Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 31
Menning 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Þ essi bók fjallar um ást- ina, dauðann, trúna og upprisuna,“ segir Ingi- mar Erlendur Sigurðs- son um nýja ljóðabók sína sem ber titilinn Hvítakista. Bókin er tileinkuð eiginkonu hans sálugri, Margréti Blöndal geð- hjúkrunarkonu. „Ljóðin eru um það hvernig sá sem eftir lifir lifir af dauða þess sem hann elskar. Hann fer, eins og ég gerði, ofan í lík- kistuna með þeim sem hann elsk- ar,“ segir Ingimar Erlendur. „Sjálf- ur hélt ég að ég væri raunverulega að deyja. Ég var orðinn heilsulaus, bæði líkamlega og sálarlega, því dauðdagi Margrétar var erfiður. Hún greindist með lungnakrabba- mein og vildi fá að deyja heima, hjá mér. Ég sagði við hana að auðvitað fengi hún það því faðmur væri til að lifa í og deyja í. Eftir að hún dó í faðmi mínum fór ég að tölvunni minni og byrjaði að skrifa þessa bók. Ég skrifaði alla bókina ósjálfrátt og hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera. Það var ekki fyrr en ég skrifaði síðasta ljóðið að ég áttaði mig á því að ég yrði að lesa yfir það sem ég hafði skrifað. Ég gerði það og breytti engu. Þessi bók skrifaði sig sjálf og sannleikurinn er sá að þessi bók bjargaði lífi mínu. Ég skrifaði mig til lífsins.“ Minnisvarði um ást Ingimar Erlendur segir ljóðabók- ina vera minnisvarða um ást þeirra hjóna: „Margrét var mjög sérstök manneskja. Ég hef enga mann- eskju þekkt sem hefur haft jafn- mikla útgeislun. Ég reyndi eftir megni að styðja hana í vinnu henn- ar og hún, sem var ljóðelskasta manneskja sem ég hef þekkt, studdi mig. Þannig urðum við að eins konar samstarfsmönnum og tvíburasálum.“ Einliði ljóðsins Bókin er ríkulega myndskreytt af höfundi. „Myndirnar fela í sér tjáningu á ástinni, dauðanum og trúnni, rétt eins og ljóðin,“ segir Ingimar Erlendur en þetta er fyrsta bókin sem hann mynd- skreytir. „Faðir minn, Sigurður Ingimar Helgason, var myndlist- armaður og mín skoðun er sú að hann hafi verið snillingur í mynd- list. Hann dó úr berklum þrjátíu og þriggja ára gamall þegar ég var sjö ára. Ég hafði sem strákur meiri áhuga á að teikna en að leika mér úti við strákana. Ég ætlaði að verða myndlistarmaður en síðan fór ég í Kennaraskólann, þar kenndi Broddi Jóhannesson mér sálarfræði og hann vildi að ég yrði sálfræðingur, sagði að ég hefði mikla hæfileika á því sviði. En ég varð blaðamaður á Morg- unblaðinu og byrjaði að fást við skáldskap af alvöru. Ég hafði reyndar byrjað að yrkja sex ára gamall. Ég er ekki í landsliði ljóðsins. Ég er einliði ljóðsins. Ég yrki ekki ljóðin, þau yrkja mig. Gall- inn við nútímaljóð finnst mér oft vera sá að skáldin yrkja ljóð í staðinn fyrir að láta ljóðin yrkja sig.“ kolbrun@mbl.is Ég skrifaði mig til lífsins Morgunblaðið/Kristinn Björgun „Þessi bók skrifaði sig sjálf og sannleikurinn er sá að þessi bók bjargaði lífi mínu.“ Þekktasta verk Ingimars Erlends er skáldsagan Borgarlíf sem kom út árið 1965 og vakti umtal og deil- ur. „Það varð eiginlega allt vitlaust,“ segir Ingimar Erlendur þegar hann minnist þessa tíma. „Það ein- kennilega gerðist að hægri menn og vinstri menn tóku saman hönd- um um að drepa bókina. Ég held að hún hafi verið of ögrandi. Að- alpersóna bókarinnar var í vinnu á stærsta dagblaði landsins og á Morgunblaðinu reiddust menn og fannst bókin dulbúin árás á blaðið og ritstjóra þess. Margir þekktu sig í bókinni og það er ekkert leynd- armál að í bókinni nýtti ég mér reynslu mína frá blaðamannaferli mínum á Morgunblaðinu og setti í skáldsagnabúning. Sennilega er bókin of opinská, beitt, og nakin, segir hlutina um- búðalaust – og þannig er ég sjálfur. En skáldsögur sækja alltaf í veru- leikann og ákveðnar manneskjur.“ „Það varð allt vitlaust“ VESTRIÐ eina var frumflutt árið 1997 á Írlandi. Verkið er hluti af Leenane- þríleiknum sem gerist í þorpinu Leen- ane. Annað verk úr þessum þríleik er Fegurðardrottningin frá Línakri sem Borgarleikhúsið sýndi fyrir nokkrum ár- um. Þriðja verkið hefur enn ekki verið sett á svið hér á landi. Höfundurinn, Martin McDonagh, var aðeins tuttugu og sex ára þegar hann fékk Evening Stand- ard-verðlaunin sem athyglisverðasta leikskáld ársins 1996. Í kjölfarið hefur hann verið tilnefndur til fjögurra Tony- verðlauna fyrir leikrit sín. Hér á landi hafa fjögur verk eftir McDonagh verið sett á svið: Halti Billi og Koddamaðurinn í Þjóðleikhúsinu, Svartur köttur hjá Leikfélagi Akureyrar og Fegurð- ardrottningin frá Línakri í Borgarleik- húsinu, sem fyrr segir. Sögusviðið í Vestrinu eina er heimili bræðranna Valene og Coleman, í Leen- ane. Leikurinn hefst þegar þeir bræður, sem leiknir eru af Birni Thors og Þresti Leó Gunnarssyni, hafa nýlokið við að jarða föður sinn en það aftrar þeim ekki frá því að slást, drekka og rífast. Átök þeirra bræðra fara mjög fyrir brjóstið á sóknarprestinum, föður Welsh, sem leik- inn er af Bergi Þór Ingólfssyni, og gerir hann örvæntingarfulla tilraun til að koma skikki á þessa pörupilta. Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur Girleen, unga konu úr þorpinu, sem virðist í raun eina per- sóna verksins sem er með fæturna á jörðinni, og þó ekki. Heimur verksins er nöturlegur. Fá- tækt, græðgi, ofbeldi og ábyrgðarleysi virðast ráða ríkjum í Leenane og eins og presturinn orðar það þá er eins og lög- saga Guðs hafi ekki náð niður í þetta þorp. Vestrið eina er margbrotið verk. Sagan fjallar meðal annars um hvort bræðrunum takist að fyrirgefa misgerðir sem þeir hafa framið hvor gegn öðrum. En verkið snýst ekki síst um kærleik í ýmsum myndum. Leikurinn í sýningunni er góður. Björn og Þröstur Leó sýna einstakan samleik í hlutverkum bræðranna og eru samtöl þeirra mergjuð og fyndin. Bergur Þór nær vel hinu aumkunarverða og ein- manalega lífi kaþólsks prests sem efast stundum um trúna og tilgang hennar. Kristín Þóra stendur sig vel í litlu en þó mikilvægu hlutverki og er framsögn hennar eftirtektarverð. Þarna er á ferð- inni leikkona sem vert er að fylgjast með. Leikmynd og búningar eru í höndum Ilmar Stefánsdóttur en hún hefur á und- anförnum árum lagt leikhúsinu lið með verkum sínum. Að þessu sinni fer hún hefðbundna leið í umgjörð verksins. En þrátt fyrir það er hún alls ekki venjuleg. Leikmyndin er skemmtilega skökk og skæld eins og sjálfsmynd persónanna í verkinu. Kartöflupokar og tómar flöskur undirstrika eymd og volæði þessa þorps þar sem ekkert er við að vera nema drekka og slúðra um náungann. Ljósahönnun Þórðar Orra Péturssonar studdi leikmyndina vel og tónlist Halls Ingólfssonar var fögur og ógnandi í senn. Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur hæfði verkinu vel og virtist textinn þjáll í munni leikara. Jón Páll Eyjólfsson er annar fastráð- inna leikstjóra við Borgarleikhúsið. Hann hefur síðustu misserin tekið að sér að leikstýra verkum sem eru pólitísk og ögrandi. Hér hefur honum enn tekist vel upp. Þetta er bráðskemmtileg, kolsvört kó- medía, þó alvarleg í grunninn. Sýningin í heild er vel heppnuð og aðstandendum til sóma. Kolsvört kómedía LEIKLIST Borgarleikhúsið, Nýja sviðið Leikarar: Björn Thors, Þröstur Leó Gunn- arsson, Bergur Þór Ingólfsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Hallur Ingólfsson Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Frumsýning, föstudaginn 7. nóvember. Vestrið eina eftir Martin McDonagh Presturinn og bróðirinn „Bergur Þór nær vel hinu aumkunarverða og einmanalega lífi kaþólsks prests sem efast stundum um trúna og tilgang hennar.“ Ingibjörg Þórisdóttir ÖGMUNDUR Þór Jóhannesson heitir maður. Hann er gít- arleikari og ég minnist þess ekki að hafa heyrt hans getið fyrr en á laugardaginn var, þegar hann hélt tónleika í Saln- um í Kópavogi. Enda er hann ungur að árum og hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, þótt hann hafi haldið debút- tónleikana sína fyrir þremur árum síðan. Ögmundur hóf dagskrána með innhverfu verki eftir Toru Takemitsu, eitt þekktasta tónskáld Japana. Það heitir Equi- nox og var fjarskalega vel leikið, fullt af blæbrigðum og skáldlegum tilvísunum í eitthvað sem erfitt er að koma í orð. Auðheyrt var að Ögmundur er ákaflega músíkalskur og honum liggur margt á hjarta. Hann hefur líka tæknina til að koma því til skila, og þessi góða tækni var greinileg í næsta verki, sónötunni opus 77 eftir Castelnuovo-Tedesco. Hún byggist að hluta til á hröðum hendingum og þótt mað- ur yrði var við taugaóstyrk í upphafi sónötunnar, sem skil- aði sér í nokkrum óskýrleika, var augljóst að Ögmundur er flinkur og fingrafimur. Í það heila var sónatan skemmtileg í meðförum hans. Tveir lýdískir söngvar eftir Nuccio d’Angelo voru síðastir fyrir hlé, en orðið lýdískur vísar til einnar af kirkjutónteg- undunum. Í tónleikaskránni mátti lesa að hér væri „horfið frá dúr/moll-kerfinu aftur í hinn gamla tíma módalískra tón- tegunda“. Það er skrýtin staðhæfing, því lýdíski skalinn, þótt hann sé vissulega gamall, lifir góðu lífi í dag. Titillag þáttanna um Hómer Simpson er t.d. í lýdískri tóntegund, sem og flest lög Bjarkar Guðmundsdóttur! Hvað um það, söngvarnir eftir Nuccio d’Angelo voru tilþrifamiklir í túlkun gítarleikarans, flutningurinn var stórbrotinn og þrunginn andstæðum. Eftir hlé flutti Ögmundur partítu BWV 1002 eftir Bach, sem upphaflega er fyrir fiðlu en hér umrituð af gítarleik- aranum. Þrátt fyrir smáhökt hér og þar var leikurinn skýr og fallega framsettur. Og lokatónsmíðin á tónleikunum, són- ata eftir Antonio José, var kraftmikil og glæsileg. Ögmundur er frábær gítarleikari og ég vona að ég heyri í honum fljótt aftur. Með fangið fullt af tónlist TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari flutti verk eftir Takemitsu, Castelnuovo-Tedesco, Nuccio d’Angelo, Bach og José. Laugardagur 1. nóvember. Gítartónleikarbbbbn Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.