Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 STÆRSTI banki í eigu sam- bandsríkis í Þýskalandi, Land- esbank Baden Württemberg (LBBW), staðfesti á laugardag orð- róm um að hann hefði tapað stórum fjár- hæðum á lána- viðskiptum við Ís- land. „Við búumst við tapi upp á 350 millj- ónir evra,“ höfðu þýskir fjölmiðlar eftir talsmanni bankans um helgina. Samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung átti bankinn í lánaviðskiptum við ís- lenska banka og aðrar stofnanir fyr- ir um einn milljarð evra. LBBW til- kynnti á föstudag öllum að óvörum að bankinn þyrfti að fá aðstoð frá yf- irvöldum. LBBW er ekki eini þýski bankinn sem á í vanda vegna viðskipta við Ís- land. Ríkisbankinn KfW hefur lánað sem nemur 288 milljónum evra til Ís- lands og er talið að stór hluti þess fjár sé tapaður. Stærsti banki Bæj- arlands, BayernLB, á 1,5 milljarða evra í lánum á Íslandi og er talið að helmingurinn sé tapaður. Commerzbank hefur jafnframt af- skrifað 232 milljónir evra vegna við- skipta við Ísland. Samkvæmt heim- ildum Financial Times í Þýskalandi er Þýskaland einn stærsti lánveit- andi Íslendinga. Íslenskir bankar og fyrirtæki skulda 30 þýskum lána- stofnunum alls yfir 21 milljarð bandarískra dollara. jmv@mbl.is Risatap á Ís- landslánum Þýskir bankar í vanda SNÆFELLSBÆR lét í haust bora nokkrar holur til að kanna mögu- leika á jarðhita. Árangur af þessari leit var ekki mikill og fannst ekkert um að jarðhiti væri á því svæði sem kannað var. Hins vegar gerðist það að hiti í 200 metra djúpri holu í Ey- steinsdal mældist 2,1 gráða. Fram kemur á vef Snæfellsbæjar að þetta sé að líkindum Íslandsmet, þ.e. að aldrei hefur mælst svona köld hola áður í borunum á Íslandi á þessu dýpi. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora. Ískalt vatn við jarðhitaleit FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EIN af afleiðingum bankahrunsins er að ómögulegt er að gera nýja samninga um gengisvarnir. Útgerð- arfélög, eins og önnur útflutnings- fyrirtæki, hafa þar með enga mögu- leika á að tryggja sig gegn gengissveiflum. Þetta er þó ekki brýnasta úrlausnarefnið í geng- ismálum útgerðarinnar því mörg út- gerðarfélög standa nú frammi fyrir miklu tapi vegna gengissamninga sem gerðir voru fyrir fall bankanna. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi nýlega frá því að gengishrun íslensku krónunnar hefði valdið því að gríðarlegt tap, samtals 25-30 milljarðar, hefði myndast á fram- virkum gengissamningum útgerð- arfélaga við fall bankanna. Þetta mál yrði að leysa. En þetta mál er, eins og fleiri í bankakerfinu, ekki búið að leysa. Það er raunar ekki auðvelt að sjá hvernig á að leysa úr því. Meðal þess sem verður að hafa í huga er að fleiri fyrirtæki en útgerð- arfélög hafa gert framvirka geng- issamninga. Ekki hafa heldur öll sjávarútvegsfyrirtæki tapað á geng- issamningum. Það hafa lífeyrissjóðir einnig gert til að verja sínar erlendu eignir. Greiða framtíðartekjur Af viðtölum við útgerðarmenn er auðheyrt að staða útgerðarfélag- anna er mjög misjöfn. Einn þeirra, sem ekki var tilbúinn að ræða um málið undir nafni, út- skýrði stöðuna þannig að útgerð- arfélög stæðu sum frammi fyrir því að þurfa nú að greiða upp alla geng- issamninga sem félögin hefðu gert. Þetta þýddi að félögin yrðu að reiða fram tugi, hundruð milljóna eða milljarða og líklegt að sum myndu ekki standast slíka kröfu. Ástandið kæmi misilla við útgerð- arfélög. Sum hefðu tryggt tekju- streymi sitt í 2-6 mánuði eða jafnvel lengra fram í tímann. Í flestum til- fellum hefðu þau fest hluta tekna sinna, t.d. 25%, en einnig hefðu verið nefnd dæmi um félög sem hefðu fest stærri hluta tekna sinna til lengri tíma. Evran kostaði á föstudag 166 krónur og bandaríkjadalur 130 krónur. Þurfi fyrirtæki nú að upp- fylla framvirkan gengissamning um að selja evrur á 123 krónur og banda- ríkjadali á 79 krónur, og kaupa í stað- inn krónur, er augljóst að tapið verð- ur mikið enda um milljóna- og milljarðaviðskipti að ræða. Tekjuauki dugar ekki Vegna gengisfallsins fær útgerðin nú fleiri krónur fyrir þann gjaldeyri sem fæst fyrir sölu á sjávarafurðum. Útgerðarmaðurinn sem Morg- unblaðið ræddi við sagði að þetta minnkaði vissulega tapið en á hinn bóginn yrði að líta til þess að hugs- anlega þyrftu félögin að reiða af hendi upphæð, á einu bretti, sem jafngilti margra mánaða tekjum. Út- gerðarmaðurinn sagði að eðlilegast væri að samningarnir yrðu áfram í gildi og myndu færast yfir í nýju bankana. Yrði það gert gætu félögin unnið sig út úr samningunum, fram- lengt þá eða greitt inn á þá. Ef gera ætti samningana upp þyrfti einnig að finna út úr því hvaða gengi ætti að miða við. Það mætti t.a.m. velta því fyrir sér hvort miða ætti við núver- andi gengi eða gengið þegar bank- arnir féllu einn af öðrum í byrjun október. Vandinn væri sá að það væri enginn virkur markaður með gjald- eyri. Gengi krónunnar er í lágmarki, gjaldeyrir hefur sem sagt aldrei ver- ið dýrari. Fengju útgerðarfélög og önnur félög sem hafa gert geng- issamninga að gera upp þegar (eða ef) gengið styrkist yrði tapið þeim mun minna en það er í dag. Vinnslustöðin tapaði ekki Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt þeirra útgerðarfélaga sem gerði, og hefur raunar lengi gert, framvirka gengissamninga. Fyrirtækið tapað þó engu á þess- um samningum með gengishruni krónunnar, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Ástæðan er sú að Vinnslustöðin tryggði einkum viðskiptakröfur og afurðir sem það hafði þegar fram- leitt. Í ágústbyrjun námu birgðir og við- skiptakröfur Vinnslustöðvarinnar ríflega tveimur milljörðum króna. Þetta voru að langmestu leyti afurðir sem búið var að selja en átti eftir að afhenda eða viðskiptakröfur (reikn- ingar) sem Vinnslustöðin átti eftir að fá greiddar. „Þetta vorum við búnir að framleiða og höfðum selt um 80- 90% en afganginn átti að selja á haustmánuðum. Þarna var geng- isvísitala krónunnar komin í um 150- 160. Og þegar þú ert búinn að fram- leiða þetta ertu búinn að borga allan kostnað, standa skil á launum til sjó- manna, fiskvinnslufólks, olíu- innkaupa og þess háttar,“ segir Sig- urgeir Brynjar. Áhrifin voru engin Hann bendir á að ef krónan hefði tekið upp á því að styrkjast í haust, t.d. með því að gengisvísitalan færi í 130 stig, hefði Vinnslustöðin um leið tapað allri framlegð sinni vegna ofangreindra afurða. Til að tryggja sig gegn slíku gerði Vinnslustöðin framvirka gengissamninga, þ.e.a.s. félagið festi gengið vegna afurðanna sem það hafði þegar framleitt þann- ig að það gat hvorki tapað né grætt á gengissveiflum. „Þetta eru kallaðar varnir,“ segir Sigurgeir Brynjar. Síðan þá hefur gengi krónunnar hrunið. Sigurgeir Brynjar segir að strangt til tekið megi segja sem svo að Vinnslustöðin hafi tapað á fram- virku samningunum vegna hrunsins enda hafi samningarnir kveðið á um að félagið fengi gjaldeyri miðað við mun sterkara gengi krónunnar en nú gildir. Raunáhrifin séu aftur á móti engin enda hefðu allar birgðir og viðskiptakröfur félagsins hækkað til jafns við gengisfall krónunnar. „Þannig að áhrifin voru bara núll,“ segir hann. Gengissamningar úr sögunni Gengissamningar eru í eðli sínu afleiðusamningar og í slíkum samn- ingum þarf ávallt tvo aðila til, annars vegar aðila sem er vill festa gengi krónunnar og annan sem er tilbúinn að leggja gjaldeyri fram á móti. Sigurgeir Brynjar segir fram- virka gengissamninga hafa verið mjög mikilvæga fyrir rekstur félags- ins enda dragi þeir úr áhættu vegna gengissveiflna. Nú standi fyrirtækið frammi fyrir því að enginn banki vilji lengur gera slíka samninga. Um leið og skilanefndirnar tóku yfir bankana hefðu forsendur samn- inga um gjaldeyrissamninga brostið, vegna þess að viðskiptabankarnir gátu ekki lengur uppfyllt samn- ingana. Enginn gjaldeyrir sé nú til taks í svona samninga og enginn er- lendur banki vilji semja á grundvelli krónunnar. „Núna verðum við allt í einu berskjölduð gagnvart geng- issveiflum,“ segir hann. Krónan sé eins og Albanía, það vilji enginn koma nálægt henni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnir Eftir fall bankanna er ekki hægt að gera gengissamninga. Þar með er útgerðin berskjölduð gagnvart gengissveiflum. Hjálmur dugar ekki. Krónan eins og Albanía  Ekki hægt að gera nýja samninga um gengisvarnir  Útgerðarfélög standa mörg frammi fyrir miklu tapi á samningum sem gerðir voru fyrir fall bankanna Ástæðan fyrir því að útgerðirnar gerðu gengissamningana er sú að um 99% af íslenskum sjávaraf- urðum eru seldar til útlanda og tekjur útgerðarinnar eru því að mestu í erlendri mynt. Kaupendur staðgreiða sjaldnast heldur er yf- irleitt gefinn um 30-90 daga greiðslufrestur. Útgerðin þarf hins vegar að standa skil á ýmsum gjöldum, áður en tekjurnar koma í hús, m.a. hlut áhafnar, olíu- kostnaði, lánagreiðslum og fleira. Ef íslenska krónan tekur upp á því að styrkjast á meðan á greiðslu- frestinum stendur tapar útgerðin, því þá fær hún færri krónur fyrir erlenda gjaldeyrinn en hún hefði fengið ef kaupandi hefði stað- greitt. Að sama skapi myndi út- gerðarfyrirtækið græða ef krónan veiktist á milli þess sem sala færi fram og þangað til greiðsla bærist. Sveiflur sem þessar eru almennt ekki taldar jákvæðar fyrir rekstur fyrirtækja. Langur greiðslufrestur Tveir stjórnendur útgerðarfyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við bentu á að það væri afar óeðlilegt að á sama tíma og bankarnir hefðu gert við þá samninga sem kváðu á um gengisvarnir hefðu eigendur bankanna á sama tíma veðjað á að gengið myndi lækka með því að taka stórar stöður gegn krónunni. Þeir hefðu með þessu unnið vísvitandi gegn hagsmunum við- skiptavina bankanna. Einn viðmælandi blaðsins sagði að þetta væri hrein og klár svikamylla. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikil óánægja meðal útgerð- armanna og þeir velta fyrir sér hvort hægt sé að láta eigendur bankanna sæta ábyrgð. Segja eigendurna hafa unnið gegn viðskiptavinum ÞRÁTT fyrir trausta fjárhagsstöðu hafa forystumenn Garðabæjar ákveðið að fresta ýmsum fram- kvæmdum. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að framkvæmdir við nýjan leikskóla í Akralandi og skólabyggingu í Urriðaholti hefur verið slegið á frest. Hins vegar verður haldið áfram byggingu fim- leikahúss við Ásgarð og annars áfanga Sjálandsskóla. Eins og áður hefur komið fram hefur fram- kvæmdum við nýjan miðbæ verið frestað tímabundið. Þá verður kaupum á búnaði frestað eins og hægt er. Morgunblaðið/Frikki Frestað Krakkar í Sjálandsskóla. Skólabygg- ingum frestað í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.