Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Er glasiðhálffullteða hálf- tómt? Munu Ís- lendingar verða marga mannsaldra að vinna sig út úr kreppunni, eða mun það taka skamman tíma? Engin furða er að efnahags- hrunið á Íslandi hafi fyllt marga svartsýni, en það er hins vegar full ástæða til að gera sér grein fyrir því að á Íslandi eru allar forsendur til öflugs athafna- og efnahags- lífs. Jafnvel má segja að fyrst engin varnaðarorð hrinu á for- kólfum viðskiptalífs og stjórn- mála hafi verið eins gott að það gerðist nú, en ekki eftir eitt eða tvö ár þegar búið hefði verið að spenna bogann enn hærra. Tryggvi Þór Herbertsson hætti störfum sem efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar fyrir þremur vikum. „Núna finnst mér ástandið vera þann- ig að það keppir hver við ann- an með yfirboðum í svartnætt- inu, hrakspám fyrir Ísland,“ segir Tryggvi Þór í samtali við Pétur Blöndal í Morg- unblaðinu í gær. „Og menn gerast jafnvel svo djarfir að líkja því við mestu óáran í sögu þjóðarinnar, móðuharð- indin, segja að hér verði varla líft árum saman eða í áratugi, og spá atvinnuleysi að lág- marki 10%, jafnvel 20%. En ef maður leggur þetta aðeins nið- ur fyrir sér er augljóst að ekk- ert tilefni er til svona ofboðslegrar svartsýni.“ Tryggvi Þór bendir á að þegar litið sé til þess að á Íslandi liggi fjöl- breyttir atvinnuvegir til grundvallar, fjármál hins op- inbera hafi verið í góðu lagi og miklar eignir í lífeyrissjóð- unum blasi við að Íslendingar eigi að geta verið fljótir að ná sér út úr kreppunni. Hann telur einnig að sam- drátturinn á vinnumarkaði muni leiða til 5-6% atvinnu- leysis og líkast til verði það tímabundið. Sömuleiðis er hann þeirrar hyggju að ýkt hafi verið um- fang þeirra skulda, sem leggj- ast muni á þjóðarbúið. Hann vitnar í orð Geirs H. Haarde forsætisráðherra á þingi þess efnis að skuldir þjóðarbúsins gætu orðið 85% af þjóðar- framleiðslu og bætir við að reikna megi með að eftir að bankarnir hafi verið einka- væddir á ný mætti gera ráð fyrir að nettóskuldir verði 25% af landsframleiðslu. Hagfræðingar hafa tilhneig- ingu til að tala af mikilli full- vissu. Ábendingar Tryggva Þórs eru hins vegar tímabær- ar og hann hefur margt til síns máls. Nú er ekki tími hrakspáa, heldur aðgerða og þær eiga ekki að byggjast á forsendum gamla tímans, heldur þess nýja. Glasið er hálffullt. Íslendingar eiga að geta verið fljótir að ná sér út úr kreppunni} Bjartsýni í svartnættinu Þegar við höld-um af stað út í umferðina á degi hverjum erum við meðvituð um þær hættur sem steðja að okkur. Við fylgjum ákveðnum reglum til að lág- marka þá hættu. Þess vegna er eðlilegt að við finnum til mik- illar reiði þegar þeir, sem ekki geta fylgt sömu reglum, valda hörmulegum slysum. Við vorum minnt enn og aft- ur á það í nýliðinni viku hversu skelfilegar afleiðingar ógæti- legur akstur getur haft. Hæstiréttur staðfesti dóm yfir tvítugum manni sem var vald- ur að láti fimm ára gamallar stúlku og ungs karlmanns. Bróðir stúlkunnar, sem er fæddur árið 1998, lamaðist á fótum. Það þótti sannað fyrir dómi að ökumaðurinn hefði sýnt vítaverðan akstur. Hann tók fram úr vörubíl og lenti fram- an á bíl sem kom á móti þar sem faðir með tvö börn sín var á ferð. Ökumaðurinn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi og sviptur ökurétti í fjögur ár. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, veltir fyrir sér í Morg- unblaðinu í gær hvaða skilaboð íslenskt réttarfarskerfi er að senda út í samfélagið. Hann spyr hversu alvarlegum aug- um við lítum meðvitaða hegðun sem ítrekað hefur leitt til dauða og örkumlunar fólks á vegum úti. Dómurinn er vissulega þyngri en sambærilegir dóm- ar. En spyrja má af hverju ekki var búið að taka unga ökumanninn úr umferð í ljósi þess að frá dauðaslysinu hafði hann verið tekinn níu sinnum fyrir of hraðan akstur. Slíkir menn eru stórhættulegir öðr- um vegfarendum. Forvarnir eru lífsnauðsyn- legar til að auka öryggi í um- ferðinni. En það þarf að taka fastar og skjótar á ökuföntum. Þannig tekst okkur að lág- marka hættur sem að okkur steðja dag hvern. Það þarf að taka fastar og skjótar á ökuföntum} Ökufantar úr umferð V el má vera að ég sé bjáni. Eða gam- aldags. Nema hvort tveggja sé; engu að síður vil ég að í landinu búi ein þjóð, ekki tvær eða fleiri. Þegar ég var að alast upp bjó ein þjóð á Íslandi, eða svo var mér að minnsta kosti sagt og hef ekki ástæðu til þess að efast um það; stéttaskipting lítil sem engin, fólk lifði í sátt og samlyndi og leið bærilega. Loftið var hreint og samviskan líka, að minnsta kosti hjá venjulegu fólki. Er ekki hægt að hverfa til baka í tíma? Er það ekki fyrst og fremst spurning um hug- arfar? Ekki þarf að rífa upp malbikið mín vegna eða koma aftur á vinstri umferð, en er hægt að setja reglugerð um að hægja eigi á kapphlaupinu um gervilífsgæðin og huga meira að því sem er í alvöru dýrmætt. Eða er orðið of seint að hugsa þannig á íslensku? Ég er ekki að finna upp hjólið. Það er mikið skrafað í þessa veru nú; hve dýrmæt væntumþykjan sé og líka vin- áttan. Gott að orðin komist aftur í tísku, en bagalegt að þau skuli lítið notuð nema eftir að kreppan skall á. Gott ef ég heyrði ekki einhvern hvísla samhjálp um daginn. Það er auðvitað lykilorð. Síðustu ár var mikið talað um hagvöxt, útrás, EBIDTA og afleiðu-eitthvað sem ég man ekki hvað er. Allt gott og blessað svo sem en samhliða skall á svo mikið fyllirí að jaðrar við heimsmet. Sumir dreyptu reyndar ekki á veig- unum en berjast nú engu að síður við timburmennina. Það er hróplega ósanngjarnt. Með öllu ómögulegt hélt ég, en annað kom á daginn. Eflaust er aldrei hægt að tryggja algjöran jöfnuð í heilu landi enda er það ekki aðal- atriðið; alltaf verða einhverjir ríkir en aðrir ekki og ekkert við það að athuga í sjálfu sér. En fátækt er vond. Og mér er ekki illa við fólk sem á mikla pen- inga, þvert á móti. Það er samfélaginu óend- anlega mikilvægt. Um það eru mýmörg dæmi hin síðari ár. Sumir verða að eiga stóran bíl en þeir eiga þá að borga fyrir hann sjálfir, ekki ég. Sumir vilja eiga stórt hús, sumum nægir lítið. Og sumir hafa ekki efni á því að eiga stóran bíl. Eru samt ánægðir. Til dæmis ég. En á Íslandi verður samt að búa ein þjóð og tryggja þarf að öllum geti liðið vel. Það er ekki þar með sagt að öllum muni líða vel en aðstæðurnar verða að vera fyrir hendi. Þegar lagfæra átti sósíalismann í Tékkóslóvakíu 1968; setja á hann manneskjulega ásýnd, var brunað yfir til- raunina á sovéskum skriðdrekum. Hér eru engin slík far- artæki og tímabært að færa Ísland í nýjan búning. Ákveðum í sameiningu að það sé ekki of seint að rétta úr kútnum og breyta stefnunni. Mér er nokk sama hvaða isma-nafn við notum. Margt er gott við bæði kapítalisma og sósíalisma; sjálfsagt best að blanda þessu tvennu sam- an að einhverju leyti því lífið er ekki annaðhvort svart eða hvítt. Við þurfum bara að búa til isma sem virkar þannig að öllum geti liðið vel á Íslandi. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Að öllum geti liðið vel-ismi Hverjar eru fram- tíðarhorfur EES? FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is M iklar breytingar hafa orðið á Evrópusam- bandinu (ESB) á þeim 15 árum sem liðin eru síðan EES- samningurinn var gerður. Framtíð- arhorfur Evrópska efnahagssvæð- isins voru ræddar á fundi þingmanna- nefnda Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og EES í Brussel 3.–4. nóv- ember s.l. Þar var lögð fram skýrsla um málið. Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þing- mannanefndar EFTA, var einn af höfundum skýrslunnar og gerði grein fyrir henni á fundinum. Jafnframt var lögð fram ályktun sem samþykkt var sameiginlega af Evrópuþing- mönnum og EFTA-þingmönnum á fundinum. Miklar breytingar á ESB Í ályktuninni er viðurkennt að breytingaferlið sé viðvarandi og því ekki lokið. Jákvæðum viðbrögðum Evrópuþingsins við Lissabon- sáttmálanum er fagnað en einnig bent á að verði sáttmálinn staðfestur fylgi að mörkin á milli innri mark- aðarins, sem snerta EES, og annarra stefnumála og viðfangsefna ESB verði enn ógreinilegri en áður. Viðurkennt er að valdahlutföllin milli ESB og EES-EFTA hafi mikið breyst síðan EES-samningurinn var gerður. Nú eru aðildarríki ESB 27 talsins en aðildarríki EES-EFTA að- eins þrjú. Auk Íslands eiga Noregur og Liechtenstein aðild að bæði EES og EFTA. Íbúafjöldi þessara þriggja ríkja nemur samtals um 1% af heild- aríbúafjölda ESB. Í ályktuninni er viðurkennt að ESB sé orðinn mun fjölþættari og flóknari viðsemjandi en áður. Það valdi því að ESB geti síður komið til móts við óskir EES- EFTA-ríkja um sérstaka aðlögun, undanþágur og aðlögunarfresti. Breytt valdahlutföll innan stofnana ESB hafa einnig áhrif á framkvæmd EES-samningsins. Frumvörp fram- kvæmdanefndar ESB verða oft fyrir miklum breytingum í Leiðtogaráði ESB og Evrópuþinginu. Það hafi dregið úr þeim áhrifum sem EES og EFTA hafa haft innan sérfræðihópa sem hafa aðstoðað leiðtogaráðið við undirbúning nýrrar löggjafar. Þá er minnt á að um leið og skýr mörk milli innri markaðarins og ann- arrar starfsemi ESB séu mjög mik- ilvæg fyrir EES-EFTA-ríkin þá skipti þessi mörk æ minna máli fyrir ESB. Af því leiðir að sífellt fleiri lög- gjörningar og stefnumarkandi ákvarðanir sem skipta máli fyrir EES innihalda þætti sem EES- samningurinn nær ekki til. Í ljósi vax- andi tilhneigingar í þessa átt er varað við því að EES-EFTA-ríkin muni sjá enn fleiri löggjörninga og stefnumót- anir sem innihalda þætti sem ná út fyrir svið EES-samingsins verða til. Af þessu leiði að æ erfiðara verði að skilgreina gildi EES og þar af leið- andi að ná samkomulagi um innleið- ingu þessara atriða í EES-sam- komulagið. Einnig er sett spurningarmerki við hvort EES-EFTA-ríkin hafi burði til að fást við hraðvaxandi fjölda lög- gerninga og stefnumörkunar sem snerta EES en einnig atriði óviðkom- andi EES-samningnum. Í ályktuninni er því og beint til Evrópuþingsins að það stuðli að auk- inni þátttöku þjóðþinga EES-EFTA- ríkja með því að leyfa þeim að opna skrifstofur fyrir fulltrúa sína í hús- næði Evrópuþingsins. Reuters Samband Evrópusambandið hefur mikið breyst á þeim 15 árum sem liðin eru síðan EES varð til. Nú er leitað leiða til að brúa bilið sem hefur myndast. KATRÍN Júlíusdóttir alþing- ismaður segir að EES-samning- urinn sé orðinn erfiðari í fram- kvæmd en áður vegna þess að Evrópusambandið (ESB) hafi þróast frá honum. Verði Lissabon- samkomulagið samþykkt muni það styrkja lýðræði innan ESB en jafn- framt draga úr áhrifum EES. „Að mínu mati er staðan nánast að verða óviðunandi,“ sagði Katrín. „Það verður sífellt erfiðara að inn- leiða ESB-gerðir og þær tefjast vegna þess að línur sem áður voru skýrar milli innri markaðarins og annarra þátta eru orðnar óskýrar.“ Katrín sagði að menn væru alls ekki að gefast upp á EES- samningnum. „Við þurfum að skoða hvernig við getum tengst Evrópu- sambandinu betur en nú í gegnum EES-samninginn. Menn eru að leita leiða til að styrkja samband EES við stofnanir Evrópusambandsins.“ SÍFELLT ERFIÐARA ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.