Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 ÞAÐ var umræða í kastljósinu um daginn sem vakti athygli mína um hvað væri krúttkynslóð. Ég er ekki sammála þeim sem voru að ræða um hvað væru krúttin, að mínu mati eru krúttin búin að vera til lengi eða frá því að lýðveldi Ís- lands var stofnað, þá komu krúttin fram og hafa þróast síðan. Krúttin eru þingmenn og ráðherrar Ís- lands, mér finnst það svolítið krúttlegt að það skuli vera dýra- læknir sem sér um fjármál ríkisins, heimspekingur sem er við- skiptaráðherra, fiskifræðingur sem er iðnaðarráðherra og lögfræð- ingur sem er aðalseðlabankastjóri. Það eru bara krútt sem gera eitt- hvað af sér og koma svo með krúttlegt bros þegar á að skamma þau og hvað gerist þá? Jú, það sem gerist er að enginn getur skammað þau og ekki vill neinn vera vondur við krúttin. Krúttin hafa nú komið fram hvert af öðru með sitt krútt- lega bros og sagt: Þetta var ekki mér að kenna, þetta var öllum öðr- um en mér að kenna! Hvað getum við gert? GRÍMUR KRISTJÁN GUNNARSSON, iðnrekstrarfræðingur og pípu- lagninganemi. Hvað er krútt? Frá Grími K. Gunnarssyni: SAMTÖK verslunar og þjónustu (SVÞ) héldu opinn fund fyrir félagsmenn sína síð- astliðinn föstudag, þar sem spáð var í hagþróun næstu mán- aða og aðkomu Al- þjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF). Áherslur mínar á fundinum komast ekki vel til skila í frétt Morgunblaðsins á laug- ardaginn, sérstaklega varðandi stöðu þjóðarbúsins. Til að fyr- irbyggja misskilning vil ég orða viðhorf mín með skýrum hætti hér. Veik króna þýðir meiri skuldir Á undanförnum 12 mánuðum hefur krónan veikst mikið. Sam- kvæmt skráningu Seðlabankans kostar einn bandaríkjadalur nú 130 krónur og hefur hækkað um 122% frá sama tíma í fyrra, breskt pund kostar 205 krónur og hefur hækk- að um 66% og evra kostar 166 krónur og hefur hækkað um 93%. Verð vinsælustu skuldamynt- arinnar, japanska jensins, hefur þó hækkað enn meira eða um 160% á einu ári. Þar sem mikill meirihluti af skuldum fyrirtækja og 20% af skuldum heimila er í erlendri mynt, hefur gengisfall krónunnar leitt til gríðarlegrar skuldaaukn- ingar. Að óbreyttu er eigið fé meirihluta fyrirtækja og hluta heimila gufað upp og stór hluti þeirra er í raun gjaldþrota. Ís- lenska ríkið er hins vegar ekki gjaldþrota. Þvert á móti var sú leið sem stjórnvöld fóru við yfirtöku bankanna sérstaklega valin til að íslenska ríkið yrði ekki gjaldþrota. Þetta skiptir miklu máli fyrir end- urreisn hagkerfisins. Verð krónunnar er óljóst Eftir hrun íslensku bankanna hefur myndast gjaldeyrisskortur. Brugðið hefur verið á það ráð að skammta gjaldeyri og njóta þeir eðlilega forgangs sem flytja inn nauðsynjavöru, svo sem matvæli, lyf, olíu og ýmis aðföng fyrir inn- lenda framleiðslu. Þeir sem ekki fá að kaupa gjaldeyri þurfa að leita annað. Þar á meðal eru fjárfestar sem vilja selja íslensk rík- isskuldabréf og skipta andvirðinu yfir í evr- ur, en einnig ein- staklingar sem hyggja á ferðalög eða þurfa að koma peningum fljótt til fjölskyldu er- lendis. Viðskipti fara því fram utan skömmtunarkerfisins, en litlar upplýsingar liggja fyrir umfang viðskiptanna og á hvaða gengi þau fara fram. Þó má gera ráð fyrir að gengi krónunnar sé mismunandi eftir fjárhæðum og neyð seljand- ans. Hluti af viðskiptum erlendra aðila er skráður í „Reuters Deal- ing“, sem er það viðskiptakerfi sem notað var bæði af innlendum og erlendum aðilum fyrir hrun gjaldeyrismarkaðarins. Síðasta föstudag var gengi evru skráð á 195 krónur í því kerfi, sem er 17% yfir skráðu gengi Seðlabankans. Munurinn fór hæst í 53% hinn 9. október, en minnkaði hratt þegar ljóst þótti að íslensk stjórnvöld hygðust óska eftir aðkomu IMF. Eftir að afgreiðslu stjórnar IMF var frestað á þriðjudaginn var, hef- ur sú þróun stöðvast. Lausn í bráð og lengd Á meðan gengi krónunnar er óljóst, er raunveruleg skuldastaða fyrirtækja og heimila einnig óljós. Sömu sögu er að segja um stöðu þjóðabúsins gagnvart útlöndum, virði útflutnings og kostnað þeirra sem gætu haft áhuga á að hefja hér starfsemi eða efla núverandi starfsemi og skapa ný störf. Fyr- irsjáanlegt framleiðslutap þjóð- arbúsins er því einnig óljóst, en það verður meira eftir því sem gengisóvissan varir lengur. Því er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að finna „rétt“ gengi á krónuna; gengi sem er raunhæft og þar með stöðugt. Efling gjald- eyrisforðans er mikilvægur hluti af þeirri aðgerð, en eðli máls sam- kvæmt krefst slíkt aðkomu al- þjóðasamfélagsins og þar með IMF. Enginn vafi er á því að krónan hefur veikst töluvert umfram það sem eðlilegt má telja út frá lang- tímajafnvægi. Ef vel tekst til við að endurræsa gjaldeyrismarkaðinn má því gera ráð fyrir að krónan styrkist og skuldastaða fyrirtækja og heimila batni. Stjórnvöld þurfa að grípa til ým- issa bráðaaðgerða til að koma í veg fyrir að heimili og fyrirtæki fari í þrot á meðan óvissan ríkir um gengi krónunnar. Dæmi um slíkt er að taka tímabundið úr sambandi sjálfvirka hækkun á greiðslubyrði lána og að koma í veg fyrir að kröfuhafar geti gengið að þeim skuldurum sem voru í skilum áður en kreppan skall á. Varanlegar að- gerðir er þó ekki hægt að úfæra fyrr en gengi krónunnar er orðið ljóst og tjónið liggur fyrir. Allt hangir þetta því saman. Króna eða ekki króna Undanfarin ár hafa fjölmargir lýst yfir efasemdum um að krónan sé besti kosturinn fyrir Ísland. Þar á meðal eru leikir og lærðir ein- staklingar, en einnig samtök at- vinnugreina og launafólks. Þær hremmingar sem krónan hefur nú farið í gegnum staðfesta að veruleg áhætta fylgir litlum gjaldmiðli. Það er þó raunverulegur valmöguleiki að viðhalda krónunni. Hann krefst þess að Íslendingar byggi að nýju upp traust á efnahags- og peninga- málum og þar með trú á að krónan geti haldist nokkuð stöðug til framtíðar. Slíkt krefst tíma. Vegna smæðar gjaldmiðilsins og fjárfest- ingarþarfar hagkerfisins þarf vaxtamunur við útlönd væntanlega að vera 1-3% að jafnaði til fram- tíðar. Það er kostnaðarsamt fyrir atvinnulíf og heimili. Ákvörðun um upptöku evru hefði jákvæð áhrif á trúverðugleika og vaxtastig og gæti flýtt fyrir endurreisn hag- kerfisins. Spurningin um framtíð krónunnar er því viðfangsefni dagsins í dag en ekki morgundags- ins. Hvers vegna er gjald- miðillinn fyrsta skrefið ? Edda Rós Karls- dóttir » Fyrirsjáanlegt fram- leiðslutap þjóð- arbúsins verður meira eftir því sem geng- isóvissan varir lengur. Edda Rós Karlsdóttir Höfundur er hagfræðingur. VEGNA umræðna um skipun og hlutverk stjórnarformanns Listahátíðar í Reykjavík er rétt að taka fram að stjórnarformaður Listahátíðar kemur ekki að mótun dagskrár Listahátíðar, vali á lista- mönnum eða samningum við þá. Það er hlutverk listræns stjórn- anda Listahátíðar, sem jafnframt er yfirmaður stofnunarinnar. Sama fyrirkomulag er við aðrar listastofnanir hér á landi eins og t.d. Þjóðleikhúsið, Borgarleik- húsið, Íslenska dansflokkinn og Íslensku óperuna. Samkvæmt skipulagsskrá Listahátíðar í Reykjavík ber stjórn hennar ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og fjárreiðum og samþykkir fjárhagsáætlanir. Inga Jóna Þórðardóttir var skipuð fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík í stjórn Listahátíðar haustið 2006 og hefur frá þeim tíma verið fulltrúi fjögurra borg- arstjóra í stjórninni; Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, Dags B. Eggerts- sonar, Ólafs F. Magnússonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, nú- verandi borgarstjóra. Fulltrúi borgarstjóra og fulltrúi menntamálaráðherra hafa frá upp- hafi skipst á að gegna formennsku í stjórninni eins og fram kemur í skipulagsskrá Listahátíðar. Í sam- ræmi við þá reglu tók Inga Jóna við stjórnarformennsku hátíð- arinnar nú í október. Inga Jóna hefur verið formaður Leikfélags Reykjavíkur um árabil og hefur þar sambærilegt hlutverk með höndum og í stjórn Listahá- tíðar. Listahátíð væntir góðs af störfum hennar sem stjórnarfor- manns. HREFNA HARALDSDÓTTIR, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Athugasemd um Listahátíð Frá Hrefnu Haraldsdóttur: GUÐ blessi Ísland, sagði forsætisráð- herra í lok ávarps síns til þjóðarinnar um efnahagsmál 6. október síðastliðinn. Þá brostu ýmsir að því hve alvöruþrung- inn hann var. Þeir brosa ekki í dag. Nú mánuði síðar finnur almenningur byrðarnar þyngjast. Umræðan í þjóðfélaginu er því sem næst sneydd allri von. Sífellt berast fréttir um undarlegar ákvarðanir í bönkunum. Leitað er sökudólga og bankakerfið, stjórnsýslan, stjórn- málamennirnir og viðskiptalífið er mikið til rúið trausti. Þetta eru eðlileg viðbrögð þegar staðið er yfir brunarústum þess sem áður virtist vera glæsilegt og óbrotgjarnt virki. Við megum samt ekki láta mótlætið buga okk- ur. Forráðamenn barna og ung- menna verða að hafa aðgát í nær- veru sálar og vekja vonir um lausn á vandamálunum þótt harðn- að hafi á dalnum. Undir þessum kringumstæðum, svo að ég vitni aftur í ágætt ávarp Geirs H. Haarde, er afar brýnt að stjórn- völd, fyrirtæki, félagasamtök, for- eldrar og aðrir sem geta látið gott af sér leiða, leiti allra leiða til að daglegt líf fari ekki úr skorðum. Sókn er besta vörnin Við verðum að hafa framtíð- arsýn. Sókn er besta vörnin – og sóknarfærin eru hvarvetna, í auð- lindum landsins til sjávar og sveita, í hugkvæmni og menntun unga fólksins, í iðnaði og ferða- þjónustu, í þrótti íslensku þjóð- arinnar sem hefur satt að segja séð það svartara. Það væri mikill skaði ef stjórnvöld og sveit- arstjórnir brygðust ekki við auknu atvinnuleysi þegar í stað og spyrntu við fótum með öllum mögulegum ráðum. Mér kæmi verulega á óvart ef Hafnfirðingar felldu einu sinni enn stækkun álversins í Straumsvík í kosningum. Þeim hlýtur að hafa snúist hugur sem áður þóttust geta afþakkað atvinnu fyrir 480 til 500 manns fyrir utan afleidd störf, auknar útflutningstekjur og gíf- urlega innspýtingu fyrir bæj- arsjóð, svo að ekki sé talað um innstreymi erlends fjármagns í landið samfara stækkunarfram- kvæmdunum. Nú ætti engum að dyljast að samfélagið, mannlífið, hagnast á því að fyrirtækin fái að vaxa og dafna. Við þurfum að nýta gufu- aflið og vatnsorkuna. Við þurfum að reisa gagnaver. Við þurfum að nýta sjávaraflann eins vel og nokkur kostur er. Síðast en ekki síst þurfum við að efla kraft og frumkvæði fólksins sem hér býr, ekki bara barma okkur og horfa í baksýnisspegilinn heldur líta fram á veginn og finna lausnir. Atvinnulíf í Kópavogi hefur styrkst verulega á undanförnum misserum og árum. Ég vil halda áfram þeirri uppbyggingu í þágu allra Kópavogsbúa og greiða götu fyrirtækja eins og unnt er. Sveit- arfélögin verða að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að sporna gegn atvinnuleysi og styðja við fyr- irtækin. Þau eru lífæð samfélagsins. Lífeyrissjóðirnir taki þátt Lífeyrissjóðirnir verða að mæta til leiks til að halda hjól- um atvinnulífsins gangandi. Hvar eiga þeir að ávaxta sitt pund núna? Fjárfest- ingarkostirnir eru af skornum skammti, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, og þess vegna er eðlilegt að þeir taki þátt í að fjár- magna framkvæmdir sem styrkja innviði samfélagsins og skila sér í bættum hag þjóðarinnar. Ég horfi umfram allt til virkjanageirans í því sambandi, Búðarhálsvirkjunar, Þjórsárvirkjana, virkjunar á Þeistareykjum o.fl. Um þessar mundir er erfitt ef ekki útilokað að fjármagna fram- kvæmdir af þessu tagi með er- lendu lánsfé. Við verðum að standa straum af slíkum kostnaði sjálf. Í því felst gagnkvæmur hag- ur þjóðarinnar og lífeyrissjóðanna að stuðla að arðvænlegum at- vinnurekstri og sporna við at- vinnuleysi. Strax! Við megum eng- an tíma missa. Eðlislæg bjartsýni Forsætisráðherra bað guð að blessa landið – og það hefur hann gert. Hvert sem við lítum er gnótt auðlinda í náttúru landsins og van- nýtt tækifæri. Vonleysi er eins og krabbamein á þjóðarlíkamanum. Sé ekkert að gert dreifir það sér um hann allan og lamar þrek hans. Ég sat um daginn málþingið Stúdentatíð í kreppuhríð með ungu fólki þar sem málefni Lána- sjóðs íslenskra námsmanna voru m.a. rædd. Hvað bíður okkar? spurðu stúdentarnir og létu hækk- andi stýrivexti draga úr sér móð- inn sem eðlilegt er. Ég svaraði því að ég vildi ekki bíða þess sem verða vildi heldur sækja undir eins fram með hjálp lífeyrissjóð- anna. Ég er þess fullviss að bar- áttuþrek og eðlislæg bjartsýni Ís- lendinga eigi eftir að skila okkur í gegnum þessar miklu þrengingar þótt við séum sem höggdofa um stund. Nú ríður á að kveikja neist- ann og setja í gang. Fulla ferð áfram Gunnar I. Birgisson skrifar um mót- aðgerðir í krepp- unni » Í því felst gagn- kvæmur hagur þjóð- arinnar og lífeyrissjóð- anna að stuðla að arðvænlegum atvinnu- rekstri og sporna við at- vinnuleysi. Strax! Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.