Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÍSRAELSHER stöðvaði í gærmorgun sjúkrabíl í neyðarútkalli á leiðinni út úr borginni Nablus í Palestínu. Í sjúkrabílnum voru ásamt bílstjóra, lækni og hjúkrunarfræðingi franskur heimilda- myndagerðarmaður og íslenski hjúkrunarfræði- neminn Gunnar Pétursson. Gunnar er sjálfboða- liði á vegum félagsins Íslands-Palestínu á Vesturbakkanum og býr í Nablus. Sjúkrabíllinn var stöðvaður við eina af varð- stöðvunum við veginn út úr borginni. Ekin var hjáleið framhjá stöðinni þar sem um neyðartilfelli var að ræða og bílaröð hafði myndast við stöðina. Gunnar segir að venjulega fari þeir óáreittir um þessa hjáleið á sjúkrabílnum. Ísraelarnir gáfu lítið fyrir að um neyðartilfelli væri að ræða. Hríðskota- byssum var miðað að þeim sem í sjúkrabílnum voru og þeim hótað. „Viltu að ég skjóti ykkur? Ég ætti að skjóta ykkur. Ég skýt ykkur, ég skýt ykk- ur næst þegar þið komið, ég ætti helst að skjóta ykkur núna,“ segir Gunnar hermanninn sem fór fyrir sveitinni hafa öskrað á þá. Að auki sagðist hermaðurinn auðveldlega myndu komast upp með að skjóta þá, hann þyrfti bara ljúga því að hann hefði talið þá vera félaga í Hamas-samtökunum. Sprengjuregn og kúlnahríð að næturþeli Gunnar segir yfirgang sem þennan daglegt brauð á varðstöðvum Ísraela. „Við erum ekkert einsdæmi, fólk er að fæða börn við varðstöðv- arnar, fólk er að deyja við varðstöðvarnar af því bíllinn þess er stoppaður,“ segir hann og vill meina að þetta atvik sé ekki fréttnæmt miðað við það sem heimamenn þurfi að ganga í gegnum á degi hverjum. Sjálfur er hann oft stöðvaður við varðstöðvar og yfirheyrður en yfirleitt sleppt inn- an hálfrar klukkustundar. Að öðru leyti segist Gunnar ekki hafa lent í neinum vandræðum og finnst hann ekki vera í hættu. Þó segist hann á hverri nóttu heyra sprengingar og skothríð Ísraelshers sem hafi hert aðgerðir sínar á svæðinu gegn Hamas. Hann hafi í fyrsta sinn orðið smeykur þegar hermaðurinn ógnaði honum og samferðafólki hans með vélbyss- unni. Daglegt brauð Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Íslands-Palestínu, segir vandræði eins og þau sem Gunnar lenti í vera daglegt brauð íbúa Vest- urbakkans. Sjálfboðaliðar á vegum félagsins hafa þó sloppið nokkuð vel. „Fólk verður bara eins og aðrir fyrir óþægindum af völdum hernámsins.“ Þó hafi tveimur sjálfboðaliðum verið vísað úr landi fyrir engar sakir og eitt sinn varð sjálfboðaliði fyr- ir gúmmíkúlu. Henni var skotið af löngu færi og varð honum því ekki meint af. Félagið hefur sent á fjórða tug sjálfboðaliða til starfa í Palestínu á síðustu fimm árum. „Ég ætti helst að skjóta ykkur“  Ísraelskur hermaður hótaði íslenskum hjúkrunarfræðinema lífláti og ógnaði honum með vélbyssu  Daglegt brauð fyrir íbúa á Vesturbakka Jórdanárinnar að sögn formanns Íslands-Palestínu Í HNOTSKURN » Að hindra hjúkrunarfólkí starfi sínu á herteknu svæði er brot á Genfarsamn- ingnum um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum. » Í apríl hefti Ísraelsherför 25 sjúkrabíla Rauða hálfmánans í Palestínu. » Árið 2007 gerði Ísr-aelsher tuttugu árásir á sjúkrabíla á vegum Rauða hálfmánans. » Vopnahlé milli Ísraelaog Hamas-samtakanna hefur verið í gildi síðan 19. júní. Gunnar Pétursson BIRGIR Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og um- hverfissviðs Kópavogsbæjar, steig fyrstur í pontu í gær og útskýrði í grófum dráttum þær hug- myndir sem felast í nýju tillögunni. Hann lagði áherslu á að skipulagið væri enn í mótun. „Þetta eru hugmyndir og nánari útfærsla á þeim er eftir. Í þeim felast margvíslegir mögu- leikar til að koma til móts við óskir íbúanna.“ Hann benti á að skipahöfn, sem var að finna í upphaflegu tillögunni, hefði verið fjarlægð af teikniborðinu. Einnig væri áherslan á blandaða byggð í Kárs- nesi í nýju tillögunni og svæði undir framtíðaratvinnu- og íbúðarhúsnæði hefði verið minnkað frá þeim fyrri. Þetta væri í samræmi við sjónarmið íbúa. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, sagði mikilvægt að samþykkja tillög- una enda þyrfti að leggja hana fyrir samvinnunefnd um skipulagsmál á höfuð- borgarsvæðinu 11. ágúst næstkomandi. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sagði nýju tillöguna vera mjög góða. „Með þessari tillögu er komið til móts við sjónarmið íbúa. Það er alls ekki verið að keyra þetta yfir þá, þvert á móti. Það er aðeins verið að samþykkja að skipu- lagið verði auglýst. Skipulagið er enn í mótun og nægur tími gefst til að þróa það áfram í samráði við íbúa á Kársnesi.“ haa@mbl.is Segja nánari útfærslu skipulagsins vera eftir SKIPULAGSBREYTINGAR í Kársnesi hafa verið ákaflega umdeildar allt frá fyrstu tillögum, sem kynntar voru í desember árið 2006. Íbúar í Kárs- nesi hafa haldið uppi kröftugum mótmælum gegn tillögunum sem meðal annars fela í sér fjölgun íbúða í Kársnesi og aukna umferð um þennan vestasta hluta Kópavogs. Minnihluti Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn lagðist gegn því að samþykkja skipulagið enda taldi hann ekki nægilegt samráð hafa verið haft við íbúa Kársness. „Mál af þessari stærðargráðu verður að vinna í sátt við íbúa og þeir eru augljóslega ekki ánægðir,“ sagði Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, á fundinum. Hún lýsti jafnframt yfir furðu sinni á því að kynn- ingarfundur fyrir íbúana hefði verið haldinn 8. júlí enda algengt að fólk sé að heiman á þeim tíma. Ólafur Þ. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, tók í sama streng og Guðríður. Hann sagði að skynsamlegra hefði verið að gefa íbúum lengri tíma en tvo daga til að koma með athugasemdir frá kynningarfundinum. Flosi Ei- ríksson úr Samfylkingu var líflegur í máli sínu og spurði hvers vegna meiri- hlutanum lægi svo ofboðslega á að klára skipulagsmálin í Kársnesi. Minnihlut- inn lagði að lokum til að málinu yrði frestað en sú tillaga var felld. haa@mbl.is Ekki nægilegt samráð haft við íbúa Kársness Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is BÆJARSTJÓRN Kópavogs sam- þykkti á aukafundi í gær nýja skipu- lagstillögu að byggð í Kársnesi. Til- lagan fer nú í auglýsingarferli þar sem hún er kynnt og óskað er eftir athugasemdum. Minnihlutinn í bæj- arstjórn var andvígur þessum áætl- unum líkt og íbúasamtökin Betri byggð. Kynningarfundur um skipulagstil- löguna var haldinn fyrir íbúa 8. júlí síðastliðinn og tveimur dögum síðar samþykkti bæjarráð að senda tillög- una í formlegt auglýsingarferli. Minnihlutinn andmælti og af því til- efni var bæjarstjórn kölluð saman í gær. Arna Harðardóttir, formaður íbúasamtakanna Betri byggðar, sagði niðurstöðu bæjarstjórnar mjög sorglega. Íbúasamtökin voru sérlega ósátt við að einungis var veittur tveggja daga frestur frá kynningar- fundinum til að koma með athuga- semdir við skipulagið. „Samtökin munu halda áfram málefnalegri bar- áttu sinni,“ segir Arna. Kröftug rimma í Kópavogi Morgunblaðið/Ómar Fundur Bekkirnir voru þéttsetnir á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær. Íbúar Kársness klöppuðu ákaft eftir mál- flutning Guðríðar Arnardóttur úr stjórnarandstöðunni og forseti bæjarstjórnar bað vinsamlega um þögn í salnum.  Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti nýtt skipulag um byggð í Kársnesi á auka- fundi í gær  Tekist á um hvort nægilegt samráð hafi verið haft við íbúa HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa stung- ið annan í hálsinn að morgni laug- ardagsins 12. júlí sl. Minnstu mun- aði að mikilvæg líffæri löskuðust, en það hefði leitt til lífshættulegs ástands, örkumla eða jafnvel dauða. Maðurinn neitar sök, og sök- um rannsóknarhagsmuna verður hann í gæsluvarðhaldi til 18. júlí nk. Hnífnum komið fyrir Í greinargerð lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins kemur fram að við leit á meintum árásarmanni hafi fundist blóðugur hnífur. Maðurinn hélt því fram við yfirheyrslur að hnífnum hefði verið komið fyrir í vasa hans. Það telur lögregla mjög ótrúverðugt. Fórnarlambið og félagi hans báru að þeir hefðu gert athuga- semdir við að meintur árásarmaður hefði kastað af sér vatni við skemmtistað. Hefðu þá brotist út átök sem enduðu með hnífstung- unni. Neitar að hafa beitt hnífnum Fórnarlambið heppið að hafa lifað af VÖRPULEG eðla uppgötvaðist á förnum vegi í Keflavík í gær. Birkir Örn Skúlason, sem er 11 ára, varð mjög hissa er hann ók ásamt móður sinni eftir Heiðarbóli í Keflavík og sá eðluna, sem var eins metra löng, á gangi í grennd við bílinn. Þau gerðu lögreglu viðvart sem fljótlega kom á staðinn og færði eðluna í vörslu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Þar verður henni farg- að enda eru slíkar eðlur bannaðar. haa@mbl.is Eðla á ferð í Keflavík Alþýðleg Eðlan vörpulega á vappi. „Skipulagið er enn í mótun og nægur tími gefst til að þróa það áfram í samráði við íbúa á Kársnesi.“ „Mál af þessari stærð- argráðu verður að vinna í sátt við íbúa og þeir eru augljóslega ekki ánægðir.“ Afstaða meirihlutans Afstaða minnihlutans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.