Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 10
Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Ofanflóðasjóður hef- ur ákveðið að fresta því í annað sinn að opna tilboð í framkvæmdir við upptakastoðvirki í Tröllagili í Nes- kaupstað. Upphaflega var gert ráð fyrir að tilboðin yrðu opnuð þann 4. nóvember, en vegna þess óvissu- ástands sem ríkir í efnahagsmálum var ákveðið að fresta því til 4. des- ember. Nú hefur verið tekin ákvörð- un um að fresta því að opna tilboðin til 22. janúar á næsta ári. Á bæjarstjórnarfundi í Fjarða- byggð sl. fimmtudag kom fram í máli Helgu Jónsdóttur bæjarstjóra að ekki væri gert ráð fyrir því að framkvæmdinni seinkaði vegna þessa. Samkvæmt útboði á verkinu að vera lokið eigi síðar en 1. maí 2011. Fresta aftur opnun tilboða í Tröllagil Snjór Upptakastoðvirki í Drangagili, Neskaupstað. Nýlega féll lítil aur- skriða á varnarvirkin. Miðað er við að framkvæmdum ljúki vorið 2011. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Það er skiljanlegt að fólk fylki sérþessa dagana að baki stjórn- málaflokkum sem ekki hafa verið lengi í ríkisstjórn. Reiði fólks út í ástandið þarf að finna sér farveg.   Ólafur Þ. Harð-arson, prófess- or í stjórn- málafræði, greindi niðurstöður könn- unar sem Capacent Gallup gerði í lok október í Morg- unblaðinu í gær. Og þær hljóta að vera sláandi fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins.   Samkvæmt könnuninni er Sjálf-stæðisflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn. Ólafur telur að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi sjaldan eða aldrei mælst jafn lítið og nú.   Það sem hlýtur að valda mestumáhyggjum sjálfstæðismanna er fylgistapið í röðum ungs fólks. Yngri kjósendur yfirgefa flokkinn í mestum mæli samkvæmt greiningu Ólafs.   Það gefur vísbendingu um þástrauma sem einkenna nú stjórnmálabaráttuna. Samfylking og Vinstri grænir fá stuðning yfir 70% fólks á aldrinum 18 til 34 ára.   Róttækni og ögrun við ríkjandihugmyndir hefur alltaf fylgt ungu fólki. Sem betur fer. Núna er góður jarðvegur fyrir nýjar hug- myndir.   Það má samt minna unga fólkið,sem fylgir sósíalistunum í VG að málum, á að hugmyndafræðin um öflugt ríkisvald er ekki ný af nálinni. Hún var ríkjandi á síðustu öld   Það var eitt sem einkenndi þá hug-myndafræði. Það tók einstak- lingana 50 ár að brjótast undan áhrifum hennar. Er fólk tilbúið að endurtaka þá baráttu? Ólafur Þ. Harðarson Hringrás hugmyndafræðinnar           ! " #$  %&' ( )               *(! + ,- . & / 0  + -               12   1 3  4 2- 2 * - 5 1 % 6! (78 9 4 $ (                       !"    #$% : 3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !              *$BC &  '     ()*  !"*( *+$   ,-  .    *! $$ B *! " # $ %& %# %& ' (& ) ( <2 <! <2 <! <2 " '&$ %* +%,- ( . ! -          <  / -  #*   ,"$$*  $ 6 2 0* " (    "*(  / 1 $ $  + /0 %%(11 (&% %2 ( -(%* Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR HVÍTABJÖRNINN sem felldur var á Þverárfjalli í sumar var rígfullorðinn, kominn á 22. aldursár. Hann var því kominn í hóp allra elstu hvítabjarna í stofninum sem ekki verða eldri en 20-25 ára. Birn- an, sem felld var skömmu síðar við Hraun, var einn- ig komin af léttasta skeiði, annaðhvort 12 eða 13 ára. Lokið er á Tilraunastöðinni á Keldum fyrstu at- hugunum á hvítabjörnunum sem syntu til landsins á Skaga í júní sl. Athuganirnar eru gerðar fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands. Karl Skírnisson dýrafræðingur útbjó þunnsneiðar af tönnum dýr- anna til að telja í þeim árhringi og ráða í lífssögu einstaklinganna. Björninn var ennþá frjór þegar hann var felldur. Fengitíðin í stofninum er í apríl og maí og var því nýliðin þegar dýrið synti til lands. Skagabirnan er talin hafa átt afkvæmi 3 sinnum og alltaf náð að ala húna sína upp. Líkur eru á að húnn eða húnar úr síðasta gotinu hafi orðið sjálfstæðir nokkrum mán- uðum áður en birnan lagði í sundferðina til Íslands. Birnan var örmagna og að dauða komin þegar hún náði landi við Hraun. Einungis björninn reyndist vera smitaður af trík- ínum, sem smitast milli spendýra með hráu kjöti úr smituðum dýrum. Tríkínur geta lifað í mönnum og valdið kvalarfullum sjúkdómi. Sníkjudýrið er ekki á Íslandi og nýtur landið sérstöðu. aij@mbl.is Hvítabjörninn reyndist rígfullorðinn Í HNOTSKURN »Dýrin voru eldri en fyrst var talið.»Birnan á Skaga nærðist ekki þannrúma sólarhring sem hún dvaldi hér, þrátt fyrir gnótt eggja í æðarvarpinu. »Báðir birnirnir voru óvenju smávaxn-ir og með minnstu dýrum sem mæld hafa verið úr Austur-Grænlandsstofn- inum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.