Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 og glæsileg. Ef einhver fetaði ótroðnar slóðir þá var það Katla. Hún sá alltaf tækifæri í tapinu eins og stöðugt er klifað á við okkur núna. Við kynntumst í janúar 1993 í Námsflokkum Reykjavíkur. Ég gleymi því aldrei. Það blésu heldur betur ferskir vindar um þessa konu. Enda man ég ekki eftir neinum nemanda eins vel og henni. Hún mætti alltaf, var alltaf vel undirbúin, margfalt betur lesin almennt en fólk er flest, ótrúlega vel skrifandi og algerlega kampakát með það nýja líf sem hún hafði eign- ast nokkrum misserum áður. Og hún geislaði. Kötlu hafði tekist að komast í gegnum dimma dali þar sem hún mætti miklu mótlæti. Hún fór samt í gegnum þá alla. Þegar ég kynntist henni var hún ekki búin að stofna fyrirtækið sitt sem hún rak af mikl- um eldmóði þar til í byrjun þessa árs. Og það var alveg greinilegt að Katla hafði brett upp ermar svo um mun- aði árið sem við kynntumst. Nokkr- um vikum eftir það birtist forsíðu- viðtal við hana í tímariti og það var fyrst þá sem ég fór að átta mig á kjarnakonunni Kötlu, lífshlaupi hennar, þá stórsjói sem hún hafði staðið af sér og hvernig hún notaði þá reynslu sér og öðrum til fram- dráttar. Ég hef sagt það áður og endurtek það hér að þó ég hafi átt að vera kennarinn hennar var ég sannarlega nemandinn. Síðan þá hefur Katla verið kennarinn minn og sannur vin- ur. Hún hafði þann kjark og það þor sem stundum þarf til þess að reynast vini í neyð sem er algerlega óskilj- anleg flestum öðrum. Sjálfsagt hefur reynsla hennar gefið henni mun meira en hún tók. Ég veit ég get aldrei fyllilega þakkað henni fyrir það sem hún gerði fyrir mig. Og það sem stóð upp úr á ögurstundum var að í henni bjó engin dómharka, að minnsta kosti ekki gagnvart öðrum. Það væri gustukaverk að leggjast í Kötlufræðin og reyna að læra aðeins. Katla er með skemmtilegri konum sem ég þekki. Frá henni koma frasar eins og „ Æ, mér var orðið svo illt í menningunni að ég skellti mér í leik- húsið“. Hún lék sér að orðinu og hafði mjög gott vald á því enda var ótrúlega gaman að spila við hana skrabble. Síðustu áramótin vissi hún um krabbann. Frá fyrsta degi sýndi hún fyrst og fremst það mesta æðruleysi sem ég hef kynnst. Hún lét af störf- um, tók að spila golf, lifa lífinu, ferðast og gera hluti sem ég botnaði ekkert í. Það er ekki langt síðan ég heimsótti hana á spítalann, lamaða fyrir neðan mitti en samt var hún að kenna okkur á hjólastólinn af miklu öryggi. Ég mun aldrei gleyma Kötlu og sakna hennar sárt. Að lokum votta ég ástvinum hennar samúð mína. Valdís Stefánsdóttir. ✝ Ástdís Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 7. janúar 1924. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 31. októ- ber 2008. Foreldrar hennar voru Guðjón Ólafs- son, seglasaumari og kaupmaður í Geysi hf., f. 17.7. 1876, d. 13.12. 1942, og Ingibjörg Sig- urðardóttir hús- móðir, f. 8.7. 1886, d. 22.10. 1973. Bróðir Ástdísar var Sigurður Guðjónsson, f. 30.7. 1913, d. 31.3. 1975. 1. desember 1949 giftist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum Haraldi Þóri Theodórssyni verslunarstjóra, f. 1.12. 1924. Synir þeirra eru 1) Guðjón læknir, f. 5.2. 1952, kvæntur Sigríði Siemsen lyfjafræðingi, f. 8.1. 1952. Börn þeirra eru 1.1) Haraldur, f. 28.5.1974, kvæntur Yalda Guðjónsson, f. 24.6. 1975, sonur þeirra er Ludwig Norooz, f. 28.10. 2007. 1.2) María, f. 25.8. 1980 og 1.3) Helgi, f. 15.7. 1987. 2) Þórir viðskipta- fræðingur, f. 25.8. 1959, kvæntur Mjöll Flosadóttur viðskiptafræðingi. Dætur þeirra eru 2.1) Gunnur Elísa, f. 15.2. 2000, og 2.2) Ástdís Sara, f. 3.3. 2003. Útför Ástdísar verður frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 11. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Ástdísar Guðjóns- dóttur en hún lést 31. október. Þeg- ar einhver sem hefur alltaf verið með okkur fellur frá þá fara í gegn- um huga okkar minningar um þann tíma sem við höfum átt saman. Það er okkur svo mikilvægt að eiga þess- ar minningar og geta rifjað þær upp öðru hverju. Leiðir okkar Ástdísar lágu fyrst saman þegar ég kom með Þóri í matarboð á Suðurgötuna jólin 1997. Vel var tekið á móti mér þá og hefur heimilið verið opið ætíð síðan. Ástdís eða Adda eins og hún var alltaf kölluð af fjölskyldunni, var mikil hannyrðakona og hafði mjög gaman af að hekla og liggur eftir hana mikið af fallegum dúkum og einstaklega skemmtilegt jólaskraut, sem ég hef aldrei séð áður. Henni var það mikilvægt að dúkurinn á borðinu væri ekki með rönguna upp og sá hún það strax ef svo var og kenndi hún mér að þekkja muninn. Hún var hógvær kona sem var um- hugað um heimilið og fjölskylduna sína og að öllum liði vel. Þegar við hittumst spurði hún alltaf frétta og hafði mikinn áhuga á og fylgdist vel með hvað börn og barnabörn væru að aðhafast. Hún var sérstakleg dugleg að sækja at- burði sem tengdust barnabörnun- um, hvort sem það var að fara í heimsókn í leik-/grunnskóla eða fara á tónleika, þar sem barnabörnin voru að spila á blokkflautu eða syngja. Í raun er ekki hægt að nefna Öddu nema nefna Halla í sömu andrá en þau hafa verið gift í tæp 60 ár og gert nánast allt saman, a.m.k. síðan ég kom inn í fjölskylduna, en þó hef- ur hún ekki farið í golfið með honum. Þau voru mjög dugleg að koma til að vera með dæturnar þegar á þurfti að halda og veit ég að það átti líka við um eldri barnabörnin þegar þau voru yngri. Hún var stundum módel fyrir dæturnar ef þær vildu fara í hárgreiðsluleik og leyfði hún þeim að greiða sér eins og þeim fannst flottast, þó svo að það þýddi að hár- greiðslan aflagaðist, það var bara lagað seinna. Hin síðari ár notaði hún hækju og þegar Adda og Halli komu í heimsókn fengu stelpurnar hækjuna oft lánaða til að leika sér með – og þótti Öddu það sjálfsagt og var hún ekkert að amast við því. Adda og Halli voru dugleg að fara í bíltúr og var þá tekið með nesti og keyrt af stað út í bláinn, en svo frétt- um við síðar að þau hefðu keyrt austur á Þingvelli að skoða haustlit- ina eða til að kaupa silung nú eða kíkt í berjamó einhvers staðar í ná- grenni Reykjavíkur, eða bara að skoða skemmtileg jólaljós. Frá því að við Þórir fórum að búa hafa Adda og Halli verið hjá okkur um jól og áramót og hefur það verið yndislegt að hafa þau hjá okkur. Það verður því einum færra um næstu jól en við munum ylja okkur við minningar um fyrri jól. Ég vil biðja guð að hjálpa og styrkja tengda- pabba minn og fjölskylduna í gegn- um þennan tíma. Ég þakka fyrir góðan tíma sem ég fékk með Öddu og hún gaf fjölskyldunni. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning góðrar konu. Þín tengdadóttir, Mjöll Flosadóttir. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hún amma á Suðurgötu er dáin og farin til himna. Öllum þótti svo vænt um hana. Hún gaf okkur oft ís og var svo góð við okkur. Við vildum óska að hún væri ekki dáin. Það verður skrítið á jólunum að hafa ömmu ekki hjá okkur, en hún og afi hafa alltaf verið hjá okkur á aðfangadag og gamlársdag. Við munum aldrei gleyma ömmu, hún mun allltaf búa í hjörtum okkar. Gunnur Elísa og Ástdís Sara. Ástdís Guðjónsdóttir ✝ Gunnar KristjánGuðmundsson fæddist á Flateyri 25.12. 1946, hann lést á gjörgæslu- deild Borgarspít- alans 3. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Val- geirs Jóhann- essonar frá Flateyri, f. 17.12. 1905, d. 9.5. 2000, og Hallfríðar Guðbjartsdóttur frá Flateyri, f. 27.11 1916, d. 9.11. 1994. Systkini Gunn- ars eru Jóhannes Valgeir, f. 1941, d. 1942, Jóhanna Valgerður, f. 1944, d. 1997, Magnús Hringur, f. 1947, Eiríkur Guðbjartur, f. 1950, og Guðjón, f. 1954. Gunnar kvæntist árið 1969 El- ínu Halldóru Jónsdóttur, f. 30.1. 1949. Foreldrar hennar eru Jón Ólafur Guðbjörnsson, f. 9.3. 1928, d. 26.7. 2006, og Ásgerður Jó- hanna Guðbjartsdóttir, f. 11.5. 1929. Elín ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Petrínu Ásgeirsdóttur og Guðbjarti Guðjónssyni frá Hesti í Önundarfirði, þau eru bæði látin. Dætur Gunnars og Elínar eru 1) Friðbjört, f. 1969, eig- inmaður hennar er Þórir Jónsson, f. 1968, börn þeirra eru Magni Freyr, f. 1990, Daníel Þór, f. 1993, og Ása Hrönn, f. 1999. 2) Hallfríður, fædd 1972, sam- býlismaður hennar er Bragi Már Val- geirsson, f. 1974, börn þeirra eru Sól- rún Braga, f. 1999, Gabríela Brá, f. 2003, og Eiður Örn, f. 2007. 3) Sólrún Ása, f. 1980, d. 1995. Gunnar ólst upp á Flateyri í faðmi ást- ríkrar fjölskyldu, mikil hlýja og gagn- kvæm virðing ríkti milli foreldra hans og endurspeglaði hann það til sinnar fjölskyldu er hann hóf búskap með Elínu og þau eign- uðust dætur sínar þrjár. Fjöl- skyldan var honum alla tíð mik- ilvæg, hann var elskulegur og ljúfur eiginmaður og faðir og ávallt tilbúinn að aðstoða og leið- beina dætrum sínum sem og öðr- um. Gunnar fór til sjós með föður sínum ungur að árum og stundaði sjómennsku framan af. Upp úr 1980 hóf hann störf hjá fiskvinnsl- unni Hjálmi. Eftir að hann fluttist búferlaflutningum til Reykjavíkur árið 1995 hóf hann störf hjá Marel og starfaði þar til dauðadags. Útför Gunnars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 10. nóv- ember, kl. 15. Elsku pabbi minn. Ég er enn að reyna að átta mig á því að þú sért farinn frá okkur. Ég er ósjálfrátt að kíkja út um stofuglugg- ann og gá hvort ég sjái þér ekki bregða fyrir, að koma heim í lok dags- ins, á leið út í búð eða að skjótast með eitthvað til okkar frá mömmu, í leið- inni smáspjall, nýjustu fréttir og þú notaðir tækifærið og knúsaðir Eið, spjallaðir við Gabbý þína og skimaðir eftir Sólrúnu. Elsku pabbi, að sjá þig aldrei aftur labba hér inn á þinn hægláta hátt á eftir að vera erfitt að venjast. Þú varst hæglátur og rólegur maður með ein- staklega góða nærveru, hjá þér gat ég setið og þagað, það þurfti ekkert að tala, það var bara svo notalegt að vera nálægt þér. Eftir að þú veiktist í sumar varstu einhvern veginn ljúfari, mér fannst stelpurnar sækja meira í að vera ná- lægt þér, þær höfðu áhyggjur af afa sínum og vildu vera meira hjá þér og pössuðu afa sinn. Ef þú varst einn heima og undir það síðasta vörðu þær miklum tíma í að púsla með þér. Þær vissu að það var gott fyrir afa en ég held að mest hafi þær verið að njóta nærveru þinnar. Þær voru svo spenntar, eins og við hin, fyrir sum- arbústaðarferðinni, amma búin að kaupa ný púsl og við ætluðum sko að njóta þess að vera öll saman, en ég komst aldrei í bústaðinn og var ekki hjá þér þegar þú hvarfst inn í meðvit- undarleysið, ég vildi að ég hefði verið hjá þér en það grunaði engan þá að svona mundi fara. Ég hugga mig við minningarnar því ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku pabbi, t.d. frá því heima á Flateyri þegar þú varst að byggja húsið okkar og gafst okkur systrun- um litla hamra sem við notuðum til að smíða herbergin okkar. Samveru- stundirnar í garðinum á góðvirðisdög- um og allar góðu stundirnar sem við áttum saman hér í Reykjavík eftir að þið fluttuð suður, þetta eru minningar sem ég á fyrir mig og get sótt í þær þegar söknuðurinn er sem sárastur. Ég hef alltaf þakkað fyrir að fá ykkur mömmu bæði á lífi úr snjóflóð- inu, sorgin við það að missa Sólrúnu Ásu var nóg á þeim tíma, kannski fengum við að hafa þig lengur hjá okkur til að þú og mamma gætuð unn- ið úr reynslu ykkar saman, því þið þörfnuðust hvort annars á þessum tíma meira en nokkurn tímann og við þörfnuðumst ykkar beggja. Elsku pabbi, við fengum að hafa þig í þrettán ár í viðbót, takk fyrir að gefa okkur þann tíma, elsku litla syst- ir mín, nú ert þú ekki lengur ein, þú ert búin að fá pabba til þín, það veitir okkur huggun að hugsa til þess hversu ánægjulegir fagnaðarfundirn- ir eru hjá ykkur. Elsku pabbi, það reyndist þér þungur baggi í lífinu að missa litlu stelpuna þína en nú eruð þið saman og passið hvort annað og það veitir okk- ur huggun. Síðustu tvö árin eru okkur dýrmæt með þig og mömmu í næsta húsi, óneitanlega hefur verið meiri samgangur og tengslin milli okkar sterkari, þetta er búinn að vera ynd- islegur tími. Við höfum mömmu enn í næsta húsi en þú ert farin til Ásu, ég sé hana fyrir mér leiða þig áfram þar sem þú færð höfðinglegar móttökur hjá foreldrum þínum og systkinum og öllum hinum látnu Flateyringunum og nú dansa englar guðs í paradís. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt, ég fékk alltaf tvo kossa hjá þér og nú færð þú síðustu tvo frá mér. Þín Hallfríður. Fyrstu minningar mínar um hann Gunnar bróður eru frá því við vorum litlir drengir á Flateyri að leika okkur við Bótatjörnina þar sem við áttum báðir seinna, ásamt Guðjóni litla bróður, eftir að reisa okkur hús. Eftirminnilegust eru kannski ein áramótin þar sem mamma hafði saumað forláta frakka á Gunna og Magga bróður. Klæddir í þessar glæsilegu forlátaflíkur fundu þeir skyndilega fyrir mikilli þörf til að kanna betur áramótabrennuna frá því deginum áður. Eftir ítarlega rann- sókn kom í ljós að dagsgömlu hand- saumuðu frakkarnir voru orðnir ónýt- ir! Þeir voru skömmustulegir við mömmu lengi eftir þetta! Einnig man ég eftir því þegar pabbi, hann Guðmundur Valgeir Jó- hannesson, keypti bátinn Kvikk og fór með okkur bræðurna í mikið ferðalag til Bolungarvíkur sjóleiðis að sækja hann. Gunni var ávallt góður bróðir að eiga að. Gunnar var frá fyrstu tíð mikill vinnuhestur og gekk alltaf í hvert það starf sem fyrir lá. Hann var einnig mjög handlaginn og öll verkfæri léku í höndunum á honum. Hann fór fyrst á sjóinn með pabba árið 1957, þegar pabbi hafði keypt bátinn Hönnu. Gunni var þá einungis 11 ára gamall. Þessi vinnusemi fylgdi honum alla tíð. Hann var dugnaðarforkur í beitn- ingaskúrnum, svo fór hann á sjó í mörg ár. Að því loknu fór hann aftur í land og hóf störf hjá frystihúsinu þar sem hann mætti alla tíð eldsnemma til vinnu. Þegar hann flutti til Reykja- víkur fékk hann fljótt starf hjá Marel og vann þar óslitið þar til hann þurfti að hætta vegna veikinda. Gunni og Ella voru mjög samrýnd og náin hjón. Ég man eftir mörgum góðum stundum þegar ég leit inn í kaffibolla á leiðinni aftur í vinnu eftir hádegishlé margan daginn. Einnig voru góðar stundir hver áramót þar sem stórfjölskyldan kom saman til veislu, oft heima hjá þeim hjónum. Loks eru mér líka minnisstæðar, þegar þau bjuggu á Vallargötunni, skemmtilegar stundir eftir mörg böll- in þegar þau buðu okkur heim og Ella bauð upp á skonsuterturnar sem hún gerir svo vel. Við Gunni byggðum okkur hús samtímis, með dyggri aðstoð Guðjóns og Magga bróður og eiginkvenna þeirra. Við byggðum húsin hlið við hlið eftir sömu teikningu. Þetta voru húsin við Unnarstíg númer 2 og 4. Það var svo í anda vinnusemi Gunna að viku áður en hann átti að flytja inn komst hann á fyrsta túr á Gylli og fór í kjölfarið 28 túra í röð. Árið 1995 reyndist Gunnari erfitt en þá féll snjóflóð á húsið hans og yngsta dóttir hans, hún Sólrún Ása, dó í næsta herbergi við hann og Ellu. Engu mátti muna að þau tvö lentu líka í flóðinu. Þrátt fyrir áfallið náðu þau sér fljótt á strik og komu sér upp fallegu heimili í Grafarvogi þar sem þau urðu vinsæl til heimsókna af börnum og barnabörnum. Gunnar bróðir var vinur vina sinna, en fyrst og fremst góður maður og hans verður ávallt minnst sem slíks. Elsku Ella, Friðbjört, Hallfríður og aðrir aðstandendur, við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Eiríkur Guðmundsson og fjölskylda. Góður frændi er fallinn frá. Það er á stundum sem þessari sem maður staldrar við og hugsar um liðinn tíma. Hugurinn leitar aftur til þess tíma þegar ég var að vaxa úr grasi. Gunnar föðurbróðir minn bjó þá á Flateyri ásamt fjölskyldu sinni og á ég margar dýrmætar minningar frá þeim árum. Gunnar var einkar laginn við að fást við vélar og tæki, hann bjó yfir þessu einstaka þori við að kanna, setja sig inn í hluti og komast að því hvernig allt virkaði. Þessi eiginleiki hans heillaði snemma ungan drenginn sem heim- sótti frænda sinn. Að sjá og kynnast því að það var sama hvernig tækið var úr garði gert, það mátti alltaf reyna að koma því í lag. Enda var það gjarnan viðkvæðið að ef Gunni gæti ekki gert við það, þá væri það ónýtt. Með ein- stakri útsjónarsemi sinni smíðaði hann, lagaði og gerði við, allt eftir því hvað við átti hverju sinni. Oft eru það þessi smáu atriði sem maður tekur ekki eftir, en áttar sig svo á að þau höfðu áhrif á og mótuðu þá leið sem maður átti síðar eftir að feta í lífinu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan frænda. Guðmundur Valgeir Magnússon. Gunnar Kristján Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.