Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 308. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 33 MEÐFRAM ÞJÓRSÁ ÞURÍÐUR MAGNÚSÍNA UPPLIFÐI ÓTÍNDA FEGURÐ 007 Hvað segja þau um James Bond? Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞAÐ er ekkert athugavert við það í lýðræðisþjóðfélagi að fólk mótmæli ef það er ekki ánægt með hlutina en það verður líka að gera greinarmun á friðsamlegum, löglegum mótmæl- um og skrílslátum. Því miður er ekki hægt að kalla það annað en skrílslæti þegar Alþingishúsið er grýtt,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær þegar leitað var álits hans á mótmælafundum í fyrradag. Forsætisráðherra sagði að reynt hefði verið að miðla upplýsingum til almennings jafnóðum, með regluleg- um blaðamannafundum, á vefsíðum ráðuneytanna og víðar. „Fólk sem ber sig eftir upplýsingum á að geta fengið þær,“ sagði Geir. Fundur stjórnar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um málefni Íslendinga sem til stóð að yrði í dag hefur ekki verið tímasettur að nýju. „Ég vona að hann verði sem fyrst,“ sagði Geir og lét þess getið að heilmikil óvissa væri enn í málinu. Geir sagði að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn vildi fá nánari upplýsingar um lánamöguleika Íslendinga hjá öðrum, áður en gengið yrði frá áætl- un og láni. „Ég treysti því að það sé ekki neitt annað á ferðinni, ekki þrýstingur frá löndum Evrópusam- bandsins út af Icesave,“ sagði Geir. Hann sagði þó að komið hefði fram í samtölum að lönd innan Evrópusam- bandsins vildu að lausn fengist á deilunum við Breta og Hollendinga, eða að því máli yrði komið í farveg, áður en áætlun og lán til Íslendinga fengi afgreiðslu. Ítrekaði Geir þá af- stöðu sína að þetta væru óskyld mál. Geir sagði best að málið yrði af- greitt sem fyrst, þegar hann var spurður að því hvað hægt væri að bíða lengi. „Við munum bjarga okkur eitthvað áfram en þetta er auðvitað ekki góð staða,“ sagði hann. Munur á mótmælum og skrílslátum Forsætisráðherra segir ekki búið að tímasetja fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Morgunblaðið/Ómar Mótmælendur Flögguðu á Alþingi.  Byggingafyr- irtækið Húsanes hefur tekið upp þá nýbreytni að láta leigu ganga upp í kaupverð íbúða. Um er að ræða nýjar íbúð- ir í Njarðvík. „Þetta er okk- ar leið til að bregðast við þróuninni á markaði og gera fólki kleift að eignast íbúð með þægilegum hætti,“ segir Halldór Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Húsanes og Eignamiðlun Suður- nesja standa saman að þessari nýjung. Gerður er leigusamningur til 15 mánaða og getur leigjandinn látið leiguna ganga upp í kaupverð eignarinnar að ári liðnu. Leigan helst óbreytt, alveg ótengd vísitölu. Ef leigjandi tekur ákvörðun um að kaupa ekki íbúðina lýkur leigu- samningnum að 15. mánuðinum liðnum. » Fasteignir Leigan getur verið hluti af kaupverðinu  JÓN Ásgeir Jóhannesson situr enn í stjórnum þrettán íslenskra fé- laga, að því er fram kemur í upplýs- ingum frá Creditinfo Ísland, og Páll Ásgrímsson hdl. vísar til í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Páll telur að Jón Ásgeir hefði átt að segja af sér stjórnarsetu eftir að hafa hlotið skilorðsbundinn refsi- dóm í Baugsmálinu. Hann skorar á forstöðumann Hlutafélagaskrár að sinna skyldu sinni að eigin frum- kvæði og beina þeim tilmælum til Jóns Ásgeirs að hann víki úr stjórn- um og láti af störfum sem fram- kvæmdastjóri í íslenskum hluta- félögum og einkahlutafélögum að viðlögðum dagsektum. » 19 Jón Ásgeir víki úr stjórn- um vegna Baugsdómsins  UNNT er að nýta betur verð- mæti sjávarafl- ans með því að hirða fleiri hausa af bolfiski. Upplýsingar Fiskistofu um löndun vinnsluskipanna á fiskhausum, mið- að við heildarafla þeirra á síðasta ári, benda til þessa. Tölurnar sýna að allir hausar eru hirtir á nokkr- um vinnsluskipanna, t.d. á togurum FISK Seafood. » 12 Þorskhausar til hjálpar ÍÞRÓTTIR Stuðningsmenn Skallagríms úr Borgarnesi rétta félaginu hjálpar- hönd á erfiðum tímum. Félagið fær erlendan þjálfara og leikmann eftir vel heppnaða fjársöfnun á meðal stuðningsmanna. Stuðningsmenn safna fyrir félagið Rúmlega 850 keppendur sýndu til- þrif og góða takta á handboltamóti Fram í Safamýrinni um helgina. Keppendur voru á aldrinum 4-9 ára og var keppt með „mjúkbolta“ sem hefur slegið í gegn hjá þeim yngstu. Grasrótin er öflug í handboltanum Fimleikafélag Hafnarfjarðar fór á kostum í síðari hálfleik gegn Akur- eyri í uppgjöri toppliðana í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á fimmtudaginn í deildarkeppninni. Fimleikafélagið fór á kostum á heimavelli „ÞETTA eru margir mínir eftirlætis- ljósmyndarar gegnum árin,“ segir Ragnar Axelsson, sem margir les- endur Morgunblaðsins þekkja betur sem RAX, um félagsskapinn sem hann er í í nýrri bók sem kemur út í Frakklandi í vikunni. Í bókinni eru myndir 23 ljósmyndara, sem eru kynntir sem helstu meistarar sam- tímaljósmyndunar. Þar á meðal eru Sebastiao Salgado, James Nachwey, Nobuyoshi Araki og Mary Ellen Mark. Í bókinni, og á sýningu sem opnar í Palais Tokyo í París, eru svart- hvítar ljósmyndir eftir Ragnar frá Grænlandi og Íslandi. Ragnar segir bókarhöfundana beina sjónum sínum að myndum sem hann hefur tekið í kulda og vondum veðrum; þar liggi hans sérstaða. | 30 Ragnar í hópi helstu meist- ara ljósmyndunar í dag Á Grænlandi Ragnar Axelsson. Morgunblaðið/ÞÖK Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir sýndi fín tilþrif á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Kópavogi. Dóra keppir fyrir Gerplu en félagið átti 10 fulltrúa í íslenska landsliðinu af alls 13. Fjölmenni fylgdist með keppninni og fengu keppendurnir tveir frá Færeyjum mikið hrós frá íslensku áhorfendunum. Íslenska karlaliðið endaði í 5. sæti en kvennaliðið í 7. sæti. | Íþróttir Þaulæft atriði hjá Dóru Sigurbjörgu Morgunblaðið/hag Íslendingar hrósuðu Færeyingum sérstaklega FORSÆTISRÁÐHERRA segir ekki hægt að útiloka neina möguleika í þeirri vinnu sem fara þurfi fram við að byggja upp samskipti við erlenda lánveitendur. Bornar voru undir hann hugmyndir um að erlendir kröfuhafar eignuðust hluti í nýju bönkunum. Hann tók fram að málið væri í höndum skilanefndanna. „Það þarf að vera samband við erlendu kröfuhafana og það þarf að sýna þeim sanngirni og tryggja að kröfuhöfum sé ekki mismunað. Síðan þarf að byggja upp samskipti við erlenda banka og lánveitendur, upp á framtíðina að gera. Þá getur verið að það séu sameiginlegir hags- munir að hugsa einhverja leiki í því,“ sagði Geir. Útilokar enga möguleika Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.