Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 36
Söluhæstu tónlistarmenn allra tíma Meira en 500 milljón eintök seld: Bítlarnir Starfandi: 1960-1970 Bing Crosby Starfandi: 1926-1977 Michael Jackson Starfandi: 1967 - Frank Sinatra Starfandi: 1935 - 1995 Elvis Presley Starfandi: 1953 - 1977 200–499 milljón eintök seld: AC/DC Starfandi 1973 - R. Rahman Starfandi 1992 - ABBA Starfandi 1972 - 1982 Alla Pugacheva Starfandi 1965 - Bee Gees Starfandi 1958 - 2003 Bob Marley Starfandi 1932 - 1981 Celine Dion Starfandi 1981 - Cher Starfandi 1964 - Cliff Richard Starfandi 1958 - The Drifters Starfandi 1935 - Elton John Starfandi 1964 - Herbert von Karajan Starfandi 1938 - 1989 Julio Iglesias Starfandi 1968 - Led Zeppelin Starfandi 1968 - 1980 Madonna Starfandi 1982 - Nana Mouskouri Starfandi 1958 - Pink Floyd Starfandi 1964 - 1994 Queen Starfandi 1970 - 1991 Rolling Stones Starfandi 1962 - Tino Rossi Starfandi 1929 - 1982 Wei Wei Starfandi 1986 - Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ABBA? Queen? Bítlarnir? Presley? Led Zeppelin? Eða kannski Michael Jackson? Hver hefur ekki lent í því að skeggræða hver sé vinsælasti flytjandi tónlistar í heiminum fyrr og síðar? Líklega hafa slíkar umræður hingað til einkennst af getgátum og huglægu mati, enda ekki gott að segja við hvað skuli miðað. Nú geta þeir sem vilja leiða þessi mál til lykta hins vegar tekið gleði sína. Á Wiki- pedia má nefnilega finna lista yfir þá tónlistarmenn sem selt hafa flestar plötur í sögunni. Sá varnagli er þó sleginn á síðunni að eingöngu sé um áætlaðar tölur að ræða, enda séu óskeikular sölutölur hvergi til. List- inn ætti þó að gefa ansi sterka vís- bendingu um hvaða flytjendur hafa selt flestar plötur, og þar af leiðandi, hverjir þeirra hafa verið vinsælastir. Fimm stærstu Aðeins fimm flytjendur hafa selt yfir 500 milljónir platna, en það gerir um það bil eina plötu á hverja 13 jarðarbúa. Það kemur líklega fæstum á óvart að Bítlarnir séu þar á meðal, enda af flestum talin besta hljómsveit allra tíma. Þá er ekki nema von að þeir Elvis Presley og Michael Jackson komist á þennan lista, enda tveir af þekktustu tónlistarmönnum 20. ald- arinnar þar á ferð. Óvæntari er þó vera þeirra Franks Sinatra og Bing Crosby á meðal fimm söluhæstu flytjendanna, enda kannski ekki af sömu stærðargráðu og þeir sem áður voru nefndir. Hluti skýringarinnar liggur þó í því að báð- ir voru þeir starfandi um gríðarlega langt skeið, Crosby frá 1926 til 1977 og Sinatra frá 1935 til 1995. Kemur á óvart Samkvæmt listanum hefur 21 flytjandi selt á bilinu 200 til 499 millj- ónir platna. Þar á meðal eru þekktar stærðir á borð við AC/DC, Abba, Bee Gees, Bob Marley, Elton John, Led Zeppelin, Madonnu, Pink Floyd, Queen og Rolling Stones. Eflaust kemur það hins vegar mörgum á óvart að listamenn á borð við Celine Dion, Cher, Cliff Richard, The Drift- ers og Julio Iglesias skuli hafa selt eins margar plötur og raun ber vitni. Þá eru einnig á þeim lista listamenn sem hafa fyrst og fremst gert það gott í heimalöndum sínum, hinn ind- verski A.R. Rahman, hin rússneska Alla Pugacheva, Grikkinn Nana Mo- uskouri, hinn franski Tino Rossi að ógleymdri kínversku söngkonunni Wei Wei sem kemst á listann í krafti gríðarlegs fjölmennis þjóðar sinnar. Þá má ekki gleyma austurríska stjórnandanum Herbert von Karaj- an sem er eini „klassíski“ tónlist- armaðurinn á listanum. Ekki ofar? Á næsta lista eru flytjendur sem hafa selt á bilinu 100 til 199 milljónir eintaka. Þar eru hvorki meira né minna en 68 flytjendur, margir mjög þekktir en aðrir minna. Það kemur á óvart að nokkrir þeirra flytjenda hafi ekki selt fleiri plötur, til dæmis U2, David Bowie, George Michael og Metallica. Þeir vinsælustu frá upphafi  Wikipedia raðar upp söluhæstu flytjendum sögunnar  Átta breskir flytjendur og sjö bandarískir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI HOW TO LOSE FRIENDS &... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára HOW TO LOSE FRIENDS &... kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP RESCUE DAWN kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:30 - 6 - 8:30 LEYFÐ EAGLE EYE kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 5:40 LÚXUS VIP SEX DRIVE kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 Síðasta sýning LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM ÓTRÚLEG AFREK STRÍÐSFANGA Í VÍETNAMSTRÍÐINU CHRISTIAN BALE SÝNIR AFHVERJU HANN ER FREMSTI LEIKARI Í HEIMI Í MYND SEM HLOTIÐ HEFUR LOF VÍÐSVEGAR UM HEIM. SÝND Í KRINGLUNNI TOPP GRÍNMYND -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS- V.J.V., -TOPP5.IS/FBL -S.V., MBL- Þ.Þ., DV RESCUE DAWN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára HOW TO LOSE FRIENDS &... kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:40D - 8D LEYFÐ DIGITAL EAGLE EYE kl. 10:20D B.i. 12 ára DIGITAL SEX DRIVE kl. 8:20 - 10:30 B.i. 12 ára JOURNEY TO THE CENTER ... Sýnd á laugardag og sunnud. LEYFÐ 3D - DIGITAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.