Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 21
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 15. júlí 2008, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. júlí 2008 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15.
júlí 2008, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti,
virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu,
fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi,
úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri
tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af
innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi,
jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem
eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur
tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs-
og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af
verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar
eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi
þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og
þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari
fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send
verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki
áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2008.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 21
ÞAÐ verður að telj-
ast nokkuð merkilegur
maður sem getur, með
því einu saman að vera
til, látið mætustu menn
ráðast fram á ritvöllinn
og beita ritvopnum
sýnum af ýtrustu
kunnáttu, til þess eins,
að hann þurfi ekki að
fara eins að og aðrir
sem leita hér hælis sem flóttamenn.
Góðir skriffinnar sem eru meðal
annarra að eyða tíma sínum í þetta
mál eru t.d. Hallgrímur Helgason,
Sverrir Stormsker og Guðmundur
Steingrímsson, sem allir skrifuðu
eitthvað um það laugardaginn 12.
júlí síðastliðinn.
Hallgrímur skrifar meðal annars:
„Lengi höfum við skammast okkar
fyrir dáðleysi ráðamanna í hæl-
ismálum … “ og í lokin segir hann:
„Við skorum á ykkur að bjarga
Páli … og heiðri Ís-
lands.“
Nú spyr sá sem ekki
veit. Hverjir eru þessir
„við“ sem hann Hall-
grímur er að nefna?
Eru það hann sjálfur
og Sverrir Stormsker
eða kannski hann og
Guðmundur Stein-
gríms, þeir allir, eða
kannski bara Hall-
grímur og hans heima-
fólk?
Ja, ég bara spyr sí-
sona því ekki get ég ætlað, að því ég
held sæmilega gefnum manni, að
hann eigi við íslensku þjóðina alla.
Nei, nei, enda hefur mér vitanlega
engin könnun verið gerð um það
hvort fólk vill þennan útlending
frekar en einhvern annan sem rík-
isborgara.
Jafnvel ekki þótt hann hafi reynt
að eignast „íslenskt“ barn.
Það skyldi þó aldrei vera að tíma-
setning barnsfæðingarinnar hafi
verið plönuð, bara svona til að auka
líkurnar þegar pabbinn myndi sækja
um hæli? Ja, hvað skal halda?
En kannski er þetta allt of mikil
skrattamálun á vegginn, Páll bara
ágætur, konan hans frábær og barn-
ið auðvitað „pínulítið íslenskt“.
Allavega er ekki annað að sjá á
skrifum um manninn, þar sem settar
eru fram hinar og þessar fullyrð-
ingar um allt hans ágæti. Skrif þessi,
um Páls ágæti, minna um margt á
minningargreinar. Það er nefnilega
viðtekin venja að í minningar-
greinum er bara fjallað um það góða
í fari hins látna en varla að annað
sjáist í þeim annars ágætu greinum.
En eins og Hallgrímur Helgason
bendir á í sínum skrifum, þá er ekk-
ert vitað hvað er satt og hvað logið í
frásögnum um þennan hælisleitandi
mann.
Af hverju ætti fólk endilega að
trúa því að hann yrði drepinn ef
hann færi heim? Bara af því að hann
segir það?
Æ, æ, þá opnast nú fljótt allar
flóðgáttir á hælisleitendastíflunni og
hingað streymir fullt af Pálum til
viðbótar sakavottorðslausum, ný-
frjálsum austantjaldssmákrimmum
á vegum pólskra og rússneskra maf-
ía.
Spyrja má?
Fyrst íslensk stjórnvöld hafa nú
um nokkurt skeið leyft óhindrað
streymi Letta, Pólverja, Litháa og
Eistlendinga inn í landið?
Því þá ekki fullt af Afríku-Pálum
líka?
Guðmundur Steingrímsson bend-
ir réttilega á í sínum bakþönkum, að
Páli og Fischer er ekki hægt að líkja
saman. Fischer var frægur. Af ýms-
um talinn kolruglaður. Og hann var
líka snillingur.
Mig langar, svona í framhjá-
hlaupi, að benda Guðmundi Stein-
gríms á að það er fullt af fólki sem
yfirgefur heimaland sitt og kemur
aldrei aftur. Samanber vesturfara
o.fl. o.fl.
Nú er mál að linni varðandi þenn-
an Pál. Björn Bjarnason er trúlega
einmitt í þessu máli réttur maður á
réttum stað.
Það má hins vegar alveg herða á
honum gagnvart fyrrum aust-
antjaldsþjóðunum.
Auðvitað á að krefja þetta fólk um
sakavottorð og heilbrigðisvottorð
við komuna til landsins.
Og ef þeir eru svo gripnir við
nauðganir, rán og annað slíkt, á auð-
vitað að dæma þá með hraði og
senda þá heim. Því ætti ég að greiða
undir þá fangelsispláss?
Það er gjarnan agnúast út í það,
ef tekið er fram í fréttum að það hafi
verið menn af erlendum toga sem
frömdu hitt eða þetta ódæðið.
Af hverju hefur þetta sama út-
lendingasleikjupakk aldrei sagt
neitt við fréttum af afbrotum úti á
landsbyggðinni þar sem það hefur
iðulega verið tekið fram að um „að-
komumenn var að ræða“?
Útlendingar eru góðir. Ég hef t.d.
drjúgar tekjur af þeim.
En nákvæmlega eins og ég fer
aftur heim eftir að hafa notið gest-
risni þeirra og skilið eftir fullt af
peningum vil ég að þeir komi hingað
sem gestir, eyði miklu, og drífi sig
svo heim til að vinna fyrir næstu
heimsókn.
Auðvitað ílengist einn og einn, en
að opna allt upp á gátt inn í tæplega
300 þúsund manna samfélag, það
kann ekki góðri lukku að stýra.
Elskurnar mínar hugsið.
30 Írakar á Skagann. Hvað kemur
á eftir? Haldið þið að þetta sé ætt-
laust fólk?
Merkilegur útlendingur
Gestur Kristinsson
segir skoðanir sínar
á flóttamönnum
» Var tímasetning
barnsfæðingarinnar
kannski plönuð í von um
að það hjálpaði pabb-
anum þegar kæmi að því
að leita hælis? Ja, hvað
skal halda?
Gestur Kristinsson
Höfundur er pípulagningameistari.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UNDIRRITAÐUR er íbúi í húsinu
Hólmvað 2, 110 R. sem liggur sam-
hliða raðhúsalengjunni Hólavað 1-11.
Þar er nú fyrirhugað að reka í 6 rað-
húsum áfangaheimili fyrir áfeng-
issjúklinga og/eða fíkniefnaneytendur
sem hætt hafa neyslu og eru á leið út í
þjóðfélagið aftur. U.þ.b. 20 ein-
staklingar eiga að hafa þar aðsetur
(heimili) undir stöðugu eftirliti. það er
ekki langt síðan að þetta kom fram
opinberlega og kynning á þessari
starfsemi af hálfu borgarinnar hefur
ekki farið fram enn þá meðal okkar,
íbúanna í næsta nágrenni.
Vonandi verður það innan ekki
langs tíma en mér skilst nú raunar að
aðeins sé litið á það sem formsatriði í
þessu ferli. Þessi starfsemi sé komin
til að vera og nágrannar eða aðrir fái
þar engu breytt. Þetta er e.t.v. mis-
skilningur, sem ég vona að verði þá
snarlega leiðréttur.
En spurningar sem vaknað hafa hjá
mér eru margar og þessi helst: Hafa
íbúar í íbúðahverfum þar sem skipu-
lag/deiliskipulag er í gildi enga trygg-
ingu fyrir því að það sé haldið? M.ö.o.
keypt/byggt er húsnæði í ákveðnu
umhverfi og umhverfinu er hægt að
breyta fyrirvaralaust af hálfu op-
inberra aðila án þess að viðkomandi
ráði þar nokkru um. Ég geri mér
grein fyrir því að ekki er hægt að
velja sér nágranna en hvað með 20 ná-
granna sem eiga að vera á umræddu
heimili? Eru ekki flestir sammála um
að þeir vildu a.m.k hafa vitneskju um
það fyrirfram þegar ákvörðun er tek-
in um að kaupa eða byggja varðandi
slíka starfsemi. Ég tel mig hafa skiln-
ing á því að starfsemi eins og þessi er
nauðsynleg og af hinu góða jafnt hér
sem annars staðar í borginni. En að
hún skuli vera í þetta miklum mæli á
einum stað er út í hött. Ég tel að 3-5
einstaklingar í einu húsi á hverjum
stað með starfmanni sé nokkuð eðli-
legt fyrirkomulag. Mér sýnist að það
fólk sem stjórnar þessum málum hjá
opinberum aðilum sé ekki í nægilega
góðum tengslum við almenning.
Það er staðreynd að fíkniefnavand-
inn er geigvænlegur. Fréttir um
smygl og neyslu eru ótrúlega fyr-
irferðamiklar í fjölmiðlum. Mikil
harmsaga einstaklinga og fjölskyldna
liggur þar á bak við. Ég bið samt um
skilning á afstöðu fólks sem stofnar
heimili og/eða kaupir fasteign í
þekktu umhverfi sem síðan er koll-
varpað af embættismönnum/
stjórnmálamönnum sem ráðnir/
kosnir eru til að gæta hagsmuna allra
borgaranna. Minni áfangaheimili sem
hönnuð eru frá grunni í þessum til-
gangi og sett eru inn á skipulag frá
byrjun er rétta leiðin. Það á ekki að
koma aftan að okkur með mál sem
þessi.
Það er ósk mín að viðkomandi að-
ilar endurskoði þessi mál og að við-
unandi lausn fáist fyrir alla aðila,
skjólstæðinga velferðarsviðs og aðra
borgarbúa.
RAGNAR FINNSSON,
Hólmvaði 2, Reykjavík.
Hugleiðingar
um áfangaheimili
í Norðlingaholti
Frá Ragnari Finnssyni
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið, en næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og lykilorð
og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt en boðið er upp á birtingu
lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina