Morgunblaðið - 09.08.2008, Page 55

Morgunblaðið - 09.08.2008, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 55 HÁLFUR annar áratugur er liðinn síðan lagahöfundurinn Ingvi Þór Kormáksson hóf farsælt samstarf við textahöfundinn enska, John Soul. Saman stofnuðu þeir JJ Soul Band og árið 1994 kom út frum- burður sveitarinnar, Hungry for News. Síðar sendi sveitin frá sér tvær breiðskífur til viðbótar, City Life og Reach for the Sky. Og nú hefur fjórða plata flokksins litið dagsins ljós, Bright Lights. Tónlist JJ Soul Band er blús- og sálarskotið popp; það er bræðings- kennt, fönkað á stundum og stöku sinnum latínskotið. Textar Johns Soul eru vitanlega allir á móðurmáli hans og til allrar hamingju í öðrum gæðaflokki en hjákátlegar tilraunir hérlendra til textagerðar á ensku. Soul yrkir með ágætum og er tíð- rætt um válynd veður sem skella jafnt á mannsins holdi sem anda. Þótt Soul teljist seint til stórsöngv- ara er túlkun hans tilfinningarík og sannfærandi; röddin er í senn hlý og hrjúf og nándin er sterk. Laglín- urnar eru að vísu ekki alltaf upp á marga fiska en á móti kemur að hvergi vottar fyrir tilgerð eða óhófi í fraseringum. Ingvi Þór Kormáksson er lunkinn lagahöfundur og í hópi laganna tólf á Bright Lights má finna nokkrar ljómandi fínar smíðar. „Getting Colder By The Year“ er vel heppnað dægurlag og minnir um margt á am- erískar poppperlur áttunda áratug- arins, þar sem ólíkir listamenn á borð við Tom Waits og Billy Joel koma ósjálfrátt upp í hugann. „Front Page News“ er sömuleiðis fínt lag og sömu ættar, þar sem saxófónleikur Stefáns S. Stefáns- sonar litar hljóðmyndina farsællega. Þá er titillagið hrynheitt og gott, auk þess sem heildarmynd plötunnar má vel við hinu latínskotna „Jazz and Tarantella.“ Í JJ Soul Band er valinn maður í hverju rúmi; bassaleikarinn Stefán Ingólfsson og trymbillinn Stein- grímur Óli Sigurðarson mynda prýðilegt hrynpar og þeir Agnar Már Magnússon á hljómborð og Eðvarð Lárusson gítarleikari hafa lengi verið í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleikara. Þeir hafa til að bera slíkt músíkalitet að aldrei er fallið í fúlan pytt ofleiks og algengr- ar íþróttamennsku þeirra sem búa yfir mikilli tæknikunnáttu. Nálgunin einkennist góðu heilli einatt af list- rænu næmi og smekkvísi. Þótt menn séu farsællega svolítið á bremsunni í tækniæfingum, má segja að heildarútkomuna skorti ein- hvern neista; þetta „óáþreifanlega“ sem breytir góðu í frábært. Skýr- ingin kann að liggja í annars vönd- uðum lagasmíðunum, þar sem sterk- grípandi laglínum er ábótavant. Þannig líður platan ljúflega í gegn, án þess að nokkuð slæmt eða sér- staklega hrífandi eigi sér stað. Bright Lights er þó umfram allt heilsteypt og góð plata, þar sem fag- mennskan og tilgerðarleysið ræður för. Af fag- mennsku og tilgerð- arleysi TÓNLIST Geisladiskur JJ Soul Band – Bright Lights bbbmn Orri Harðarson BANDARÍSKI leikarinn Brad Pitt hefur nú bæst í hóp þeirra leikara sem leikstjórinn Quentin Tar- antino hyggst stýra í sínu næsta verkefni, kvik- myndinni Inglorious Bastards. Sögusviðið er seinni heimsstyrjöldin og á Pitt að fara með hlutverk liðs- foringjans Aldos Raines, forsprakka andspyrnu- hreyfingar Bandaríkjamanna af gyðingaættum sem hafa þann tilgang einan að salla niður nasista í Frakklandi. Auk Pitts hafa Leonardo DiCaprio, Simon Pegg og Natassja Kinski verið orðuð við myndina. Kinski er sögð eiga að leika þýska leikkonu en Pegg bresk- an liðsforingja. Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Eli Roth leikur hermann í myndinni. Einn framleið- enda myndarinnar, Lawrence Bender, segir sam- starf Pitts og Tarantinos eiga eftir að skila ein- stökum árangri og virkilega eftirminnilegri kvikmynd. Maraþon sé framundan eigi myndin að ná á næstu Cannes-hátíð, eins og stefnt er að, en sögur eru uppi um að henni verði skipt í tvo hluta eins og Kill Bill hér um árið. Pitt mun hafa fengið handritið í hendur í júlí sl. Fyrirtækin Weinstein og Universal framleiða myndina og tökur eiga að hefj- ast í Þýskalandi 13 október nk. Aðrar fréttir af Pitt eru þær að hann eigi að leika í dramatískri hnefaleikamynd, The Fighter, og að tökur eigi að hefjast síðla þessa árs eða í upphafi þess næsta. Pitt hefur beitt hnefunum í nokkrum kvikmyndum til þessa, m.a. Fight Club og Snatch, og ætti því að falla auðveldlega í hlutverk hnefa- leikakappa. Svo er bara að sjá hvort samstarf við Tarantino veitir ferli Natössju Kinski álíka inn- spýtingu og John Travolta fékk með því að leika í Pulp Fiction. Köttaður Ætli Pitt sýni kroppinn í myndinni? Brad Pitt og Natassja Kinski í mynd Tarantinos Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.