Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Írönum hefurvaxið veru-lega ásmegin eftir innrás Bandaríkjanna í Írak í mars árið 2003. Áhrif þeirra í Mið- Austurlöndum eru meiri nú en þau hafa verið um langt skeið. Þessi uppgangur Írana hefur verið Bandaríkjamönnum þyrnir í augum og ekki er hann heldur bandamönnum þeirra í Ísrael að skapi. Bandaríkin hafa haft í hót- unum við Írana og hefur skap- ast af því nokkur titringur. Bandaríkjaþing samþykkti í fyrra að snarauka útgjöld til leynilegra aðgerða gegn Íran. Markmið þeirra er samkvæmt rökstuðningi Bandaríkja- forseta til þingsins að grafa undan klerkastjórninni í Íran. Kjarnorkuáætlun Írana hefur einnig valdið miklum titringi. Írönsk stjórnvöld segjast vitaskuld aðeins ætla að nota kjarnorkuna til að framleiða rafmagn, en margir gruna þá um að hafa í hyggju að smíða kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Teheran líti svo á að takist þeim að smíða ger- eyðingarvopn komist þeir í ákjósanlega stöðu í valdatafl- inu í Mið-Austurlöndum og geti virt hótanir vettugi. Í vikunni skutu Íranar tvo daga í röð eldflaugum í til- raunaskyni. Sagt er að flaug- unum megi skjóta á skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð. Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum og hafa meðal annars birst myndir af til- raununum, sem virðist hafa verið breytt. Margir hafa áhyggjur af að Bandaríkjamenn muni leita sér að átyllu til að gera innrás í Íran. Reynslan í Afganistan og Írak hlýtur að vera þeim víti til varnaðar í þeim efnum. Ísraelum er vitaskuld mjög órótt yfir auknum mætti Ír- ana. Írönsk stjórnvöld hafa ýtt undir hryðjuverk í Ísrael. Ekki er ólíklegt að Ísraelar sjái sér hag í að senda orr- ustuþotur inn í Íran til að eyðileggja skotpalla þeirra og eldflaugabúnað. Bandaríkja- menn kynnu að líta svo á að slík aðgerð hentaði hags- munum þeirra, en það væri skynsamlegt fyrir þá að beita áhrifum sínum til að hemja Ísraela því að slík árás gæti hleypt öllu í bál og brand. Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á að draga upp ógn- vænlega mynd af Írönum, en það er misskilningur að ætla að í Íran ráði froðufellandi of- stækismenn lögum og lofum. Reynslan sýnir að þegar í harðbakkann slær láta íransk- ir ráðamenn raunsæið ráða. Koma þarf í veg fyrir að Íran- ar komi sér upp gereyðingar- vopnum. Það verður gert með samkomulagi, en ekki blóðs- úthellingum. Bandaríkin hafa hert leynilegar aðgerðir gegn Íran } Uppgangur Írana Tveir starfs-menn Veiði- málastofnunar, þeir Þórólfur Ant- onsson fiskifræð- ingur og Sigurður Guð- jónsson forstjóri, skrifuðu grein í Morgunblaðið í gær og vöktu athygli á „hernaði gegn ám landsins“. Þar eiga þeir við malar- tekju úr ám, sem hefur farið vaxandi með árunum vegna eftirspurnar eftir möl til vegaframkvæmda. „Fremur hefur verið sótt í árnar held- ur en landnámur, þar sem ummerkin sjást þar síður en þegar efni er tekið á landi. Slík malartekja úr ám getur hins vegar valdið miklum skaða á búsvæðum og lífríki ánna ekki síður en á landi. Áhrifin geta náð langt út fyr- ir efnistökustað vegna efnis- tilflutnings og óstöðugleika botnsins,“ skrifa Þórólfur og Sigurður. Þeir benda á að efnistaka geti valdið stórfelldum skaða á lífríki árbotnsins. Algengt sé að á hverjum hundrað fer- metrum árbotns séu 10-50 seiði laxfiska. „Að moka upp fugla- varpi með þessum þéttleika unga yrði seint leyft,“ segja þeir. Sigurður og Þórólfur segja mörg sveitarfélög hafa van- rækt hlutverk sitt við vernd- un lífríkis ánna. Þau hafi skotið sér á bak við að eldri námur í eða við árnar séu starfandi. Þeir vísa hins veg- ar til nýs ákvæðis í náttúru- verndarlögum, sem tók gildi í byrjun þessa mánaðar og kveður á um að langflestar eldri námur þurfi fram- kvæmdaleyfi sveitarstjórnar, annars sé efnistaka óheimil. Eftir 1. júlí 2012 munu allar námur þurfa framkvæmda- leyfi. Það er full ástæða til að taka mark á þessum ábend- ingum. Lífríki ánna er ekki síður mikilvægt, þótt það sjá- ist ekki vel undir yfirborðinu, en t.d. fugla- og dýralíf, sem er öllum sýnilegt. Þetta líf- ríki á að umgangast af sömu virðingu og varkárni og ann- að. Lífríki ánna er ekki síður mikilvægt}Malarnám og lífríki ánna O g er ég ekki spámaður en þó get ég að þitt nafn sé uppi meðan veröldin er byggð,“ sagði norsk- ur farmaður sem gaf stráklingn- um Urðarketti af Ströndum eig- ur sínar allar og nafnið Finnbogi um leið. Norskir jarlar og grískir konungar endur- ómuðu síðar þennan spádóm um drenginn. Heimurinn kunni að meta Finnboga ramma þótt Ísland hefði borið hann út til að deyja. Finnbogastaðir eru nefndir eftir Finnboga ramma og þegar þeir brunnu til kaldra kola fyrir nokkrum vikum hvarf eitt af átta lifandi býlum í fámennasta og afskekktasta sveita- samfélagi þjóðarinnar. Það þarf vart að taka fram hversu mikið áfall þetta er bóndanum sem missti allt sitt og forfeðranna í eldinum. Það sem er e.t.v. erfiðara að lýsa er áfallið sem ríður yfir heilt samfélag þegar eitt bú af svo fáum fellur í valinn. Árneshreppur hefur um aldir lifað af margvíslegum hlunnindum lands og sjávar. Gróskumikill landbúnaður og sauðfjárstofn, æðarvarp, rekasæld, fiskveiðar, sel- veiðar og jafnvel hákarlaveiðar hafa verið stundaðar í hreppnum. Enn lifir þar og starfar fólk sem man og tók þátt í vinnubrögðum sem lítið höfðu breyst í gegnum ald- irnar. Menningarminjar eru við hvert fótmál: Vitum við Íslendingar hvílík auðævi slík lifandi byggð er í heim- inum í dag? Í Árneshreppi hef ég smakkað ljúffengasta lambalæri og hangikjöt um ævina, heimaalið, heimaslátrað og heimalagað: sjálfbærni í sinni tærustu mynd. Hvers vegna er Strandakjöt ekki sérstakt vöru- merki? Ég hef líka teflt þar skák í eftir- minnilegasta skáksal Síldarverksmiðjunnar í Djúpavík, steinsnar frá sjarma hótelsins. Ég hef notið gómsætrar Strandakleinu á Kaffi Norðurfirði og dáðst að ljósmóðurtólum í minjahúsinu Kört. Í blómlegri framtíð hreppsins er enginn að tala um að hverfa aftur til fortíðar. Þvert á móti. Tækifærin blasa við sem byggjast á hinu gamla til að skapa eitthvað nýtt – minj- um, arfleifð, afurðum, menningu, landslagi, mannlífi, samfélagi. En ef snjómokstrar hætta um miðjan vetur, ef kennari nær ekki í námsefni því að tölvutengingin virkar ekki – hvað hverfur þá með fólkinu sem fer, sam- félaginu sem eyðist? Lifandi menningarlandslag og samfélag á gömlum merg eru auðæfi í sjálfu sér sem boða ný tæki- færi til framþróunar ef að þeim er hlúð. Slíkt samfélag er eftirsóknarvert í heiminum í dag. Þetta vita Norðmenn, sem öðrum fremur kunna að hlúa að eigin strandbyggð- um og draga fram fjölbreytileika þeirra og ríkidæmi. Framtíð Árneshrepps er björt ef einungis brot af hug- takinu „jafnræði til búsetu“ fær raunverulegt inntak í ís- lenskum samtíma. Hvenær verður það? Þau ykkar sem enn hafið ekki heimsótt Árneshrepp á Ströndum: Látið ekki happ úr hendi sleppa. Sumarið er ungt og öllum tekið fagnandi! Áhugasamir geta stutt uppbyggingu á nýju býli á Finnbogastöðum: reikningur 1161-26-001050; kennitala: 4510892509. glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Afskekkt auðæfi sumarsins Framtíð REI í bið- stöðu fram á haust FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is F ramtíð Reykjavík Energy Invest, útrásar- arms Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ver- ið á reiki frá ársbyrjun og samstöðuleysi ríkt meðal borg- arstjórnarflokkanna um næsta skref í rekstrinum. Um síðustu mánaðamót sögðu fjór- ir lykilstarfsmanna REI upp störfum og báru því við ekki væri vinnufriður til að sinna verkefnum vegna ósættis um framhald starfseminnar. Minnihlutinn í borgarstjórn hefur þá stefnu að borgin eigi, með lág- marksáhættu, að nýta sér þau tæki- færi sem OR býðst með REI til hags- bóta fyrir Reykvíkinga. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hinsvegar sagst vera á þeirri skoðun að stjórnmála- menn eigi ekki að standa í áhættu- rekstri með peninga skattgreiðenda í öðrum löndum og því eigi OR ekki að veita meira fé til útrásarverkefna REI heldur selja þau frá sér. Á sama tíma berast þó þær fréttir að dótturfyrirtækið Envent hafi ný- hlotið rannsóknar- og nytjaleyfi á Filippseyjum þar sem til stendur að reisa orkuver, en það mun krefjast viðbótarfjármagns. Því er ekki furða að margir spyrji sig hvort algjört stefnuleysi ríki um rekstur REI. Verkefnin verða að halda áfram þar til annað kemur í ljós Að sögn Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns REI, er nú verið að leita annarra leiða til að halda áfram útrásinni erlendis án þess að al- mannafé sé veitt í verkefni sem í eðli sínu séu áhættusöm. „Okkar fjárhagslega skuldbinding á Filippseyjum kom til í september síðastliðnum og við getum ekki hlaupist undan henni, en þetta er ekki mjög há upphæð, um 800.000 dollarar. Sú vinna er að fara af stað núna og ef þetta verkefni gengur vel ættum við að hafa nægan tíma til að skoða hvernig við getum haldið því áfram með utanaðkomandi fjár- magni“. Kjartan segir að miklir möguleikar liggi í þeim verkefnum sem þegar hefur verið komið á fót, en þau séu jafnframt fjárfrek. Á meðan framtíð REI sé óráðin verði samt að halda verkefnunum áfram til að skaða ekki verðmæti þeirra, þrátt fyrir þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að losa beri OR undan útrásarstarfseminni. Niðurstöður stefnumótunar liggi fyrir í haust Í sumar stendur yfir mikil stefnu- mótunarvinna hjá stjórn REI og er stefnt að því að ákvörðun um fram- hald útrásarinnar liggi fyrir í haust. Að sögn Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, gengur starfið vel og segist hún von- ast til að flokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur komist að niðurstöðu sem verði farsæl fyrir fyrirtækið og borgarbúa. „Ég veit ekki hver end- anleg ákvörðun verður, en hún mun skýra með nákvæmum hætti hvað við ætlum að gera í framhaldinu,“ segir Hanna Birna. „Okkar stefna er alveg skýr, við viljum lágmarka þá áhættu sem skattgreiðendur í Reykjavík bera af þessu verkefni og við viljum að Orku- veitan einbeiti sér að þeim verkefnum sem hún á að sinna, þ.e. sinni kjarna- starfsemi í þjónustu við borgarbúa.“ Á meðan sé þó nauðsynlegt að því starfi sem unnið hefur verið sé haldið við. „Á meðan við erum að skoða þetta verða þau verkefni sem þegar eru hafin að fá að halda áfram. Orku- veitan er ekki að leggja nýtt áhættu- fjármagn í þetta, það er bara verið að halda starfseminni gangandi í þeim farvegi sem hún var í til að tryggja að möguleg verðmæti glatist ekki.“                             „VIÐ höfum haft sömu stefnuna alla tíð. Það þarf að afmarka áhætt- una en þetta eru mjög spennandi tækifæri og við eigum að nýta þau og koma þannig þekkingu og tengslaneti Orkuveitunnar í verð, rétt eins og önnur orkufyrirtæki eru að gera, til hagsbóta fyrir Reykvíkinga,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, borgarfulltrúi Samfylk- ingar. Hann segir það hafa legið fyrir frá áramótum að REI eigi að starfa sem útrásar- og fjárfesting- ararmur OR og það kæmi honum mjög á óvart ef þar yrði breyting á. Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórn REI, segir að útrásin eigi að geta haldið áfram undir merkjum OR án þess að borg- in þurfi að leggja til meira fjár- magn. „Við þurfum þannig ekki að koma að þessu sem fjárfestir heldur sem þekkingarlegur bakhjarl, og með þeim hætti eignumst við okkar hlut í verkefnunum. Ef okkur tekst þannig að finna þessu farveg án þess að leggja meiri peninga undir þá skil ég ekki alveg í hverju and- staða Sjálfstæðisflokksins felst.“ REI FYRIR REYKJAVÍK››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.