Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Júlíus Austurvöllur Fjöldi manna mætti á friðsamlegan mótmælafund og gerði skýlausa kröfu um breytingar. Eftir fundinn hitnaði í kolunum og Alþingishúsið var grýtt með eggjum, jógúrt og tómötum. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is UM þrjú þúsund manns mættu á mót- mælafund á Austurvelli á laugardag, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þó hefur komið fram á bloggsíðum að mun fleiri hafi tekið þátt. Yfirskrift fundarins var Breið- fylking gegn ástandinu og Hörður Torfa- son tónlistarmaður stjórnaði umræðum. Fjórir fluttu ræðu; Sigurbjörg Árnadóttir, fyrrverandi fréttaritari Rúv í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari, Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og Einar Már Guð- mundsson rithöfundur. Mótmælafundir hafa verið haldnir viku- lega frá 11. október og hefur mótmæl- endum fjölgað stig af stigi með hverju skiptinu. Fundurinn á laugardag, sem var sá langsamlega fjölmennasti til þessa, stóð yfir í tæpa klukkustund og fór friðsamlega fram. Góður rómur var gerður að máli ræðumanna og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Ragnheiður Gestsdóttir vék í máli sínu að fjárhagsaðstoð Færeyinga. Að fundinum loknum tók hins vegar að hitna í kolunum. Hópur manna safnaðist saman fyrir framan Alþingishúsið og ungir og aldnir grýttu það með eggjum, tómötum og jógúrt. Lögreglan, sem var heldur fá- menn á Austurvelli, mátti hafa sig alla við að hafa stjórn á ástandinu. Einn mótmælandi sá sig knúinn til að sýna hug sinn í verki. Hann lagði stiga að Alþingishúsinu í garðinum við innganginn að pöllunum, hljóp upp á þak og dró þar fána Bónus-verslunarkeðjunnar að húni. Er lögreglan hugðist fjarlægja fánann og manninn safnaðist mikill fjöldi manna sam- an í portinu og var þar aðsúgur gerður að lögreglu. Engin átök brutust út en einn var færður í fangageymslur. Hörður Torfason, skipuleggjandi mót- mælafundanna, sagði fundinn á laugardag hafa gengið vel og farið friðsamlega fram. Hann lagði mikla áherslu á að það sem á eftir fór hafi ekki verið í neinum tengslum við mótmælafundinn og til þess fallið að grafa undan málstaðnum. Morgunblaðið/Júlíus Garðurinn Fáliðuð lögregla átti í vök að verjast í garði Alþingishússins, við innganginn að pöllunum. Margmenni við mótmæli á Austurvelli  Fjölmennasti mótmælafundurinn til þessa  Alþingishúsið grýtt eggjum 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 „Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti,“ segir Daníel Sigurbjörnsson. Hann lagði leið sína á mótmælin til að taka þar myndir fyrir einkasafn sitt. „Ég fór inn í portið þegar maðurinn birt- ist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði vald- ið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar mynd- ir fyrir sjálfan mig.“ Daníel Sigurbjörnsson „Lögreglumenn í hættu við störf sín“ Ingvar Á. Þórisson kvikmyndagerð- armaður var viðstaddur mótmælin. „Sá sem strengdi upp Bónus-fánann upp- skar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru ein- hverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr,“ seg- ir Ingvar. Hann telur lögregluna hafa brugðist vel við mót- mælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“ Ingvar telur mikilvægt að svona mótmæli fari fram en þau verði að vera friðsamleg. „Eitthvað verður að gera. Það þarf fyrst og fremst að skipta um menn í brúnni.“ ,,Þarf að skipta um menn í brúnni“ Ingvar Þórisson „Það sem gerist fyrir fundinn og eftir er ekki á mínum vegum. Mótmælin eru frið- samleg og boðskapurinn skýr. Við viljum breytt ástand. Hins vegar eru alltaf ein- hverjir trúðar sem eingöngu virðast hafa það að markmiði sínu að skemma eða vekja athygli á sér,“ segir Hörður Torfa- son, skipuleggjandi mótmælafundarins á Austurvelli. Hann segir fundinn hafa geng- ið vel og farið friðsamlega fram. Hann leggur jafnframt áherslu á að markmiðið með mótmælafundunum sé að krefjast breytinga með friðsamlegum hætti og efla til vitrænnar umræðu. „Það sem gerðist þarna eftir fundinn var ekkert tengt honum. Fólk verður að gera sér grein fyrir alvöru málsins. Ef þessi mótmæli fara úr böndunum, hvað eigum við þá eftir? Ef við missum þessi mótmæli frá okkur verður erfitt að efna til nýrra.“ Friðsamleg krafa um breytingar Hörður Torfason Leitað var eftir við- brögðum hjá Stefáni Eiríkssyni, lög- reglustjóra á höf- uðborgarsvæðinu, í kjölfar mótmælanna á laugardag en hann vildi lítið tjá sig um málið. Geir Jón Þór- isson yfirlög- regluþjónn sagði í samtali við mbl.is á laugardag að lítið hefði mátt út af bregða á mótmælunum ef ekki „ætti allt að sjóða upp úr í mið- borginni“. Hann sagði jafnframt mikinn hita vera í fólki en ekki hafi þótt sérstök ástæða til að kalla út aukalið lögreglu. Lítið mátti út af bregða á mótmælum Geir Jón Þórisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.