Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 26. nóvember í 24 nætur á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað í rúmar 3 vikur á ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Stökktu til Kanarí 26. nóvember frá kr. 79.990 Verð kr. 79.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 24 nætur. Stökktu tilboð 26. nóvember. Frábær ferð - 24 nætur Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „FÓLK á að bíða, það er ekkert vit í að breyta erlendum lánum núna yfir í verðtryggða ís- lenska krónu,“ segir Ingólf- ur H. Ingólfsson fjármála- ráðgjafi aðspurður hvort hann ráðleggi lántakendum að breyta lánum í erlendri mynt yfir í íslenskar krón- ur. Hann segir að slík breyt- ing sé ekki ráðleg. Í fyrsta lagi vegna þess að krónan sé svo lágt verðlögð um þessar mundir og í öðru lagi vegna þess að gera megi ráð fyrir gríðarlegri verðbólgu hér næstu mánuði ef spár gangi eftir. Verðbólga muni hækka höfuðstól lána enn meira. „Það á að vera hægt að semja við lánafyr- irtæki og banka varðandi erlendu lánin í fram- haldi af tilmælum stjórnvalda,“ segir Ingólfur. „Þá skiptir mestu máli að fá að frysta lánið í einhverja mánuði, greiða eingöngu vexti tíma- bundið eða í þriðja lagi að lengja eins mikið í láninu og mögulegt er. Þetta lækkar afborg- unarhlutann og prinsippið er að greiða eins lít- ið af erlendu lánunum í augnablikinu og mögu- legt er.“ Hann segir að framkvæmd lánafyrir- greiðslu sé með ýmsum hætti hjá fyrirtækj- unum og engin sameiginleg regla virðist vera hjá þeim, hvorki lýsingarfyrirtækjum eða rík- isbönkum. Fyrirtækin framkvæmi þetta hvert með sínu nefi, en öll bjóði upp á einhvers kon- ar frestun. Hann segir að talsverðar annir séu hjá ráð- gjafafyrirtæki hans og þangað leiti einkum fólk sem vilji grípa til ráðstafana áður en það lendi í erfiðleikum. Þeir sem lendi í verulegum greiðsluerfiðleikum virðist frekar leita til Ráð- gjafastofu um fjármál heimilanna, þar sem veitt er ókeypis ráðgjöf. Svo er það atvinnuleysið sem setur allt úr skorðum hjá fólki Hann segir að margir standi illa, greiðslu- byrði af lánum hafi aukist gífurlega, kaup- mátturinn minnkað og því sé minna aflögu til að greiða af lánunum. „Svo er það atvinnuleysið sem er alveg skelfilegt og setur allt úr skorðum hjá fólki,“ segir Ingólfur. „Það á eftir að versna og þess vegna hef ég lagt til að ríkisvaldið til að mynda frysti verðbótaþáttinn. Það er engin hemja að með þessu verðbótafyrirkomulagi, sem er ekk- ert annað en vaxtavextir sem eru teknir af láni, þá er eigið fé heimilanna að fuðra upp. Ég hef heyrt félagsmálaráðherra nefna sem andsvar að þar með myndi eigið fé Íbúða- lánssjóðs þurrkast upp á skömmum tíma. Þá er bara um tvennt að velja; að eigið fé þessa opinbera fyrirtækis fuðri upp eða heimil- anna. Ráðherrann verður að taka afstöðu til þess hvora leiðina hann vill fara,“ segir Ingólfur Ingólfsson. Erlent frekar en verðtryggt  Ekkert vit í að breyta erlendum lánum yfir í verðtryggða íslenska krónu, segir fjármálaráðgjafi  Ráðherra taki afstöðu til þess hvort hann vill að peningar heimilanna fuðri upp eða Íbúðalánsjóðs Ingólfur H. Ingólfsson Í HNOTSKURN »Verðbólga hækkar höfuðstól inn-lendra, verðtryggðra lána. »„Prinsippið“ er að greiða eins lítið aferlendum lánum í augnablikinu og mögulegt er. »Lánafyrirtæki og bankar bjóða öllupp á einhvers konar frestun, en framkvæmdin er breytileg. Eftir Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Unnið hefur verið alla helgina við síldarsöltun hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðs- firði. Saltað hefur verið í tíu þúsund tunnur sem afskipað hefur verið jöfnum höndum til kaup- enda í Kanada og á Norðurlöndunum. Síldin hefur verið veidd við Stykkishólm og er því löng sigling á milli staða. Hoffell SU 80, sem veitt hefur alla þá síld sem hér hefur verið unnin, er búið að landa um 2600 tonnum, sem eru um helmingur þess kvóta sem skipið hefur. Morgunblaðið/Albert Kemp Saltað í tíu þúsund tunnur HANNES Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group, vísar alfarið á bug upplýsingum sem fram komu í grein Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, í gær um þriggja milljarða króna milli- færslur stjórnarformannsins frá FL sumarið 2005 vegna kaupa Pálma Haraldssonar á Sterling og kallar aðdróttanir. „Engin lög voru brotin eins og gef- ið er í skyn og er allur málflutningur í fréttinni afar ósmekklegur,“ segir í yfirlýsingu sem Hannes sendi frá sér í gær. „FL Group lét gera óháða út- tekt á þessu máli í aðdraganda aðal- fundar félagsins 2006 og hefur ítrek- að svarað þessum fullyrðingum. Í þessu sambandi er rétt að rifja upp aðalfund félagins frá árinu 2006 þar sem þetta mál var til umræðu. Á fundinum komu fram spurningar frá Vilhjálmi Bjarnasyni um ólögmætar millifærslur og svör í tengslum við þessar meintu millifærslur fé- lagsins, lögmæti þeirra og niður- stöður sérstakrar rannsóknar sem stjórn félagsins lét framkvæma. Auðveldast er að vitna hér til orða Jóns S. Helga- sonar endurskoðanda hjá KPMG um þessi mál frá aðalfundinum 2006: „Jón S. Helgason, löggiltur endur- skoðandi hjá KPMG, tók því næst til máls að beiðni stjórnarformanns. Hann áréttaði að endurskoðendur hefðu áritað síðasta uppgjör félags- ins án athugasemda og þar kæmi fram að þeir styddust við alþjóðlegar reglur. Hann sagði að fram hefði far- ið skoðun á stærri færslum hjá FL Group á því tímabili (innskot: sum- arið 2005 sérstaklega) sem Vilhjálm- ur Bjarnason væri að spyrja um. Málum væri þannig háttað að tölu- verðir fjármunir væru í ávöxtun á hverjum tíma, en skemmst væri frá því að segja að allar útborganir fé- lagsins hefðu skilað sér til baka með eðlilegri ávöxtun innan mislangs tíma og hann gæti staðfest að þar væru engar slíkar greiðslur sem Vil- hjálmur vísaði til.“ Þessi yfirlýsing var birt og und- irrituð athugasemdalaust af fundar- stjóra og fundaritara og var öllum hluthöfum gefinn kostur á að lesa hana yfir og koma með athugasemd- ir sem engar bárust. Þá hafa hlut- hafar og fjölmiðlar haft aðgang að fundargerðinni eins og lög kveða á um. Einnig skal bent á að hluthafa- fundur almenningshlutafélags er æðsta vald félagsins og þar gefst öll- um kostur á að koma fyrirspurnum sínum á framfæri.“ Hafnar upplýsingum um millifærslur Hannes Smárason MARGIR hafa undanfarið hringt í Skinney Þinganes á Höfn í Horna- firði til að vita hvort ekki sé þar vinnu að fá. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að margir hafi fengið vinnu í síldinni eða við önnur störf hjá fyrirtækinu. Skinney Þinganes hefur aðstöðu fyrir aðkomufólk í gistiheimili við Hvannabraut. Haft er eftir Sverri Aðalsteinssyni að allt sé fullt af síld og öðrum fiski. Skipin sækja síldina vestur á Breiðafjörð. Þó að þetta sé löng sigling sé jákvætt að þurfa ekki að leita að síldinni um allan sjó eins og oft hefur verið. Margir fá vinnu í síldinni EKIÐ var á eldri konu á Garðagrund á Akranesi laust fyrir átta í gær- kvöldi. Konan, sem er á níræðisaldri, var flutt alvarlega slösuð til Reykja- víkur til aðhlynningar á Landspítal- anum í Fossvogi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Akranesi er ökumaður bifreiðarinnar hvorki grunaður um ölvun við akstur né glæfraakstur. thorbjorn@mbl.is Keyrt á eldri konu á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.