Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 13
GREIÐSLUSTOFA Vinnu- málastofnunar á Skagaströnd leit- ar að starfsfólki vegna aukinnar umsýslu með atvinnuleysistrygg- ingar. Fram kemur á vef sveitarfé- lagsins að um sé að ræða tíma- bundin störf í 4-6 mánuði við bakvinnslu umsókna, almenn skrif- stofustörf, símsvörun og upplýs- ingagjöf. Hlutverk Greiðslustofunnar er að sjá um greiðslur atvinnuleys- istrygginga fyrir allt landið. Hjá stofnuninni starfa nú 15 manns. Athygli er vakin á því að þar sem um tímabundin störf er að ræða og hafa þarf hraðar hendur við ráðningar verður ekki fylgt form- legu umsóknarferli heldur valið úr þeim umsækjendum sem setja sig í samband og skila inn umsókn með ferilskrá. Störf í boði á Skagaströnd Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FRAMKVÆMDIR við jarðgerð- arstöð sem Molta ehf. er að reisa á Þverá í Eyjafjarðarsveit hafa gengið vel. Samkvæmt upplýsingum for- ráðamanna Preseco Oy, finnsks framleiðanda vélbúnaðarins, verður jarðgerðarstöð Moltu sú stærsta í Evrópu með þessari tækni við jarð- gerð. Verið er að ljúka við að steypa upp grunn hússins, sem verður límtrés- hús. Tæknimenn frá Preseco Oy hafa undanfarið stjórnað uppsetn- ingu vélbúnaðarins, en hluta hans þarf að koma fyrir áður en húsið verður reist. Sex stórar jarðgerð- artromlur voru á dögunum fluttar á Þverá og þeim komið fyrir á sínum stað. Hver tromla er 16 m löng, veg- ur rúm 20 tonn og rúmar 125 rúm- metra. Reiknað er með að verksmiðju- húsið verði fokhelt fyrir áramót og verkáætlun gerir ráð fyrir að verk- miðjan geti hafið störf í febrúar 2008. Strax frá upphafi mun jarðgerð- arstöðin taka við öllum slátur- og fiskúrgangi sem til fellur á Eyja- fjarðarsvæðinu og jafnvel víðar. Léttir mjög á urðun í Glerárdal Frá sama tíma verður jarðgerð í Glerárdal hætt og léttir það veru- lega á urðunarstaðnum og umhverf- isáhrifum frá honum. Urðun í Gler- árdal náði hámarki árið 2002 og var þá 21.500 tonn en hefur farið minnk- andi frá þeim tíma. Munar þar mest um jarðgerð slátur- og fiskúrgangs. Áætlað er að í ár verði urðuð um 17.000 tonn af úrgangi en 4.500 tonn fari til jarðgerðar. Bygging jarðgerðarstöðvarinnar er samvinnuverkefni atvinnulífs og sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Stærstu hluthafar í Moltu ehf. eru Flokkun ehf., Gámaþjónustan hf., Kjarnafæði hf., Norðlenska mat- borðið ehf., Preseco Oy, Sagaplast ehf., Tækifæri hf. og Þverá Golf ehf. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Molta Smiðir unnu við það af fullum krafti í vikunni að byggja hús undir moltugerðarverksmiðjuna í landi bæjarins Þverár í Eyjafjarðarsveit. Stærsta stöð Evrópu Allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði verður jarðgerður í nýrri stöð á Þverá BÆJARFULLTRÚAR Hveragerð- isbæjar hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna í samein- ingu að fjárhagsáætlunargerð bæjarins fyrir næsta ár. Allir bæjarfulltrúar hvar í flokki sem þeir standa eru sam- mála um að efnahagslegt um- hverfi sveitarfélaga og þjóð- arinnar allrar sé með þeim hætti að brýna nauðsyn beri til að ráða- menn slíðri hin pólitísku sverð og einbeiti sér að þeim verkefnum sem framundan eru, segir í frétt á vef bæjarins. Á fundi bæjarstjórnar 9. októ- ber var einróma samþykkt yf- irlýsing þar sem meðal annars kom fram „að reynt yrði að tryggja rekstur sveitarfélagins og þá grunnþjónustu sem það veitir með öllum tiltækum ráðum. Að þessu markmiði munu nú allir fulltrúar í bæjarstjórn Hvera- gerðis stefna.“ Slíðra sverð í Hveragerði Eftir Birnu G. Konráðsdóttur Vesturland | Nýverið var svokölluð Vest- urlandsstofa formlega stofnuð. Jónas Guð- mundsson, nýráðinn framkvæmdastjóri, segir hlutverk Vesturlandsstofu að samræma og samþætta markaðs- og kynningarstarf á Vest- urlandi, þannig að markaðssetning landshlut- ans verði unnin á einum stað. Það verði gert í samstarfi ferðþjónustufólks, sveitarfélaga og samtaka innan svæðisins. Vesturlandsstofa verður rekin sem einkahlutafélag, að mestu í eigu ferðaþjónustufólks og á forsendum einka- reksturs. Einnig mun stofan yfirtaka starf- semi upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar sem starfrækt hefur verið í Borgarnesi. Kraftmiklir einstaklingar í frábærri náttúru Gísli Ólafsson í Grundarfirði, stjórn- arformaður Vesturlandsstofu sagði í ávarpi þegar stofan var formlega opnuð að á engan væri hallað þó að nefnt væri að Torfi Jóhann- esson, verkefnisstjóri vaxtasamnings Vest- urlands, og Hansína B. Einarsdóttir, hót- elstjóri á Glym, hefðu lyft grettistaki í undirbúningi að stofnun stofunnar. Hann sagði jafnframt að þessi starfsemi ætti eftir að verða Vestlendingum öflugt tæki til sóknar á öllum sviðum. Í ávarpi sínu sagði Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri að gott væri fyrir ferðaþjónustuna að vera tilbúin til nýrra afreka þegar um hægðist á ný. Landshlutinn byði upp á mý- mörg tækifæri og hún hlakkaði til samstarfs- ins við hina nýju Vesturlandsstofu. Það búa kraftmiklir einstaklingar í þessum landshluta við frábæra náttúru og einstaka sögu,“ sagði Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem jafnframt er formaður samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Að mati Páls þarf að byggja upp sterka ímynd fyrir Vesturland sem ákveðið landsvæði. Hann sagðist hafa orðið var við að fólk ruglaði saman Vesturlandi og Vestfjörðum og því þyrfti að breyta. Markaðsstarfið yrði að vera í lykilhlut- verki til að kynna Vesturlands sem ákjósan- legan stað til að heimsækja, búa á og til að starfrækja fyrirtæki. Bjarni Guðmundsson, prófessor við Land- búnaðarháskólann, hefur meðal annarra verið ötull við að koma upp Búvélasafni á Hvann- eyri. Hann sagði að einkum þyrfti að hafa í huga fimm atriði þegar kæmi að ferðaþjónustu og sagði dæmisögur máli sínu til stuðnings. Nefndi hann að ferðaþjónustufólk yrði að verða uppátækjasamt á öllum sviðum og frum- legt í markaðssetningu. Því til sönnunar dró hann úr pússi sínu gítar og fékk alla viðstadda til að syngja saman nokkur lög sem voru tákn- ræn fyrir hvern hluta Vesturlands fyrir sig. Meðal annars afar fornan texta sem talinn er eftir Egil Skalla-Grímsson á Borg, „Það mælti mín móðir“. Í samræmi við hlutverk sitt mun Vest- urlandsstofa halda utan um gagnagrunn um ferðaþjónustu á Vesturlandi. Verður hann not- aður til að kynna framboð á ferðaþjónustu landshlutans á vefsíðunni www.west.is. Binda vonir við Vesturlandsstofu Ákjósanlegt verði að heimsækja, búa og starfa á Vesturlandi Morgunblaðið/Birna Söngur Bjarni Guðmundsson fékk Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra og ferðaþjónustuað- ila á Vesturlandi til að syngja „Það mælti mín móðir“ eftir Egil Skalla-Grímsson á Borg. Í HNOTSKURN »Kynna þarf Vesturland vel fyrir Ís-lendingum sem líklega munu ferðast meira innanlands á næstunni, í ljósi að- stæðna. »Vesturland býður upp á allt hiðbesta fyrir ferðamanninn. Ríka söguhefð, fagra náttúru og gott mannlíf. Hvað er jarðgerð? Jarðgerð er niðurbrot lífræns úr- gangs við loftháðar aðstæður, þar sem hitakærar örverur melta úr- ganginn þannig að úr verður mold- arkenndur massi, svokölluð molta. Moltuna er síðan hægt að nýta sem jarðvegsbæti, til landfyllinga eða jafnvel sem áburð. Hvað verður um bakteríur? Í stöð Moltu ehf. fer hiti í jarðgerð- arblöndunni yfir 70°C sem gerir það að verkum að skaðlegar bakteríur sem kunna að vera í úrganginum drepast. Hvað er notað í moltugerðina? Jarðgerðarstöðin mun geta unnið úr fimm til sex þúsund tonnum af slát- ur- og fiskúrgangi á ári, sem þýðir að að meðtöldum stoðefnum til vinnsl- unnar, s.s. garðaúrgangi, timb- urkurli, hrossataði og pappír, er af- kastageta verksmiðjunnar ellefu til þrettán þúsund tonn á ári. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.