Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 40
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „RJÓMAKANNAN er frá móður minni og kemur frá foreldrum hennar,“ segir Elísabet Kristjáns- dóttir frá Ísafirði sem varð fyrir þeirri skemmtilegu upplifun í gær að sjá í fyrsta sinn samstætt syk- urkar við rjómakönnu sína frá árinu 1809. Þetta gerðist í Þjóðminjasafninu þar sem fólki var boðið að koma með gamla hluti til skoðunar. Móð- urafi Elísabetar var frá Læk í Að- alvík og hét Finnbjörn Her- mannsson. Elísabet segir að það hafi verið algjörlega óvænt að sjá þarna líka sykurkarið úr sama stelli. Fleiri merkilegir hlutir hafa komist í hendur Elísabetar úr búi móður hennar sem skoðaðir hafa verið í Þjóðminjasafninu. Skemmtileg tilviljun Jakob S. Þórarinsson, eigandi sykurkarsins, segir þetta hafa verið skemmtilega tilviljun. „Þetta er erfðagripur úr fjölskyldu konunnar minnar,“ segir hann og útskýrir að ein fjögurra systra hafi verið tengdamóðir hans. „Þessa skál [syk- urkarið] fengu þær frá föður sínum, sem fékk hana frá afa sínum,“ rekur Jakob. Hann fékk þá hugdettu í gær að renna í bæinn og láta skoða þetta. „Við fórum reyndar með fleiri muni en aðalmálið var þetta,“ segir hann. Sú sem skoðaði syk- urkarið í Þjóðminjasafninu sagði strax við Jakob að hún hefði séð þetta munstur áður. Þá var hringt í Elísabetu sem kom með rjómakönn- una góðu til samanburðar. „Það leynir sér ekki að þetta er frá sama tíma og nákvæmlega eins,“ segir Jakob. Þó sé ómögulegt að sanna að karið og kannan séu samstæða. Jak- ob býr á Suðurlandi, í Áskoti í Ása- hreppi, og ljóst að langur vegur er úr Aðalvík alla leið í Ásahrepp. Munaskoðun í þriðja sinn Lilja Árnadóttir, fagstjóri muna- safns Þjóðminjasafnsins, segir að landsmenn séu með ýmislegt í sín- um fórum sem þá langar að vita meira um, en í gær var boðið upp á munaskoðun í þriðja sinn. Fólk fær þá m.a. ráðleggingar um hvar það getur leitað frekari heimilda um gripina. Næst verður boðið upp á munaskoðun í Þjóðminjasafninu í mars. „Algjörlega óvænt“  Sykurkar og rjómakanna sameinuð um stund í gær eftir 200 ára aðskilnað  Ekki sannað að gripirnir séu úr samstæðu Morgunblaðið/Ómar Tvö eins Elísabet og Jakob bera saman gripi sína í Þjóðminjasafninu í gær. Kannan og karið eru samstæð. Morgunblaðið/Ómar Fallegir gripir Gripirnir eru ótrúlega heillegir, yfir 200 ára gamlir. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2008 Gosi Borgarleikhúsinu »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Skrílslæti við Alþingi  Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ekkert athugavert við mótmæli en gera verði greinarmun á frið- samlegum mótmælum og skríls- látum eins og urðu við Alþingishúsið á laugardag. » Forsíða Fastur í flotkví  Stór norskur rækjutogari situr fastur í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn vegna deilna um tryggingar fyrir eftirstöðvum viðgerðarkostnaðar. Vélsmiðjan neitar að afhenda skipið fyrr en viðgerðin hefur verið greidd að fullu. » 2 Haldið í erlendu lánin  Ingólfur Ingólfsson fjármála- ráðgjafi telur ekki ráðlegt fyrir fólk að breyta lánum í erlendri mynt í verðtryggð lán í íslenskum krónum. Ástæðan er lágt gengi krónunnar og horfur á mikilli verðbólgu á næst- unni. » 4 Treystu á tæknina  Tuttugu menn köfnuðu og tuttugu og tveir til viðbótar veiktust um borð í rússneska kafbátnum Nerpa í Jap- anshafi aðfaranótt sunnudags. Lík- leg ástæða er of mikið traust á sjálf- virka tækni og að of fáar gasgrímur hafi verið um borð. » 15 SKOÐANIR» Stakst.: Hringrás hugmyndafræði Forystugreinar: Bjartsýni í svart- nættinu | Ökufantar úr umferð Ljósvaki: Sá sem gefur gæsahúð UMRÆÐAN» Fulla ferð áfram Hvað er krútt? Þjösnaskapur Evrópusambandsins Hvenær er tímabært? Heimilisprýði á jólunum Aukið öryggi og minni … kostnaður Leigan gengur upp í kaupverð Grænar gersemar FASTEIGNIR » Heitast 7°C | Kaldast 1°C  N og NA 8-15 m/s og rigning eða slydda norðan til. Snjókoma til landsins. Léttskýjað sunnanlands. » 10 EVE Online-spil- arar hittust nú um helgina. Ekki var laust við vænisýki á milli félaga í ólíkum bandalögum. » 35 TÖLVULEIKIR» Vottar fyrir vænisýki FÓLK» Flugan fór á tónleika hjá Bubba. » 32 Páll Óskar byrjaði mánaðarlöng hátíð- arhöld á Nasa um helgina, en leggur síðan af stað út á land. » 34 TÓNLIST» Partý að hætti Palla TÓNLIST» Lýsir hrifningu sinni á Lay Low. » 38 TÓNLIST» Bítlarnir og Sinatra með þeim söluhæstu. » 36 Menning VEÐUR» 1. Bætti á sig 20 kílóum 2. Björgum Bjarna 3. Vilja að Clarkson verði rekinn 4. Karlmaður í gæsluvarðhald „ÉG VAR að æfa mig fyrir sam- ræmda prófið í íslensku sem ég tók í vor og ætlaði efnið bara sem upp- rifjun,“ segir hin fjórtán ára Hulda Vigdísardóttir. Hún gerði sér lítið fyrir og samdi kennslubók í mál- fræði og fyrir tiltækið hefur hún ver- ið tilnefnd fyrir hönd Tjarnarskóla til að hljóta viðurkenningu á degi ís- lenskrar tungu 16. nóvember nk. Kennslubókin fékk heitið Röndótt og Hulda hefur samið málfræði- kennsludisk sem fylgir bókinni. Eins og gefur að skilja er Hulda áhugasöm um íslensku. Hún er afar ánægð með íslenskukennarann sinn, Karen Ósk Úlfarsdóttur, og hrósar henni í hástert. Hulda er nú í fjar- námi við Fjölbraut í Ármúla. | 16 Fjórtán ára kennslubók- arhöfundur Námsmær Hulda Vigdísardóttir. ÍSLENSKUR piltur slasaðist alvar- lega í mótorhjólaslysi í bænum Ny- købing Mors á Norður-Jótlandi á laugardaginn. Pilturinn er kominn úr lífshættu en er haldið sofandi í önd- unarvél. Slysið varð þegar pilturinn, sem er sextán ára gamall og búsettur í Ny- købing Mors, var ásamt tveimur öðr- um ungmennum á vespu sem ekið var á kyrrstæðan bíl þegar sá sem hélt um stýrið missti stjórn á vespunni í beygju. Sá sem hélt um stýrið, piltur á svipuðu reki, lést í slysinu. Stúlka, sem var farþegi eins og íslenski pilt- urinn, slasaðist alvarlega. Ekkert þeirra var með hjálm eða í viðeigandi hlífðarfatnaði. Faðir piltsins er búsettur hér á landi en flaug út til Danmerkur í gær- morgun. Hann sagði við Morgunblað- ið í gærkvöldi að öll fjölskylda piltsins væri harmi slegin. Pilturinn væri þó úr lífshættu og líðan hans stöðug. thorbjorn@mbl.is Slasaðist alvarlega í vespuslysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.