Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EINN stærsti rækjutogari Noregs, Remøy-Viking, er fastur í flotkví hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafn- arfirði þar sem hann var í viðgerð. Vélsmiðjan neitar að afhenda skipið fyrr en viðgerðarkostnaður hefur verið greiddur. Áhöfn Remøy-Viking, fjórtán menn samtals, fór heim til Noregs með flugi á laugardaginn, en áhöfnin dvaldist hér meðan á viðgerð togar- ans stóð. Hefur aðeins greitt hluta Í siglingalögum er sérstakt ákvæði sem felur í sér að sá sem gerir við skip á haldsrétt í því þangað til við- gerðarkostnaður hefur verið greidd- ur. „Eigandi skipsins hefur aðeins greitt hluta viðgerðarkostnaðar,“ segir Eiríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar. Deilan snýst um bankatryggingu sem vélsmiðjan samþykkir ekki sem greiðslu. „Það er hægt að gefa út alls kyns bankatryggingar en þessi sem hann gaf út er ekki aðgengileg fyrir okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir að málið sé nú í höndum lögmanna. „Núna hefur hann greitt hluta og vill greiða afganginn með banka- tryggingu. Við höfum aldrei fengið tryggingar af þessu tagi fyrir við- gerðir. Þetta mál er líka aðeins öðru- vísi þar sem þetta er útlendingur, það er ekki eins og hann sé hérna við hlið- ina á okkur þegar við þurfum að tala við hann,“ segir Eiríkur. Hann segir að öll erlend skip greiði fyrir við- gerðir að fullu þegar þau fari og að hið sama gildi um íslensk skip sem gert er við í öðrum löndum. Tryggingin ekki nægilega mikil Jón Auðunn Jónsson, lögmaður Vélsmiðjunnar, segir að ekki sé eðli- legt að gefin sé út bankatrygging í Noregi í norskum krónum sem um gildi norsk lög vegna viðskipta hér á landi. „Hann er búinn að greiða 60% af viðgerðarkostnaðinum og heldur 40% eftir. Ef það er ágreiningur um reikn- inginn þá geta menn sett tryggingu fyrir því sem ágreiningur er um, en hann hefur ekki sett fram neina gagnrýni á upphaflegan reikning. Auk þess er bankatryggingin ekki nægilega mikil, jafnvel þótt norska krónan sé reiknuð á genginu 20,“ seg- ir Jón. Morgunblaðið/Ómar Norski togarinn Remøy-Viking, einn stærsti rækjutogari Noregs, er í flotkví hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði þar sem hann var í viðgerð. Situr fastur í flotkvínni  Einn stærsti rækjutogari Noregs fastur í flotkví vegna deilu um greiðslu  Áhöfnin fór heim með flugi  Vélsmiðjan samþykkir ekki tryggingu „Þetta er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Jack Remøy, eigandi togar- ans, en hann segist virkilega óánægður með vinnubrögð Vélsmiðj- unnar. „Ég lét þá fá bankatryggingu frá Nordea, sem í öllum venju- legum viðskiptum ætti að duga, sem þeir taka ekki gilda. Þetta er mjög undarlegt mál í alla staði og ég er mjög hissa á því að svona sé málum háttað í viðskiptum á Íslandi,“ segir Remøy. Hann segir að málið snúist ekki um upphæðir, viðgerðarkostnaðurinn sé aðeins lítill hluti af andvirði skipsins. Nordea sé stærsti banki Noregs og njóti trú- verðugleika eftir því, sem geri málið enn skrýtnara. Remøy hefur ráð- ið íslenska lögmenn til þess að gæta hagsmuna sinna, en hann segist aldrei hafa lent í svona löguðu áður. „Maður veltir því fyrir sér hvort þeir hafi frekar viljað fá bankatryggingu frá íslenskum banka,“ segir Remøy. Algjörlega óskiljanlegt BRESKA veðmálafyrirtækið Bet365 tekur ekki lengur við veðmálum með greiðslukortum í íslenskum krónum. Fyrirtækið upplýsti íslenska við- skiptavini sína um þetta bréfleiðis í gær en margir Íslendingar veðja um íþróttir og spila póker og önnur fjár- hættuspil á vef fyrirtækisins. Ástæðan er sú að banki Bet365 heimilar ekki lengur kortafærslur í íslenskum krónum. Er íslenskum viðskiptavinum boðið að stofna nýja reikninga þar sem kortafærslur þeirra verða gjaldfærðar í öðrum gjaldmiðli en krónu. Talskona Bet365 segir að fyrir- tækið taki við íslenskum krónum en geti ekki tekið við kortafærslum í krónum vegna ákvörðunar við- skiptabanka fyrirtækisins. Hún sagði málið því ekki í höndum Bet365 því þetta hefði verið ákvörðun bank- ans. Ekki fengust upplýsingar um hvaða viðskiptabanki þetta væri og á hvaða forsendum slík ákvörðun hefði verið tekin. thorbjorn@mbl.is Hættir að taka við krónum Engar kortafærslur í krónum hjá Bet365 NOKKUÐ er um það að rjúpna- veiðimenn fari á óskráðum fjór- hjólum og torfæruhjólum til rjúpna- veiða í Þingeyjarsýslum. Lögreglan á Húsavík hefur fengið ábendingar um þetta og jafnvel eru dæmi um að menn skjóti af hjólunum sem ekki er leyfilegt undir neinum kringum- stæðum. „Menn eiga ekki að vera að þvæl- ast um á óskráðum tækjum, hvað þá með vopn,“ sagði Aðalsteinn Júlíus- son, varðstjóri hjá Lögreglunni á Húsavík. Engin kæra hafði borist um þetta þegar rætt var við hann en nokkrar ábendingar. Lögreglan reynir að hafa eftirlit með veiðunum. Henni er þó nokkuð þröngur stakk- ur skorinn til að fylgjast með á veiði- svæðunum, að sögn Aðalsteins, vegna þess að hún hefur ekki yfir að ráða nógu öflugum bíl eins og er. helgi@mbl.is Við veiðar á óskráðum tækjum Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GETUR verið að hljóðið torkenni- lega sem plagar íbúa Richardshúss á Hjalteyri við Eyjafjörð sé frá rússneskum kafbáti? Eða eru fram- liðnir þarna á ferð? Íbúum hússins hefur borist fjöldi ábendinga og hugmynda og eru margar þeirra satt að segja býsna áhugaverðar. „Ég get stundum ekki annað en hlegið þótt ég eigi auðvitað ekki að gera það. Þetta er ekkert hlægi- legt,“ segir Erna Jóhannsdóttir, einn íbúa hússins. Nokkuð hefur verið um að fólk hringi í íbúa hússins og lýsi þeirri skoðun að dulrænar ástæður liggi að baki hljóðinu. Ekki síst eftir þátt Jóns Ársæls Þórðarsonar, Sjálf- stætt fólk, á Stöð 2 fyrir stuttu en þar var sýnt frá heimsókn hans í Richardshús og voru miðlar með í för. Reyndar var nokkuð um slíkar hugmyndir fyrir þáttinn en þeim fjölgaði í kjölfarið. Síðast á föstu- daginn bankaði kona upp á í hús- inu, seint um kvöldið, og vildi fá að biðja fyrir hinum framliðnu. Tveir miðlar nefna litla stúlku sem á að hafa látist á Hjalteyri en þeim ber ekki saman um hvenær hún hafi verið á staðnum; annar segir það hafa verið á meðan Thorsararnir bjuggu þar en hinn miklu fyrr. „Ég er viss um að hávaðinn er ekki frá framliðnum. Það væri skrýtið ef fólk léti allt í einu á sér kræla eftir öll þessi ár!“ segir Erna. „Það getur vel verið að hér sé fólk en það hefur aldrei gert okkur nokkurn skapaðan hlut og hér hef- ur aldrei neinn verið hræddur, ekki einu sinni börnin. Fólk má vera hér í friði fyrir mér.“ Erna segir að skondnasta hug- myndin hafi komið frá manni sem hringdi eftir að hann heyrði hljóðið í útvarpinu og sagði þetta sömu tíðni og frá rússneskum kafbátum í Múrmansk. „Ég velti því fyrir mér í fram- haldinu hvort hljóðið væri frá and- arnefjunum sem syntu hér inn og út Eyjafjörðinn í sumar! Nú eru þær farnar en hljóðið ekki …“ Margir hafa nefnt sjónvarps- loftnetið, síðast um helgina hringdi maður sem lenti í samskonar vandamáli og gaf Ernu góð ráð, en hún hafði fyrir löngu gripið til þess. Á meðan bíða íbúarnir. Framliðnir að verki eða hljóðið frá kafbáti?  Fjöldi fólks hefur haft samband við íbúa Richardshúss á Hjalteyri og komið með margvíslegar hugmyndir um ástæður hljóðsins torkennilega  Margir trúa því að dulrænar ástæður búi að baki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hljóð heyrist enn Richardshús á Hjalteyri. Margir hafa eitthvað til mál- anna að leggja en íbúum hússins finnst ýmislegt af því heldur skondið. Dulrænt? Málverk sem kona sendi íbúum hússins og bað um að héngi á ákveðnum vegg í stofunni í 10 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.