Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 12. júlí, 194. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, lang- lyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Víkverji er þeirrar skoðunar aðgott sumarveður á Íslandi, eins og verið hefur stóran hluta sumars, sé heimsins besta veður. Ekki of heitt, ekki of kalt en samt hægt að fara í sólbað. Að skella sér í sund, taka nokkra spretti og flatmaga svo í vaðlaug, það er himneskt. Að skreppa í sumarbústaðinn, grilla, fá sér einn ískaldan eða rauðvínsglas og skreppa í pottinn eftir mat, það er jafnvel betra. x x x Víkverji skrapp nýverið á eyjunaKrít í sumarfrí og var alveg að drepast úr hita enda hitinn allt að 37°C suma daga. Sundlaugin við hót- elið bjargaði málum og þar lék Vík- verji sér með eins og hálfs árs göml- um syni sínum alla daga í heila viku. Á morgnana var snædd grísk jógúrt með hunangi, heimsins bestu ávextir út í og ólgandi grískt kaffi drukkið við sundlaugarbakkann. Á kvöldin hófust allar máltíðir með grísku sal- ati sem Víkverji fékk aldrei nóg af. Hvílíkur fetaostur! Hvílíkir tómatar! Hvílík ólífuolía! Loksins fékk Vík- verji tómata sem bragð er af og þar að auki fagurrauðir. Ekki þetta bleika, vatnskennda drasl sem kall- að er tómatar í íslenskum matvöru- verslunum. Og ekki var krítverska hvítvínið verra, hreinlega bráðnauð- synlegt að kæla sig niður með því öll kvöld. Víkverji var engan veginn saddur af ljúfa lífinu á Krít þegar halda varð heim. x x x Það eina sem varpaði skugga áágætt frí voru ferðirnar til Krít- ar og frá. Fyrst varð margra klukkustunda töf á flugi út, svo bættist við klukkustund út af blind- fullum farþegum sem voru of drukknir til að fljúga, og varð því að finna ferðatöskurnar þeirra reglum samkvæmt. Vel á aðra klukkustund tók að innrita sig í flugið heim á Krít og svo varð aftur töf þar um vel á aðra klukkustund. Það verður þó gleymt og grafið þegar Víkverji hyggur næst á útlandareisu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hollráðið, 8 happið, 9 atvinnu- grein, 10 greinir, 11 nef- ið, 13 kveif, 15 sæti, 18 moð, 21 tré, 22 treg, 23 hamingja, 24 hag- kvæmt. Lóðrétt | 2 inntaks, 3 hárug, 4 þjálfun, 5 út, 6 drungi, 7 for, 12 vond, 14 dveljast,15 rétt, 16 án fyrirvara, 17 aur, 18 brotsjór, 19 fim, 20 svelgurinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skáld, 4 þrúga, 7 urtan, 8 ökrum, 9 nem, 11 dúða, 13 ásar, 14 gumar,15 farg, 17 asni, 20 gró, 22 logar, 23 nauða, 24 runni, 25 tuddi. Lóðrétt: 1 Skuld, 2 ástúð, 3 dúnn, 4 þröm, 5 útrás, 6 aumur, 10 eimur, 12 agg,13 ára, 15 fúlar, 16 ragan, 18 stund, 19 iðaði, 20 grói, 21 ónýt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is STAÐAN kom upp á Boðsmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Danski alþjóðlegi meistarinn Espen Lund (2420) hafði hvítt gegn landa sínum, kollega og sigurvegara móts- ins, Jakob Vang Glud (2456). 49. Hxf7! Rg4 svartur hefði einnig haft tapað tafl eftir 49…Kxf7 50. Dxe6+ Kf8 51. De7+. Í framhaldinu reynir svartur að skapa sér mótspil en án ár- angurs. 50. Dxe6 Dxd4+ 51. Kg2 Kh7 52. Hf4 Db2+ 53. He2 Hd2 54. Hfe4 Rf6 55. Hxd2 Dxd2+ 56. He2 Dg5 57. c6 Rh5 58. De5 Dc1 59. c7 Dc6+ 60. Kg1 Rf6 61. h3 Rh5 62. Kh2 Dc1 63. Dd6 Dc3 64. Hg2 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Upplýsandi opnun. Norður ♠KD ♥K104 ♦752 ♣DG732 Vestur Austur ♠107532 ♠G4 ♥5 ♥D98732 ♦DG1063 ♦K9 ♣K6 ♣1084 Suður ♠Á986 ♥ÁG6 ♦Á84 ♣Á95 Suður spilar 3G. „Tunga er höfuðs bani,“ segir í Hávamálum og það sannast oft við spilaborðið. Málgleðin opnar leiðir, sem áður voru ófærar. Margir kepp- endur á EM vöktu í austur á veikum tveimur í hjarta eða multi-ígildi þeirrar sagnar. Suður kom inn á 2G, sem norð- ur lyfti í þrjú. Tíguldrottning út og yf- irtekin með kóng. Jón Baldursson var hópi hinna lánsömu sagnhafa þar sem austur vakti. Jón dúkkaði tígulinn tvisvar, tók svo spaðahjón og þrjá slagi á hjarta með sannaðri svíningu. Vestur mátti missa einn spaða, en þriðja hjart- að réð hann ekki við með góðu móti – varð að henda frítígli. Jón spilaði þá ♠Á og spaða og neyddi vestur til að gefa laufslag. Þeir sagnhafar sem enga hjálp fengu í sögnum treystu á ♣K í austur: dúkkuðu tígul tvisvar og spiluðu svo ♣Á og laufi. Ekki gott. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú kemur endalaust á óvart! Sem betur fer kunna traustu týpurnar þínar að meta smá-súrt grín. Þú skemmtir öðr- um og sjálfum þér um leið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hjá þér er það að halda andlitinu ekki líkamlegt. Enginn tekur eftir föt- unum þínum eða þyngdinni. Fólk tekur eftir viljanum til að tengjast og hjálpa öðru fólki. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þegar hugurinn er að sligast undan ábyrgðinni, er minna pláss fyrir ímyndunarafið til að leika lausum hala. Þú ert skapandi þegar jafnvægi ríkir milli frelsis og reglna. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ferð á fallegan stað þar sem smáatriðum er veitt athygli, og þú tekur þátt í stórri sýn einhvers annars. Sestu og njóttu þessarar einstöku sýningar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þegar þú varst að koma þér vel fyr- ir, leistu upp og sást eitthvað nýtt og spennandi við sjóndeildarhring. Reyndu að venjast tilhugsuninni um breytingu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það verður slúðrað, og flest af því er ósatt, en líka einhver sannleikur. Það er þitt val hvort þú vilt komast inn í þessi mál, en vera ekki alveg úti að aka. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Óboðnir gestir mæta á svæðið. Heiðraðu þá með athygli þinni. Þú mátt treysta því að meira búi að baki en til- viljun. Fólk hittist af einhverri ástæðu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Skot hér og þar eru skemmti- leg, en þú hefur meiri áhuga á sambandi sem endist. Ekki flýta þér, heldur ekki með þeim sem þú hefur þekkt lengi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú getur ekki trúað sumu sem sumir eru viðkvæmir út af. Samt vill fólk að þú trúir því og samþykkir hegðun sem þú skilur hvorki upp né niður í. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vinir gera kröfur á þig og sækja í öryggið sem þeir skynja í nálægð þinni. Ætíð trúr stendur þú þína plikt: fyrstur til að koma, seinastur til að fara. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert ánægður og heppnin er með þér. Og þar sem þú ert svo yfirmáta ánægður með það sem þú færð, færðu jafnvel meira. Þessu gætir þú vel vanist! (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú setur eigin þarfir til hliðar til að sinna þörfum vinar. Það er gott að gefa. Og skyndilega hverfa þarfirnar þín- ar – kannski voru þær ekkert svo mikil- vægar. Stjörnuspá Holiday Mathis 12. júlí 1997 Safn Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara var opnað í Löngu- búð á Djúpavogi, en hann ólst upp í Hamarsfirði. Safnið var áður í Reykjavík. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Ragnheiður Stefanía Þor- steinsdóttir frá Tindum í Dala- sýslu verður ní- ræð á morgun, 13. júlí. Hún tek- ur á móti gestum á afmælisdaginn í Blómasal Hótel Loftleiða milli kl. 15 og 18. 90 ára Guðmundur Marinó Þórðar- son, Þelamörk 1, Hveragerði, er áttræður í dag, laugardaginn 12. júlí. Hann er staddur í Pól- landi þessa dag- ana ásamt eigin- konu sinni, Halldóru Þórðardóttur, og syninum Þresti Smára. 80 ára Hjónin Alfreð Eyjólfsson og Guð- jónía Bjarnadóttir eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 12. júlí. Þau munu dveljast í Kaupmanna- höfn um helgina og fagna þessum merku tímamótum. Gullbrúðkaup „ÞAÐ verður lítið sólarafmæli í garðinum heima þar sem ég tek á móti vinum og vandamönnum,“ segir Sigþór Sigurjónsson, veitingamaður og af- mælisbarn en hann er sextugur í dag. Sigþór er eigandi Kringlukráarinnar og segir hann starf sitt ganga fyrir enda krefjist það tíma og yfirlegu. En auk þess stundi hann göngur, golf, veiði af fullum krafti og er einnig áhugamaður um hestamennsku. Sigþór og eiginkona hans, Kristín Auður Sophusdóttir, eiga tvö börn og tvö barna- börn. Í sumar ætlar Sigþór að reyna að taka sér örlít- ið frí. „Ég mun fara í útilegu og göngu með gönguhóp sem ég er hluti af. Við munum ganga inn í Markarfljótsgljúfur, upp á Hattfell og Tindfjallajökul og inn í Emstrur,“ segir Sigþór sem fer árlega í ein- hvers konar gönguferðir. „Svo munum við hjónin heimsækja vinahjón okkar í Portúgal en við erum í Hjónaklúbbnum Dagsljósunum sem hittist reglulega.“ Sigþór segir að hann sé ekki mikið fyrir afmæli og hafi ekki haldið upp á það síðan hann varð fertugur. „Þá hélt ég 400 manna veislu á Hótel Íslandi og það var auðvitað töluvert skemmtilegt.“ Í dag verður fagnaðurinn hins vegar ekki jafn-viðamikill, en þeim sem hafa hug á að gleðja Sigþór er bent á SOS-barnahjálp. gudrunhulda@mbl.is Sigþór Sigurjónsson er sextugur í dag Lítil veisla í bakgarðinum ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.