Morgunblaðið - 16.07.2008, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Suðurnes | Stjórnendur Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja hafa ákveð-
ið að fresta lokun síðdegisvaktar
heilsugæslunnar. Í fréttatilkynn-
ingu segir að þetta sé gert til að
tryggja íbúum svæðisins þá grunn-
þjónustu sem þeir eigi rétt á. Verð-
ur á næstu tveimur mánuðum hald-
ið áfram að leita leiða til að ná
endum saman í rekstri stofnunar-
innar. Viðræður forstjóra heil-
brigðisstofnunarinnar og heilbrigð-
isráðuneytisins undanfarið hafa
einkennst af því að fara yfir heild-
arfjárveitingar stofnunarinnar til
framtíðar litið.
Hætta við að
loka vaktinni
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Ís-
lands fagna yfirlýsingu iðn-
aðarráðherra, Össurar Skarphéð-
inssonar í hádegisfréttum RÚV
þess efnis að friðlýsa beri Þjórs-
árver í heild sinni en ekki bara hið
sérstaka votlendi veranna líkt og
kveður á um í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar.
Náttúruverndarsamtök Íslands
telja einboðið að iðnaðarráðherra
og/eða umhverfisráðherra leggi
fram á Alþingi strax á haustþingi
frumvarp eða þingsályktun um
friðlýsingu Þjórsárvera í heild
sinni. Reynir þá á hvort Sjálfstæð-
isflokkurinn er við sama heygarðs-
hornið í náttúruverndarmálum.
Fagna yfirlýs-
ingu Össurar
VEGAGERÐIN ætlar að standa fyr-
ir umferðarkönnun á gatnamótum
Hringvegar og Axarvegar í Beru-
firði á morgun, fimmtudag og laug-
ardaginn nk. Könnunin stendur yfir
frá kl. 8-23 báða dagana.
Tilgangurinn með könnuninni er
að kanna áhrif fyrirhugaðs Ax-
arvegar á umferðarvenjur vegfar-
enda á Austurlandi. Framkvæmd
könnunarinnar er með þeim hætti
að allir bílar verða stöðvaðir og bíl-
stjórar spurðir nokkurra spurn-
inga.
Umferðarkönnun
STUTT
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
AKSTURSSAMNINGAR Strætós bs. við einka-
aðila sem aka á um helmingi leiðakerfis Strætós
fara í heildarútboð innan EES á næstunni, að sögn
Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa og
stjórnarmanns í Strætó bs. Hann taldi líklegt að
borgarráð Reykjavíkur afgreiði málið fyrir sína
hönd á næsta borgarráðsfundi. Aksturinn verður
boðinn út til átta ára og sagði Gísli Marteinn að í
útboðinu verði settir strangari skilmálar um
strætisvagnana en gilt hafa hingað til. Markmiðið
er að auka gæði þjónustu Strætós til mikilla muna.
„Við gerum miklar kröfur um hvernig strætis-
vagnarnir eiga að vera hvað varðar gæði og útlit.
Þegar akstur hefst samkvæmt
nýjum aksturssamningum á
vagnafloti Strætós að vera að
mestu glænýr og glæsilegur,“
sagði Gísli Marteinn.
Eins líklegt þykir að íslensk
fyrirtæki leiti samstarfs við er-
lend fyrirtæki vegna verkefnis-
ins eða að erlend fyrirtæki
kunni að bjóða í verkið.
Hörður Gíslason, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Strætós bs.,
sagði að nú sé Strætó með um 95 vagna í þjónustu
sinni. Hann taldi að útboðið muni ná til um helm-
ings flotans og að verkið verði boðið út í sumar.
Líklegt þykir að nýir aksturssamningar gangi í
gildi í lok næsta árs. Margir vagnanna sem verk-
takar hafa notað eru komnir til ára sinna. Hörður
sagði því ljóst að endurnýjun verði á þeim vagna-
kosti. Vagnar í eigu Strætós eru yngri, að jafnaði
um fimm ára gamlir.
Hörður sagði að mikil þróun hefði orðið í búnaði
strætisvagna. Reikna megi með því að nýir vagnar
verði auðveldari í umgengni, innstig og útstig
betra, gólfin lægri, betri handföng og sæti, betri
miðstöðvarkerfi og vagnarnir hljóðlátari.
Mörg dæmi um erlend félög
Hörður sagði þess mörg dæmi í nágrannalönd-
um að erlend fyrirtæki annist rekstur almennings-
vagna. Þau stofni þá dótturfélög í hverju landi og
reki þau á heimavelli með heimamönnum.
Strætó verði glæsilegri
Aksturssamningar Strætós bs. verða boðnir út á næstunni Útboðið nær til um
helmings strætisvagna Gerðar verða strangar kröfur um gæði vagnanna
Nýir vagnar taka
við af gömlum.
NÚ standa yfir viðgerðir og lagfæringar á
Kristskirkju í Landakoti. Trausti Leósson, bygg-
ingafræðingur, segir viðgerðirnar fyrst og
fremst vera til að fyrirbyggja alvarlegar steypu-
skemmdir.
Kirkjan var vatnsþvegin og á hana borið
mónósílanefni sem ver steypuna skemmdum.
Þetta var síðast gert fyrir um fimm árum og þá
var eins og nú aðeins þörf minniháttar steypu-
viðgerða. „Við teljum þetta vera varnaraðgerðir
til þess að við getum dregið sem allra lengst að
fara út í meiriháttar múrviðgerðir,“ segir
Trausti.
Hann segir að eftir jarðskjálftana á Suður-
landi í lok maí hafi menn haft áhyggjur af kirkj-
unni þar sem hún sé lítið járnbent. Engar
sprungur var þó að finna í steypunni.
Kirkjan er embættiskirkja biskups Kaþólsku
kirkjunnar á Íslandi. Hún var byggð árið 1926 og
vígð þremur árum seinna.
skulias@mbl.is
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hlúð að kirkju Krists konungs
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„ÞAÐ ER aldrei neitt að bandarísku
samfélagi,“ segir Sigrún Ólafsdóttir
um viðhorfin vestra til róta geðrænna
vandamála. Or-
sökina sé fremur
að finna hjá ein-
staklingnum. Sig-
rún sem nýverið
var heiðruð fyrir
doktorsritgerð
sína, telur um-
ræðu á Íslandi um
geðheilbrigðismál
að mörgu leyti
vandaðri en í Bandaríkjunum.
Í ritgerð sinni fjallar Sigrún um
hvernig og hvers vegna geðræn
vandamál hafa verið sjúkdómsvædd í
þróuðum iðnríkjum. Ritgerðin var
valin besta doktorsritgerð Háskólans
í Indiana 2007-2008, en einnig útnefnd
besta doktorsritgerð Bandaríkjanna á
sviði geðheilsufélagsfræði í ár.
Sigrún beinir í ritgerðinni sjónum
að áhrifum alþjóðavæðingar, velferð-
arkerfisins og læknastéttarinnar á
það hvernig geðræn vandamál eru
skilgreind og meðhöndluð í ólíkum
samfélögum. Sigrún rannsakaði orð-
ræðu um geðræn vandamál í fjöl-
miðlum í Bandaríkjunum, Þýskalandi
og á Íslandi. Þannig leitaðist hún við
að varpa ljósi á áhrif menningar og
stjórnmála á skilning og viðhorf til
geðraskana.
Ísland alþjóðavæddast
Sigrún segir Ísland vera al-
þjóðavæddast í umræðunni um geð-
ræn vandamál. Hún kýs að tala um
„orðræðu samstöðu“ hér á landi. Í því
felst að litið er á geðræn vandamál
sem viðfangsefni samfélagsins alls og
að ekki er farið í manngreinarálit.
Þjóðverjar virðast fara ákveðinn
milliveg milli orðræðu ótta og sam-
stöðu. Litið er svo á að geðræn
vandamál séu einstaklingsvandamál
sem samfélagið eigi að taka á. Þetta
kallar Sigrún „orðræðu yfirbótar“.
Mikil áhersla er lögð á mannúðlega
meðferð og að passa að mistök fortíð-
arinnar verði ekki endurtekin. Telur
Sigrún þetta vera gamlan draug
seinna stríðs í þýsku þjóðarsálinni.
Kannaði áhrif alþjóðavæðingar
Sigrún tók viðtöl við 50 íslenska
stjórnmálamenn, lækna, hjúkr-
unarfræðinga, iðjuþjálfa, notendur og
stefnumótendur á sviðinu. Í þeim
voru meðal annars könnuð viðhorf til
sjúkdómsvæðingar og áhrifa al-
þjóðavæðingar í því samhengi.
Viðmælendur litu sjúkdómsvæð-
ingu almennt neikvæðum augum en
aðeins um 15% viðmælenda minntust
á jákvæða þætti í henni. Læknar
skáru sig þó úr og töldu rúm 60%
þeirra til jákvæða þætti sjúkdóms-
væðingar.
Breið samstaða var meðal að-
spurðra um að alþjóðavæðing og ut-
anaðkomandi hugmyndir væru mik-
ilvægar og útbreiddar á sviðinu hér á
landi.
Heiðruð fyrir doktorsritgerð
Ritgerð Sigrúnar Ólafsdóttur útnefnd besta doktorsritgerð Bandaríkjanna í geðheilsufélagsfræði, en
hún rannsakaði orðræðu um geðræn vandamál í fjölmiðlum í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Íslandi
Sigrún Ólafsdóttir
„Grundvallarskilgreiningin á sjúkdómsvæðingu er bara
að eitthvert ástand er fært undir lögsögu læknavísind-
anna,“ segir Sigrún Ólafsdóttir. Í sögulegu samhengi
segir hún sjúkdómsvæðingu félagslegrar hegðunar
fjalla um tilfærslu hennar frá trúarkerfinu til lagakerf-
isins og að lokum til læknisfræðinnar. „Frá synd yfir í
glæp yfir í sjúkdóm.“
Neikvæðar afleiðingar sjúkdómsvæðingar geta falist
í að hegðun er ofgreind. Sigrún tekur dæmi um að fólk
sem hætti til að verða dapurt sé talið þunglynt og
óþægt barn sagt þjást af athyglisbresti. Klassískar
kenningar um sjúkdómsvæðingu ganga margar út frá
því að læknastéttin sé að sölsa undir sig fleiri svið og
meiri völd án þess að eiga í raun nokkurt erindi þang-
að.
Á hinn bóginn hefur verið bent á að með því að
færa félagslega hegðun og geðræn vandamál undir
læknavísindin sé þeim sem raunverulega þurfa á að-
stoð að halda veitt hjálp og fordómar minnki. Sigrún
segir mikilvægt að feta milliveginn í þessum efnum.
Ekki megi ganga of langt en þó sé afar mikilvægt að
rétta þeim sem þurfa hjálparhönd.
„Frá synd yfir í glæp yfir í sjúkdóm“