Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 34
PÁLL Óskar fagnar nú útkomu nýjustu plötu sinnar, Silfursafns- ins. Hátíðarhöldin hófust með fjölskylduskemmtun á Nasa á laugardaginn þar sem hann bauð yngri kynslóðinni upp og gos, nammi og glimrandi diskóstuð. Hann flutti úrval af sínum bestu lögum og áritaði svo plötuna fyrir alla þá sem þess óskuðu. Útgáfutónleikar fyrir fullorðna fólkið voru síðan haldnir um kvöldið. Glitrandi ljósadýrð var innan og utan við á Nasa af þessu tilefni, stærðarinnar diskókúla hékk fyrir utan og blikkandi diskóljósaveggur prýddi sviðið. Þetta var þó aðeins byrjunin á gleðinni, því næstu helgar fer Páll Óskar á milli stærstu þétt- býlisstaðanna úti á landi og hleypir stuði í aðdáendur sína hringinn í kringum landið. Glimrandi diskóstuð Gleði Það kunna fáir betur en Páll Óskar að halda uppi stemningunni. Morgunblaðið/Ómar Diskó Ljósaferningarnir á bakvið Pál Óskar minna óneitanlega á dansgólfið í Saturday Night Fever. Bros Diskóboltar af yngri kynslóðinni létu sig ekki vanta. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUN. BARA SÁRSAUKI! SÝND Í SMÁRABÍÓI 650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn - H.J., MBL - Ó.H.T., RÁS 2 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga - S.V., MBL - Þ.Þ., DV -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS 650k r. James Bond: Quantum... kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára My best friend’s girl kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára Max Payne kl. 10:15 B.i. 16 ára House Bunny kl. 5:50 - 8 LEYFÐ Burn after reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára 650k r. FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE 650k r. 650k r. 650k r. James Bond: Quantum... kl. 6 - 8:30 - 11 B.i. 12 ára Where in the world is ... kl. 6 - 8 B.i. 10 ára The Women kl. 5:30 LEYFÐ Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Burn after reading kl. 10:15 B.i. 16 ára Max Payne kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára James Bond: Quantum of... kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Quarantine kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI “…MEÐ BETRI SPENNU- MYNDUM ÁRSINS!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS ,,FRÁBÆR VIÐBÓT VIÐ LENGSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRATÍMA OG GEFUR NÝLEGUM HASARMYNDUM EKKERT EFTIR.” - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS HINGAÐTIL.” - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM “STANSLAUS KEYRSLA FRÁ UPPHAFITIL ENDA” -S.V., MBL “FYRSTA FLOKKS BOND-MYND” - Þ.Þ., DV - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL -S.V., MBL - Þ.Þ., DV AÐDÁENDUR brit- popp-sveitarinnar Blur vonast nú til þess að hún taki til starfa á ný eftir að forsprakki hennar Damon Albarn lét í það skína í nýlegu viðtali. Hann sagði blaðamanni á vegum BBC að hann og fyrrverandi félagi hans í hljómsveitinni, gítarleik- arinn Graham Coxton, hefðu hist nokkrum sinn- um undanfarið og það væri möguleiki á því að sveitin tæki upp þráðinn aftur. Coxton var rekinn úr Blur stuttu áður en hljómsveitin hætti árið 2003. Skríbentar á tónlist- arsíðunni Pitchfork vara aðdáendur sveitarinnar þó við því að leggja of mikið upp úr orðum Albarns. Þeir minna á að hann hafi fullyrt í apríl að önnur sveit hans, Gorillaz, væri hætt fyrir fullt og allt, en skipt um skoðun í september og tilkynnt um væntanlega plötu þeirra. Þá gaf hann það líka út fyrir tveimur mánuðum að Blur kæmi aldrei saman aftur en nú er ann- að uppi á teningnum. Damon Albarn óákveðinn Reuters Sundur eða saman? Damon Albarn tekur aðdáendur hljómsveitarinnar Blur á taugum. FLEST virðist nú ganga Britney Spears í haginn eftir erfiða tíma síð- ustu ár. Á evrópsku MTV-verð- launahátíðinni fyrir helgi var plata hennar, Blackout, valin sú besta á árinu og nú er fjölskyldulífið að komast í réttar skorður eftir harða forræðisdeilu sem hún átti í við fyrr- verandi eiginmann sinn, Kevin Fe- derline. Um helgina fór hún í fyrsta sinn í langan tíma í heimsókn á heimaslóðir sínar í Louisiana með syni sína tvo og þykir það merki um að samkomulag milli fyrrum hjónanna sé betra en áður. Spears tapaði forræði yfir þeim Preston og Jayden fyrr á árinu og hefur síðan þá ekki mátt fara með þá út fyrir Kaliforníuríki. Þeir hafa undanfarið heimsótt móður sína tvisvar í viku og gist eina nótt, svo helgarferð mæðginanna þykir merki um að hún sé reiðubúin til þess að taka meiri þátt í uppeldinu. Í helgarferð með synina Reuters Risin upp Spears kom fram á tón- leikum með Madonnu fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.