Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 ✝ Björg Erlings-dóttir fæddist á Þorgrímsstöðum í Breiðdal 9. mars 1930. Hún lést 2. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Bjargar voru Er- lingur Jónsson, bóndi á Þorgríms- stöðum, f. 22.10. 1895, d. 12.4. 1944, og Þórhildur Hjartardóttir, hús- freyja á Þorgríms- stöðum, f. 4.10. 1897, d. 12.7. 1992. Systkini Bjargar eru: 1) Þor- steinn, f. 4.5. 1919, d. 10.6. 1988; 2) Málfríður, f. 6.7. 1922, d. 26.8. 2000; 3) Guðrún Björg, f. 10.9. 1923; 4) Gunnar, f. 2.5. 1925, d. 6.6. 2003; 5) Herdís, f. 4.4. 1926; 6) Hlífar, f. 28.7. 1927, d. 7.12. 2007; 7) Sigrún, f. 2.7. 1928, d. Brynjarsson, f. 26.10. 2002. 3) Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, f. 19.4. 1960, gift Sigurjóni Sig- urjónssyni, f. 4.8. 1956, fyrrver- andi sambýlismaður Ólafur Sveinn Guðmundsson, f. 10.11. 1958, börn þeirra eru: Sólrún Björg Ólafsdóttir, f. 22.8. 1978, Þórhildur Ólafsdóttir, f. 27.2. 1985. Ragnar átti fyrir 4 börn og þau eru: Ingunn Ragnarsdóttir, f. 14.11. 1944, Guðmundur Birg- ir Ragnarsson, f. 1.5. 1947, Soffía Ragnheiður Ragn- arsdóttir, f. 26.8. 1950, Ásþór Ragnarsson, f. 10.1. 1952. Björg starfaði við ýmis störf framan af ævinni en þó lengst af innan heilbrigðisgeirans við að- hlynningu, á Kleppsspítala og Hrafnistu en lærði síðan til sjúkraliða 1974 og starfaði eftir það sem sjúkraliði á Borgarspít- alanum í Fossvogi til ársins 1998. Útför Bjargar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin kl 15. 30.10. 1983. Björg giftist Ragnari Sigurði Sigurðssyni frá Breiðdal f. 2.7. 1913, d. 22.10. 1985. Þau áttu 3 börn, þau eru: 1) Ellen Ásthildur Ragnars- dóttir, f. 10.1. 1957 sambýlismaður Friðþjófur Braga- son, f. 24.10. 1954, börn þeirra eru Bragi Friðþjófsson, f. 17.8. 1978; Ragn- ar Þórður Friðþjófsson, f. 25.10. 1982, d. 9.4. 1982, Róbert Frið- þjófsson, f. 3.2. 1984, Ragna Björg Friðþjófsdóttir, f. 18.10. 1990. 2) Þorkell Ragnarsson f. 28.10. 1958, börn hans eru: Jó- hannes Þorkelsson, f. 27.2. 1982, Björg Þorkelsdóttir, f. 26.1. 1985, sonur hennar er, Bjarki Elskulega móðir mín. Það er svo margt sem mig langar að minnast á í minni hinstu kveðju til þín, elsku mamma mín. Þegar ég hugsa til þín vakna svo margar góð- ar og ljúfar minningar. Það sem er mér efst í huga á þessum tímamót- um er þessi mikla umhyggja og ást sem þú hefur alltaf sýnt mér. Þegar ég var lítill drengur varst þú alltaf mitt öryggi og skjól. Á unglingsárum mínum var ég ykkur foreldrum mínum oft erfiður og vil ég þakka þér fyrir allt það umburðarlyndi og æðruleysi sem þú sýndir mér á þeim tímum. Einnig vil ég þakka þér fyrir allan þann stuðn- ing og umhyggju sem þú sýndir mér á erfiðum tímum í mínu lífi. Þótt þú hafir alltaf verið mér góð og ljúf þá sagðir þú mér líka stund- um til syndanna og sagðir það sem þér fannst um mig umbúðalaust. Það er ég þér mjög þakklátur fyrir því það hefur bara gert mér gott. Mér er mjög minnisstætt hvað þú áttir auðvelt með að fyrirgefa. Man ég þá stund sem við áttum saman eftir að ég hafði gert rækileg reikn- ingsskil á lífi mínu og var að biðja þig afsökunar á því hvernig ég hafði komið fram við þig. Þá sagðirðu að það væri ekkert að fyrirgefa heldur ætti ég bara að standa mig og það væri mikilvægast að ég héldi áfram á þeirri braut sem ég væri á. Þú lést það þó eftir mér að eiga þessa stund með þér. Þú skynjaðir hvað það var mér mikilvægt að bæta fyrir brot mín milliliðalaust. Stuðningur þinn var mér mikils virði í þessu nýja og allsgáða lífi mínu. Fyrst og fremst vil ég þó þakka þér, elsku mamma mín, fyrir hvað þú hefur reynst börnunum mínum Jóa og Björgu vel, sérstaklega öll þau ár sem ég bjó hjá þér, hvað þau voru alltaf vel- komin á þitt heimili og hvað þú sýndir þeim mikla ást og umhyggju. Kærleikur þinn í uppeldi barnanna minna er okkur öllum ógleymanleg- ur. Mér eru sérstaklega kærar minn- ingarnar um allar þær ljúfu sam- verustundir sem við höfum átt með börnunum mínum yfir jólahátíðirnar og það verður tómlegt án þín en við munum alltaf eiga minningarnar og fullvissuna um að þú verðir alltaf með okkur í anda. Á stórum tíma- mótum í lífi mínu hinn 28. október síðastliðinn vildi ég hvergi annars staðar vera en við sjúkrabeðinn þinn, því það er mér svo mikils virði hvað þú hefur verið mér góð móðir síðastliðin 50 ár og ég er mjög stolt- ur af því að vera sonur þinn. Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þinn sonur Þorkell. Elsku Björg, ég kveð þig í dag með þessum orðum í minningu um þig. Ég þekkti þig aðeins í 3 ár eftir að ég kynntist dóttur þinni Kristínu. Mér finnst samt að ég hafi þekkt þig svo miklu lengur. Það er kannski ekki af því að við töluðum svo mikið saman heldur af því hvernig áhrif nærvera þín hafði. Þú varst smá- gerð kona en samt svo stór og hafðir svo mikið að gefa til allra í kringum þig og áður en ég vissi var ég farinn að þiggja af örlæti þínu. Og börnin mín og barnabörn fengu sömuleiðis að njóta umhyggju þinnar og örlætis strax frá fyrstu kynnum. Í þögulli hógværð varstu eins og klettur, til staðar fyrir alla og alltaf tilbúin að hjálpa. Þú áttir þína trú og þótt þú værir ekki að prédika neitt um það þá var líf þitt að mörgu leyti sem lifandi vitnisburður úr Guðsorði. Þú elskaðir náungann og varst tilbúin að setja eigin þarfir í bið á meðan þú hjálpaðir öðrum. Það var gott að koma í heimsókn til þín í fallegu íbúðina þína og njóta gest- risni þinnar sem var einstök. Þú varst frábær kokkur og naust þess að bjóða okkur í mat. Stundum voru margir en það virtist ekkert mál fyr- ir þig því þú vannst þetta svo létt, svo hljóðlega en hratt. Þér varð líka mikið úr hlutunum og gersemar urðu til í höndunum þínum. Þess bera nú vitni handverkin þín, flíkur, dúkar og teppi, hrein listaverk sem gleðja munu okkur og ylja um ókomin ár. En meira en nokkur ver- aldlegur hlutur mun þó það sem þú sjálf skildir eftir í hugum okkar ylja okkur. Þú komst með okkur Krist- ínu í bíltúr á Þingvöll á fallegum vetrardegi í febrúar og ég gleymi ekki hvað þú hafðir gaman af því. Við ætluðum að fá þig með okkur í útilegu í sumar en vissum ekki þá að alvarlegur sjúkdómur var byrjaður að herja á þig. Í byrjun sumars varð ljóst hvert stefndi og sú vissa hafði strax mikil áhrif á okkur öll. Þú barst hins vegar sorgina í hljóði og talaðir lítið um líðan þína. Reyndir bara að halda öllu óbreyttu, þurftir að prjóna lopapeysu á þennan, sauma út fyrir hinn, elda læri og baka. 16. september sl. tók sjúk- dómurinn af þér völdin við heim- ilisstörfin og þú varst flutt á spít- alann fársjúk. Áleitnar spurningar sækja nú á en svörin fást ekki og við leyfum bara góðum minningum að fylla og næra hugann. Ég þakka fyr- ir að hafa kynnst Björgu og megi áhrifa hennar gæta í lífi okkar. Sigurjón. Björg stjúpmóðir mín er dáin. Það stoppar eitthvað inni í mér og ég verð sár og minningarnar hlaðast upp. Ég sé hana fyrir mér þegar ég loka augunum og ég heyri rödd hennar. En svona er lífið, við fæð- umst og deyjum, það er okkar allra leið. En maður er svo eigingjarn á sína og aldrei viðbúinn dauðanum, þó maður viti að ekkert er hægt að gera. Björg var búin að vera veik um nokkra mánaða skeið af sjúk- dómi sem hafði yfirhöndina fyrir rest. Þegar ég hugsa til baka þá var hún alltaf að hjálpa öðrum og ef maður var veikur þá hringdi maður í hana, því Björg var sjúkraliði að mennt. Hún lærði það á fullorðins- aldri og stóð sig vel, hafði þá ekki verið í skóla síðan hún var 13 ára gömul. Fékk hún góða einkunn og vorum við glöð fyrir hennar hönd. Björg vann það starf í fjöldamörg ár og átti það vel við hana því góð var hún við alla, það sýndi sig best er hún tók okkur systkinin að sér en við erum fjögur. Þá var hún aðeins 26 ára að aldri. Hún kom fyrst inn á heimilið okkar til að aðstoða föður okkar þegar foreldrar okkar skildu. Síðan tók ástin völdin og þau giftust og eignuðust þrjú börn saman. Ég ólst upp hjá Björgu frá 6 ára aldri og það var ekki auðvelt fyrir hana því ég var stífur og þver krakki, og var mjög erfið fram eftir aldri. Svo okkur kom nú ekki alltaf vel saman. Þegar ég fór að eldast þá urðum við góðar vinkonur sem haldist hefur síðan og var hún minn besti trún- aðarvinur, alltaf var gott að eiga hana að og var hún alltaf tilbúin að hlusta. En ég held ég hafi þetta nú ekki lengra, því það var ekki í hennar anda að vilja heyra lofsyrði um sig, því það fannst henni óþarfi. En eitt verð ég að segja að Björg var ein af myndarlegustu konum þessa lands, það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur hún gerði það af vandvirkni og þolinmæði, en það var nú svo fátt og lítið hefði hún sjálf sagt. Ég þakka Björgu fyrir mig og börnin mín, en hún var þeim besta amma. Ég veit að Björgu líður vel og pabbi hefur tekið vel á móti henni og þau hafa sameinast á ný. Guð blessi Björgu og minning hennar er ljós í lífi okkar. Soffía. Mig langar með nokkrum orðum að minnast ömmu. Amma var svo góð kona, sama hvað var, hún var alltaf með hjartað á réttum stað. Þar sem ég átti heima á Kirkju- bæjarklaustri þá fékk ég að búa hjá henni tvo vetur þegar ég var í Fjöl- braut í Breiðholti og var það ógleymanlegur tími, því þá náðum við að kynnast svo vel. Hjá henni lærði ég allt um það hvernig maður hefur alla hluti í röð og reglu og hreinlæti á heimilinu, því það var hvergi rykkorn að finna hjá henni. Allt sem hún gerði var alveg 100% ef ekki meira, sama hvort það var handavinna, bakstur eða elda- mennska, hún var svo samviskusöm. Við Kristján erum svo þakklát fyrir það þegar hún heimsótti okkur til Danmerkur og dvaldi hjá okkur í 3 vikur. Það var mikill hiti þar þá og reyndum við að flakka aðeins með hana í kringum bæinn okkar. Fór hún svo sæl og rjóð til Íslands aftur og var ánægð með dvölina og smá tilbreytingu. Amma var börnunum okkar góð langamma og eiga þau ófáar flík- urnar sem hún hefur prjónað af sinni alkunnu snilld. Ég vil þakka ömmu fyrir allt. Um leið og ég kveð ömmu vil ég votta börnum hennar, stjúpbörnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Minning hennar er perla. Helga Berglind. Jæja, þá kom kallið, amma mín, þó að ég hafi undirbúið mig fyrir það er áfallið alveg jafn öflugt þegar ég hugsa um allt sem á eftir að vanta þegar þú ert ekki lengur með okkur. Hvernig þú bakaðir smákök- ur handa öllum á jólunum alveg óumbeðin, allar prjónapeysurnar og saumaskapurinn sem þú gerðir fyrir mann. Þú varst náttúrlega hrein listakona þegar kom að saumaskap. Ég veit ekki hvað þú ert búin að prjóna margar peysur og teppi o.fl. fyrir öll börnin í fjölskyldunni. Ég hugsa ennþá svo oft að ég þurfi að fara að kíkja til þín til þess að stytta buxur eða festa tölu. Sunnudagarnir verða líka öðruvísi þegar maður get- ur ekki komið heim til þín í sunnu- dagsmat og hitt alla fjölskylduna. Ég man ennþá hvað ég var fúl þegar við mæðgurnar bjuggum hjá þér og ég þyngdist um 7 kíló, maður varð að klára matinn sinn því það var svo hryllilegt að henda mat. Þú varst límið sem hélt okkur öllum saman og ég veit að hlutirnir eiga eftir að breytast mikið núna þegar þú ert farin. Ég veit alla vega að stór partur er horfinn úr mínu lífi sem verður aldrei fyllt upp í. Hann verður heiðraður þér og öllu því sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina, eins og að taka að þér hana Skottu eins og þú kallaðir kisuna mína. Sama hvað það var, það var alltaf hægt að leita til þín. Þú vildir aldrei láta neitt fyrir þér hafa og hugsaðir alltaf um aðra fyrst, varst alltaf svo hógvær og hlé- dræg en ég veit að það var kraftur í þér og þú varst ákveðin og stolt. Ég verð svo sorgmædd stundum þegar ég hugsa til þín og tímans sem ég hefði getað nýtt betur með þér. Og allt sem við ætluðum að gera saman, eins og þú að kenna mér að prjóna og gera slátur eða þegar ég ætlaði að kenna þér ensku en það beið allt- af betri tíma, hver hefði getað vitað að sá tími kæmi aldrei? Mér finnst ég hafa verið svo blessuð og er svo stolt þegar ég hugsa um hvers konar ömmu ég átti. Þú ert mér fyrirmynd og verð- ur í huga mér alltaf og ég sakna þín svo ósköp mikið, elsku amma, en ég veit að hann afi og Þórhildur amma bíða þín á bakkanum hinum megin. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín, Þórhildur. Elsku amma, þín er svo sárt sakn- að, ég man þegar við sátum saman bara fyrir nokkrum vikum og þú sagðir mér frá æsku þinni og hvern- ig þið afi hefðuð kynnst, um hvernig þið hefðuð byggt upp líf ykkar sam- an. Við sátum í nokkra tíma, spjöll- uðum og hlustuðum á tónlist. Þetta er mér alveg ógleymanlegt og mun ég ávallt geyma þessa minn- ingu vel. Þú hefur alltaf og þá meina ég alltaf verið mér og öllum öðrum svo góð og alltaf hefur maður getað leitað til þín. Eins og það að leyfa mér að búa hjá þér núna síðasta árið eftir að ég flutti heim, þar sem það hefur verið erfitt að fara að búa ein nýflutt heim úr námi. Ég man að ég hringdi í þig og spurði hvort ég mætti koma og búa hjá þér í smá- tíma og þú svaraðir bara: „Hvort þú mátt“ og er ég þér ævinlega þakk- lát, elsku amma. Mér finnst alveg ómetanlegt að hafa fengið að verja þessu síðasta ári með þér og hefði ekki viljað hafa það á neinn annan hátt. Við sátum saman og rifjuðum upp svo margar góðar minningar um þig í dag, ég, Þórhildur, Jói og Björg. Ég man t.d. að þegar við mamma og pabbi bjuggum líka á Grýtubakkanum gat maður sko allt- af hlaupið yfir til ömmu í tíma og ótíma og fengið sér kókópuffs sem er náttúrlega draumur hvers 6 ára barns. Eða þegar ég fann bréf um daginn í gömlum kassa sem ég hafði skrifað þér á bjagaðri íslensku með stórum barnslegum stöfum, ég hafði úðað ilmvatni á bréfið og spurt þig hvernig þér fyndist lyktin og bað þig um að skrifa mér strax til baka um hvað þér fyndist. Ó, elsku amma, ég veit ekki hvernig ég á að geta komið hér á framfæri hvað ég elska þig og sakna þín mikið. Umhyggja þín og faðmlög hafa alltaf verið svo hlý. Hugsa um þig á hverjum degi og það er alltaf eitthvað sem minnir mig á þig. En ég veit að þú ert stolt af mér, því að ég man þegar ég sagði þér að ég væri búin að segja þér að ég væri gengin í björgunarsveitina og búin að skrá í mig enn frekari nám hérna heima, þú varst svo ánægð með mig og hvattir mig áfram, sagðist sko hafa gert það sama ef þú hefðir ver- ið í mínum sporum. Brátt koma jólin og þau verða sko ekkert án þín, þar sem hápunktur jólanna er að hittast heima hjá þér að borða góðan mat og spila langt fram á nótt, núna þarf hver og einn að fara að baka smá- kökurnar sjálfur, engin amma sem er löngu búin að þessu áður en við hin vorum farin að hugsa um að baka, en þú varst búin að hringja í byrjun desember og segja öllum að koma með kökustaukana og fá smá- kökur. En það er eitt sem ég er al- veg viss um, að ef það er til himna- ríki þá veit ég að þú ert þar núna með afa, systkinum þínum og lang- ömmu, og ég veit að þú fylgist með okkur hinum hérna niðri á meðan. Það er svo margt sem ég myndi vilja segja hér og nú en mér vefst tunga um tönn. Ég veit að þú heyrir bænir mínar til þín á hverju kvöldi, guð verði með þér, elsku amma mín. Þín Sólrún. Elsku amma mín Ég trúi ekki að þú sért farin frá mér. Einhvern veginn hélt ég að þú myndir alltaf vera hérna. Ég vildi óska þess að ég hefði fengið meiri tíma með þér en er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk. Ég vildi að ég hefði fengið að kveðja þig betur, faðma þig fast að mér og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Segja þér hvað ég elska þig mikið og hvað þú hafðir mikil áhrif á mig sem manneskju. Ég sakna þess að geta ekki kíkt í kaffi og gleymt mér hjá þér í margra tíma spjalli. Ég elskaði þegar þú sagðir mér sögur frá fortíð þinni. Tímann ykkar á Hjallaveginum og sögur af þér sem lítilli stelpu í sveit, sem voru svo frá- brugðnar því sem ég og mín kynslóð höfum vanist. Oft sátum við nöfn- urnar við eldhúsborðið löngum stundum, þú að prjóna og ég að lesa blaðið eða leggja kapal. Oft þurftum við ekki að tala neitt, það var nóg að vita hvor af annarri í samveru. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til að koma til þín þessa aðra hverja helgi þegar ég var lítil. Soðin ýsa og kakó- súpa í eftirrétt var uppáhaldið mitt og Jóa, og alltaf hafðirðu það fyrir okkur. Sögustundunum sem þú gafst mér fyrir háttinn gleymi ég seint. Aldrei fékkstu leið á þeim og auðvit- að ég ekki heldur. Veit ekki hversu oft þú last „En hvað það var skrítið“ fyrir mig og á endanum þuldi ég hana upp og þú hlustaðir. Alltaf var eitthvað með kaffinu hjá þér. Man ég eitt sinn þegar ég sagðist vilja pönnukökur í kaffitím- anum. Þú skelltir í pönnukökur og um það leyti sem þú varst að steikja fyrstu pönnukökuna tók ég skálina og byrjaði að borða deigið og sagði að þetta væri einmitt eins og ég vildi hafa það. Þú leyfðir mér að borða það en varaðir mig við því að ég gæti fengið í magann. Ég fékk í magann. Þú steiktir restina og straukst á mér magann. Þetta lýsti þér svo vel, leyfðir mér að vera krakki og gera svona kjánalega hluti. Ást þín, umburðarlyndið og þol- inmæðin var meira en fyrirfinnst Björg Erlingsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.