnum? Í listabransanum ber stundum á því viðhorfi hjá einstaka listamönn- um að það sé ekki nægilega fínt að njóta vinsælda meðal almennings en um leið þrá þessir sömu lista- menn ekkert meir en viðurkenn- ingu. Ég þoli ekki þetta viðhorf og tvískinnung!“ Finnst þér þú hafa náð öllum þeim áföngum sem þú stefndir að þegar þú byrjaðir í tónlistarbrans- anum? „Nei. Mér finnst ég alltaf vera að byrja og ég er enn að læra og reyna. Ég á eftir að koma frá mér fleiri lögum og búa til fleiri plötur. Næsta verkefni er nýja sólóplatan hans Ladda. Ég er í svaka stuði, eins og segir í laginu hans Ladda. Ég hef verið svo lánsamur að mörg laga minna hafa orðið vinsæl og ég er ánægður með það. Kannski ætti ég að gera meira af því að koma mínum eigin lögum á framfæri. Síðastliðin ár hef ég verið að semja þó nokkuð og er að und- irbúa sólóplötu þar sem verða nokkur lög eftir mig. Sumir semja lög bara til að geta sagt að þeir hafi samið lag. Ég á það til að bera mín lög saman við önnur lög. Í hvert sinn sem ég er búinn að semja lag er ég mjög með- vitaður um að það eru til fjölmörg lög sem eru miklu betri en mín. Sennilega er þetta óþarfa kröfu- harka. En ég held áfram. Ég verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og er svo heppinn að geta unnið við það sem ég hef gam- an af. Ég mun halda áfram að syngja eins lengi röddin er í lagi og fólk vill hlusta á mig.“ Morgunblaðið/G.Rúnar við beinið MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 21 » Í listabransanum ber stundumá því viðhorfi hjá einstaka lista-mönnum að það sé ekki nægi- lega fínt að njóta vinsælda meðal al- mennings en um leið þrá þessir sömu listamenn ekkert meir en viðurkenn- ingu. Ég þoli ekki þetta viðhorf og tví- skinnung!“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.