Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Í dag er mín ágæta vinkona, Inga Val- fríður Einarsdóttir frá Miðdal, 90 ára. Snúlla, eins og hún hefur ætíð verið kölluð meðal vina og vandamanna, er fædd 10. nóvember ár- ið 1918, yngst níu barna hjónanna Einars Guðmundssonar og Valgerðar Jónsdóttur frá Miðdal í Mosfells- sveit. Eldri systkini Snúllu, sem nú eru öll látin, voru Guð- mundur, Sigurjón, Tryggvi, Guðrún Steinþóra, Haukur, Sigríður, Karól- ína (Líba) og Sveinn Reynir. Tvö systkini Snúllu dóu í frumbernsku. Snúlla giftist Sigurði Ólafssyni, söngvara og hestamanni, hinn 3. des- ember árið 1938 og eignuðust þau sex börn. Þau eru: Valgerður, meina- tæknir, f. 1937, gift Hauki Sigþórs- syni, Erling Ólafur, tamningamaður og reiðkennari, f. 1942, í sambúð með Kol- brúnu Friðriksdóttur, Ævar, f. 1944, kvæntur Hansínu Melsted, Þur- íður Svala, f. 1949, söngkona og listmálari, gift Friðriki Friðriks- syni, Ólafur, f. 1950, trésmiður í Bandaríkj- unum, kvæntur Marg- aret Sigurðsson, og Gunnþór, f. 1960, sviðs- maður. Margir minnast Snúllu og Sigurðar manns hennar frá þeim dögum sem þau hjón bjuggu í Laugarnesbænum, sem stóð á móts við þar sem nú eru gatnamót Sæbrautar og Laug- arnesvegar. Þangað fluttu þau hjón ár- ið 1948 og bjuggu samfellt í 34 ár. Laugarnesbærinn var reisulegt tvílyft timburhús sem stóð á hól og því áber- andi þeim sem fóru hjá. Sem kunnugt er var Sigurður Ólafsson þekktur söngvari og hestamaður á sinni tíð. Það var því ekki óalgengt að sjá hvíta gæðinga þeirra Laugarneshjóna í tún- garðinum innan um ærslafull börn á öllum aldri og blaktandi þvott í brak- andi þurrki. Þar gátu vegfarendur líka séð myndarlega, dökkhærða og há- vaxna konu taka til hendinni við hey- skapinn – enda Laugarnestúnin slegin fram á níunda áratuginn. Í mínum huga var Laugarnesbær- inn síðasta vígið sem féll í sveita- menningu höfuðborgarinnar. Allt til ársins 1982 lagði töðuilm frá Laug- arnesinu í bland við hrossataðið sem Gletta, Litla-Gletta, Völsungur, Hrollur, Gula-Gletta og allir hinir gæðingarnir skildu eftir sig. En heimilisbragurinn í Laugarnesinu hefði aldrei orðið svipur hjá sjón nema vegna þess að þar réð Snúlla húsum. Þeir sem þangað komu í góð- gerðir og hestaspjall, gleyma seint gestrisni húsfreyjunnar, léttum hlátri og hressilegu viðmóti. Hestamenn minnast Snúllu líka sem góðrar hestakonu sem vílaði ekki fyrir sér að ríða með bónda sínum á hesta- mannamótin þar sem hann hleypti hvítu gæðingunum á skeið með svo eftirminnilegum árangri. Þar var hún hrókur alls fagnaðar, ráðagóð og röggsöm. Það var því ekki að ástæðu- lausu sem Hestamannafélagið Fákur sá ástæður til að heiðra Snúllu með gullmerki félagsins, æðstu við- urkenningu þess, fyrir ómetanlegt framlag til hestamennsku – enda var Snúlla brautryðjandi kvenna í hesta- mennsku á Íslandi og eftir því tekið þegar hún reið hjá á Hetti sínum enda vandfundinn glæsilegri knapi meðal kvenna. Ómetanlegt framlag hennar til reiðlistarinnar munu halda nafni hennar á loft um ókomin ár. Þau hjón voru einnig annáluð fyrir fallega og vel hirta hesta og glæsilega ásýnd – enda lögðu þau jafnan mikla áherslu á fallegan reiðfatnað og gljá- fægð reiðstígvél. Árið 1982 fluttust þau Snúlla og Siggi úr Laugarnesinu í blokkaríbúð í Breið- holtinu. Þar undu þau sér vel – enda stutt að skreppa í Víðidalinn þar sem Siggi hélt hesta allt fram til ársins 1990. Eftir að hann dó, árið 1993, bjó Snúlla ein með Gunnþóri syni sínum og undi hag sínum vel í Háberginu í Breiðholt- inu. Fyrir skömmu flutti hún í þjón- ustuíbúð í Furugerði í Reykjavík. En stúlkan frá Miðdal heldur þó enn tengslum við þúfurnar sem hún hljóp eftir sem barn og unglingur. Á Hólmsheiðinni í nánd við Miðdal á hún sitt litla og fallega sumarhús sem hún kallar Heiði en þangað hverfur hún reglulega á vit náttúrunnar og plantar trjám og nýtur sveitarinnar sinnar. Gunnþór, yngsti sonur henn- ar, hefur verið iðinn við að aka móður sinni í Heiði og hjálpa henni að slá og snyrta. Þar áttum við Sigurður og Snúlla ógleymanlegar stundir við vinnslu endurminninga Sigurðar, Í söngvarans jóreyk, sem ég var svo lánsöm fá tækifæri til að skrifa og kom út árið 1991. Á þeim tíma var Sigurður farinn að tapa heilsu og minni vegna veikinda en þá kom Snúlla til sögunnar og lagði höfundi ómaetanlegt lið við upprifjun liðinna daga. Án hennar hefði bókin aldrei orðið til. Snúlla hefur þann fágæta eig- inleika að kunna að brúa kynslóðabil. Í samskiptum við þessa níræðu heið- urskonu verður aldur afstætt hugtak. Í 20 ár hef ég notið þess að vera vin- kona hennar og nánast eins og ein af dætrum hennar. Við hittumst reglu- lega, ræðum pólitík og heimsmálin, hestamennsku og göntumst með menn og málefni. Um leið og ég óska Snúllu hjartanlega til hamingju með afmælið, þakka ég henni gefandi sam- fylgd, væntumþykju og velvild í gegnum tíðina. Lifðu heil og sönn, eins og ávallt, mín kæra vinkona. Ragnheiður Davíðsdóttir. Inga Valfríður Einars- dóttir (Snúlla) 90 ára ✝ Anna SigríðurElísdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 1. júní 1920. Hún lést á heimili sínu í Njarð- vík 3. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Elís Ólafsson, f. 1.9. 1888, d. 16.4. 1957 og Helga Sig- fúsdóttir, f. 24.9. 1892, d. 11.8. 1974. Systkinin voru fimm. Elst var Sig- ríður Esther, f. 31.3. 1912, d. 26.8. 2001, maður hennar var Niels Jensen, f. 27.1. 1894, d. 12.2. 1968. Næst í röðinni var Ólaf- ur, f. 8.9. 1913, d. 31.12. 1958, kona hans Gyða Björnsdóttir, f. 4.11. 1914, þá kom Sigfús, f. 23.3. 1923, d. 8.7. 1986, kona hans Hafdís Svav- arsdóttir, f. 8.6. 1934. Yngst er Kristín, f. 12.10 1931, maður henn- Steingrímsdóttur og eignuðust þau 2 börn, Önnu Sigríði og Arnar Stein. Þau skildu. Áður eignaðist Elís soninn Halldór Ibsen. Núver- andi kona hans er Jenny Johansen. Næst er Ágústa, f. 6.7. 1950, gift Sigurjóni Torfasyni og eiga þau 3 dætur, Önnu Maríu, Ester og Hörpu. Yngst er Esther, f. 7.11. 1951, gift Walter Leslie. Þau eign- uðust 4 börn. Ragnar Þór, d. 1974, Axel Má, Þóru Björk og Magneu Ósk. Langömmubörnin eru 14. Anna og Guðmundur byggðu húsið Ásgarð, Þórustíg 13 ásamt bróður Guðmundar. Árið 1943 giftu þau sig og fluttu inn í húsið nýbyggt. Þar bjó Anna síðan til dauðadags. Hún var heimavinnandi húsmóðir allt þar til Guðmundur dó langt um aldur fram. Þá fór hún að vinna hjá Efra- falli í Njarðvík sem matráðskona og síðan vann hún í þvottahúsi og saumastofu varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli þar til hún lét af störfum 72 ára gömul. Útför Sigríðar Önnu fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst afhöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. ar var Bjarni Sig- urður Finnsson, f. 18.1. 1928, d. 10.1. 1995. Fjölskyldan bjó í Hafnarfirði fyrstu ár- in en fluttist 1939 til Innri-Njarðvíkur þar sem Anna vann í fiski. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum. Anna giftist Guð- mundi Sveinssyni vörubílstjóra 25.11. 1943. Guðmundur var fæddur í Hafnarfirði 22.11. 1911, d. 31.12. 1966. Þau eignuðust 4 börn. Elst er Helga, f. 17.4. 1946, hún giftist Brynjari Halldórssyni og þau eignuðust 2 börn, Guðmund og Brynju Sif. Þau skildu. Núverandi eiginmaður hennar er Reynir Guð- steinsson. Næstur er Elís, f. 9.12. 1947, hann kvæntist Sveinbjörgu „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dá- inn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.“ (Þess.4.13,14.) Aldrei hafa þessi orð dýpri merk- ingu og aldrei sefa þau sorg eins og þegar við stöndum frammi fyrir dauða ástvina, sem byggðu alla lífs- göngu sína á þessu fyrirheiti. Mamma varð ung meðlimur í söfnuði aðvent- ista, trúði á þessi fyrirheit og efaðist aldrei um að þannig væri dauðinn. Við myndum sofa í gröf okkar, verða vak- in upp af gröfinni við endurkomu Frelsara okkar, sameinast ástvinum okkar og „verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma“ (1.Þess.4.17). Mamma var tæplega fimmtug þeg- ar pabbi dó og bjó áfram í húsinu sínu í fjörutíu og tvö ár. Allan þann tíma var heimili hennar eins konar sam- komustaður allrar fjölskyldunnar. Alltaf átti hún gott með kaffinu og alltaf var hún jafnglöð að sjá okkur og við að sjá hana. Hún hafði óskað þess að hún fengi að deyja heima og þyrfti ekki að liggja á sjúkrahúsi. Henni varð að þessari ósk sinni. Ótal minningar streyma nú fram í hugann. Þær eru allar ljúfar og fagr- ar og yfir þeim hvílir andi friðsældar, sem var eitt höfuðeinkenni lyndisein- kunnar mömmu. Alltaf var hún glöð og létt í skapi. Alltaf átti hún orð til að uppörva okkur. Alltaf lagði hún sig fram um að stappa í okkur stálinu og að við héldum saman sem ein fjöl- skylda hvað sem á gengi í lífinu. Hún var miklu meira en mamma okkar. Hún var vinkona okkar og trúnaðar- vinur. Við systkinin vorum í daglegu sambandi við hana í símanum og allt- af var jafngott að koma til hennar í Ásgarð, sem hún byggði ásamt pabba þegar þau giftu sig. Bernskuminningarnar um ferðalög- in með henni og pabba eru meðal dýr- ustu fjársjóða okkar. Í huga okkar er þó minningin um mömmu eina ef til vill ríkust af því að hún var svo lengi ein og börnin okkar og barnabörnin þekktu hana bara eina. Hún var alltaf tilbúin að koma með okkur í bíltúr, á tónleika með stuttum fyrirvara eða skreppa með okkur í ferðalög og elskaði haust- litaferðirnar sem við systurnar fórum með henni. Í sumar fór hún með okkur Reyni í yndislegu veðri að Gullfossi og þreyttist aldrei á að tala um hve Gull- foss hefði verið fallegur. Tónlist var einnig hennar líf og yndi, hún elskaði söng og ósjaldan hljómaði söngur um húsið hjá henni. Á kveðjustund er hugur minn fullur af þakklæti fyrir að hafa átt svona yndislega móður. Ég þakka fyrir um- hyggju hennar fyrir mér, börnunum mínum og allri fjölskyldunni minni. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (Vald. Briem.) Helga Guðmundsdóttir. Alltaf er erfitt að kveðja sína nán- ustu ástvini, hvað þá móður sem alltaf var svo ljúf og kærleiksrík, hlý og skilningsgóð, jákvæð og mikill vinur. Það var svo gott að koma til hennar í heimsókn á æskuheimilið á Þóru- stígnum, svo notalegt að kíkja í smá kaffisopa eftir vinnu. Það er svo gam- an að því hvað hún hafði mikið yndi af allri tónlist og söng og var svo ánægð þegar barnabörnin voru farin að læra á hljóðfæri, og hennar besta skemmt- un var að fara á tónleika, hlusta á all- an söng bæði karla og kvenna. Það þurfti lítið að gera til að gleðja hana, hún var alltaf svo ánægð með allt. Nóg að fara með hana rúnt um bæinn okkar Reykjanesbæ að skoða falleg hús og garða og að sjá allar nýju byggingarnar í Innri-Njarðvík- urhverfinu, þar sem hún átti nú heima frá 19 ára aldri í Akri þar til hún flutti á Þórustíg 13. Hún fylgdist vel með hvað bærinn stækkaði ört á stuttum tíma og varð snyrtilegri. Hún var alltaf til í að koma í sum- arbústaðinn á Mýrunum, þar sem hún naut sín svo vel, sérstaklega áður en rafmagnið kom því þá var kynt upp með olíuofni sem henni fannst svo góð lykt af. Einnig hafði hún og við öll mjög gaman af öllum ferðalögunum norður og austur þegar pabbi var á lífi, þá fórum við í lax- og silungsveiði á vöru- bílnum með húsinu uppi á pallinum sem kallað var Boddý og ferðast var með oft á sumri. Við börnin fengum nú að prófa aðeins að veiða líka með pabba, og mikið var tínt af krækiberj- um í mörgum ferðum og þó sérstak- lega í Skagafirðinum þegar hjólbarð- arnir á bílnum urðu bláir á litinn af berjunum og við höfðum aldrei séð annað eins af berjum. Þetta voru allt- af alveg frábærar ferðir og góðar æskuminningar. Elsku mamma, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, alla hlýju, góðvild og traust. Við þökkum fyrir öll handtök- in í prjóna- og saumaskap og viðgerð- um á fatnaði, því þú varst ánægðust ef saumavélin var á borðinu og þú hafðir nóg að gera. Þú baðst okkur systkinin um verkefni. Við söknum þín öll og munum lifa með þér í huganum um ókomin ár í djúpu þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman. Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Ágústa Guðmundsdóttir. Elsku mamma okkar er látin. Hún lést á heimili sínu 3. nóvember síðast- liðinn og fékk þar ósk sína uppfyllta að mega vera heima í húsinu sínu þar sem hún hefur búið allan sinn búskap. Alltaf var gott að vera í návist hennar sem var alltaf jákvæð og gerði gott úr öllum hlutum, sama hvað bjátaði á, hún var trú Guði sínum og ræktaði trú sína vel, ásamt því að vera mynd- arhúsmóðir, sama hvað að sneri í því, allt gat hún gert og var það með slík- um sóma að af bar. Mamma var mjög félagslynd kona og hafði gaman af söng og allri tónlist og naut þess þegar við sungum saman bæði systurnar og barnabörnin, það voru hennar bestu stundir. Hún fór út á vinnumarkaðinn þegar við stálpuð- umst og vann sem matráðskona hjá Efrafalli í nokkur ár en síðan hjá Varn- arliðinu á saumastofu í rúm 20 ár. Þar kunni hún vel við sig við saumaskap og var það hennar list. Á yngri árum vann hún í frystihúsi í Innri-Njarðvík og kynntist pabba þar. Margar sögurnar sagði hún okkur af þeim tíma og hafði alltaf gaman af því þegar við fórum með hana að kíkja þangað og rifjuðust þá upp fyrir henni margar góðar minningar lið- inna ára. Við eigum alltaf eftir að sakna hennar. Það var svo gott að kíkja í kaffi og spjalla smávegis og alltaf var hringt á hverjum degi, hún var sú sem hægt var að deila með bæði gleði og sorg. Síðustu árin sótti hún í félagsskap í Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ og undi hag sínum vel þar og þökkum við þær stundir. Megi góður Guð geyma þig, elsku mamma, og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Þín dóttir, Esther. Elsku amma Anna. Á svona stundu er allt svo dauft. Veggir hússins við Þórustíg 13 í Njarðvík þegja þunnu hljóði og hugsanir flæða um huga manns við upprifjun góðra tíma. Við systurnar urðum þess aðnjótandi að eiga yndislega góða, hressa og söng- elska ömmu sem var uppfull af ást og kærleika. Þegar við vorum litlar bjóst þú alltaf til bolluvendi handa okkur barnabörn- unum og við fengum að velja. Það var voðalegt sport. Þegar við komum í heimsókn varstu alltaf svo glöð, hafðir skemmtilegar sögur að segja og aldrei langt í hlátur og grín. Aldrei kíktum við til þín án þess að þiggja smá veit- ingar og oftar en ekki var möndlukaka á borðum. Svo fengum við stórt faðm- lag að endingu. Þegar við fórum beiðst þú alltaf í dyragættinni og vinkaðir þegar keyrt var í burtu. Þetta var partur af öllum heimsóknum sem okk- ur þótti svo voðalega vænt um, þótt lít- ið atriði sé. Söngur og gleðistundir áttu hjarta þitt. Þegar við frændsystk- inin komum saman er oft mikið sungið og þá lifnaði yfir þér elsku amma. And- lit þitt var eitt sólskinsbros og hend- urnar fóru á loft í smá sveiflu. Það fannst okkur agalega sætt. Elsku amma, þín verður sárt sakn- að. Þetta er allt svo óraunverulegt ennþá og óhugsandi að þú sért búin að kveðja þennan heim. Þetta gerðist allt svo hratt og við sem eftir sitjum hugg- um okkur við það að þú varst heilsu- hraust og ánægð. Það er eflaust mikil gleði hjá þér núna þegar þú hittir afa aftur eftir öll þessi ár ásamt öllum hin- um sem fóru á undan þér. Þú áttir orð- ið mörg langömmubörn og varst nýbú- in að knúsa yngstu langömmustelpuna þína í fyrsta og eina sinn. Við þökkum fyrir allar samveru- stundirnar. Guð geymi þig. Hvíl þú í friði elsku amma. Ástarkveðjur, Anna María, Ester og Harpa. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Núna er hún elsku amma Anna látin. Þessi „hóteldvöl“ hefur verið elskuleg og góð því hún var stór hluti af henni. Amma var mjög trúuð og tilheyrði söfnuði Sjöunda dags að- ventista eins og við systkinin. Amma var alltaf svo ljúf og góð, alltaf jákvæð og húmorinn hennar var alltaf til staðar og hún fann alltaf smugu til að koma honum að. Hann var lúmskur en afar skemmtilegur. Hún átti það til að skjóta inn góðum „kommentum“ hér og þar og svo brosti hún út í ann- að. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Hún tók vel á móti öllum með kærleika og hlýju. Alltaf átti hún pönnukökur og fínirí og það mátti enginn koma heim frá útlöndum nema koma við hjá henni og fá eitt- hvað í gogginn. Hún hefur haldið vel utan um okkur öll, börnin sín og fjöl- skyldur þeirra. Amma vann á sauma- stofu hjá varnarliðinu og var hún afar handlagin við að laga hitt og þetta hvað varðaði viðgerðir á fötum. Ef einhver föt fóru í viðgerð til hennar komu þau til baka betri en áður en þau „biluðu“, hún gerði allt svo vel. Okkur systkinunum fannst ekki leið- inlegt þegar hún kom heim úr vinnunni með amerískt nammi og bauð okkur. Alltaf átti hún eitthvað uppi í skáp til að bjóða okkur. Hún átti alltaf bláan ópal í veskinu sínu og minnumst við þess að þegar við vor- um í kirkju og við vorum orðin óróleg, þá laumaði amma hendinni í veskið og sótti bláa ópalpakkann. Anna Sigríður Elísdóttir AFMÆLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.